Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 Enn tíl varnar Háskólanum * eftir Halldór Armann Sigurðsson Á undanfömum mánuðum hef ég ritað riokkrar greinar í Morgun- blaðið í því skyni að vekja menn til umhugsunar um þann skaða sem stjómvöld era að vinna þjóð- inni með því að skerða fjárframlög til Háskóla íslands, m.a. grein sem bar yfirskriftina „Víst er verið að eyðileggja Háskólann" og birtist þann 15. september. Fullyrðingu yfirskriftarinnar studdi ég ýmsum rökum, m.a. með því að háskóli þjóðarinnar hefur ekki lengur efni á að kaupa bækur. Rök mín hafa ekki verið hrakin. Því miður. inn í Háskólanum horfa til framtíð- arheilla og sé stoltur af. Það hefði a.m.k. þótt sæmileg útlegging í skólarökfræðinni sem ég hygg að við Ólafur Garðar höfum báðir lært eða átt að læra. En nú má reyndar vera að ráð- herrann meini eitthvað allt annað en það sem rökrétt sýnist að leggja út af orðum hans og ber þá að fagna því. Látum svo vera og snú- um okkur að verðugra umræðu- efni, sem sé því hvers vegna stefna stjórnvalda í málefnum Háskóla íslands er óhafandi. Og þá er ekki aðeins átt við stefnu núverandi rík- isstjórnar, heldur stefnu íslenskra stjórnvalda um langt skeið. Af vansæmd og rökvísi Pólitík er ekki bókhald í viðtali við Morgunblaðið þann 4. þessa mánaðar svarar mennta- málaráðherra grein minni þó með nokkram orðum og segir m.a. að uppistaðan í henni hafi verið viðtal er Eiríkur Jónsson átti við hann á Stöð 2 og bætir við: „... en í grein háskólakennarans var ýmist farið rangt með það sem ég sagði eða snúið út úr því. Það er háskóla- kennara til vansæmdar að láta slíkt frá sér fara.“ Það er reyndar ekki alveg ná- kvæmt að viðtal Eiríks við ráðherr- ann hafí verið uppistaðan í grein minni. Það var tilefni hennar. En látum það vera. Ekki hirði ég held- ur að skattyrðast við Ólaf Garðar um sæmd og vansæmd. Það er til- tölulega einfalt fyrir þá sem áhuga hafa á að ganga úr skugga um að endursögn mín á orðum hans var sannleikanum samkvæm, og reyndar viðhefur hann svipuð orð í Morgunblaðsviðtalinu: „Háskóli Islands verður að taka á sig að- haldsaðgerðir eins og aðrar stofn- anir,“ segir Ólafur þar og bætir síðar við: „En allar aðgerðir ríkis- stjómarinnar miða að því að búa í haginn fyrir framtíðina og það eru krefjandi verkefni, sem verð- ugt er að vera þátttakandi í.“ Lái mér nú hver sem vill að ég skuli skilja þessi orð svo að menntamála- ráðherra landsins telji niðurskurð- Helgi Hálfdanarson Kýrin Skjalda Orðtakið „að koma e-m í opna skjöldu" er eitt þeirra sem eiga rót sína að rekja til hernaðar. Orðmyndin skjöldu er þolfall fíeirtölu af skjöldur, og merking orðtaksins „að ráðast aftan að, koma á óvart“. Þar er hvelfdur skjöldur kallaður „opinn“ á bak- hlið, og líking dregin af því, að óvinir sækja aftan að herliði í bardaga. Orðtak þetta í myndhverfri merkingu var löngum til mikillar málprýði meðan hófsamlega var á því haldið. En að undanfömu hefur svo hraklega verið á því níðzt, að engu tali tekur. Góð og gegn orð eins og að koma á óvart, koma óvænt, eða að óvör- um virðast fallin í gleymsku og dá; allt skal í opna skjöldu, á hverju sem gengur, svo að við liggur að manni verði óglatt þegar þetta fallega orðtak ber að eyrum. Nýlega heyrði ég það þrítekið á fáeinum sekúndum í útvarpi. Og ekki er því alltaf beitt svo sem bezt ætti við, því bókstafleg merking er oft að engu höfð. Hér um daginn var sagt í út- varpsfrétt að forstöðumanni nokkrum hefðu komið uppsagnir starfsmanna í opna skjöldu; og litlu síðar greindi kona ein svo frá, að sér hefði komið tiltekið fyrirbæri í opna skjöldu. í þessum dæmum virðist gert ráð fyrir því, að einn maður hafí borið tvo eða fleiri skildi í bardaga. Nema við það sé átt, að kýrin Skjalda hafi staðið opin á gátt, og uppsagnarbréfum starfsmanna verið stungið inn í belginn. Hvað það var sem kom í opna Skjöldu konunnar, man ég ekki lengur. Kannski hefur þolfallsmyndin „skjöldu“ stundum valdið mis- skilningi. Sigfús Blöndal ber það upp á Vestfirðinga að hafa búið sér til kvenkynsorðið skjalda (s.s. skjöldur) og sagt óvænt atvik koma í opnar skjöldur. Ætli skjöldumar þær séu ekki sömu ættar og Fjörðurnar fyrir norðan. Því miður eru næg dæmi þess, að góðum orðum og orðtökum hafi verið gerspillt með purkun- arlausri þrælkun. Þó mætti ætla, að smekkur manna kæmi í veg fyrir slíkt; menn ættu að fínna það, hvenær orð eru að ganga sér til húðar fyrir ofnotkun og hvíla þau ósjálfrátt þegar þar er komið. í svo auðugu máli sem íslenzku er af nógu að taka. En orðtakið um opnu skildina virð- ist ekki eiga sér neinnar misk- unnar að vænta. að Háskólanum. „Niðurskurður á alla línuna“ er bókhaldsbrella. Það er þægilegt að geta sagt „allir verða að spara, þið líka“, en það er ekki merkileg pólitík. Það krefst hins vegar veru- legs pólitísks áræðis að gera upp á milli verkefna eftir gildi þeirra, efla þau sem til heilla horfa á kostnað hinna sem eru til lítils gagns eða ills eins — stinga á kýlum samfélagsins. Háskólinn er ekki eitt af þessum kýlum. Dómgreindarskortur? Stjórnvöld glíma nú við veruleg- an vanda í ríkisfjármálunum og eru ekki öfundsverð af. En það er eins og menn séu slegnir blindu í þessum slag, sjái ekkert annað en fjárlagagatið alræmda. Þótt það sé góðra gjalda vert að reyna að stemma ríkisreikningana af ræðst framtíðarheill þjóðarinnar af fleiru en því einu og ég leyfi mér reynd- ar áð fullyrða að menntun unga fólksins í landinu fylli betur í fjár- lagagöt framtíðarinnar en allt ann- að. En við ábendingum þessa efnis fást engin svör önnur en: „Háskóli Islands verður að taka á sig að- haldsaðgerðir eins og aðrar stofn- anir“, án þess að fyrir því séu færð nokkur efnisleg rök. Það er engu líkara en menn séu í bók- haldi en ekki í pólitík. Hugsum okkur fyrirtækjasam- steypu sem er rekin með tapi þrátt fyrir að nokkur fyrirtæki sem að henni eiga hlut skili umtalsverðum hagpraði. Það þætti þá víst heldur óbjörgulegt úrræði að draga jafnt úr umsvifum allra fyrirtækjanna og hætt við að stjórnandi sem ekki hefði önnur ráð á takteinum fengi að hirða pokann sinn í snatri. Ég hef áður fært að því rök að Háskóli íslands skili þjóðinni meiri hagnaði en flest ef ekki öll önnur fýrirtæki í landinu. Það er því ótrú- leg skammsýni að ætla sér að koma lagi á ríkisfjármál þessa árs og þess næsta með því að kreppa Háskólarektor hefur Ieyft sér að varpa fram þeirri spumingu hvort þorskgengd eigi að hafa áhrif á íjárveitingar til Háskólans. I Morgunblaðsviðtalinu er haft eft- ir Ólafi Garðari að honum þyki leitt að heyra spurninguna og er á honum að skilja að hún beri vott um „dómgreindarskort". Það er heldur sorglegt að ráðherra menntamála skuli hrekjast út í meiðandi orðfæri þegar hann brestur rök. En hitt skiptir þó meira máli að í þessu sambandi tekur Ólafur undir gamalkunnan söng og fullyrðir: „Sjávaraflinn er okkar höfuðauðlind." Venjulegu fólki er vorkunn þótt það trúi þessu, svo oft sem það er kiijað. En það er verulegt áhyggjuefni ef forystumenn þjóðarinnar leggja trúnað á þessa firru. Það er ein- mitt menntunin en ekki fískurinn í sjónum sem er okkar langmikil- vægasta auðlind, eins og allra ann- arra svokallaðra „þróaðra“ þjóða. Milljónir og milljarðar þorska syntu um Islandsmið í þúsund ár án þess að þjóðin hefði af þeim gagn að heitið gæti og það var ekki fyrr en hún hafði eignast auð menntun- arinnar, verkkunnáttu og tækni, að fiskurinn breyttist í raunveru- lega auðlind. En ævintýrinu ef að ljúka. Af ýmsum ástæðum sem hér verða ekki raktar er ekki annað að sjá en sjávarafli muni halda áfram að dragast saman um fyrirsjáanlega framtíð. Það eru því váleg tíðindi ef minnkandi þorskgengd á að verða til þess að við forsómum að leggja í þann sjóð sem er öllum öðrum veraldlegum auði dýrmæt- ari, menntun unga fólksins í land- inu. Og ég hygg að góðgjamir menn muni fallast á það með mér að til þess megi ætlast af mennta- málaráðherra þjóðarinnar að hann komi auga á þetta samhengi hlut- anna. Halldór Ármann Sigurðsson „Ég hef áður fært að því rök að Háskóli ís- lands skili þjóðinni meiri hagnaði en fiest ef ekki öll önnur fyrir- tæki í landinu. Það er því ótrúleg skammsýni að ætla sér að koma lagi á ríkisfjármál þessa árs og þess næsta með því að kreppa að Háskólanum." Mótun háskólastefnu Þjóð getur naumast talist fylli- lega sjálfstæð nema hún eigi sér fræðingum hans kleift að nýta sér þá. Það er dýrt að vera fátækur. Stjórnvöld hafa ýtt málefnum Háskólans út af borðinu hjá sér. Þau láta við það sitja að skammta honum hlægilega lítið fé og segja síðan sem svo að hann hafí „nán- ast fullt frelsi til að raða sínum verkefnum í forgangsröð", svo að enn sé vitnað til orða Ólafs Garð- ars í Morgunblaðsviðtalinu. Og þó er það svo að Háskólinn fæst við fátt annað en brýnustu forgangs- verkefni og er enda langódýrasti háskóli í okkar heimshluta. En þegar á þetta er bent bera stjórn- völd það fram sem boðlega afsökun að þetta stafi nú bara af því að laun íslenskra háskólakennara „séu langtum lægri“ en erlendra starfssystkina þeirra! Eins og þeir vita sem þekkja til starfsemi ann- arra háskóla kemur reyndar mý- margt annað til. En það er þó al- veg laukrétt að laun háskólakenn- ara hérlendis eru að gera Islend- inga að viðundri á meðal siðmennt- aðra þjóða og eru ein helsta ógnin sem nú steðjar að Háskólanum. Skólinn hefur fyrir vikið misst marga hæfa starfsmenn og það verður æ algengara að fólk með rándýra menntun frá bestu háskól- um heimsins telji sig ekki hafa efni á að ráðast til starfa við hann. Nýlega frétti ég t.d. af nýbökuðum doktor sem ekki hafði ráð á því að þiggja 90 þúsund króna lektors- stöðu við Háskólann og fór þess í stað að afgreiða bílavarahluti fyrir 150 þúsund krónur á mánuði. a.m.k. einn fullburða háskóla, með öflugri rannsóknarstarfsemi og framhaldsnámi í öllum helstu greinum hug- og raunvísinda. Slík- an háskóla á „bókaþjóðin“ því mið- ur ekki enn og metnaður hennar virðist ekki standa til þess að eign- ast hann. Ríkisstjómin hefur nú í hyggju að efla sjóði Vísindaráðs og Rann- sóknaráðs. Auk þess munu íslend- ingar brátt öðlast aðgang að digr- um rannsóknasjóðum úti í Evrópu. Hvort tveggja er fagnaðarefni, en bætir því miður ekki það tjón sem nú er verið að vinna Háskólanum og kemur á engan hátt í staðinn fyrir skynsamlega háskólastefnu. Svo mjög er nú að Háskólanum kreppt að hann hefur ekki einu sinni efni á að ráða starfsmann sem séð gæti um málefni hinna evrópsku rannsóknasjóða fyrir skólann og gert kennurum og sér- Það sjá það náttúrlega allir sæmilega viti bornir menn að svona getur þetta ekki gengið til. Það verður að nást þjóðarsátt um bætt kjör háskólakennara, og stjórnvöld verða að móta sér einhveija skyn- samlega háskólastefnu, fara að dæmi stjórnvalda í grannlöndum okkar sem nú eru sem óðast að vígbúast fyrir „Evrópuslaginn", með því að stórefla háskóla sína þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á öðr- um sviðum. Núverandi stefna eða stefnuleysi í málefnum Háskólans er röng og stórskaðleg og sá tími sem okkur gefst til að leiðrétta „kúrsinn" áður en við lendum alveg undir í baráttunni um mannauðinn verður æ naumari. Þetta ættu stjórnvöld að hafa manndóm í sér til að viðurkenna í stað þess að karpa um fánýta hluti, og þá mun ekki standa á háskólamönnum að veita þeim allt það lið sem þeir mega. T.d. við að reyna að meta hvað sé skynsamleg ijárfesting í menntun og hvað ekki. Við megum engan tíma missa. Höfundur er dósent við Háskólann og varaformaður Félags háskóla- kennara. Hver er stefna menntamála- ráðherra í málefnum HI? eftir Gísla Má Gíslason í viðtali í Morgunblaðinu 4. októ- ber, sem bar heitið „Það er eitthvað að“, og í fímmtudagsumræðunni í Ríkisútvarpinu 17. september sl. komu fram skoðanir menntamála- ráðherra, Ólafs G. Einarssonar, á málefnum Háskóla íslands. Þrátt fyrir mörg orð, er engan veginn ljóst hver stefnan ráðherrans er í málefn- um skólans. Þetta vekur nokkrar spumingar, sem nauðsynlegt er að fá svör við, svo enginn velkist í vafa um stefnu ráðherrans. Pjárlög Háskóla íslands hafa verið skorin mikið á þessu ári, og þessi niðurskurður kemur í kjölfar sveltistefnu undanfarinna ára. Einnig er ljóst að Háskóli íslands er eini háskólinn (universitas) á ís- landi sem býður upp á fjölbreytilegt fræðilegt nám, þrátt fyrir að í land- inu séu nokkrir aðrir skólar á há- skólastigi, þ.e. skólar sem setja stúdentspróf sem inntökuskilyrði. Rannsóknir og nám sem er sam- bærilegt því sem gerist við Háskóla Íslands fer ekki fram annars staðar í landinu að neinu marki. Fjársvelti Háskóla íslands getur leitt til þess að nemendur og kennarar í ýmsum fræðigreinum flytji af landi brott. Vesturlönd leggja flest um 2,5% af þjóðarframleiðslu til háskóla, en hérlendis er þetta hlutfall um 0,7%. Háskóli íslands er einnig ódýrasti háskóli á Norðurlöndum og u.þ.b. 85% af rekstri hans tengjast launum eða öðrum kjarabundnum þáttum. Menntamálaráðherra skýrir hvers vegna Háskóli íslands er ódýrastur á Norðurlöndum með því að há- skólakennarar hafi „smánarleg laun“ eins og hann orðaði það í fimmtudagsumræðunni í Ríkisút- varpinu 17. september. Niðurskurð- ur leiðir óhjákvæmilega til minni launagreiðslna og versnandi kjara starfsmanna skólans eða uppsagnar starfsfólks. „Úr því að menntamála- ráðherra viðurkennir að laun háskólakennara séu „til vansæmdar*1 eins og henn hefur orð- að það, hvernig hugsar hann sér þá að standa að niðurskurðinum án þess að gera þau ennþá smánarlegri?“ í ofangreindum umræðuþætti vísar ráðherra allri ábyrgð í launa- málum frá sér, og segir „kjara- samninga ekki á [sínuj borði“. Á hitt minnist menntamálaráðherra ekki að hann á fulltrúa í samninga- nefnd ríkisins, sem tekur þátt í kjaraviðræðum við Félag háskóla- kennara. Félag háskólakennara hefur ítrekað spurt fulltrúann um \í I í 4 ( fl fl I JU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.