Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992
11
Tónleikar
ar í Lang-
holtskirkju
Harpa Harðardóttir sópransöng-
kona heldur tónleika í Langholts-
kirkju sunnudaginn 11. október
kl. 20.30. Tónleikarnir eru síðasti
hluti burtfararprófs hennar frá
Söngskólanum í Reykjavík, en
Harpa stundar nú nám við kenn-
arardeild skólans. A efnisskránni
eru sönglög eftir Verdi, Schum-
ann, Strauss, Grieg, Jórunni Við-
ar, Pál Isólfsson og Karl O. Run-
ólfsson.
Harpa er fædd og uppalin í
Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi
frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti
vorið 1980 og hóf nám við Söngskól-
ann í Reykjavík haustið 1983.
Aðalkennari hennar þar hefur
verið Olöf Kolbrún Harðaradóttir,
en síðustu misseri hefur Garðar
Cortes gegnt því hlutverki. Harpa
héfur einnig notið leiðsagnar píanó-
leikaranna Guðrúnar A. Kristins-
dóttur, Catherine Williams og Kol-
brúnar Sæmundsdóttur, sem er með-
Ljósmynd Sigríður Bachmann.
Harpa Harðardóttir sópransöng-
kona.
leikari hennar á tónleikunum.
Harpa hefur sungið með kór
Langholtskirkju og komið þar fram
sem einsöngvari í ýmsum verkum.
Einnig hefur hún verið meðlimur
kórs Islensku óperunnar meðal ann-
ars í Carmina Burana og í Pagliacci.
Jafnframt námi sínu við Söngskól-
ann hefur Harpa sótt námskeið hjá
prófessor Helene Karusso, E.Ratti
og Anthony Hose.
(Fréttatilkynning)
eftir Jóhann Eyfells í Listaasfni ís-
lands.
Sýningu Jóhanns í Gallerí 11 lýkur
hinn 22. október.
Sýning Jóhanns
Eyfells í Gallerí 11
JÓHANN Eyfells opnar sýningu í Gallerí 11 á Skólavörðustíg 4a laugar-
daginn 10. október kl. 15. Yfirskrift sýningarinnar er Mismunur leyst-
ur í sundur (Difference Unravelde II) og er uppistaða hennar það sem
hann kallar tausamfellur (Cloth Collapsions) en það eru verk unnin
með afritunartækni í samspili jarðar, efnis og aðdráttarafls, segir í
frétt frá galleríinu.
Jóhann Eyfells hefur undanfarin
30 ár unnið afar markvisst að undir-
stöðurannsóknum í myndlist en nið-
urstöður hans varða einkum sam-
virkni efniskenndar, sýnileika og
tíma. Um þessar mundir stendur
einnig yfír sýning á málmverkum
Finnskt brúðu-
leikhús í Nor-
ræna húsinu
Sunnudaginn 11. október kl. 16.00
er börnum og fullorðnum boðið
að koma í brúðuleikhús í Norræna
húsinu. Þá verður sýnt verkið „Is-
landshastens havsaventyr".
Finnska listakonan Mervi Tammi
samdi söguna og sér um sýninguna.
Mervi er vel þekkt í heimalandi sínu
og hefur sýnt verkið á barnaheimil-
um og víðar.
Leikritið fjallar um hestinn
Svartni sem býr ásamt Nonna eig-
anda sínum á eyju við strönd Is-
lands. Dag einn þegar Nonni ætlar
í útreiðartúr á Svartni, lætur hestur-
inn sig hverfa niður á strönd. Þar
hittir Svartni hafgúu sem fær hann
til að fylgja sér í helli sinn á hafs-
' botni. Og þá hefst ævintýrið fyrir
alvöru.
Sýningin tekur rúman hálftíma.
Allir eru velkomnir og aðgangur
ókeypis.
(Fréttatilkynning)
------» ♦ ♦-----
Málverkasýn-
ing á Akranesi
STEINÞÓR Marinó Gunnarsson
listmálari opnar málverkasýningu
í sýningarsal Tónlistarskólans á
Akranesi laugardaginn 10. októ-
ber kl. 14.00.
Sýningin er haldin í tilefni 50 ára
afmælis Akraneskaupstaðar. Við
opnun spilar kvartett Tónlistarskól-
ans.
Steinþór hefur haldið fjölda einka-
sýninga hér heima og erlendis og
tekið þátt í samsýningum. Steinþór
Marinó sýnir nú olíumálverk, pastel
og myndir unnar með blandaðri
tækni.
Sýningin er opin alla virka daga
frá kl. 17-21 og laugardaga og
sunnudaga kl. 14-21.
RAGNA ROBERTSDOTTIR
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Því hefur stundum verið haldið
fram að íslenskir myndlistarmenn
sæki nær allir myndefni sitt á einn
eða annan hátt til landsins og ís-
lenskrar náttúru, þó að þeir fylgi
mismunandi augljósum leiðum við
að koma þeirri náttúrusýn til skila
í verkum sínum. Þannig megi finna
þess merki í verkum listmálara af
ýmsum kynslóðum og myndhöggv-
arar hafa ekki síður tengt verk sín
beint eða óbeint við það umhverfi,
sem þeir hafa sprottið úr. Vandi
yngri listamanna hafí einna helst
verið fólginn í að finna persónulega
og listræna leið til að fjalla um
þessi viðfangsefni, án þess að ger-
ast sporgöngumenn annarra, sem
þegar hafa markað sína eigin slóð
um hið víða svið íslenskrar náttúru.
Ragna Róbertsdóttir er vissulega
einn þeirra listamanna, sem hefur
náð að marka sér afar persónulega
braut um þessar lendur. Þó aðeins
sex ár séu liðin frá því hún hélt
sína fyrstu einkasýningu, hefur list
hennar vakið mikla athygli; hún
hefur verið valin borgarlistamaður
í Reykjavík og tekið þátt í ýmsum
samsýningum bæði hér á landi og
erlendis. Síðasta einkasýning lista-
konunnar var haldin í listasafninu
í Bem í Sviss í lok síðasta árs, og
nú stendur yfir fyrsta stóra sýning-
in á verkum hennar hér á landi um
fjögurra ára skeið í sölum Nýlista-
safnsins við Vatnsstíg.
Tengsl verka Rögnu við íslenska
náttúru eru ekki alltaf augljós við
fyrstu sýn. Hún hefur unnið mikið
með íslenskt grjót, sem hefur verið
sagað til í regluleg form, sem hún
síðan raðar upp á ákveðinn hátt.
Um tíma vom grasþökur einnig
mikilvægur þáttur í myndgerðinni,
og sköpuðu þær augljósa ímynd
landsins í verkunum. Á sýningunni
nú em þökurnar horfnar, en í stað
þess nýtur grjótið sín sem aldrei
fyrr, bæði vegna uppröðunarinnar
og ekki síður vegna eiginleika sem
hingað til hafa verið að nokkru
huldir.
Steinverkin í Nýlistasafninu em
annars vegar sett saman úr ís-
lensku grágrýti (hver eining er
15x6x6 cm) og hins vegar úr þéttu
hrauni, sem hefur verið sagað í
reglulegar einingar (40x15x15
cm). Þessum einingum raðar lista-
konan saman á í nokkur nafnlaus
verk á mismunandi hátt eftir því
sem rými salanna í Nýlistasafninu
býður henni upp á. Þannig skapar
hún voldug stuðlaberg eða marg-
breytilegar, flatar klappir, allt eftir
því á hvem hátt áhorfendur kjósa
að lesa úr þeim samsetningum sem
fyrir augu ber.
Einn mikilverðasti eiginleiki þess
efnis sem listakonan notar er fjöl-
breytileikinn. Þrátt fyrir að grjótið
sé sagað í staðlaðar einingar, eru
engar tvær þeirra eins. í þeim koma
fram holrúm, rásir og rákir, þar
sem eiturlofttegundir hafa leikið
um gosefnin, áður en þau náðu að
harðna og þéttast. Vegna þessa
virka verk Rögnu á sýningunni létt,
margslungin og jafnvel skrautleg,
eins og Markus Landert bendir á
í ágætri og fræðandi ritsmíð, sem
liggur frammi á sýningunni.
I steinverkunum myndast
skemmtilegt jafnvægi milli hinna
vélrænu, stöðluðu eininga', óregl-
unnar innan hvers steindrangs og
svo þeirrar tígullaga uppröðunar,
sem listakonan hefur valið að nota
hér. Er einkum vert að benda á
stóra verkið í neðsta sal Nýlista-
safnsins, hærri verkin í fremsta
salnum, og loks stóran flöt á efstu
hæð, þar sem fjölbreytni minni ein-
inganna nýtur sín afar vel í reglu-
legri röðun flatarins.
Auk þeirrar skreytni sem er að
finna í steinverkunum hefur Ragna
raðað upp vafningum af svörtum
gúmmílengjum, þannig að minnir
um margt á fornar skreytingar á
bókajöðrum eða í húsaskreyting-
um. Þessir vafningar eru teiknaðir
á einum stað, en síðan raðað upp
eftir ákveðnu mynstri í efri sölun-
um. Efninu er vafið utan um stein-
kjarna og hlutföllin eru hnitmiðuð,
ekki síður en tengingarnar. Lista-
konan á væntanlega eftir að þróa
þetta viðfangefni frekar á næst-
unni, og verður áhugavert að sjá
hvert það á eftir að bera hana.
Hér er á ferðinni áhugaverð sýn-
ing, sem sýnir að það er vissulega
hægt að vinna fjölbreytta og lif-
andi list úr einföldum efnum, ef
að myndhugsun listamannsins er
nógu öflug. Sýningargestir fá einn-
ig góðan stuðning af rituðu efni,
sem liggur frammi og getur hjálpað
þeim að átta sig á samhenginu við
alþjóðlega liststrauma, sem Ragna
virðist fyrst og fremst vinna út frá.
Sýning Rögnu Róbertsdóttur í
Nýlistasafninu við Vatnsstíg stend-
ur til sunnudagsins 11. október,
og er rétt að hvetja fójk til að líta
við síðustu sýningardagana.
Við opnum
Vatnsheldar vatteraðar dömu- og herraúlpur
frá kr. 6.900,-
Köflóttar skyrtur
frákr. 1.290,-
□ Gallabuxur frá kr. 1.990
□ Gallajakkar frá kr. 4.290
QVaxjakkar frá kr. 5.900
□ Regnfatasett frá kr. 1.990
□ Svört stígvél kr. 1.590
□ Herrapeysur frá kr. 2.390
□ Lambúshettur kr. 490
OVettlingar kr. 390
Sokkar, nærföt, belti, skóflur,
vasaljós, hnífar, skór, brúsar
o.m.fl.
Fatabónus
<0 KARNABÆJAR
LAUGAVEG 66 • SIMI 22950