Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 27 Guðmundur Oli Hauksson — Kveðja Fæddur 16. febrúar 1983 Dáinn 30. september 1992 Þriðjudaginn 30. september sl. lést af slysförum Guðmundur Óli Hauksson, 9 ára að aldri. Hann var sonur Birnu Bjarnadóttur og Hauks Ingibergssonar. Hann var ungur handknattleiksmaður í 6. flokki Breiðabliks og er nú skarð fyrir skildi við fráfall hans, enda Guðmundur einstaklega vænn drengur og ljúfur í umgengni eins og allt hans fólk. Fjölskylda Guðmundar hefur verið tilþrifamikil í handboltanum hjá Breiðabliki um nokkurra ára skeið. Hann naut, eins og Guðjón, bróðir hans, mikils styrks af for- eldrum sínum í handboltanum, og eru þau tíðir gestir á leikjum og æfingum Breiðabliks. Við félagar þeirra í Breiðabliki urðum höggdofa, þejgar frétt barst um að Guðmund Ola hefði hent alvarlegt slys í sundlaug Kópa- vogs. Fregnin af dauða hans sló okkur harmi. Við vitum að fjöl- skylda hans má nú þola miklar raunir. Hugsanir okkar hafa verið hjá þeim, þótt þær megi sín ef til vill lítils. En við félagar þeirra vonum að þær megi veita þeim einhvem styrk á þessum erfiðu tímum. F.h. handknattleiksdeildar Breiðabliks, Ásmundur Ásmundsson formaður, Aðalsteinn Jónsson þjálfari 6. flokks. Ég vil minnast lítils drengs, lít- ils vinar okkar sem tekinn var frá okkur svo snöggt. Þeir deyja ungir sem Guð elskar, en hvers vegna er svo ungur drengur í blóma lífs- ins tekinn frá okkur svo óvænt. Við eigum erfitt með að skilja það. Guðmundur óli var aðeins 9 ára, fjörmikill strákur, góður vinur son- ar míns, Helga Páls, sem nú sakn- ar leik- og skólabróður síns sárt. Það var engin lognmolla þegar þeir voru komnir í boltaleik heima hjá okkur. Það var líf og fjör og látið heyrast vel í sér eins og hress- ir strákar gera. Guðmundur Óli naut sín í íþróttum og keppnum, íþróttamaður sem átti framtíðina fyrir sér. Oft voru þeir félagar saman á morgnana þangað til skól- inn byijaði og Helgi Páll var stund- um varla vaknaður þegar hann spurði hvort hann mætti ekki hringja í Gumma vin sinn. Nú eru tár í augum lítils drengs sem lab- baði með vini sínum hinstu skref hans morguninn örlagaríka. Við fjölskyldan viljum þakka Guðmundi Óla fyrir þau ár og þá , daga er hann var með syni okkar sem þó var alltof stuttur tími. Kæra Birna, Haukur og fjöl- skylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð sem þó má sín lítils í ykkar miklu sorg. Einar Pétursson og fjölskylda. Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið til hjálpar hveijum hal og drós sem hefur villst af leið. (Matth. Joch.) Guðmundur Óli var vissulega ljós á vegi okkar sem þekktum hann og þess vegna kemur þessi fallegi uppáhaldssálmur minn frá barnæsku upp í hugann þegar ég sest niður til að reyna að skrifa j fáein orð frá okkur í 4.-M, en það var bekkurinn hans í Kársnesskóla. Þessi viðkvæmi, ljúfí og líka þróttmikli og duglegi drengur setti sinn svip á bekkinn minn sem ég hef nú reynt að kenna á annað ár. | Hann var mjög duglegur og sam- viskusamur í námi, gerði allt vel sem hann var beðinn um. Hann hafði sérstaklega fallega rithönd og teiknaði fallegar myndir þó örv- hentur væri. Hann var mjög vin- sæll í bekknum og virtist foringja- efni. Hann hafði yndi af fótbolta og öðrum boltaleikjum sem bömin stunda gjarnan í frímínútum en hann hafði alla tíð verið hræddur við vatn og átti þess vegna dálítið erfitt með sundnámið en var samt kominn vel á veg að yfirvinna ótt- ann. Brosið hans bjarta og fallegur svipur mun halda áfram að ylja okkur í minningunni. Okkur sem eftir stöndum og skiljumekki neitt. Fyrir stuttu vorum við svo lán- söm að sjá regnbogann í allri sinni dýrð yfir Fossvoginum út um gluggann í skólanum okkar og þetta fannst okkur merkilegt þar sem við vorum einmitt að fjalla um regnbogann í Biblíusögunum sem tákn Guðs til mannanna. Guð- mundur talaði sérstaklega mikið um þessa upplifun, einnig heima hjá sér þar sem hann talaði um þetta við foreldra sína og reyndi svo að hlaupa undir regnbogann í annað sinn og munaði litlu að tæk- ist. Við mennimir skiljum það aldrei að böm skuli tekin burt með þess- um hætti en við huggum okkur með því að trúa því að Guð ætli þeim ákveðið hlutverk sem ekki getur beðið. Ég ætla svo að vitna í sögu Astrid Lindgren sem ég er að lesa fyrir bekkinn minn og hefur mikil áhrif á börnin og segi: Nú er Guð- mundur Óli kominn til Nangijala og þar líður öllum vel. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til foreldra Guð- mundar Óla og allra aðstandenda. Megi Guð hjálpa ykkur öllum. Minnirigin lifir um góðan dreng. 4.-M og Gerður P. Krist- jánsdóttir kennari. Mig langar til að minnast og kveðja Guðmund Óla Hauksson sem svo ungur hvarf úr tilveru okkar. Sjaldan verða orð eins fá- tækleg og á slíkum stundum, en minningarnar lifa og verða ekki frá okkur teknar. Veturinn 1988—1989 var ég með Guðmundi Óla á leikskóla. Þá var hann 5 og 6 ára gamall, ég 33 og 34 ára fóstra og við lærðum hvort af öðru. Frá þeim tíma á ég margar yndislegar minningar, sem ég vil nú færa í orð til að minnast góðs drengs. Ég man þá stund er Guðmundur Óli sat og tefldi við hin börnin. Það er ein af þessum yndislegu minningum sem lifa enn í mínum huga. Þegar hann sat mjög þungt hugsi, velti fyrir sér skákstöðunni, telfdi, leit spekingslega upp og horfði á mótspilarann og sagði: „Þú átt leik.“ Guðmundur Oli kunni að tefla, ég kunni rétt mannganginn og hin börnin kunnu enn minna. Guðmundur Óli vann flestar ef ekki allar skákir sem tefldar voru á deildinni þann vetur og það var alltaf jafn vinsælt hjá bömunum að tefla við hann. Það var svo mikil reisn yfír leiknum, eins og eitt barnanna sagði: „Þetta er al- vöru.“ Annað minningabrot er að eitt sinn er ég var nýbúin að segja börnunum sögu um álf sem var svo lítill að hann sást ekki og kom inn um gluggann í leikskólanum og skoðaði bömin sem lágu þar og hvíldu sig. Þegar sögunni var lokið stóð Guðmundur Óli upp, gekk að glugganum, horfði út og sagði: „Ég sé spor í snjónum eftir álfinn.“ Þar með var allur barna- hópurinn sannfærður um komu álfsins. Guðmundur Óli hafði sterka réttlætiskennd. Eitt minningar- brotanna er frá matarborðinu. Oft var rætt um það að vera kurteis og að taka tillit til annara, fá sér ekki of mikið á matardiskinn o.s.frv. Svo var það eitt sinn að Guðmundur Óli fær sér af fatinu, réttir mér það næst og þegar ég er búin að fá mér á diskinn þá horfir hann á mig með sínum sér- stöku augum og segir: „Guðrún Alda! Þú tekur tvær kartöflur! Hugsaðu þér ef allir gera það, þá fær Elías ekki neina!“ Minningarnar eru margar en ekki verða fleiri færðar hér í orð. Börn eru sérstök hvert á sinn hátt og Guðmundur Óli var og verður alltaf mjög sérstakur í mínum huga. Lífið er þannig að sum börn höfða meira til manns en önnur, sumir einstaklingar ná betur sam- an en aðrir. Guðmundur Óli átti það til að vera mjög alvörugefinn og varkár, en það var stutt í kímnina og gleð- ina. Fallegu brúnu augun hans glömpuðu og andlitið ljómaði af gleði. Þannig minnist ég hans. Elsku Birna og Haukur, Guð veiti ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Ég votta ykkur og fjölskyld- um ykkar mína dýpstu samúð. Minningin um yndislegan dreng lifir í huga okkar. Guðrún Alda Harðardóttir. Þegar fréttin um hið hörmulega slys í Sundlaug Kópavogs barst, setti menn hljóða. Minningarnar sem tengdust Guðmundi Óla fóru ósjálfrátt að rifjast upp. Fyrir rúm- um fjórum árum kom hann í fylgd foreldra sinna, þeim Birnu og Hauki, á sína fyrstu æfingu. Þrátt fyrir að vera í yngri kantinum hvað aldur varðar, sagð- ist hann vera kominn til þess að æfa knattspymu hjá Breiðabliki. Athygli vakti strax hvað hann tók leiðbeiningum og kennslu um und- irstöðuatriði knattspyrnunnar með opnum hug, enda var hann fljótur að hagnýta sér þá þekkingu í leikj- um. Félagslega þættinum sinnti hann af mikilli prýði, hvort sem hann var sveittur í búningsklefa með jafnöldrum sínum, eða við dreifingu blaða eða annars efnis fyrir knattspyrnudeildina. Fram- koma hans og framganga í leik og starfi var foreldrum hans og Breiðabliki alltaf til sóma. í dag kveðja félagar hans í knattspymudeildinni einn sinn besta vin. Guðmundur Óli gaf þeim margt og fyrir það eru þeir þakkl- átir. Hann var þeim fyrirmynd á mörgum sviðum. Eftir sitja félagar hans og spyrja sig spurninga sem fá svör fást við. Umsjónarmenn og félagar úr 6. flokki knatt- sjjyrnudeildar þakka Guðmundi Ola samfylgdina, og senda um leið ástríkum foreldrum og systkinum og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Lífshlaup Guðmundar Óla var stutt en hamingjuríkt. Fyrir hönd knattspyrnudeildar Breiðabliks, Gunnar Ragnarsson um- sjónarm., Sveinbjörn Strandberg, umsjónarm. Það var í febrúar fyrir níu árum að ég stóð við rúm vinkonu minnar á Fæðingadeild Landspítalans og samgladdist henni með fæðingu yndislegs sonar hennar, Guðmund- ar Óla. Það var sannarlega bjart og sólskin þennan dag, þrátt fyrir skammdegið, birta af gleði og hamingju Birnu, yfir litla drengn- um hennar. í dag er dimmt — lít- ill drengur kveður mömmu sína og heldur léttur og brosandi í sund- tíma en annar tími hafði verið honum ákveðinn, tíminn sem við öll eigum eftir að mæta í, en við vitum bara ekki hvenær. Spámað- urinn Gibran segir: „Sorgin er gríma gleðinnar. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Guðmundur Óli var gleðigjafi og sólargeisli, geisli sem fékk að skína skært, en svo alltof stutt. Við verðum að trúa því að geisla hans hafi verið meira þörf annars staðar. Við biðjum að birtan og gleðin vegna þessa litla drengs, yfírvinni dimmuna og sorgina. Veri Guð- mundur Óli góðum Guði falinn. Helga Mattína Björnsdóttir. Það er merkilegt hvernig hver einstök manneskja virkar á um- hverfi sitt með mismunandi hætti. Tilfinningin er svo misjöfn. Þetta á ekki síður við um börnin sem eru að þroskast með okkur fullorðna fólkinu. Mín reynsla er sú að þegar ég heyri nefnd nöfn sem ég þekki, svífur fyrir hugskotssjón- um mínum svipmynd, svipmynd sem ég geymi í hugskoti mínu af viðkomandi. Þegar ég heyrði um andlát Guð- mundar Óla Haukssonar þutu svip- myndirnar í gegnum huga minn aftur og aftur og leiftur nýliðinna samverustunda urðu svo einstak- lega skýr. Sunnudaginn 27. september hringdi Óli í Guðna, son minn, og bauð honum að koma með sér í fótbolta á sandgrasinu í Kópavogi með pabba sínum og systkinum og bað hann að taka mig með en dag- inn áður höfðu þeir leikið sér allan daginn og fram á kvöld með svo einstöku samkomulagi að við for- eldrarnir höfðum sérstaklega orð á því. Guðni var fljótur til og ég fór með í fótboltann. Þarna lékum við saman í tvo tíma. Þessi fótboltaæfing stendur mér nú fyrir hugskotssjónum eins og opin bók. Persónueinkenni koma oft glöggt fram í íþróttum og hjá Guð- mundi Óla komu þau fram í leiftr- andi glaðværð og keppnisskapi. Það var allt gefið í leikinn beint frá hjartanu. Að eiga slíka minningu er flestu öðru dýrmætara. Við erum rík að eiga' svo einlæga minningu um nokkurn mann. Leiftrandi sál með sakleysi barnsins er svipmynd mín af Guðmundi Óla Haukssyni. Við skyndilegt brotthvarf svo ungs drengs úr þessum heimi vakna svo ótal spurningar. Hvert var hlut- verk hans í þróuninni? Hvað má læra af niðurstöðum sem maður gefur sjálfum sér? Mér finnst ég fá mjög afgerandi svar hvað mig varðar í þessu tilviki. Eftir stendur minning um jákvæðan persónuleika sem gaf allt af einlægri gleði til lífsins. Með því að minnast hans á mað- ur að meta lífið á jákvæðan hátt og taka þátt í því með gleði og njóta þess eins fölskvalaust og Guðmund- ur Óli. Kæru Birna og Haukur. Minning- in um fallega sólargeislann ykkar með stóru sálina mun verma ykkur um ókomna tíð. Fátækleg orð mega sín þó lítils. Því biðjum við góðan Guð að styrkja ykkur og fjölskyldur ykkar á komandi tímum. Kristján B. Snorrason og fjölskylda. Hví fólnar jurtin Mða og fellur blóm svo skjótt? Hví sveipar bamið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niður í gröf?- Hví berst svo burt í skyndi hin besta lífsins gjöf? Já sefist sorg og tregi þér saknendur við gröf því týnd er yður eigi hin yndislega gjöf. Hann hvarf frá synd og heimi til himins - fapað því svo hann guð þar geymi og gefi fegri á ný. (Bjöm frá Laufási) Miðvikudagurinn 30. september byijaði eins og flestir dagar, en skyndilega breyttist þessi fallegi haustdagur í martröð þegar dóttir okkar kom hlaupandi hágrátandi og sagði okkur að vinur okkar, hann Gummi, hefði drukknað. Hún stóð í þeirri trú að honum hefði verið bjargað. Guð sleppir ekki allt- af hönd sinni af þeim sem hann hefur augastað á og elsku Gummi hefur átt að taka við stærra verk- efni. Því vill maður trúa þegar svo ungt bam er hrifsað úr faðmi elsk- andi foreldra og systkina. Já, elsku Birna og Haukur. Aldr- ei hugsuðuð þið um ykkur fyrst, alltaf hvað hentaði Gumma ykkar, þessum fallega dreng með fallegu brúnu augun. Maður verður svo máttvana og ýmsar minningar flögra um hugann, bömin spyija en það verður fátt um svör. Þá reynda þau sjálf að finna svör sem þau sætta sig við og oft eru þessi svör yndisleg eins og þegar Gummi var að leita að svari við hvar regn- boginn endaði. Einhver svör fékk hann en var ekki alveg viss hvort þau væm rétt, því Gummi litli var mjög svo nákvæmur. Núna eru vinkonur hans búnar að fínna svar sem þær era vissar um að sé rétt svar, þær segja regnbogann vera brú til Nangiala, en Gummi sagði Evu Ruzu á mánudaginn að þegar hann myndi deyja þá ætlaði hann til lands sem heitir Nangiala. Eva Ruza vill trúa því að Gummi vinur hennar hafi flögrað eins og fiðrildi eftir regnboganum til Nangiala þangað sem góðu börnin fara, þar hafi hann það hlutverk að frelsa Þyrnirósadal. Tinna litla heldur að hann sé í Riddaragarði að spila fótbolta. Debbý segir hins vegar að Gummi haldi áfram að læra vals og dansi svo til þeirra þegar þeirra tími kemur. Já, Gummi var ótrúlegur. í sum- ar bytjaði hann af fullum krafti í dansnámi því þau Evu Ruzu lang- aði svo að dansa saman. Þvi miður var tími þeirra of stuttur, alltof stuttur. En dans er hægt að nota alls staðar svo núna dansar hann í Nangiala. Ósköp eiga sunnudag- amir eftir að vera tómlegir án hans sem ávallt hringdi og bað Stanko að koma með stelpurnar sínar niður á grasvöll í fótbolta. Mikið hló Stanko þegar þeir voru síðast í fótbolta og Gummi til- kynnti að hann vildi ekki vera með gömlu mönnunum í liði. Hann vildi vera með Stanko. Já, stórt skarð hefur verið höggvið. Minningin um elsku Gumma mun verma okkur. Ef ég væri karlinn í tunglinu myndi ég gretta mig framan í bísperrt mannkertin niðri á jörðunni og kalla þyrstur til þeirra strax í nótt: hugsið þið um ykkur sjálf og látið mig í friði. (Jóhannes úr Kötlum) Kæru vinir. Við vonum að Guð gefi ykkur allan þann styrk sem Hann á til og litli augasteinninn ykkar mun fylgja ykkur öll ykkar spor. Við vottum bömum ykkar og foreldrum okkar dýpstu samúð. Laufey, Stanko, Dubr- avka Laufey, Eva Ruza og Stefanía Tinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.