Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐW, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVlK SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1656 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Evrópskar loftferðareglugerðir Ovíst um íslenska þýðingu vegna mikils kostnaðar NOKKUR fjöldi reglugerða varðandi loftferðaeftirlit verður settur inn í íslenska löggjöf á næstu árum í tengslum við aðild íslendinga að Joint Avigation Authorities, JAA, sem eru sameinuð loftferðayfir- völd EB og EFTA-ríkja. Þórhallur Jósepsson, aðstoðarmaður sam- gönguráðherra, segir að allar reglugerðir í tengslum við aðild íslend- inga hafi verið þýddar yfir á íslensku hingað til en ef væntanlegar þýðingar feli í sér verulegan kostnað verði sljórnvöld að taka ákvörð- un um hvort leggja skuli út í þær. Þórhallur sagði að JAA-samtökin stæðu afar framarlega á sínu sviði og gæfu út vandaðar reglugerðir ^•nim tæknileg og rekstrarleg atriði 'í flugi. Aðildarlöndin væru síðan skuldbundin til að taka þessar regl- ur inn í sína löggjöf. íslendingar skuldbundu sig til þessa þegar þeir gengu í samtökin haustið 1990 og hafa allar reglu- gerðir samtakanna verið þýddar á íslenska tungu hingað til. Þórhallur sagði að engin áform væru um að breyta þessari reglu en benti jafn- framt á að von væri á töluverðu magni af reglugerðum á næstu ^párum og ef sýnt þætti að um veru- legan þýðingarkostnað yrði að ræða væri eðlilegt að stjómvöld tækju ákvörðun um hvort þýða ætti reglu- gerðirnar. A Norðurlöndunum mun tíðkast að leggja reglugerðimar fram á ensku með útdrætti á móðurmálinu. Þórhallur benti í þessu sambandi á, að þýðingar í flugi hefðu bæði kosti og galla í för með sér, þ.e. á miklu ylti að rétt væri þýtt og ef til vill væri besta tryggingin að nota aðeins eitt tungumál. „Við höfum þó hingað til ekki talið þá röksemd vega mjög þungt,“ sagði hann. 11 StlS ■ ; Buslað í blíðunni Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þessir krakkar nutu veðurblíðunnar í gær og brugðu sér í sund í sundlaug Hafnfírðinga, Suðurbæjarlaug. Fjármálaráðherra með endurskoðaðar hugmyndir um tveggja þrepa vsk. Reynt að afla stuðnings við tillögnna meðal stjómarliða FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segist te\ja eðlilegt að upp- hafleg tillaga hans um að tekið verði upp nýtt þrep í virðisauka- skatti verði skoðuð af fullri alvöru á nýjan leik. Hugmyndum um tveggja þrepa virðisaukaskatt var hafnað af þingflokkum ríkis- stjórnarinnar í síðasta mánuði og þess í stað var m.a. gert ráð fyrir að endurgreiðslur innskatts vegna húshitunar, bóka og fjöl- miðla yrðu felldar niður. Er enn mikil andstaða við hugmyndir um afnám undanþága frá virðisaukaskatti og við lækkun á al- menna virðisaukaskattsþrepinu, einkum meðal þingmanna Sjálf- stæðisflokksins. Hefur ráðherra reynt að afla stuðnings við endur- skoðaðar hugmyndir í viðræðum við einstaka þingmenn að undan- förnu, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Fékk log- andi olíu í andlitíð MAÐUR slasaðist alvarlega er hann var undir bíl að logsjóða í olíupönnu. Logandi olía lak ofan á manninn og hlaut hann alvar- leg brunasár á andliti og líkama. Hann er ekki talinn lífshættulega slasaður. Slysið varð upp úr kl. 16 í gær í fyrirtækinu Stál og stansar á Vagnhöfða. Starfsmaður var undir bíl að sjóða í olíupönnu þegar kvikn- aði í henni og logandi olía fór í andlit mannsins. Hann hlaut 2. og 3. gráðu brunasár. Friðrik sagði í samtali við Morg- unblaðið að eftir athugun málsins í fjármálaráðuneytinu, viðræður við einstaka þingmenn og yfirlýs- ingu flokksstjórnarfundar Alþýðu- flokksins, þar sem fram kom að réttara væri að taka upp tveggja þrepa virðisaukaskatt, væri eðli- legt að taka þessa tillögu upp á ný. Sagði ráðherrann að þó væri ekki um nákvæmlega sömu hug- myndir að ræða eða sömu tíma- setningar og ráð var fyrir gert í upphaflegu hugmyndunum heldur að breytingamar tækju gildi í áföngum. Hugmyndimar sem nú er rætt um í stjórnarflokkum ríkisstjórnar- innar ganga út á að hluti þeirrar þjónustustarfsemi sem nú er undanþegin álagningu virðisauka- skatts beri útskatt á lægra skatt- þrepi en á móti eigi fyrirtækin kost á að draga innskatt sem þau greiða af kostnaði frá. Guðmundur Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sagð- ist ekki vita til að þingmenn flokks- ins hefðu skipt um skoðun. Hann sagðist vera algerlega andvígur því að fella niður endurgreiðslur inn- skatts til húshitunar eða að afnema undanþágu með nýju skattþrepi á húshitun. „Ég, sem þingmaður Reykvíkinga, samþykki aldrei þá aðgerð að lagður verði sérstakur skattur á Reykvíkinga til að safna upp í sjóð til að greiða niður hita- veitukostnað úti á landi,“ sagði hann. Egill Jónsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sagðist ekki sjá að aðstæður hefðu breyst frá því að þingflokkurinn fjallaði um upp- haflegar hugmyndir í síðasta mán- uði. Kvaðst hann vera mjög tor- trygginn á að lækkun á efra þrepi skattsins myndi skila sér til neyt- enda. „Ef menn ætla sér á annað borð að hafa tvöfalt kerfi hlýtur það að vera algjört gmndvallarat- riði að matvömr verði í lægra þrep- inu,“ sagði hann. Fjármálaráðherra sagði að málið væri á umræðustigi og ekkert hægt að segja um hvort niðurstað- an yrði sú að breyta fyrri áform- um. Sagði hann að fækkun undan- þága og breikkun skattstofnsins hefði verið ítrekuð í landsfundaryf- irlýsingum Sjálfstæðisflokksins og væri á stefnuskrá ríkisstjórnarinn- Starfsmannafélagjð krafðist þess að samið yrði við það um röðun gæslumanna í launaflokka. Heilbrigðisráðuneytið taldi hins vegar ekki ástæðu til þess þar sem starfsmennirnir höfðu undirritað starfssamning fyrir mánuði þegar starfsþjálfun þeirra hófst. Til að leggja áherslu á kröfu sína mættu gæslumenn ekki til vinnu á fyrstu kvöldvaktina á miðvikudagskvöld, þegar fyrstu vistmennimir komu á staðinn, fyrr en þremur tímum of seint. Heilbrigðisráðuneytið kom meirihluta fyrir þeirri tillögu sem ofan á verður því að um leið og hann er fyrir hendi er hægt að leggja frumvarpið fram. Ef breyt- ingamar eiga að taka gildi á lengri tíma en áður var áformað gefst betra ráðrúm til undirbúnings," sagði Friðrik. Friðrik sagði að í ljósi þeirrar áherslu sem lögð væri á árangur í ríkisfjármálum gæti þurft að gera breytingar, bæði tekju- og gjalda- megin, á fjárlagafrumvarpinu eða þar til það verður afgreitt frá Al- þingi. þá á fót neyðarvakt sem gert var ráð fyrir að kæmi til starfa næstu daga til þess að fyrirbyggja að neyðarástand skapaðist mættu gæslumenn ekki. Gæslumenn mættu hins vegar til vinnu í gær eins og gert var ráð fyrir og starfsemin á Sogni var með eðlilegum hætti í gær. Neyð- arvaktin var ekki á staðnum í gær utan einn hjúkrunarfræðingur. Gæslumenn við stofnunina em nítj- án talsins. Sig. Jóns. Dansað við eld Morgunblaðið/Þorkell Harla óvenjuleg sýn blasti við vegfarendum í Vesturgötu í gær. Þar stigu chukka-dansarar frá Kenýa afríska elddansa. Þeir koma fram á Kenýa-dögum sem hefjast í Reykjavík í dag. ar. „Aðalatriðið er að tryggja þing- Réttargeðdeildin á Sogni Langur sáttafund- ur í launadeilunni Starfsemin með eðlilegum hættí í gær Selfossi. FULLTRÚAR Starfsmannafélags ríkisstofnana, fyrir hönd gæslu- manna á Sogni, og fulltrúar fjármálaráðuneytis hittust á fundi í gærkvöldi klukkan 19 til að ræða launadeilu starfsmanna við rétt- argeðdeildina á Sogni varðandi röðun í launaflokka. Fundur aðila stóð enn þegar blaðið fór í prentun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.