Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 13
Námsmenn til nýsköpunar — Venum háskóla þjóðarinnar! eftir Skúla Helgason ísland er þeirrar náttúru að hér búa fáir og langt er á milli þeirra. Vanmetakenndin yfir hausafæðinni hefur hins vegar brotist út í sterkri þjóðerniskennd, þar sem öllum at- lögum að heimsins Golíötum er fagnað með almennu herópi. Háskóli íslands hefur í 80 ár langt metnað sinn í að búa syni og dætur þessarar þjóðar þeim gjöfum sem gera þau jafnvíg þegnum fjöl- mennari þjóða; menntun, þekkingu og færni á ólíkum sviðum, böggum sem búa yfir töframætti mót helstu gátum lífsins. Missum ekki af lestinni Við íslendingar höfum notið þeirrar sérstöðu að háskólamenntun hefur staðið okkur til boða óháð stétt eða stöðu á bankareikningi. íslenskir námsmenn bafa þar feng- ið grunn sem reynst hefur fullboð- legur til undirbúnings frekara námi í Evrópu og Bandaríkjunum. ís- lenskir námsmenn njóta álits er- lendis fyrir dugnað og vandvirkni og er augljóst hvert gildi slíkt orð- spor hefur í aukinni samkeppni um menntað vinnuafl í Evrópu. Frænd- ur okkar standa frammi fyrir sömu kostum varðandi menntastefnu, niðurskurði eða uppbyggingu. Dan- ir hafa dregið saman seglin og í kjölfarið dregist aftur úr á evrópsk- um vinnumarkaði. Svíar munda nú niðurskurðarkutann en mega þó eiga það að aukið fé er þar lagt í menntakerfið, m.ö.o. framtíðina. Vegasalt á hengiflugi Hagræðing og sparnaður er af hinu góða en aðhald í Háskólanum hefur verið launað með enn frekari niðurskurði. í fjölmörgum deildum skólans er vegið að rótum þess sem talist getur metnaðarfullur háskóli. Nú er svo komið að Háskólinn stendur á mörkum þess að geta staðið undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar, sem æðstu menntastofnunar landsins. Afleiðingarnar eru skelfilegar. Deildir skólans taka að bítast um hveija krónu, lykilstofnanir eins og Námsráðgjöf róa lífróður og rann- sóknastofnanir skólans eru í svelti. Margar þessara stofnana vinna störf er tengist undirstöðuatvinnu- greinum þjóðarinnar, aðrar búa í haginn fyrir markvissari stefnumót- un á ýmsum sviðum mennta- og stjórnmála í framtíðinni. Gísli Már Gíslason stefnu menntamálaráðherra í launamálum, en hann kveður ráð- herra ekki hafa neina. Hlutverk menntamálaráðherra, æðsta yfirmanns menntamála í landinu, er að móta menntastefnu, sem m.a. gerir Háskóla íslands kleift að þroskast og verða landi Skúli Helgason „ Nýsköpunarsj óðurinn sýnir vilja okkar stúd- enta til að taka þátt í því með stjórnvöldum og öðrum að skapa sómasamlegan framtíð- argrundvöll fyrir Há- skóla Islands og stofn- anir hans, ekki vegna einhverra sérhags- muna heldur vegna þess að Háskólinn á að vera allri þjóðinni upp- spretta nýrra mögu- leika.“ í Háskólanum verða til vaxtar- broddar nýrrar aldar í atvinnumál- um, en þeir þurfa stuðning til að dafna. Nýsköpunarsjóðurinn Forsvarsmenn Stúdentaráðs Há- skóla Islands unnu í sumar að stofn- un Nýsköpunarsjóðs námsmanna, með það að leiðarljósi að stúdentar legðu sitt af mörkum við að leita nýrra kosta í atvinnumálum þjóðar- innar, auka hagkvæmni, verðmæta- sköpun og þróun nýrra hugmynda í þessu einhæfa framleiðsluþjóðfé- lagi okkar. Markmið með stofnun Nýsköp- og þjóð til sóma og hagsbóta. Með ofangreindar staðreyndir í huga verður að spyija eftirfarandi spurninga: 1. Úr því að menntamálaráð- herra viðurkennir að laun háskóla- kennara séu „til vansæmdai■“ eins og henn hefur orðað það, hvernig hugsar hann sér þá að standa að niðurskurðinum án þess að gera þau ennþá smánarlegri? 2. Ef menntamálaráðherra hefur stefnu í launamálum, ætlar hann að láta fulltrúa sinn í samninga- nefnd ríkisins beita sér fyrir því að kjarasamningar við Félag háskóla- kennara verði gerðir á grundvelli hennar? 3. Hversu hátt hlutfall af þjóðar- framleiðslu telur menntamálaráð- herra eðlilegt að renni til Háskóla íslands? 4. Ef Háskóli íslands á að standa jafnfætis háskólum á Vesturlöndum og greiða laun sem eru ekki „til vansæmdad' verða þá íj'árveitingar til hans ekki að hækka verulega? Svör við ofangreindum spurning- um munu sýna þann metnað sem menntamálaráðherra vill leggja í starf Háskóla íslands. Höfundur er prófessor og formaður Félags háskólakennara. unarsjóðsins var margþætt. a. Að sýna fram á frumkvæði náms- manna við nýsköpun í atvinnumál- um og fræðastarfi. b. Að gefa námsmönnum kost á því að hagnýta nám sitt, strax á námstíma. c. Að efla rannsóknar- og þróunar- störf við Háskóla íslands og sam- bærilegar menntastofnanir. d. Að auka samstarf háskóla og atvinnulífs, m.a. með sameiginlegri þátttöku þeirra í lausn hagnýtra verkefna. e. Að skapa námsmönnum nýjan valkost til sumarvinnu, á þeim sam- dráttartímum sem nú eru. Ríkisstjómin tók þessu framtaki sem kunnugt er vel og gerði stofn- un sjoosms mogulega með 10 millj- óna króna framlagi. Það var nýtt til að styrkja 52 verkefni og stöfuðu alls 67 námsmenn við þessi verk- efni sem voru af margvíslegum toga. Mörg þessara verkefna höfðu beint hagnýtt gildi fyrir atvinnulíf- ið, lutu að nýsköpun, þekkingaröfl- un og verðmætaaukningu í sjávar- útvegi, hagræðingu og arðsemisút- reikningum meðal fyrirtækja að ógleymdum ýmsum viðamiklum rannsóknum er spönnuðu svið flestra fræðagreina. Þarna unnu námsmenn undir styrkri handleiðslu lærðra vísinda- og fræðimanna og mörg þessara verkefna eru líkleg til að skila markverðum niðurstöð- um. Uppspretta nýrra leiða Nýsköpunarsjóðurinn sýnir vilja okkar stúdenta til að taka þátt í því með stjórnvöldum og öðrum að skapa sómasamlegan framtíðar- grundvöll fyrir Háskóla íslands og stofnanir hans, ekki vegna ein- hverra sérhagsmuna heldur vegna þess að Háskólinn á að vera allri þjóðinni uppspretta nýrra mögu- leika. Þjóðin kostar Háskólánn og með réttlátri meðferð skilar hann margföldum arði til baka í þjóðar- búið. Háskólinn er á ábyrgð okkar allra, við höfum í hendi okkar hvort hann verður okkar helsta tromp á leið til nýrrar aldar eða hvort við viljum skera á þennan púls þjóðar- líkamans. Látum ekki þá smán viðgangast að við afneitum eigin framtíð, veij- um Háskólann frekari niðurskurði og hefjum hann til vegs og virðing-- ar á ný. Höfundur er framkvæmdastjóri SHÍ og á sæti í Stúdentaráði fyrir Röskvu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.