Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 19 Þing breska Ihaldsflokksins Lamont segir vaxta- lækkun ekki líklega Brighton. Reuter. NORMAN Lamont, fjármálaráðherra Bretlands, segir að ekki verði hvikað frá þeirri stefnu að hafa hemil á verðbólgu með öllum ráðum. Frekari vaxtalækkun virðist ólíkleg, Lamont segir reyndar að til greina komi að hækka vexti verði það talið nauðsynlegt en hann hvetur bresk fyrirtæki til að notfæra sér lágt gengi pundsins og sækja fram á út- flutningsmörkuðum. Fyrstu viðbrögð við yfirlýsingum Lamonts í gær voru ekki uppörvandi; pundið féll lítillega gagnvart þýska markinu. Dollarinn hækkaði hins vegar nokkuð, er talið að kaupahéðnar telji líkur á að munur á vöxtum í Bandaríkjunum og Þýskalandi minnki á næstunni. Stefna Lamonts kom fram í opnu bréfi sem hann sendi sérstakri þing- nefnd er fjallar um ríkisfjármál. Þar segir að ekki komi til greina að Bretar hefji á ný þátttöku í Gengis- samstarfi Evrópu (ERM) fyrr en óróleikinn á alþjóðlegum gjaldeyris- mörkuðum verði úr sögunni. Mun- urinn á vöxtum í Bandaríkjunum og Þýskalandi verði einnig að minnka. Lamont segir stjórnina hafa sett sér það markmið að árleg verðbólga verði 1-4% næstu árin en langtíma- markmiðið sé að hún verði 2% eða lægri. Kjarni peningastefnunnar ætti að vera barátta gegn verð- bólgu. Ljóst sé að breytingar á verði pundsins og annarra gjaldmiðla gagnvart þýska markinu hljóti að hafa áhrif á efnahagsstefnuna en hann segist ekki hafa sett pundinu ákveðið verðtakmark sem keppa beri að. Fjölmiðlar hafa fullyrt að Lamont verði senn að víkja úr embætti eft- ir hrellingarnar sem pundið hefur lent í og var jafnvel talið að ræða hans á þinginu í gær gæti ráðið úrslitum um feril hans. Hann sagði að vaxtalækkunin nýverið hefði verið réttlætanleg vegna þess að dregið hefði mjög úr verðbólgu síð- ustu árin. Margaret Thatcher, fyrr- verandi forsætisráðherra, hefur gagnrýnt stjórnina harðlega og sagt að mun fyrr hefði átt að hætta þátttöku í ERM en ákveðið var. Thatcher var í salnum er Lamont flutti tölu sína og hvessti á hann augun er ráðherrann mótmælti öll- um hugmyndum um deilt Evrópu- bandalag (EB) þar sem sum ríkin gengju hraðar fram í einingarmál- um en önnur. Lamont sagði Breta vilja vera í bandalagi 12 ríkja eins og það væri núna og taka fullan þátt í því. Ráðherrann sagði að árin tvö sem Bretar hefðu tekið þátt í ERM hefðu ekki verið til einskis því að verðbólgan hefði minnkað úr nær 1% niður í 3,6% á tímabilinu. „Það er ekki til sárs- aukalaus aðferð til að draga úr verðbólgu. Við urðum að gera það sem við gerðum og nú höfum við afbragðs grundvöll til að byggja á“. Thatcher gagnrýnd Thatcher, sem nú er orðin baró- nessa og situr í lávarðadeild þings- ins, var ákaft fagnað er hún heim- sótti flokksþingið í gær. „Við þörfn- umst þín, Maggie" stóð á spjöldum sem sumir þingfulltrúa veifuðu. Fréttaskýrendur segja þó að fagn- aðarlætin hafi verið mun minni en á síðasta ári. Thatcher er í farar- broddi þeirra íhaldsmanna sem eru andvígir frekari samruna Evrópu- bandalagsríkja og vill hún að Ma- astricht-samkomulaginu verði vísað út í ystu • myrkur. Thatcher telur að með samningnum sé allt of mik- ið vald selt í hendur skriffinna í Brussel, vald sem eigi að vera í höndum þjóðþinga aðildarríkjanna. Grein eftir Thatcher um samning- inn birtist í blaðinu The European í gær og ræðst hún þar harkalega á stefnu ríkisstjómar Johns Majors í Maastricht-málinu. Sumir af dyggustu stuðnings- mönnum Thatcher telja að árásir hennar á Major verði aðeins til þess að breikka enn gjána milli deiluað- ila en íhaldsmenn eru klofnir í af- stöðunni til samrunaferlisins í EB. Whitelaw lávarður, er var einn af virtustu ráðherrum Thatcher, ritaði grein í blaðið Daily Mail í gær og hvatti Thatcher til að slíðra sverðið. „Eg get aðeins vonað að áður en allt verði um seinan muni lafði Thatcher, sem vann svo mikil afrek fyrir landið okkar og heiminn allan þegar hún var forsætisráðherra, ekki verða talin reyna að grafa undan arftaka sínum,“ segir Whit- elaw. Edward Heath, sem Thatcher velti úr sæti flokksleiðtoga á átt- unda áratugnum, var ómyrkur í máli. „Hún hatar Evrópu," sagði hann en þess skal getið að sam- kvæmt breskri málvenju tilheyra Bretlandseyjar ekki Evrópu, orðið er aðeins notað um meginlandsrík- in. -----» ♦ 4---- Mengele var sleppt JOSEF Mengele, hinn illræmdi fangabúðalæknir nasista, var í haldi hjá Bandaríkjamönnum í tvennum stríðsfangabúðum á árinu 1946, en var sleppt fyrir mistök, samkvæmt skýrslu sem bandaríska dómsmála- ráðuneytið sendi frá sér í gær. Meng- ele, sem gekk undir auknefnunum „Engill dauðans" og „Slátrarinn frá Auschwitz", var sakaður um að gera viðbjóðslegar læknisfræðitilraunir á föngum í útrýmingarbúðum og eiga aðild að morðum á 400.000 manns, aðallega gyðingum, í seinni heims- styijöldinni. „Líklegt þykir, að hann hafi sloppið út sem almennur her- maður í ringulreiðinni sem ríkti sum- arið 1945,“ sagði í skýrslunni. Spasskí biður um frestun BORIS Spasskí fór í gær fram á frestun í skákeinvíginu við Bobby Fischer í Belgrad, að sögn skipu- leggjenda einvígisins, og er það í annað skiptið sem hann gerir það. Læknar hans segja að hann þjáist af ofþreytu og streitu. Hann tapaði síðustu skákinni á miðvikudag og hefur Fischer nú yfir, sex vinninga á móti þremur vinningum Spasskís. Spasskí hefur einnig átt við erfiðleika að stríða vegna bólgu í blöðruhál- skirtli og hefur það dregið úr einbeit- ingarhæfni hans. Tefla á sautjándu skákina á laugardaginn, 10. október. Ljóðskáld frá Trinidad hlýtur Nóbelsverðlaunin Stokkhólmi, Boston. Rcuter. SÆNSKA bokmenntaakademian tilkynnti í gær að Ijóðskáldið Derek Walcott frá Trinidad hefði hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Hann hefði orðið fyrir valinu fyrir ljóðræn verk, sem einkenndust af miklum skýrleika og sögulegu innsæi, auk þess sem þau bæru þess glögg merki að hann hefði bund- ist ólíkum menningarheimum. Walcott fæddist árið 1930 á St. Luciu, einni Kulborðaeyjanna í Litlu-Antillaeyjum í Karíbahafí. Hann flutti búferlum til Trinidad árið 1953, sem hann lítur á sem heimaland sitt þótt hann búi nú í Bandaríkjunum. Þar kennir hann bókmenntir og skapandi skriftir við Boston-háskóla. í greinargerð bókmenntaaka- demíunnar segir að Walcott hafi bæði afrískt og evrópskt blóð í æðum. „I honum hefur menningar- heimur Vestur-Indía fundið sitt mikla skáld.“ Nýjasta ljóðabók Walcotts heitir „Omeros" og var gefin út árið 1990. Henni lýsir akademían sem „stórbrotnu sögu- Derek Walcott ljóði frá Karíbahafi í 64 köflum". Þótt Walcott sé fyrst og fremst ljóðskáld hefur hann einnig skrifað leikrit, svo. sem „Draum á Apa- ljalli“ (1970), „Ti-Jean og bræður hans“ (1958) og „Síðasta kjöt- kveðjuhátíðin“ (1986). „Mikilvægast er að umheimurinn hefur viðurkennt bókmenntir Vest- ur-Indía og það er af hinu góða,“ sagði Walcott eftir að val akadem- Reuter íunnar var gert opinbert. Hann kvað það mikinn heiður að hljóta verðlaunin en bætti við að verð- launaféð, 6,5 milljónir sænskra króna, um 66 milljónir ÍSK, myndi þó ekkert auðvelda honum skrift- irnar. „Ég hafði líka vonað og búist við að annaðhvort V.S. Naipaul [einnig frá Trinidad] eða Seamus Heaney [írskt skáld] fengi verð- launin." ÞAÐ VAR ANNAÐWORT AÐ LENGJA ERMARNAR EÐA STYTTA VETURINN LACOSTE Kemur upp um þinn góða smekk! 117*11 IP" glæsibæ W f ESmSM F SIMI812922 \>s\ r\ si 1 '1 ri ri 1 T 1 dUid Ub >JÍI 1 y >s\ d -F-'i! jjíiíj jjjj j Pana Pocket kx - 9000 ■ Tónval ■ 900 MHz, 40 rásir ■ 10 skammvalsminni (20 tölustafir) ■ Langdrægni 4Ö0 m. utanhúss ■ Langdrægni 200 m. innanhúss ■ Handtæki vegur 390 gr. ■ Móðurstöð vegur 500 gr. ■ Samþykktur af Fjarskiptaeftirlitinu Verð kr. 30.329,- stgr. HEKLA LAUGAVEGI174 S 695500/695550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.