Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 -t TM Reg. U.S Pal Off.—all rights reserved • 1992 Los Angeles Times Syndicate Ég nýt þess að ganga með þér. Ég man öll mótmælaskjöl sem Mér finnst ég vera svo sporlétt- ég hef skrifað upp á. En ekki ur. hvort ég hef stutt eitt eða neitt. BRÉF TTL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 ( < Kakaó og Háskólinn í Estremadura Frá Aitor Yraola: Á dögunum var ég svo lánsamur að fá styrk úr FID-sjóðnum (Fondo Interamericano de Desarrolo), sem gerði mér kleift að ferðast um loft- in blá til íjarlægra staða. Eins og allir vita, er „heimskt heimaalið bam“, enda hefur mig alltaf dreymt um að leggjast í ferðalög. Fyrsti viðkomustaður minn var eyja heilags Dominíkusar, og þótt margt ætti eftir að bera fyrir augu á ferð minni, þá jafnaðist ekkert á við dvöl mína á eyjunni. Það vil ég segja sem háskólamenntaður maður. Nýlega hafði gengið yfir eyjuna það, sem á tungu innfæddra kall- ast „hvirfilvindur ríkisstjómarinn- ar“ (tifón gubernamental), en vart er þörf á að skýra, að hvirfilvindur sogar allt til sín og kastar því upp í iðu. Háskólamenn vom einmitt í slíku iðukasti, þegar mig bar að garði. Stafaði það af því, að kakaó- verð var hrapað niður úr öllu valdi vegna rányrkju. Minnkaður baunakvóti 1989 olli því (ásamt öðra sem of langt mál yrði upp að telja), að ráðherrar ríkisstjóm- arinnar „blésu sig saman“ með fýrrgreindum afleiðingum. Auk þess var tíðarfar með verra móti, engin þíða hafði gengið yfir eyjuna um langan tíma, að minnsta kosti ekki nægjanleg til að þíða gadd- freðin laun kollega minna. Fékk ég að skoða línurit, sem sýndi það svart á hvítu (raunar vora litirnir fleiri), að þeir sem reyta illgresi á eyjunni, fá hærri laun og betri hlunnindi en þeir sem hlúa að gróðri menntanna. Ég hef alltaf vantreyst línuritum, og sjálfsagt hefur mátt lesa það úr svip mín- um, því að við mig var sagt: „Farðu og sjáðu það sjálfur. Farðu til Extremadura" (útleggst: Ysta Nöf). Og þangað fór ég. Torsótt reyndist að fá upplýsingar um háskólann þarj því að starfslið skólans, jafnt kennarar sem aðrir, vora ýmist vant við látnir, eða fjar- verandi. Ég fann ekki svo mikið sem húsvörð. Ung stúlka var þama á rölti um auða ganga skól- ans, ég sneri mér til hennar, og tjáði hún mér, að allir í landinu sem kæmu nálægt menntun, stunduðu pluriempleo (dálítið erf- itt að þýða það orð, en felur í sér, að menn skipta sér milli margra vinnustaða). Ég spurði hvað hún gerði í skólanum. Hún sagði: „Ég er að kanna hvort í einhverri stofu sitji einhveijir nemendur og hlýði á kennara. Sama er mér um hvað hann talar, mig langar að læra og vita.“ Ekki var annað sýnilegt en stofur allar væra auðar, svo við ákváðum að ganga yfir í næstu álmu, en til að stytta okkur leið gengum við yfír grasflötina fram- an við skólann. Þar var verið að stafla upp af sér gengnum sófum, stólum og borðum. Ég spurði hvort vaninn væri að kenna úti. Hún sagði, að þennan dag ætti að halda uppboð á húsmunum hugfræða- deildar, sem þegjandi samkomulag hefði orðið um, að nefna aldrei á nafn upphátt, enda hefði hún að allra mati verið bæði óarðbær og samræmdist hreint ekki nútíma- hugsun. Vildu menn leggja stund á greinar þær sem þar höfðu ver- ið kenndar, færa þeir til annarra landa og væri ekki óalgengt, að fjölskyldur nemendanna efndu til samskota, stæðu jafnvel með bauk á helstu götuhomum. Ég vildi taka upp léttara hjal í því skyni og minnugur Woody Allen spurði ég hvort koma ætti menntun endanlega fyrir kattar- nef. Hún leit upp til mín tindrandi augum. „Það er búið að því. En við eigum kakaó.“ Ég leit á úrið mitt í flýti og þóttist eiga erindi úti í bæ, afþakkaði að skoða bæk- ur, málstofur og mötuneyti sem brasilíska happdrættið styður. Eins og nærri má geta varð ég þeirri stund feginn, þegar ég gekk út í flugvél, sem átti að bera mig til næsta viðkomustaðar. Af ýms- um sólarmerkjum að dæma vora eyjarskeggjar að búa sig undir næsta hvirfílvind. Upp í hugann kom ódauðleg spuming dóminik- anska heimspekingsins Abel Pelot- as: „No sabías, hombre, que la idiotización es irremediable? (Viss- ir þú ekki maður, að forheimskun- in er óforbetranleg?) AITOR YRAOLA gistikennari í spænsku við Háskóla íslands Bréftil blaðsins Morgunblaðið hvetur les- endur til að skrifa bréf til blaðsins um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og skoðanaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa að vera vélrituð, og nöfn, nafnnúmer og heimilisföng að fyigja. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðs- ins utan höfuðborgarsvæðis- ins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Velvakandi Velvakandi svarar eftir sem áður í síma frá mánudegi til föstudags. ( Yíkveiji skrifar Bergur Gíslason stórkaupmaður ritaði nýlega grein hér í blað- ið og færði gild rök fyrir því að leggja eigi bundið slitlag á veginn frá frá Þingvallavegi, yfír Lyngdals- heiði, austur að Geysi og Gullfossi. Að mati Víkveija era þetta orð í tíma töluð og vonandi að sam- gönguráðherrann og forráðamenn Vegagerðarinnar taki þetta mál til athugunar. Bergur Gíslason hefur mikla þekkingu á samgöngumálum enda starfað að þeim málaflokki, og þá sérstaklega flugmálunum, í meira en hálfa öld. Enda þótt Bergur verði 85 ára í næsta mánuði er hann ennþá brennandi í andanum þegar framfarir í samgöngumálum era annars vegar, eins og grein hans ber vitni um. xxx Víkveiji brá sér á Laugardals- völlinn í fýrrakvöld. Leikurinn olli vonbrigðum en gaman var að sjá hin nýju flóðljós, sem virðast vera ákaflega vel heppnuð. Víkveiji hefur séð knattspymuleiki í flóðljós- um víða í útlöndum og þessi ljós eru ekkert síðri en ljós á stærstu knattspymuvöllum í útlandinu. Ekki spillti fyrir að veður var hlýtt og stillt og fannst Víkveija eins og hann væri staddur á leik á megin- landi Evrópu en ekki á íslandi. XXX Astæða er til þess að ifagna far- sælum lyktum kirkjubygg- ingardeilunnar í Kópavogi. Þung orð hafa fallið, sem vonandi gleym- ast. Það sem Víkveija þykir mikil- vægast er að Digranessöfnuður eignist kirkju. Þær raddir hafa heyrst að kirkjur séu alltof margar og stórar fyrir eina messu í viku. Þetta er rangt, eins og menn hafa getað sannfærst um í októberbyijun hér í Morgunblaðinu, þegar kirkj- umar á höfuðborgsvæðinu voru að greina frá vetrarstarfinu. í kirkjun- um er starfað frá morgni til kvölds að margvíslegum menningar- og mannúðarmálum. Víkveiji var með stillt á útvarps- stöðina Sólina fyrir skömmu. Þar var útvarpað auglýsingu sem hljómaði svona: „Pizza sixty seven takes you to heaven.“ Að svona nokkuð skuli birtast frá íslenzku fyrirtæki í íslenzkri útvarpsstöð er hneyksli. XXX Laugardagskvöldin hafa hingað til verið helstu sjónvarps- kvöldin. Gjaman hafa verið skemmtiþættir þessi kvöld og góðar bíómyndir. Ríkissjónvarpið er á góðri leið með að eyðileggja þessi kvöld með ömurlegri dagskrá. Botn- inum var náð sl. laugardagskvöld þegar sýndar voru tvær óboðlegar kvikmyndir. Iþróttaþátturinn daginn áður var einnig hneyksli. Uppistaða þáttar- ins var upptaka af skautadansi á Ólympíuleikunum sem fram fóru í febrúar sl.I Aðeins einokunarfyrir- tæki geta leyft sér svona nokkuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.