Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 Bókastefnan í Frankfurt „Sérhver manneskja er einstök“ Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson NORSK sagnagerð er þróttmikil um þessar mundir. Meðal gesta á Bókmenntahátíð 1992 í Reykja- vík voru þeir Erik Fosnes Hansen og Roy Jacobsen. Skáldsaga hins fyrrnefnda, Sálmur að leiðarlok- um, er nýkomin út á íslensku. Þríleikur Herbjörg Wassmo um stúlkuna Þóru: Húsið með blindu glersvölunum, Þögla herbergið og Dreyrahiminn, er allur til í íslenskri þýðingu. Norski gagnrýnandinn Kjell Olaf Jensen sem ég hitti á bókastefn- unni í Frankfurt hrósaði þeim Erik Fosnes Hansen og Roy Jacobsen fyrir skáldsögur þeirra. Hann taldi þó að fyrri skáldsaga Fosnes Hans- ens, Fálkaturninn, væri merkara og meitlaðra skáldverk en Sálmur að leiðarlokum. Um Sigurvegarana eftir Roy Jacobsen sagði hann að sagan væri fyrst og fremst kronika um þróun norsks samfélags og vel rituð sem slík. Sá skáldsagnahöfundur sem Jensen þótti einna mest til koma er Per Thomas Andersen, maður um fertugt. Ör, nýjasta skáldsaga hans, er ekki löng, en efnismikil. Hún fjallar að sögn Jensens um einræðishneigð, hvemig ólíklegasta fólk tekur á sig böðulsgervi og er mjög bölsýn. „Háspekileg saga um aðstæður mannsins í heiminum, leikræn og þrungin spennu," bætti Jensen við. Einnig nefndi Kjell Olaf Jensen skáldsögu Edvards Hoem frá í fyrra, Á tímum Toms Berg- Frá bókastefnu í Frankfurt. manns, sem er uppgjör og um leið sáttargjörð við hippaárin. Herbjörg Wassmo mátti finna á sýningarsvæði Norðmanna. Hún var svartklædd en með rauðan hatt með fjöður. Wassmo er brosmild kona, alúðleg og aðlaðandi og gefur sér tíma til að ræða við_ blaðamenn, ekki síst séu þeir frá íslandi. Hún hreifst af landinu þegar hún kom hingað fyrir þremur ámm og lítur á íslendinga sem lestrarhesta. Ekki þarf að segja henni að þríleikurinn um Þóra hafi mælst vel fyrir meðal Islendinga. Að öllum líkindum er hún mest lesni norski samtímahöf- undurinn á íslandi. Fyrir þremur árum sendi Wassmo frá sér skáldsöguna Bók Dinu og nú er framhald hennar, Sonur hamingjunnar, að koma út. Herbjörg Wassmo sagði í samtali við Morgunblaðið að nýja skáldsag- an hefði verið þijú ár í smíðum og hún hefði helgað hennni allan tíma sinn. Ekki hefði gefíst tóm til að lesa skáldsögur annarra höfunda svo að hún vissi ekkert um bækur þeirra og allra síst hvort þeir væra að fást við svipað efni og hún. Hún vildi ekki þvertaka fyrir það að nýja skáldsagan væri skyld Þóra- þríleiknum, en ekki framhald hans. Sonur hamingjunnar, Benjamín, varð ellefu ára vitni að því að Dina, móðir hans, myrti rússneskan elsk- Blöðum flett Myndlist Eiríkur Þorláksson Síðasta mánuðinn hefur staðið yfír í einum sal Listasafns íslands nokkuð óvenjuleg'sýning. Hér er um að ræða sýningu á svonefndum bókverkum eða bókalist, sem ýms- ir listamenn hafa tekið upp á sína arma á þessari öid sem tjáningar- miðil í myndlistinni. Þessi sýning hefur hlotið nafnið „Blöðum flett“ og býður áhorfendum að skoða bókverk frá Bretlandi, en þaðan er sýningin komin, m.a. fyrir til- stilli og dugnað ungrar íslenskrar listakonu, Brynju Baldursdóttur, sem starfar í London og hefur átt drjúgan þátt í tilurð sýningarinn- ar. Héðan fer sýningin síðan áfram til Japans, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands. Bókin hefur allt frá upphafi verið einn helsti miðill myndlistar í heiminum og flestir kynnast myndlist í fyrsta sinn í æsku í gegnum eftirprentanir og mynd- skreytingar í bókum, fremur en við bein kynni af listaverkum. Þetta samband hefur þó ekki orð- ið til þess að bókin sem slík hafi átt sér öruggan sess sem listmið- ill, þrátt fyrir að vera aðgengileg fyrir bæði listamenn og listunn- endur; vandinn hefur einkum fólg- ist í því hvar eigi að marka bók- verkum bás í myndlistarflórunni. David Blamey, listamaður og skipuleggjandi sýningarinnar, kemur að þessu vandamáli í inn- gangi sýningarskrár: „Bókverk má fínna í bókabúðum eða í sýn- ingarsölum en eiga þó heima á hvoragum þessara staða. Engu að síður hafa þau öðlast viðurkenn- ingu sem mikilvægur miðill sjón- reynslu og hugmynda. Þetta hefur leitt til þess að bókverk háfa verið nokkuð utangarðs í myndlistaram- ræðunni, og skin og skúrir hafa skipst á í velgengi þeirra meðal listamanna. Nú virðist nokkur uppsveifla vera í gangi á þessu sviði, að minnsta kosti í Bret- landi, en flestir þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni í Lista- safninu era einnig þekktir fyrir verk sín á öðram sviðum, og næg- ir að benda á nafn Richard Long í því sambandi. Til að efla vitund fólks um kosti þessa listmiðils var ákveðið að gera þessa sýningu eins aðgengi- lega og kostur er, m.a. með því að velja eingöngu á hana verk listamanna sem voru fáanlegir til að leyfa fólki að handfjatla bæk- urnar á fijálslegan hátt. Uppsetn- ing Brynju Baldursdóttur er síðan með þeim hætti að hvert verk stendur út af fyrir sig í myrkum salnum, og gestir geta sökkt sér niður í þau hvert á eftir öðra, og snúið þeim fram og aftur án þess að trufla aðra. Þarna er þvi allt gert til að fólk fái notið þeirrar persónulegu reynslu, sem öll list- skoðun byggir svo mikið á, en er því miður oft erfítt að öðlast í fjöl- sóttum sýningarsölum listasafna. Bókverkin á sýningunni era rúmlega fímmtíu talsins eftir um þijátíu listamenn, og er fjölbreyti- leikinn eftir því í stærðum og gerð- um. Mörg þeirra byggja á litbrigð- um, margvíslegum leturgerðum, mismunandi pappír og áferð til að hin sjónræna reynsla sé sem ríkulegust; önnur byggja á endur- tekningum orða eða mynda, eða umbreytingum efnisins í verkinu yfír sýningartímann. Orðaleikir og textameðferð er mikilvægt atriði í sumum verkanna, á meðan önnur eru nær án texta, en byggja á einföldum línum og litbrigðum. Verk Jake Tilson eru skemmtilega unnin, en einnig má benda á „Sixteen Works“ (nr. 23) eftir Richard Long, „7 Day Kath- mandu" (nr. 15) eftir David Blam- ey; verk Ian Hamilton Finley, „Thoughts on Waldemar" (nr. 36) og Waldemar Januszczak, „The World of Ian Hamilton Finley“ (nr. 42), vinna einnig vel saman. Það er ekki að sjá að þróun síð- ustu ára í tölvutækni hafí haft mikil áhrif á verk þeirra lista- Work & Turn Bloóum flett manna sem sýna hér. Þó era líkur á að í náinni framtíð sé í deigl- unni meiri breytingar á möguleik- um listamanna á þessu sviði en nokkra sinni fyrr, vegna sífellt nýrra tölvuforrita, leturgerða, samsetningarmöguleika og filmu- skeytingartækni. Hér er auglýs- ingagerð þegar komin langt á veg, og verður fróðlegt að sjá hvemig iistamenn fylgja þeirri þróun eftir í bókverkum sínum á næstu árum. Sýningarskrá fylgir með sýn- ingunni, þar sem gerð er nokkur grein fyrir verkum þeirra lista- manna sem hér era á ferðinni. Einnig er þar að fínna þijár fróð- legar greinar um þennan listmiðil, m.a. eftir Ingólf Aðalsteinsson, deildarstjóra við Listasafn íslands. Enskum texta og íslenskum er komið fyrir hlið við hlið í mismun- andi lit og letri, og gengur það sjónrænt upp, í anda þeirra bók- verka, sem hér er verið að fjalla um; hins vegar ber íslenski textinn því miður með sér að hafa verið unninn erlendis, því stafavillur era fjölmargar, einkum hvað varðar séríslenska stafi. Þetta er leiðin- legt ásýndar, en dregur þó ekki úr fræðslugildinu. Sýningupni „Blöðum flett“ í Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg lýkur sunnudaginn 11. október, og ættu listunnendur að líta við síðustu sýningardagana og fletta nokkrum bókanna, hafí þeir ekki gert það nú þegar. huga sinn. Talið var að elskhuginn hefði látist af slysföram. Dina sjálf var í bamæsku álitin bera ábyrgð á dauða móður sinnar. Sagan befst í lok nítjándu aldar og gerist heima í Noregi, en að stóram hluta í Kaup- mannahöfn þar sem Benjamín nem- ur læknisfræði, gegnir herþjónustu í stríðinu milli Dana og Þjóðveija, uppgötvar ástina og kynlífíð og les Sören Kirkegaard. í Kaupmanna- höfn hittir hann aftur móður sína, Dinu, sem m. a. hefur haft ofan af fyrir sér með sellóleik í Berlín. Aðspurð um skyldleika ljóðabóka hennar og skáldsagna sagði Her- björg Wassmo að það væri erfitt fyrir hana að átta sig á honum. Állir rithöfundar glímdu þó við ákveðin efni í því sem þeir ortu og skrifuðu. Hvað hana varðaði fengist hún einna helst við að lýsa því barni sem hefði verið svikið og brýnt væri að hafa komist að þeirri niður- stöðu að mikilvægara sé að viður- kenna eigin svik en svik foreldr- anna. Hafa bækur þínar þá siðferðileg- an tilgang en ekki bara fagurfræði- legan? „Ekki meðvitaðan siðferðilegan tilgang. Ég vil segja sögu án þess að freista þess að bæta heiminn. Ég spyr fremur en svara eins og gildir um flesta rithöfunda." Er fólk alls staðar eins eða líkt, glímir við sömu vandamálin? „Ég vil svara þessu á þá leið að sérhver manneskja er einstök, ólík öllum hinum.“ Svarið minnir á það sem ísraelski höfundurinn, Amos Oz, lét frá sér fara á blaðamannafundi í Frank- furt: „Hver maður á að fá að vera hann sjálfur, öðru vísi en hinir.“ Herbjörg Wassmo sagðist hafa dáð skáldsögur Halldórs Laxness frá því á æskuáram sínum. Verst þætti henni að geta ekki lesið ís- lenskar bækur sér að gagni á fram- málinu. Það væri hindran í menn- ingarsamstarfi Norðurlandaþjóða hve tungumálin sem þær töluðu væra mörg. Viðbót við markaðstorgið í grein um bókastefnuna í Frank- furt hér í blaðinu (7. okt. sl.) var drepið á gengi nokkurra íslenskra höfunda á erlendum mörkuðum. Upptalningin var síður en svo tæm- andi og átti ekki að vera það, mest byggð á stopulu minni greinarhöf- Wassmo undar. Einn þeirra útgefenda sem unnið hafa ötullega að kynningu íslenskra rithöfunda erlendis og orðið töluvert ágengt er Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri hjá Máli og menningu. Halldór Guðmundsson tjáði yfir- rituðum að nú væri helst unnið að því að „komast inn á þýska og franska málsvæðið“. Hann sagði að í þessu sambandi væri bóka- stefnan í Frankfurt „mjög mikil- væg“. Nú væri til dæmis ljóst að Djöflaeyja og Gulleyja Einars Kára- sonar kæmu út á þýsku haustið 1993 og viðræður stæðu yfir um útgáfu Eyjabálksins í Frakklandi. Þessar bækur væru nú til á öllum Norðurlandamálum. Væntanleg skáldsaga Einars, Heimskra manna ráð, myndi að öllum líkindum einn- ig verða gefín út í Skandinavíu. Skáldverk Thors Vilhjálmssonar, einkum verðlaunabókin rómaða, Grámosinn glóir, hefur komið út um öll Norðurlönd, í Frakklandi og á Þýskalandi og mun innan skamms koma út í Tyrklandi. Náttvíg Thors koma á frönsku, en sagan hefur verið gefin út í Svíþjóð. Svíar hafa einnig ákveðið að gefa út nýja minningabók Thors. Yngri höfundar sem komið hafa út á Norðurlöndum eða munu fljót- laga birtast á norrænum bókamark- aði og víðar eru Gyrðir Elíasson, Guðmundur Andri Thorsson og fleiri auk þeirra sem minnst var á í fyrrnefndri grein. Þess skal að lokum getið að án beinna tengsla við bókastefnurnar í Frankfurt og Gautaborg hefur verið og er unnið að útgáfu ís- lenskra bóka um allan heim. Oft ræður frumkvæði þýðenda og stundum höfundanna sjálfra. I Þýskalandi er nýkomið út úrval ís- lenskra nútímaljóða og þar hafa verið gefnar út margar íslenskar bækur á vegum stórra og smárra forlaga. Jón Þorsteinsson heldur einsöngstónleika á ísafirði JÓN Þorsteinsson tenórsöngvari heldur föstudagskvöldið 9. október tónleika í sal Frímúrara á ísafirði. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Undir- leikari á tónleikunum er Gerrit Schuil. Sinfóníuhljómsveit íslands og ís- lensku hljómsveitinni. Jón hefur á síðustu árum getið sér frægðarorð á meginlandi Evrópu fyrir snjalla túlk- un á sígildri kirkjutónlist og nútíma- tónlist. Nú síðast í vor tók hann þátt í frumflutningi óperunnar „Life with an Idiot“ eftir fremsta núlifandi tón- skáld Rússlands, Alfred Schnittke, við óperuna í Amsterdam undir stjórn Mstislavs Rostropovítsj. Jón hóf söngnám í Noregi 1974 en hélt því námi síðan áfram við tónlistarháskólann í Árósum og seinn hjá hinum heimsfræga söngkennara, Arrigo Pola, í Modena á Italíu. Á efnisskrá tónleikanna á ísafirði eru sönglög eftir norræn tónskáid, Sigfús Einarsson, Pál ísólfsson, Emil Thoroddsen, Peter Ileise, Ture Rangstöm, Eyvind Alnæs og Jean Síbelíus. Undirleikari á tónleikunum er Hollendingurinn Gerrit Schuil. Hann stundaði nám í píanóleik við tónlist- arháskólann í Rotterdam og síðar m.a. hjá John Lill og Gerald Moore í Englandi. Hann stundaði einnig nám í hljómsveitarstjórn hjá hinum fræga rússneska hljómsveitarstjóra Kirill Kondrashin og hefur um ára- bil stjórnað hljómsveitum víða í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Jón Þorsteinsson hefur um tólf ára skeið starfað við Ríkisóperuna í Amsterdam þar sem hann hefur sungið yfír fímmtíu hlutverk. Auk þess hefur hann sungið einsöng á óperasviði með kóram í flestum lönd- um Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann hefur á liðnum áram komið fram með íslenskum kórum svo og Sýningu Jóns og Leifs að ljúka Jón Reykdal og Leifur Breiðfjörð opnuðu sýningarsal Listhússins í Laugardal með veglegri samsýn- ingu. Þeir kynntu þar nýjungar í mynd- sköpun sinni, báðir með málverkum með ýmissi tækni á ýmis efni. En Jón hefur verið þekktari fyrir grafík- myndir og Leifur fyrir glermyndir. Sýningunni var framlengt um eina viku. Henni lýkur því á sunnudaginn 11. október. Sýningarsalur Listhúss- ins er opinn kl. 14.00-16.00 alla daga. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.