Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra Undirboð og ríkisstyrk- ir Pólverja verða könnuð Fríverslunarsamningur EFTA við PóIIand og viðgerð á strandferða- skipinu Heklu voru rædd i umræðum um þingsályktunartillögu Alþýðu- bandalagsmanna um jöfnunartoll á skipasmíðaverkefni. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði að ekki hefði verið haft samráð við sitt ráðu- neyti um að senda Heklu í viðgerð til Póllands. í gær mælti Jóhann Ársælsson (Ab-Vl) fyrir þingsályktunartillögu sem hann flytur með flokksbræðrum sínum Hjörleifí Guttormssyni (Ab- Al) og Steingrími J. Sigfússyni (Ab- Ne). Tillagan gerir ráð fyrir að fjár- málaráðherra gefi svo fljótt sem auð- ið er út reglugerð á grundvelli tolla- laga um jöfnunartoll á skipasmíða- verkefni sem framkvæmd væru er- lendis fyrir íslendinga. Jóhann innti eftir fregnum af fríverslunarsamn- ingi milli Póllands og Fríverslunar- samtaka Evrópu, EFTA. Það hefðu komið fram fullyrðingar um að sam- kvæmt þessum samningi gætu EFTA-ríki ekki lagt á jöfnunargjöld til að jafna samkeppnisaðstöðu sinna skipasmíðastöðva gagnvart niður- greiðslum og ríkisstuðningi í Pól- landi. Hann spurði einnig hvort ráð- gert væri að Islendingar létu það koma fram með sérstakri bókun eða með einhveijum öðrum hætti þann vilja sinn og fyrirætlan að styðja ís- lenskan skipaiðnað. Jóhann og aðrir þingmenn sem tóku til máls lögðu mikla áherslu á mikilvægi skipasmíðaiðnaðarins fyrir íslenskt þjóðarbú og atvinnulíf. Það væri ekki af heimsku að aðrar þjóðir reyndu að veija sinn skipaiðnað og hamla gegn því að atvinnutækifæri hyrfu úr landi. Guðjón Guðmunds- son (S-Vl) hafði efasemdir um að jöfnunartollur myndi duga til vamar gegn pólskum undirboðum; þar feng- ist vinnuaflið nánast fyrir ekki neitt. En það væri ólíklegt að fólki yrði haldið við sultarmörk í launum til lengdar eftir að þjóðin hefði jafnað sig eftir kúgun kommúnismans. Guð- jón tók undir gagnrýni flutnings- manna tillögunnar um að tómlæti stjómvalda og jafnvel neikvæð af- staða forystumanna í sjávarútvegi hefði verið rílqandi á undanfömum árum. Nýjasta dæmið um þetta tóm- læti væri viðgerðir á strandferðaskip- inu Heklu, en í bígerð væri að vinna það verk í Póllandi. Það væri forkast- anlegt að senda þetta verk til Pól- lands. Jón Sigurðsson Jóhann Ársælsson Starfshópur Jón Sig- urðsson iðnað- ar- og við- skiptaráðherra sagði skipa- smíðaiðnaðinn vera í erfiðum vanda. í fram- haldi af umræð- um um sam- Guðjón Guðmundsson keppnisstöðu skipasmíðaiðnaðarins hefði ríkisstjómin ákveðið í síðasta mánuði að setja á fót starfshóp í því skyni að kanna hvort um ólögmætt undirboð pólskra skipasmíðastöðva hafi verið að ræða, þegar þær hafa undanfarið gert tilboð í breytingar á íslenskum fiskiskipum. Jafnframt hefði þessum hópi verið falið að kanna fyrirkomulag ríkisstyrkja, sem samkeppnisaðilar íslenskra skipa- smíðastöðva nytu í öðrum ríkjum hins fyrirhugaða Evrópska efnahags- svæðis og bera þann stuðning saman við þann sem íslenskur skipasmíða- iðnaður nyti. Nefndinni væri einnig ætlað að gera tillögur um hvemig bregðast ætti við aðstæðum. Iðnaðarráðherra treysti sér ekki til að segja til um hver niðurstaða starfshópsins yrði. En meðal þess sem kannað yrði væru þau úrræði sem þingsályktunartilllagan gerði ráð fyrir. En á því gætu verið ýmis tormerki. Iðnaðarráðherra taldi að það yrði ekki undan því vikist að kanna þessa tillögu Alþýðubanda- lagsmanna mjög vandlega, áður en til greina kæmi að samþykkja hana. Ekki samráð við iðnaðarráðuneyti Jón Sigurðsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra vildi láta það koma fram í þessum umræðum að íslend- ingar hefðu ekki undirritað fríversl- unarsamning milli EFTA og Pól- lands; hann hefði ekki verið staðfest- ur af okkar hálfu. Eftir því sem hann best vissi væru ekki nein sérstök ákvæði um skipasmíðar. Spurningin væri hvort almenn ákvæði samnings- ins um skuldbindingar varðandi tak- mörkun á ríkisstuðningi gætu átt sérstaklega við skipasmíðar, hvort heldur væri í Póllandi eða EFTA-ríkj- unum. Að sinni beiðni yrði þetta mál kannað í utanríkisráðuneytinu. Og iðnaðarráðherra kvaðst þar myndu reyna að gæta hagsmuna okkar skipaiðnaðar eftir því sem kostur væri. Iðnaðarráðherra vildi einnig láta það koma fram að sínu ráðuneyti hefði verið öldungis ókunnugt um samning um viðgerð á strandferða- skipinu Heklu. Hafi samningur verið gerður væri það á ábyrgð samgöngu- ráðuneytis og fjármálaráðuneytis. Iðnaðarráðherra sagði sína skoðun að ekki væri hyggilegt að gera slíkan samning af hálfu íslenska ríkisins á meðan ríkið sjálft væri að kanna hvort um undirboð væri að ræða og það einmitt frá Póllandi. Iðnaðarráð- herra kvaðst myndu láta á það reyna hvort bindandi samningur hefði verið gerður um þessa viðgerð. Aðstæður væru nú þannig, vegna athugunar- innar á hugsanlegum undirboðum, hlyti ríkisstjómin að halda að sér höndum í þessu máli. Jón Sigurðsson taldi að á þessu stigi málsins væri ekki heldur tímabært að segja til um það hvort Islendingar ætluðu sér að gera sérstaka bókun við væntanleg- an fríverslunarsamning við Pólland. Kristinn H. Gunnarsson og Gunnar Birgisson. Morgunbiaðið/Þorkei! Bræður hittast á Alþingi Sjálfstæðismaðurinn Gunnar Birgisson (S-Rn) fyllir nú þingsæti Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra. Alþýðubandalagsmað- urinn Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) bauð Gunnar velkominn til þings af ópólitísku bræðraþeli en Gunnar og Kristinn eru sam- mæðra. I gær tók Gunnar Birgisson (S-Rn) sæti á þingi sem varamað- ur Ólafs G. Einarsonar, fyrsta þingmanns Reykjaneskjördæmis. Gunnar Birgisson er m.a. fram- kvæmdastjóri fyrirtækjanna Gunnars og Guðmundar hf. og Klæðningar hf. Gunnar er fæddur 30. septem- ber 1947. Hann er sonur Birgis Guðmundssonar sjómanns og bryta. Gunnar gékk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn fyrir u.þ.b. áratug. Kristinn H. Gunnarsson alþing- ismaður er fæddur 19. ágúst 1952, sonur Kristins H. Gunnarssonar hitaveitustjóra. Gunnar gékk í Alþýðubandalagið árið 1979. Móðir þeirra bræðra og póli- tísku andstæðinga er Auðbjörg Brynjólfsdóttir húsmóðir. Auð- björg starfar við Heimilishjálp Reykj avíkurborgar. Eyjólfur Konráð Jónsson EES - þverbrot á stj órnarskránni SKAMMSTÖFUNIN EES táknar í daglegu tali „Evrópskt efnahags- svæði“. Sumir hafa lesið úr þessum þrem stöfum: „Ef Eyjólfur samþykk- ir,“ en alkunna er að Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) hefur haft mikl- ar efasemdir um samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. í gær kall- aði hann samninginn um EES „slitur" og ekki vafamál að hann bryti í bága við stjórnarskrá. I umræðum um frumvarp um jarð- hitaréttindi tók Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) til máls. Þingmaður- inn sagði samninginn um EES vera „slitur", „drög“ eða í besta falli „upp- kast“. Við viðurkenndum ekki að neinn samningur væri til. Við hefðum ekki samþykkt eitt eða neitt í þá áttina. Við gætum í besta falli talað um „uppkast“ fyrir þá sem vildu „beija þessi ósköp í gegn“. Enginn íslenskur þingmaður gæti talað um samning. Ráðherramir hefðu ekki heimildir af einu né neinu tagi til að heita einu eða neinu. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) lagði áherslu á að: „Fyrst verður auðvitað Alþingi að samþykkja eitthvað. Sem það vonandi aldrei gerir. Þá kemur til kasta forseta íslands að sjálfsögðu og við vitum auðvitað ekkert um hvað forseti íslands myndi gera um samning sem augljóslega, og ég segi núna augljóslega, er þverbrot á okk- ar stjómarskrá. Það er ekkert vafa- mál í mínum huga lengur." Þingmaðurinn taldi sýnt að Ev- rópubandalagið kæmi til með að hafa öll völdin í framtíðinni „og raunar strax ef við samþykktum samning um Evrópskt efnahagssvæði sem ég vona að guð gefi að hendi þingmenn á Alþingi aldrei, og brytu þannig stjómarskrána ofan á allt annað." Til leigu glæsilegt 127 m2 verslunarhúsnæði á góð- um stað. Laust strax. Upplýsingar í síma 688715 milli kl. 10.00- 18.00 alla virka daga. I.O.O.F. 12 = 174109872 = I.O.O.F. 1 = 174109872 =Sp. KFUM/KFUK, SÍK og KSH Námskeiðið „Kristiö líf og vitnis- buröur'' heldur áfram á morgun, laugardag, í Breiðholtskirkju kl. 10.30. Annar hluti: „Sigrandi trúarlíf". Kennari: Miriam Óskarsdóttir. Allir velkomnir - ekkert nám- skeiösgjald. / KFUM/KFUK Suðurhólum 35 Muniö námskeiöið „Kristið líf og vitnisburöur" í kvöld kl. 20.30. Annar hluti: „Sigrandi trúarlíf'. Kennari: Ragnar Gunnarsson. Allir velkomnir - ekkert nám- skeiðsgjald. FERÐAFELAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 LaugardagurlO. okt. Kl. 9: Straumfjörður á Mýrum (ný ferð). Litast um á ströndinni viö Mýrar. Farið á slóðir Straum- fjarðar-Höllu og strands franska hafrannsóknaskipsins Pourquo- ui pas? (sbr. kvikmyndina “Svo á jörðu sem á himni"). Verð 2.000.- kr. Sunnudagsferðir 11. okt. Kl. 13.00 - 1. Selatangar, fjöl- skylduferð. Strandbál. 2. Núps- hlfðarháls. Nánar auglýst um helgina. Verð. 1.200.- kr, en með afmælisafslætti til félaga kr. 900.- frítt f. börn m. fullorðn- um. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, austanmegin (stans- að við Mörkina 6). Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.