Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 Brynhildur Sigþórs dóttir - Minning Fædd 26. febrúar 1917 Dáin 3. október 1992 Hinsta kveðja í dag verður tengdamóðir mín, Brynhildur Sigþórsdóttir, til moldar borin og mig langar til að minnast hennar með kæru þakklæti fyrir hlýhug í minn garð. Fyrir um tuttugu árum kom ég fyrst inn á hennar heimili og var mér allt frá fyrsta degi vel og ástúð- lega tekið. Þegar dætur mínar bættust í bamadætrahópinn varð mér strax ljóst að umhyggja hennar fyrir vel- ferð þeirra og líðan var einstök og byggðist á fölskvalausri ást en líka skilningi á vissum aga sem öllu uppeldi fylgir. Brynhildur var mér alltaf ein- staklega bóngóð og greiðvikin og sótti ég marga hjálpina til hennar. En það lýsir Brynhildi best hversu sterk og yfirveguð hún var að þegar þessi erfiði sjúkdómur hafði lagt á hana þungar byrðar vildi hún heldur ræða um aðra og annað en sig enda væri ekkert óvenjulegt að henni. Þessi styrkur hélst til hinstu stundar en þá varð í kringum hana friður og ró sem gleymist aldrei þeim sem þar voru. Nokkrum dögum fyrir andlát tengdamóður minnar sat ég einn morguninn ein hjá henni. Hún leit upp horfði á mig og sagði: „Ertu hér ennþá elskuleg“ og fór að tala um að hún væri hrifm af litnum af nýrri kápu sem ég var í, enda hafði Brynhildur gaman af klæðn- Verð kr. 2.290 Verb kr. 1.950 * i ÚTILÍFP GLÆSIBÆ . SÍMI 812922 aði, sem hún vann lengi við að selja. Svona var hún. Ég vil þakka tengdamömmu minni fyri allt og ég mun minnast hennar sem góðrar og sanngjamrar manneskju. Guð styrki Harald eftir missi lífs- fömnautarins og síns besta vinar. Megi Brynhildur hvfla í friði. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Ásta Benný Hjaltadóttir. Brynhildur Sigþórsdóttir, sem er til moldar borin í dag, er þeim sem henni kynntust sannarlega eftir- minnileg kona. Afar viðfelldin fram- koma og aðlaðandi yfirbragð, skemmtilegt afdráttarleysi í við- ræðum, yfirlætisleysi, hreinlyndi, ekki einu sinni sú upptalning góðra kosta, sem hún hafði alla til að bera, skýrir þá persónutöfra sem Brynhildur var gædd. Sjálfur man ég enn þegar ég sá hana fyrst fyr- ir meira en 50 árum og vissi þá engin deili á henni, ekki einu sinni nafn. Hún afgreiddi mig í búð og síðan stendur hún ljóslifandi fyrir mér eins og hún var þá — hvers vegna get ég ekki skýit með öðru en framkomu hennar og ef til vill útliti. Allmörgum árum síðar trúlof- aðist ég náfrænku hennar, Jóhönnu Pétursdóttir frá Hjalteyri. Hún kynnti mig þá fljótt fyrir þessari vinkonu sinni, sem þá var orðin frú í Reylqavík, og sá ég þá strax að þama var komin stúlkan sem ég hafði einu sinni séð við afgreiðslu í verslun fyrir norðan og ég gat ekki gleymt. Ég sagði henni frá þessu frábæra minni mínu og henti hún gaman að. Síðan hafa Brynhildur Sigþórs- dóttir og eiginmaður hennar, Har- aldur Sigurðsson, síðast aðalféhirð- ir hjá Pósti og síma, verið miklir vinir okkar hjóna. Móðir Brynhildar var Aðalbjörg Jónasdóttir frá Halldórsstöðum í Reykjadal og faðir hennar, Sigþór Magnússon frá Ægissíðu í Vestur- Húnavatnssýslu. Hún missti á ung- um aldri báða foreldra sína og ólst eftir það upp hjá Snjólaugu Jónas- dóttur, móðursystur sinni, á Akur- eyri, en þær voru systur Péturs Jónassonar, framkvæmdastjóra á Hjalteyri, föður konu minnar. Og nú er Brynhildur Sigþórsdótt- ir öll eftir veikindi sem vitað var að mundu fljótlega draga hana til dauða. Þau veikindi vom vissulega erfíð þeim hjónum báðum, en Bryn- hildur lét eins lítið á þeim bera og unnt var og vildi ekkert um þau tala. Við hjónin kveðjum Brynhildi Sigþórsdóttur með einlægri þökk og miklum söknuði og vottum Har- aldi, eiginmanni hennar og bömum þeirra, þeim Önnu Snjólaugu og Gunnari, og öðmm aðstandendum innilega samúð. Eiríkur Hreinn Finnbogason. Með fáeinum orðum langar mig að minnast góðrar vinkonu, Bryn- hildar Sigþórsdóttur, er lést eftir hetjulega baráttu 3. október sl. Kynni okkar Bíbíar hófust er eig- inmenn okkar urðu vinir og stúku- bræður í Oddfellowreglunni fyrir nærri ijörutíu ámm og á ég margt og mikið henni að þakka. Hún geisl- aði alla tíð af svo mikilli gleði og lífsþrótti að við sem umgengumst hana hlutum að hrífast með. Það var mikið lán fyrir verslunina Eros er Bíbí kom þar til starfa en þar vann hún í yfír þijátíu ár og það er gott dæmi um tryggð henn- ar og trúmennsku. I öll þessi ár við afgreiðslustörf kom smekkvísi og glaðlegt viðmót hennar sér vel, við- skiptavinum til ánægju og einnig okkur hinum sem unnum með henni. Þau hjónin Bíbí og Haraldur vom sérstakir höfðingjar heim að sækja og meðan maðurinn minn lifði átt- um við margar ógleymanlegar stundir á heimili þeirra hjóna. Bíbí var mjög listræn, málaði á postulín og saumaði marga fallega hluti. Hún hafði fagra söngrödd, sem margir hafa notið, en þau hjón- in sungu í mörg ár í kór Hallgríms- kirkju og var það henni mikil gleði að dótturdóttirin, Sigrún Þorgeirs- dóttir, hefur erft söngröddina og lagt út á listabrautina. Síðustu árin höfum við fjórar vin- konur spilað saman bridge og í hvert sinn er heilsa hennar leyfði vom spilin tekin fram og oft var þá glatt á hjalla. Við eigum eftir að sakna Bíbíar og þökkum henni af alhug sam- fylgdina, en sárastur er söknuður fjölskyldunnar og sendi ég Haraldi og bömunum hugheilar samúðar- kveðjur. Kristín Þorvaldsdóttir. Amma Bíbí var sérlega lífsglöð kona. Maður sér hana fyrir sér bros- andi og káta. Hún fylgdist með okkur öllum af miklum áhuga og lá ekki á skoðunum sínum ef hún taldi að þær gætu komið að gagni. Hún var kraftmikil og dugleg. Jafn- vel síðustu vikumar fór hún á tón- leika, í bæinn og að hitta vini og vandamenn. Þessi mikli kraftur var smitandi og dreif hún alla sem ná- lægt henni vom með sér. Eitt af mörgum áhugamálum ömmu var tónlist. Hún söng ásamt afa í kór Hallgrímskirkju um margra ára skeið og eigum við syst- umar góðar minningar ofan af loft- inu í kirkjunni þar sem við fengum að vera hjá þeim í messum. Hafði þessi tónlistarupplifun mikil áhrif á okkur allar og hefur eflaust átt sinn þátt í því að ein okkar lagði tónlist fyrir sig. Einstaklega gott var að sækja ömmu heim. Heimili hennar og afa á Háló stóð okkur alltaf opið og fann maður þá hlýju og umhyggju sem þaðan streymdi. Við þökkum allar þær góðu stundir sem við áttum með ömmu og biðjum Guð að styrkja afa, mömmu, Gunnar og alla ástvini ömmu í sorginni. Hennar verður sárt saknað. Sigrún, Brynhildur og Elísabet. í dag verður tengdamóðir mín Brynhildur Sigþórsdóttir jarðsett. Með henni er gengin mikil öðlings- kona, sem varpaði birtu inn í líf allra, sem áttu þess kost að kynnast henni. Brynhildur fæddist á Akureyri hinn 26. febrúar árið 1917 og varð því sjötíu og fímm ára í febrúarmán- uði síðastliðnum. Hún var Norðlend- ingur að ætt og uppruna, dóttir hjón- anna Sigþórs Magnússonar verslun- armanns, sem var ættaður úr Húna- vatnssýslu, og konu hans Aðalbjarg- ar Jónasdóttur frá Halldórsstöðum í Reykjadal. Þau Sigþór og Aðal- björg áttu fyrir einn son, Árna Magnús, sem var fæddur árið 1915. Þegar Brynhildur var rúmlega árs gömul missti hún föður sinn, sem var þá aðeins tuttugu og fimm ára að aldri. Um nokkurra ára skeið naut hún samvista við móður sína og bróður hjá móðurfrændum sínum á Akureyri og Hjalteyri. Þau mæðg- in létust bæði á þriðja tug aldarinn- ar, Árni árið 1926 og Aðalbjörg þrem árum síðar. Brynhildur var þá tólf ára gömul og var hún tekin í fóstur af móðursystur sinni Snjó- laugu Jónasdóttur og manni hennar Sigurbirni Péturssyni bónda á Þverá í Fnjóskadal. Gengu þau henni í for- eldrastað, en áður höfðu þau Sigur- björn og Snjólaug tekið fósturdótt- ur, sem Sigríður hét. Þau hjón bjuggu rausnarbúi að Þverá og átti Brynhildur margar góðar minningar frá dögum sínum í Fnjóskadal. Sá tími varð hins vegar ekki langur, þar sem Sigurbjörn og Sigríður veiktust af berklaveiki og voru um hríð á Kristneshæli, þar sem þau létust bæði. Var þá ekki annarra kosta völ fyrir Snjólaugu en selja búið og flytjast ásamt Brynhildi fóst- urdóttur sinni til Akureyrar. Bjuggu þær síðan um árabil á Akureyri að Krabbastíg 4. Brynhildur gekk þar í skóla og lauk hún gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Naut hún mikillar umhyggju Snjó- laugar fóstru sinnar og átti Ijúfar minningar frá uppvexti sínum á Akureyri, þrátt fyrir þá miklu erfið- leika, sem áður höfðu yfír dunið og fyrr er getið. Árið 1938 kynntist Brynhildur eftirlifandi eiginmanni sínum Har- aldi Sigurðssyni, sem hafði komið norður til starfa hjá Kaupfélagi Ey- fírðinga að loknu prófí frá Sam- vinnuskólanum. Skömmu síðar hélt hún til Reykjavíkur, þar sem hún var veturlangt við nám í Hússtjórn- arskólanum, sem þá var til húsa í Kvennaskólanum í Reykjavík. Þau Haraldur gengu í hjónaband 5. júlí, 1940 á Akureyri en stofnuðu síðan heimili í Reykjavík á Baldursgötu 5. Tveim árum síðar eignuðust þau Haraldur fyrsta barn sitt. Um sama leyti flutti Snjólaug fóstra Brynhild- ar til þeirra. Þrem árum síðar flutt- ist fjölskyldan í nýtt hús, sem þau hjón byggðu á Hólsvegi 10 í Klepps- holti. Bjó Snjólaug hjá þeim Haraldi fram á elliárin og gekk börnum þeirra í ömmu stað. Alls urðu börnin þijú talsins; Anna Snjólaug, fædd 1942, gift Þorgeiri Pálssyni, Björg, fædd 1945, en hún lést rúmlega ársgömul, og Gunnar, fæddur árið 1949, kvæntur Ástu Benný Hjaltadóttur. Missir Bjargar var þeim hjónum þungt áfall, sem enn bætti djúpu sári við þá erfíðu lífsreynslu, sem Brynhildur hafði orðið fyrir á unga aldri. Vafalaust hefur þetta sár aldrei náð að gróa til fulls, enda var Brynhildur einkar tilfínningarík kona, sem var afar annt um fjölskyldu sína og vini. Brynhildur var listfeng kona og tónelsk með afbrigðum. Einkum hafði hún mikla ánægju af söng og hafði ágæta altrödd. Auk þess hafði hún yndi af að mála á postulín og fást við útsaum. Hún átti ekki langt Það var komið haust og aftur stóð ég frammi fyrir nýjum hópi nemenda. í þetta sinn var hann dálítið hávær sem oft og tíðum er merki um taugaóstyrk. Sumir reyna að sýnast mun borubrattari en þeir eru til þess að fela óöryggið. Allt er nýtt, húsakynnin, bekkjarfélag- arnir og kennarinn og erfitt er að tilheyra yngsta aldurshópi skólans. Einn þessara nemenda var Ólafur Guðni Friðriksson, en hann hafði sig alls ekki í frammi heldur beið rólegur þess sem verða vildi. Skrif- legum verkefnum var útdeilt og í gegnum þau hófust kynni okkar Olafs Guðna hægt og sígandi. Hann var afskaplega hlédrægur piltur, samviskusamur og skilaði öllum sínum verkefnum af stakri prýði. Sveitin heillaði hann og þegar við komumst að því að við þekktum bæði til í Eyjahreppnum dokaði hann gjarnan við í skólastofunni eftir að aðrir voru farnir og ræddi tengslin við sveitina. Fyrst í stað ákaflega hikandi en smám saman af meira öryggi. Ólafur Guðni hafði mikinn áhuga á dulrænum málefnum, var trúaður piltur og talaði um þessi mál af einlægni sem var svo ríkur þáttur í fari hans. Hann fór heldur ekki dult með hve vænt honum þótti um móður sína og brosti ætíð á sinn að sækja áhuga sinn á tónlistinni, því Sigþór faðir hennar mun hafa verið ágætur fiðluleikari auk þess sem hann fékkst við myndlist í frí- stundum. Brynhildur starfaði lengi í kirkjukór Hallgrímskirkju ásamt eiginmanni sínum, en Haraldur var einn af stofnfélögum þessa kórs. Um langt árabil fóru þau hjón til messu í Hallgrímskirkju á sunnudög- um og öðrum hátíðisdögum kirkj- unnar og sóttu þangað þann andlega styrk, sem trúin veitir. Mörg hin síð- ari árin tóku þau Brynhildur og Haraldur dótturdóttur sína Sigrúnu með sér til kirkju og opnuðu henni þannig heim kirkjutónlistar. Þrátt fyrir erfið veikindi á undanfömu ári hélt Brynhildur ótrauð áfram að sækja tónleika, oft sárþjáð. Svo mik- ilvægur þáttur var sönglistin í lífi hennar. Kynni mín af tendamóður minni ná yfir meira en þrjá áratugi. Voru þau öll á einn veg, því aldrei minn- ist ég þess að hafa heyrt styggðar- yrði af hennar vömm. Hún var glað- vær á góðri stund og frá henni staf- aði sú innri birta, sem fylgir hreinu hjarta. Umhyggja hennar fyrir vel- ferð fjölskyldunnar og barnabarna sinna mun seint úr minni líða. Bryn- hildur var félagslynd í besta skiln- ingi þess orðs og kunni vel við sig á mannamótum. Hún starfaði um langt árabil í Oddfellowreglunni ásamt Haraldi og átti sá félagsskap- ur hug hennar og hjarta, ekki síst hin síðari ár. Sótti hún fundi í Odd- fellowhúsinu allt þar til rúmri viku fyrir andlát sitt. Eftir að veikindi Brynhildar hóf- ust fyrir rúmu ári kynntist ég nýrri hlið á tengdamóður minni. Kom þá í ljós hið ótrúlega þrek og æðm- leysi, sem þessi viðkvæma og tilfinn- ingaríka kona bjó yfír. Þótt ljóst væri að hveiju stefndi, var hún stað- ráðin í að njóta þess tíma, sem eftir var. Því hélt hún áfram að taka þátt í félagsstarfi, fara á mannamót og heimsækja fy'ölskyldu sína, þrátt fyr- ir þverrandi þrek og oft mikla vanlíð- an. Gerði hún jafnan lítið úr veikind- um sínum og sóttist ekki eftir með- aumkun. Enginn vafí er á því, að samheldni þeirra hjóna, trúin á góð- an guð og mikil Iífsreynsla lögðust á eitt að veita henni þrek og létta henni ævikvöldið. Þegar ég kveð nú Brynhildi tengdamóður mína í hinsta sinn hrannast upp minningar um bjartar samverustundir með fjölskyldunni í meira en þijá áratugi bæði hér á landi og erlendis. En fyrst og fremst lifír minningin um velviljaða og heil- steypta konu, sem átti hug og hjarta flestra, sem henni kynntust. Þorgeir Pálsson. hlýlega hátt ef hann minntist á hana. Það var ljóst að samband þeirra var mjög náið og móðir hans fylgdist sérlega vel með námi sonar- ins og vildi veg háns sem mestan. Ólafur Guðni var viðkvæmur og einlægur drengur. Stærð líkamans villir okkur oft sýn en sjálfsöryggið fer ekki eftir stærðinni, síður en svo. Enn og aftur er komið haust og í dag er Ólafur Guðni Friðriksson borinn til grafar. Nú hefur hann eflaust fengið svör við þeim spum- ingum sem brunnu svo heitt á hon- um. Líf hans var ekki ætíð auðvelt. Tilgangslausir hlutir og pijál vom honum ekki svo mikils virði og því fylgdi hann ekki alltaf straumnum. Hann vildi eitthvað annað og meira. Um leið og ég kveð rólegan, sam- viskusaman og einlægan nemanda minn bið ég guð að veita móður hans og öðrum aðstandendum styrk í sorginni og leyfi mér að vitna í orð Kahlils Gibrans: „Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður og þú munt sjá að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni gerir þig glað- an. Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Ég trúi því að nú sé Ólafur Guðni glaður og núna líði honum vel. Inga Karlsdóttir, kennari MK. Olafur G.Friðriks son — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.