Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Lífsskoðanir þínar eru undir smásjánni. Það getur verið erfítt að fylgja kennisetn- ingum þínum eftir. Naut (20. apríl - 20. maí) Ifft Haltu áfram könnun þinni og farðu að engu óðslega. Það getur verið varasamt að taka fjárhagslega áhættu. Tvíburar (21. maf - 20. júní) 5» Þér fínnst hversdagsleikinn magnast við að sitja heima í dag. Gamlir vinir færa þér þann stuðning sem þig vant- ar. Krabbi (21. júnf - 22. júlí) H$8 Þótt þú sinnir skyldustörf- unum vel virðist sjálfstraust þitt í lágmarki. Farðu þér hægt þar til þú getur fótað þig- Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þér hættir til að halda of lengi í von um ábata af von- litlu fyrirtæki. Reyndu að koma þér út úr því áður en illa fer. Meyja > (23. ágúst - 22. septcmbcr) <&Jf Það þýðir ekkert að vera að færa húsgögnin til og frá, þú finnur ekki lausnina nema með því að hugsa málið. Láttu innsæið ráða. Vog (23. sept. - 22. október) Vertu ekki með sífelldar áhyggjur í dag. Málin fara að þróast þér í hag og áhyggjumar fjúka út í veður og vind. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú þarft að leggja að þér í - ‘ vinnunni til að ná settu marki fjárhagslega. Ekki treysta á stuðning þeirra sem geta valdið vonbrigð- um. , Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) & Nú er ekki rétti tíminn til að taka ákvörðun varðandi framtíðina í vinnunni. Smá afþreying er rétta meðalið gegn álagi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) & Það tekur því varla fyrir þig að reyna til þrautar að láta ferðaáætlanimar standa. Þú þarft að fá að vera heima í næði. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Ekki ganga í ábyrgð fyrir óáreiðanlegan vin. Þetta er ekki rétti tíminn til að lána öðrum peninga. Ættingi biður þig um greiða. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ’SU Þú getur ekki reitt þig á fullan stuðning frá öðrum í viðskiptum. Það er betra að treysta á sjálfan sig. Stjörnusþána á aö lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DÝRAGLENS GRETTIR SMÁFÓLK Allt í lagi, ég skildi merk- ið... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þrátt fyrir hetjulega baráttu vamarinnar, er það sagnhafi sem hefur síðasta orðið. Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ ÁD43 ¥7532 ♦ Á96 ♦ 65 Vestur ♦ K108 ¥104 ♦ KG10852 ♦ Á3 Suður ♦ G62 ¥ KDG96 ♦ D3 ♦ KDG Vestur Norður Austur Suður — — Pass 1 hjarta 2 tíglar 3 tiglar' Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass ' áskorun í 4 hjörtu Vestur leggur upp með laufás og meira lauf. Suður á þann slag á hámann heima og spilar hát- rompi. Austur drepur strax á ásinn og spilar laufi, sem vestur trompar með tíunni. Vörnin hef- ur nú tekið bókina, en sagnhafi situr uppi með tvo hripleka liti, sem hann má engan slag gefa á. Hvað er til ráða? Til að bytja með er rétt að veita því athygli að vestur verð- ur að spila vörninni í óhag, ann- að hvort spaða eða tígii. En það er aðeins níundi slagurinn. Og fleiri verða þeir ekki ef suður hendir spaða eða tígli úr borð- inu. Hann verður að undirt- rompa hjartatíuna! Bæði fjórði spaði blinds og þriðji tígullinn eru hótunarspil, sem sagnhafí má ekki missa. EF vestur spilar spaða, fær sagnhafi fjóra slagi á litinn með því að hleypa heim á gosann. Svo kannski er skárri kostur að spila tígli. En það breytir reynd- ar engu. Suður fær slaginn á drottninguna, svínar spaða- drottningu og tekur spaðaás. Spilar svo trompunum til enda og kreistir annan slag út úr vestri. Austur ♦ 975 ¥ Á8 ♦ 74 ♦ 1098742 SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í gær sáum við hvernig ívant- sjúk láðist að tryggja sér jafntefli í fyrstu einvígisskák sinni gegn Anand í Linares. Nokkru síðar í endataflinu kom þessi staða upp. Sem sjá má vega samstæð frípeð svarts þungt og Anand, sem hafði svart, þurfti ekki marga leiki til viðbótar til að tryggja sigurinn: 42. — e4! (Hótar bæði 43. — Bxg3 og 43. — Be5) 43. Hxe4+ — Be5 (Skyndilega hótar svartur máti á tvo vegu: 44. — Hal mát og 44. — Hxc2 mát) 44. Hxe5+ — fxe5 45. Kb2 — Hd2 og ívant- sjúk gafst upp. Þrátt fyrir að hann sé næststigahæsti skákmaður heims virðist henta honum illa að tefla einvígi. Júsupov sló hann óvænt út úr áskorendakeppninni í fyrra og hann tapaði nú 3-5 fyrir Anand.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.