Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 25 Sameining lífeyrissjóða á Norðurlandi Óhjákvæmilegt að rétt- indi sjóðfélaga skerðist - segir Hafþór Rósmundsson framkvæmdastjóri Lífeyr- issjóðs verkalýðsfélaganna á Norðurlandi vestra HAFÞÓR Rósmundsson framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkalýðsfé- laganna á Norðurlandi vestra segir að sljórn sjóðsins telji stöðu hans það sterka og vöxt sjóðsins það hraðan að innan fárra ára eigi hann fyrir öllum skuldbindingum sínum. Þvi sé rangt og þjóni ekki hagsmunum sjóðfélaga 1 Lífeyrissjóði verkalýðsfélaganna í Norður- landi vestra að ganga inn í sameiginlegan lífeyrissjóð verkalýðsfé- laga á Norðurlandi. í Lífeyrissjóði verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra eru um 2.600 félagar og hefur sjóðurinn eflst mjög að undanförnu. Heildareignir sjóðsins voru í árslok árið 1988 rúmar 600 milljónir en áætlað er að þær verði um 1,6 milljarðar um næstu áramót, þannig að aukningin Samstaða Vilja þjóðarat- kvæði um EES SAMSTAÐA um óháð ísland hélt fundi á Akureyri og Húsavík fyr- ir skömmu. Framsögumenn voru Kristín Einarsdóttir alþingis- maður og Sigurður Helgason fyrrverandi sýslumaður. Á fundinum á Húsavík var sam- þykkt ályktun þar sem skorað er á þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra að hafna aðild að samningi um Evrópskt efnahagssvæði og vinna þess í stað að bættum sam- skiptum við Evrópubandalagið í tvíhliða samningum. Lagði fundur- inn áherslu á að þjóðinni gefist kostur á að segja álit sitt á EES- samningnum í þjóðaratkvæða- greiðslu áður en greidd verða at- kvæði um hann á Alþingi. Á fundinum á Akureyri var einn- ig ályktað um þjóðaratvæða- greiðslu. (Úr fréttatilkynningu) nemu 160%. í frétt blaðsins í gær þar sem sagt var frá tillögu stjómar Lífeyr- issjóðs verkalýðsfélaga á Norður- landi vestra slæddist inn villa þann- ig að hún snérist upp í andhverfu sínu, þar sagði að stjórnin gæti ekki fallist á að lífeyrisréttindi sjóð- félaga yrðu skert við sameininguna og teldi stjómin að eiginfjárstaða sjóðsins væri þannig að fyrirsjáan- legt væri að innan fárra ára yrði hann ófær um að standa við líf- eyrisskuldbindingar sínar. Þama var ó-inu ofaukið. Meginröksemd sjórnar LVNV er sú að staðan sé þannig nú að að öllum líkindum eigi enginn af þeim sjóðum sem í sameiningarviðræðunum stóðu fyr- ir sínum skuldbindingum. Hafþór segir að því sé það óhjá- kvæmilegt að áunnin lífeyrisrétt- indi sjóðfélaga í viðkomandi sjóðum verði skert við sameininguna, þar sem hinn nýi sjóður eigi að standa undir skuldbindingum frá upphafi. „Stjórn Lífeyrissjóðs verkalýðsfé- laganna á Norðurlandi vestra telur stöðu sjóðsins það sterka og vöxt hans það hraðan að innan fárra ára eigi hann fyrir öllum skuldbind- ingum sínum. Það er því rangt og þjónar ekki hagsmunum okkar sjóðfélaga að ganga til sameiningar á þessum tímapunkti," sagði Haf- þór. Hann sagði að frá því umræða um sameiginlegan lífeyrissjóð á Norðurlandi hófst hafi alltaf verið rætt um að áður en til sameiningar kæmi ætti að gera útttekt á hveij- um sjóði þannig að fyrir lægi hvað hver sjóður kæmi með inn í hinn nýja sjóð. Nú sé rætt um að gera slíka úttekt eftir á. „Við viljum ekki koma fyrir okkar félagsmenn og segja að því miður hafi orðið að skerða réttindi manna svo og svo mikið ef það yrði útkoman í úttektinni," sagði Hafþór. Þá benti hann á að í stofnsamn- ingi þeirra sex verkalýðsfélaga á Norðurlandi vestra sem mynda LVNV sé skýrt kveðið á um að fé sjóðsins skuli ávaxta í heimabyggð, þó svo það sé ekki tekið fram í reglugerð. Varðandi þá ógk Verkalýðsfélags Austur-Húnvetnmga á Blönduósi að ganga til samstarfs við hinn sameiginlega lífeyrissjóð, sagði Hafþór að engin bréf þess efnis að félagið ætlað að segja sig úr Lífeyr- issjóði verkalýðsfélaganna á Norð- urlandi vestra hefðu borist. Félagið yrði að segja upp samstarfssamn- ingi með þriggja mánaða fyrirvara. Morgunblaðið/Rúnar Þór Óli Bjami Stefánsson, Guðmundur Karl Tryggvason, Friðrik Arnarson og Svandís Guðmundsdóttir, starfsmenn Bautans, til- búin fyrir þýsku dagana, þá kemur Magnús Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Viking Bragg, og Hallgrímur Arason, einn eig- enda Bautans. Bautinn og Viking Brugg Þýskur matur og öl ÞÝSKIR dagar verða á veitingahúsinu Bautanum í tengslum við hátíðahöld sem Viking Brugg stendur að hér á landi, til að kynna bjór og bjórhátíðir. Þýsku dagar Bautans hefjast í dag, föstudag- inn 9. október og í kvöld hefst einnig bjórhátíð Viking Brugg. Þjóðveijar þykja ein mesta bjórþjóð í heimi, en þar í landi drekkur hver maður um 160 lítra á ári, en hér á íslandi er neyslan um 25 lítrar á mann. Frá árinu 1810 hefur svokallað Októberfest verið haldið I Þýskalandi og nú í ár leggur Viking Brugg grunninn að fyrstu íslensku bjórhátíðinni. Bruggaður hefur verið sérstakur Októberfest-bjór, sá sami og hvað mest er drukkinn í Munchen. Októberfest-bjórinn verður m.a. framreiddur á þýskri viku Bautans og hafa verið fluttar inn sérstakar könnur til að skapa réttu stemmninguna og þá þykir verðið einnig hagstætt, en lítri af þessu októberöli kostar 500 krónur. Bautinn býður síðan úr- val þýskra rétta alla næstu viku, en af matseðlinum má nefna Frankfurterpylsur með kartöf- lusalati, ofnsteikta grísaskanka, grísaskanka með súrkáli, vínar- snitsel og grísakótilettur „Baden Baden,“ að ógleymdri ósvikinni þýskri baunasúpu. Listamiðstöð í Grófargili Ríki o g bær leggja fram fé ÓLAFUR G. Einarsson mennta- málaráðherra hefur tilkynnt Gil- félaginu, sem vinnur að uppbygg- ingu listamiðstöðvar í Grófargili, um þá ákvörðun sína að veita fé- laginu hálfrar milljónar króna fjárstuðning á þessu ári. Þá hefur Akureyrarbær lagt fram þrjár milþ'ónir króna. Eitt meginverkefni félagins um þessar mundir er að afla fjár til að ljúka framkvæmdum við rými í Kaupvangsstræti 23, en þar hyggst félagið koma upp tilraunasal og þjón- ustumiðstöð fyrir menningarstarf- semi og einnig gestavinnustofu. Framkvæmdir eru þegar hafnar. Félagið hefur telqur af leigu á vinnustofum sem einnig renna til framkvæmdanna og þá hafa félags- menn lagt fram mikla sjálfboða- vinnu. Nokkuð vantar upp á að end- ar nái saman og hefur verið ieitað til íslenskra myndlistarmanna um að þeir gefi myndverk til stuðnings átakinu. Hafa undirtektir verið góðar og fjöldi myndverka safnast. AUGLYSINGAR Vélstjóri Traust fyrirtæki í verklegum framkvæmdum óskar að ráða vélstjóra til framtíðarstarfa sem fyrst. Starfið felst í viðgerðum og viðhaldi ásamt umsjón með stórum, færanlegum vélum. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa þekkingu á rafmagni og geta stjórnað öðrum. Umsóknum skal skilað til Ráðgarðs fyrir 14. nóvember 1992, merktum: „Vélstjóri - traust fyrirtæki". RÁÐGARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 HÚSNÆÐl ÓSKAST Einbýlishús óskast til leigu Þýskur sendiráðsmaður óskar að taka á leigu stórt einbýlishús frá með og með 15. janúar nk. í 3-5 ár, helst miðsvæðis. Upplýsingar í síma 685387. Einbýlishús óskast til leigu Stórt hús með 4 svefnherbergjum, tveimur stofum og stórum bílskúr óskast til leigu í 3-5 ár fyrir sendiráð í Reykjavík. Staðsetning miðsvæðis í Reykjavík, Vesturbæ eða á Sel- tjarnarnesi. Góðar greiðslur í boði. Ársalir, fasteignasala, sími 624333. Óskasttil leigu Samherji hf. óskar eftir að taka á leigu rúm- góða 3ja herbergja íbúð. Æskilegt er að íbúð- in sé í Hafnarfirði, en aðrir staðir koma þó til greina. Upplýsingar veittar á skrifstofutíma í síma 96-12275. Kaffisamsæti verður í KR-heimilinu laugardaginn 10. okt. kl. 15.00 fyrir alla KR-inga 50 ára og eldri. Aðalstjórn. Næringaráðgjöf - sjúkranudd Höfum opnað að nýju eftir sumarleyfi. Tökum við tilvísunum frá læknum. Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næringarráðgjafi, Helga Gylfadóttir, lögg. sjúkranuddari, sími 34038. Greiðsluáskorun Hér með er skorað á gjaldendur í Hraun- hreppi að gera nú þegar skil á gjaldföllnum en ógreiddum gjöldum til Sveitarsjóðs Hraunhrepps. Um er að ræða eftirfarandi: Aðstöðugjald, fasteignaskatt, kirkjugarðs- gjald og fjallskilagjöld. Hafi gjöldin ekki verið greidd innan 15 daga frá dagsetningu þessar- ar áskorunar má við því búast að fjárnáms verði krafist hjá skuldurum án frekari fyrirvara. 7. október 1992. Oddviti Hraunhrepps.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.