Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 Þotuslysið í Amsterdam: Færri fórust en áður var talið Amsterdam. Reuter. ED van Thyn borgarstjóri í Amsterdam sagði í gær að nú benti allt til þess að mun færri hefðu týnt lífí er ísraelsk flutn- ingaflugvél hrapaði niður á tvö fjölbýlishús í borginni sl. sunnu- !iJ "N .Jl. •a, GÖNGUSKÓR ISLAND Stærðir 4047. Verðkr. 13.780,- ISLAND LADY Stærðir 36-41. Verðkr. 12.970,- útiufí GLÆSIBÆ, SÍMI812922 dag en áður var talið. í gær höfðu lík 49 manna fundist og sagði van Thyn að ekki væri gert ráð fyrir að öllu fleiri fynd- ust. Van Thijn og aðrir embættis- menn vildu ekki geta sér til um hversu margir hefðu farist, sögðu það eitt að líklega yrði aldrei hægt að slá því föstu nákvæmlega. Tals- menn lögreglunnar sögðu að manntals- og íbúaskýrslur væru greinilega haldlaus gögn sem leiddu menn á villigötur. Byija yrði frá byijun og reyna að átta sig á því hversu margir áttu heima í íbúðunum sem þotan skall á með því að yfirheyra heimilisfólk ann- arra íbúða blokkanna. Um tíma var talið í gærmorgun að hljóðriti þotunnar, segulbands- upptaka með samtölum í flug- stjómarklefanum, hefði fundist. Þegar sérfræðingar á Schiphol- flugvellinum skoðuðu hins vegar stykkið kom strax í ljós að um misskilning hefði verið að ræða. Alþjóðleg sveit sérfræðinga rannsakar brak E1 A1 þotunnar í Hollandi en óljóst er enn hvað olli því að hún fórst. í fyrstu var talið að báðir stjómborðshreyflamir hefðu rifnað af þotunni á flugi en um tíma í fyrradag var það dregið að nokkru til baka. í gær héldu rannsóknarmenn svo aftur í upp- runalegu kenninguna þar sem brak úr báðum hreyflum hefur fundist við vatn 15 km frá slys- staðnum. Þar hefur þó aðeins ann- ar hreyfillinn fundist. Rannsókn er hafin á flugrita E1 A1 þotunnar, svarta kassanum svonefnda, í rannsóknarstofnun á flugvelli breska hersins í Fam- borough suðvestur af London. Stofnunin þykir öðrum fremri að greina upplýsingar af skemmdum flugritum og leiddi m.a. í ljós að það var sprengja hryðjuverka- manna sem grandaði Pan Am-þot- unni yfir Lockerbie í Skotlandi í desember 1988. Reuter Chris Patten á almennum borgarafundi sem hann hélt í gær, Hong Kong Fækkað hjá Alusuisse Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. STARFSFÓLKI álfyrirtækis Alusuisse-Lonza (A-L) í Wallis í Sviss verður fækkað um 10% á næsta ári til að draga úr starfs- mannakostnaði fyrirtækisins. Rekstrarerfiðleikar í áliðnaðinum valda þvi að vinnutími um 1.600 starfsmanna af 2.028 verður stytt- ur og 200 munu missa vinnuna. Eftirspum eftir áli hefur dregist samán m.a. vegna kreppu í bygg- inga- og bílaiðnaði sem og öðrum iðnaði sem notar ál í framleiðslu sinni. Stjómendur A-L segja ríkis- studd álfyrirtæki sem njóta niður- greidds orkuverðs þau einu á Vestur- löndum sem eigi ekki við verulega rekstrarerfíðleika að etja um þessar mundir. Patten landslj óii boð- ar lýðræðisumbætur Hong Kong. Reuter. CHRIS Patten, landstjóri Bretlands í Hong Kong, flutti sína fyrstu stefnuræðu í fyrradag. Þar boðaði hann aukið lýðræði og meiri fram- lög til velferðarmála. Kínversk stjórnvöld, sem taka við nýlendunni árið 1997, gagnrýndu Patten harkalega fyrir að boða slíkar breyting- ar án samráðs við þau. Úr röðum breskra stjórnmálamanna og heima- manna heyrðust hins vegar þær raddir í gær að Patten hefði ekki gengið nógu langt. Patten tók við landstjóraembætt- inu í júlí síðastliðnum. Síðan hefur hann getið sér orð fyrir að tala tæpit- ungulaust við Kínveija en þeir fylgj- ast eins og vonlegt er mjög grannt með öllum gerðum landstjórans og þróun mála í nýlendunni. Undanfar- in ár hafa Bretar og Kínveijar sam- ið sín á milli fyrir luktum dyrum um framtíð Hong Kong. Ræða Pattens í fyrradag var brot á þeirri hefð. Hann mun ekki kynna Kínveijum tillögur sínar fyrr en í lok mánaðar- ins. „Eins og öllum er kunnugt eru því takmörk sett hversu hratt er hægt að auka lýðræði í Hong Kong,“ sagði Patten i ræðu sinni. „En þótt um hömlur sé að ræða þá er ekki loku fyrir það skotið að hægt sé að auka lýðræði." Núna eru 18 af 60 þingmönnum Hong Kong kosnir beint. Kínveijar hafa fallist á að bæta við tveimur þjóðkjömum í kosningunum árið 1995 en þeir hafa verið mjög tregir til að ganga lengra. Patten boðaði í ræðu sinni að í kosn- ingum myndi almenningur hafa meiri eða minni áhrif á kosningu 39 þingmanna af 60. Patten gaf skýrt til kynna að þótt hann myndi hlýða á viðbrögð Kínveija þá myndi hann ekki breyta tillögum sínum. Það yrði þing Hong Kong sem myndi eiga lokaorðið. Kínveijar gætu þá breytt þessari skipan eftir flmm ár ef þeim líkaði hún ekki. Patten boðaði einnig stóraukin framlög til umhverfisverndar, menntunar og löggæslu. Þykir víst að það muni fara fyrir brjóstið á Kínveijum en þeir hafa lagt á það áherslu að ekki verði gengið á sjóði Hong Kong fyrir afhendinguna 1997. Patten sá sér hins vegar ekki fært að leggja til að fulltrúar stjórn- málaflokka í Hong Kong tækju sæti í ríkisstjórn landsins. Talsmenn lýð- ræðissinnaðra flokka mótmæltu þessu í gær. Viðbrögð talsmanns kínversku Xinhua-fréttastofunnar í Hong Kong, sem er nokkurs konar sendi- ráð Kína í nýlendunni, voru harka- leg: „[Tillögumar] em óábyrgar og óskynsamlegar. Kínveijar munu ekki bera neina ábyrgð á þeim deil- um sem kunna að rísa,“ sagði hann. Allan Rogers, talsmaður breska Verkamannaflokksins í utanríkis- málum, sagði í gær að hann hefði vonast eftir mun róttækari tillögum frá Patten. Paddy Ashdown, leiðtogi Fijálslyndra demókrata, fagnaði til- lögunum almennt en sagði það þó vonbrigði að Patten hefði ekki lagt til að lýðræðislega kjörnir fulltrúar tækju sæti í ríkisstjórninni. Tilbod t spariskírteini ríkissjóðs Fyrsta tilbob í spariskírteini ríkissjóbs verbur mibviku- daginn 14. október Næstkomandi miövikudag fer fram fyrsta tilboð í spariskírteini ríkissjóðs. Um er að ræða hefðbundin verðtryggð spariskírteini í eftirfarandi flokkum: Flokkur Lánstími Gjalddagi l.fl.D 1992 5 ár 1. febrúar 1997 l.fl.D 1992 10 ár 1. apríl 2002 Þessir flokkar eru skráðir á Verðbréfaþingi íslands / og er Seðlabanki Islands viðskiptavaki þeirra. Spariskírteinin verða seld með tilboðsfyrirkomu- lagi. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa- miðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboð í spariskírteinin samkvæmt tilteknu tilboðsverði. Lágmarkstilboð er kr. 5.000.000 að nafnverði. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í spariskír- teinin eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Öll tilboð í spariskírteinin þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14, miðvikudaginn 14. október. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins / Þjónustumiðstöb ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40. LANASYSLA RIKISINS ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.