Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.10.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1992 7 Lögtaki þinglýst á eign óviðkomandi húseiganda EIGANDI fasteignar í Reykjavík vaknaði upp við vondan draum fyrir skömmu þegar hann ætlaði að þinglýsa láni á hús sitt sem hann hélt að væri veðbandalaust. í ljós kom að lögtak hafði verið tekið í eign- inni vegna skuldar skráðs eiganda fyrir níu árum að upphæð rúmlega 1,1 mil^jón króna og hafði verið þinglýst að kröfu Innheimtustofnunar sveitarfélaga án vitundar núverandi eiganda. Lögtakið fór fram í maí í fyrra og hefur verið á eigninni síðan. Því var þinglýst með athuga- semd um að gerðarþola brysti þinglýsta eignarheimild. Mistökin hafa verið leiðrétt nú og lögtakinu aflýst. Þórir Hallgrímsson, fulltrúi sýslu- mannsins í Reykjavik, sagði að lög- menn og opinberar stofnanir styðjist iðulega við skrá Fasteignamats rík- isins við innheimtustörf, því oftast haldist í hendur að greiðendur fast- eignagjalda séu einnig þinglýstir eig- endur. Hins vegar sé þetta ekki ein- hlítt, því greiðendur fasteignagjalda geti verið aðrir en þinglýstir eigend- ur. Samkvæmt þinglýsingarlögum séu það skilyrði þinglýsingar að út- gefandi skjals sé þinglýstur eigandi, en á því séu þó undantekningar er varði aðfarargerðir og kyrrsetningar. Samkvæmt 2. mgr. 24. gr. laganna sé heimilt að þinglýsa þeim þó gerð- arþola skorti þinglýsta heimild til eignarinnar. Svo dæmi séu nefnd sé heldur ekkert því til fyrirstöðu að sá sem aðfarargerðin beinist að bendi á fasteign til fjárnáms, sem hann sé ekki enn þinglýstur eigandi að, af Fundað í ál- versdeilunni FUNDUR var í kjaradeilu starfs- manna og stjórnenda í álverinu í Straumsvík hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun og hefur nýr fundur verið boðaður á mánudaginn kem- ur, 12. október. Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands, og Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verka- mannasambands íslands, voru á fundinum í gær, auk samningsaðila, en Vinnuveitendasamband Islands fer með samningsumboð fyrir hönd álversins í Straumsvík. Rúmt ár er síðan kjarasamningamir í álverinu gengu úr gildi og framkvæmdastjórn VSI felldi miðlunartillögu ríkissátta- semjara vegna álversins í vor er leið. ♦ ♦ -»------------- Innbrotum hefur fjölg- að um tæp- lega 300 frá fyrra ári MIKIL aukning hefur orðið á inn- brotum á fyrstu níu mánuðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Nemur fjölgunin tæplega 300 innbrotum. Fyrstu níu mánuði síðasta árs voru innbrotin samtals 777 en í ár eru þau orðin 1.048 talsins. Lætur nærri að þetta séu 4 innbrot á sólárhring að jafnaði. Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn segir að á sama tíma og innbrotum og þjófnuðum Ijölgi sé fækkun í öðmm málaflokk- um, þar með töldum umferðaróhöpp- um, á milli áranna 1991 og 1992. Þjófnaðir voru 742 fyrstu níu mán- uði ársins en 630 á sama tíma í fyrra. Líkamsmeiðingum fækkaði úr 376 í 366, eignaspjöllum fækkaði úr 609 í 528 og reiðhjólaþjófnuðum fækkaði úr 346 og niður í 307. Að sögn Ómars Smára varð veru- leg fækkun á innbrotum á milli ár- anna 1990 og 1991 en þessa fjölgun nú má að miklu leyti rekja til fjölgun- ar á innbrotum í bifreiðar. Oftast eru þjófamir á höttunum eftir radarvör- um, hljómtækjum og lauslegum verð- mætum sem skilin hafa verið eftir óvarin í bílunum. Ómar Smári segir að af þessum sökum sé brýnt að fólk gangi tryggilega frá bílum sín- um er það yfírgefur þá, læsi þeim og gangi úr skugga um að laus verð- mæti séu ekki til staðar í bílnum. einhveijum ástæðum. Þórir sagði að lagarökin að baki þessari grein sé þau að maður geti vanrækt að þinglýsa eign sem hann hafi þó sannanlega gert kaupsamn- ing um. Þá sé mjög erfitt fyrir kröfu- hafa að geta ekki gert fjámám í eign- inni. Því sé þessari leið haldið opinni af löggjafanum. Þórir sagði að þegar svona mistök væru gerð væru þau undantekningalaust leiðrétt strax og þau kæmu í ljós. Hjá Innheimtustofnun sveitarfé- laga fengust þær upplýsingar að þetta hefðu verið mistök. Þegar fjárnám eða löggtök væru gerð væri kannað í fastgeignaskrá hvaða eign- ir viðkomandi ætti. Fyrir kæmi að þessar upplýsingar í fasteignaskrá væru ekki réttar og oft væri þá gerð athugasemd og þá kæmi í ljós að um mistök hefði verið að ræða. Það hefði ekki verið gert í þessu tilviki og lögtakinu þinglýst með athuga- semd um skort á eignarheimild. Stuðst væri við fasteignaskrána vegna þess að mikil fyrirhöfn væri að fletta upp í veðmálabókum og Innheimtustofnunin annaðist inn- heimtu út um allt land. Strax og komið hefði í ljós að um mistök hefði verið að ræða hefðu verið gerðar ráðstafanir til þess að leiðrétta þau og aflýsa lögtakinu. SVFI Esther Guð- mundsdóttir ráðin fram- kvæmdastjóri ESTHER Gúðmundsdóttir hef- ur verið ráðin framkvæmda- sljóri Slysavarnafélags Islands og tekur hún við starfinu 18. þessa mánaðar. Esther er þjóðfélagsfræðingur að mennt og með próf í rekstrar- og viðskiptagreinum frá endur- menntunardeild HÍ frá árinu 1991. Hún var fræðslu- og upplýs- ingafulltrúi VSÍ um tveggja ára skeið og markaðsstjóri SPRON í tæp 5 ár. Hún hefur starfað að félagsmálum fyrir Jafnréttisráð og Kvenréttindafélag íslands. Esther er gift Björgvini Jóns- syni, tannlækni, og eru þau búsett í Reykjavík. YIMIIM á TOS rennibekkju Föstudaginn 9 okt. og laugardaginn 10 okt. frá kl. 9-18 ístækni hefur nú fengið umboð fyrirTOS járniðnaðarvélar þ.m.t. renriibekki, fræsivélar og borvélar ásamt fleiri gerðum véla. Við sýnum þessa daga rennibekk af gerðinni T0S SN 40 C og mun erlendur sérfræðingur veita ráðgjöf á staðnum. I i Nethyl 2 Ártúnsholti S: 689100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.