Morgunblaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992 27 Sýslumaðurinn í Kópavogi í umræðum á dómsmálaþingi um seinagang í meðferð sakamála_ Réttarkerfið efli innra eftirlit með meðferð mála SÁ tími sem það hefur tekið að meðaltali að afgreiða refsimál frá því að kæra var lögð fram og þar til dómur Hæstaréttar lá fyrir hefur að meðaltali verið um það bil 2 ár og fjórir mánuðir samkvæmt lauslegri könnun sem Þorleifur Pálsson, sýslumaður í Kópavogi, gerði á refsimál- um sem Hæstiréttur dæmdi í á árunum 1987 og 1990. Þorleifur ræddi mál þetta á dómsmálaþingi í gær. Hann sagði að Hæstiréttur virtist spar á aðfinnslur vegna óþarfa dráttar sem yrðu á meðferð mála á rannsókn- arstigi eða fyrir dómstólum, jafnvel þótt mál fymist vegna aðgerðaleys- is. Þótt skýra megi táfir á nokkrum málanna með skírskotun til mikils umfangs þeirra sé ekki einsdæmi að meðferð smámála dragist úr hömlu. í erindinu hvatti Þorleifur til þess að stofnanir réttarkerfisins efldu innra eftirlit með meðferð mála. Með þeim breytingum sem gerðar voru 1. júli sl. á réttarskipan hérlendis hafi verið lögfestar ýmsar regl- ur sem geri mögulegt að hraða meðferð sakamála í gegnum réttargæslu- kerfið og ætti þeirrar breytingar að geta orðið vart á næstu misserum. orðið meðal 25 ára og eldri en hins vegar hefði kannabisneytendum ekki fækkað meðal 15 til 20 ára ungl- inga. „Það virðist vera auðveldara fyrir yngstu einstaklingana að ná í vímuefni, sem gæti bent til þess að það sé ekki góður markaður fyrir þau meðal fólks sem komið er yfir 25 ára aldur,“ sagði Þórarinn. í máli hans kom einnig fram að athugun á neyslu amfetamíns meðal sjúklinga á Vogi leiddi í ljós að um 50 tilfelli greindust á hveiju ári eða um 8% allra sem þangað kæmu til meðferðar. Hér hefur einnig heldur dregið úr neyslunni á síðustu árum skv. þessum upplýsingum nema í hópi yngstu neytendanna. Þórarinn sagði ennfremur að upp- lýsingar bentu til að þótt unglingar kæmust fyrr í aðstöðu til að nota ólögleg vímuefni þá yrði ekki séð að þau byrjuðu neysluna fyrr en ung- lingar hefðu gert fyrir tíu árum síð- an. leggjast á fólkið í landinu á einn eða annan hátt, ef allt þetta fé er tapað. Það virðist ekki líklegt, að stjórn- völd treysti sér til að senda fólkinu í landinu þvílíkan reikning, eins og fjárhag heimila og fyrirtækja er hátt- að um þessar mundir. Hitt virðist líklegra, að stjórnvöld eygi enga aðra leið út úr vandanum en að varpa byrðinni á axlir unga fólksins með því að taka lán í útlöndum eina ferð- ina enn. Á skuldabyrðina er samt ekki bætandi, því að þegar á næsta ári munum við greiða næstum þriðju hveija krónu af útflutningstekjum okkar í vexti og afborganir af erlend- um lánum. Það er of mikið, eins og allt er í pottinn búið. Við eigum það á hættu að missa bezta fólkið burt úr landi, ef stjórnmálamennirnir halda áfram að senda unga fólkinu fjallháa reikninga vegna vangoldinna skulda. DI. Skuldabyrðin hefur tvöfaldazt - Stjórnvöld landsins munu því inn- an tíðar standa frammi fyrir nauðsyn þess að létta skuldabyrði þjóðarinnar verulega með þvi að efla útflutning með öllum tiltækum ráðum. Eina leiðin að þessu marki er að tryggja útflutningsatvinnuvegum hagstæð- ari afkomuskilyrði en þeir búa við nú. Þetta útheimtir meðal annars hagfelldari gengisskráningu krón- unnar af sjónarhóli fyrirtækjanna. Skuldabyrðin á því að miklum líkind- um eftir að þyngjast verulega, áður en hún getur byijað að léttast. Það stafar af því, að gengisfall krónunn- ar rýrir andvirði innlendrar fram- leiðslu í einu vetfangi, en eykur út- flutning hins vegar smám saman. Rannsókn fíkniefna- mála til RLR Hallvarður Einvarðsson ríkissak- sóknari kvaddi sér hljóðs á þinginu og fyallaði nokkuð um stöðu fíkni- efnamála á rannsóknarstigi. Kom fram í máli hans að rétt væri og eðlilegt að rannsókn fíkniefnamála færðist til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins þar sem slík brot tengdust yfír- leitt öðrum alvarlegum brotum. Því væri rétt að yfirstjórn rannsókna alvarlegra fíkniefnamála væri á einni hendi. Við stofnun RLR hefði það verið vilji löggjafans að hún færi einnig með rannsóknir fíkniefna- mála. „Ég hallast eindregið að því að rannsókn hinna alvarlegustu fíkni- efnabrota, stórfellds innflutnings og dreifingar eigi að vera á sömu hendi, hjá þeim sem fara með rannsókn annarra alvarlegra hegningarlaga- brota,“ sagði Hallvarður. Einmitt þetta gerðist í mörgum Suður-Ameríkulöndum á síðasta ára- tug. Þessi lönd urðu að draga úr erlendum skuldum með því að efla útflutning og minnka innflutning með ströngu aðhaldi heima fyrir og með hagstæðari gengisskráningu handa útflutningsfyrirtækjum. Við þetta þyngdist skuldabyrðin til muna framan af. í Suður-Ameríku í heild tvöfaldaðist hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu úr 23% 1973 í 47% 1983, áður en það lækkaði aft- ur niður í 37% 1989. Fólkið í þessum löndum hefur búið við miklar þreng- ingar af þessum völdum undanfarin ár. Sums staðar sér það ekki enn til lands eftir tíu ára skuldabasl. Vaxta- greiðslur og afborganir margra þess- ara þjóða hafa lagzt þyngra á efna- hag þeirra en skaðabótagreiðslur Þjóðveija til bandamanna eftir heimsstyijöldina fyrri lögðust á efna- hagslíf Þýzkalands þá með hörmu- legum afleiðingum. Við íslendingar eigum það á hættu að lenda í sams konar vítahring á næstu árum — ekki vegna þess fyrst og fremst að við tókum lán, heldur vegna þess að við fórum illa með lánsféð. Skuldabyrði okkar hefur tvöfaldazt síðan 1980. Það ár greidd- um við 14% af útflutningstekjum okkar í vexti og afborganir af erlend- um skuldum, en á næsta ári verður hlutfallið komið upp í 30% sam- kvæmt upplýsingum Seðlabankans. IV. Hvað er framundau? Stjómvöldum hefur verið ósýnt um hagstjóm hér heima á liðnum árum. Fyrst hleyptu þau verðbólg- unni upp úr öllu valdi og brenndu mikinn hluta sparifjár þjóðarinnar á Könnun sú sem Þorleifur Pálsson gerði náði til 50 refsimála sem af- greidd vom frá Hæstarétti 1987 og 70 mála sem afgreidd vom 1990. I máli hans og Olafar Pétursdóttur, dómstjóra héraðsdóms Reykjaness, sem fyallaði um meðferðartíma einka- mála fyrir héraðsdómi, kom fram að hjá Hagstofu íslands væm aðeins tiltækar upplýsingar um fjölda mála sem fengju meðferð hjá dómstólum, ekki þann tíma sem meðferðin tæki. Að sögn Ólafar Pétursdóttir er skýr- ingin sú að skýrslum um þau efni hefur ekki verið skilað til Hagstofu undanfarin ár. Fyrra árið sem könnun Þorleifs á dómasafni Hæstaréttar náði til tók að meðaltali 2 ár, fjóra mánuði og 4 daga að afgreiða opinbert mál frá því að kæra var lögð fram hjá lög- reglu og uns Hæstiréttur hafði fellt dóm en síðara árið liðu að meðaltali 2 ár, 3 mánuðir og 25 dagar frá kæru til endanlegrar niðurstöðu. Árið 1987 liðu að meðaltali 11 mánuðir og þrír dagar frá því að mál var kært til lögreglu þar til ákæra var gefín út hjá embætti ríkis- saksóknara en árið 1990 liðu að meðaltali tæpir 9 mánuðir frá upp- Þorvaldur Gylfason björtu báli með því móti, meðan þeir, sem áttu greiðan aðgang að bönkum og sjóðum, mökuðu krókinn. Nú hef- ur að vísu tekizt að draga úr verð- bólgunni í bili að minnsta kosti með auknu aðhaldi á ýmsum sviðum, einkum með því að halda laununum niðri og vöxtum uppi, en það hefur ásamt ýmsu öðru, þar á meðal offjár- festingu og ofveiði, kostað langvinn- asta samdrátt í efnahagslífi þjóðar- innar á öldinni. Atvinnuleysi eykst nú hröðum skrefum þrátt fyrir lág laun. Margir íslenzkir launþegar eru aðeins hálfdrættingar á við starfs- bræður sína annars staðar á Norður- löndum. Lífskjörum þjóðarinnar hefur ver- ið haldið uppi með því að ganga á eignir og safna skuldum undanfarin ár. Fiskstofnamir umhverfis landið hafa verið skertir um þriðjung eða jafnvel helming með ofveiði. Erlend- ar skuldir hafa hrannazt upp án sam- hafi rannsóknar til ákæru. Frá út- gáfu ákæru liðu árið 1987 að meðal- tali 7 mánuðir og 9 dagar þar til dómur undirréttar lá fyrir en árið 1990 hafði sá timi lengst um 50 daga og var tæpir 9 mánuðir að meðaltali. Frá dómi undirréttar þar til máli var áfrýjað til Hæstaréttar liðu að meðaltali 2 mánuðir og 13 dagar fyrra árið en 2 mánuðir og 11 dagar seinna árið og í Hæstarétti liðu að jafnaði 7 mánuðir og 9 dagar frá áfrýjun til dóms árið 1987 en 7 mán- uðir og 17 dagar árið 1990. Þorleifur Pálsson setti fyrirvara um alhæfingar út frá fyrrgreindum upplýsingum og sagði málin misum- fangsmikil en oft hefði verið um rétt- nefnd smámál að ræða. Hann sagði að Hæstiréttur hefði þessi ár verið spar á aðfinnslur, jafnvel þótt mál hefðu fyrnst vegna aðgerðarleysis. Hann kvaðst telja afsakanlegt að mál væru rúma 7 mánuði til meðferð- ar í Hæstarétti með tilliti til álags á dóminn, en fram kom í erindi Ólafar Pétursdóttur að árið 1990 hefði þorri einkamála sem fjallað var um í Hæstarétti beðið lengur en í 18 mán- uði frá áfrýjun til dóms. Þorleifur svarandi eignamyndunar til mótvæg- is, en mannauður og orka þjóðarinn- ar hafa að vísu vaxið á móti með batnandi menntun og beizlun orku- lindanna. Fólkið í landinu hefur ekki búið við eðlilegt efnahagsástand í aldarfjórðung. Ungt fólk veit varla, hvað það er. Stjórnmálafokkamir og forystu- menn þeirra bera þunga ábyrgð á því ástandi, sem nú ríkir í þjóðfélag- inu, ásamt ýmsum forvígismönnum hagsmunasamtaka, sem flokkarnir eiga náið samneyti við. Þeir hafa skipzt á að stjórna landinu á liðnum árum með þeim árangri, sem blasir nú við öllum þorra almennings. Þeir hafa tekið rangar ákvarðanir, sem rýra lífskjör fólksins í landinu langt fram í tímann. Þeir hafa skellt skolla- eyrum við aðvörunum þeirra, sem hafa mælt með minni sókn á miðin og meiri varúð í erlendum lántökum og innlendri íjárfestingu. Og þeir sýna ennþá engin umtalsverð merki þess, að þeir ætli að bæta ráð sitt. Þvert á móti virðast þeir nú stefna að nýrri „þjóðarsátt“ um óbreytt ástand að miklu leyti. Ég hef sagt það oft á liðnum árum og segi það enn, að það er ekki vinn- andi vegur að koma efnahag þjóðar- innar í eðlilegt horf til frambúðar nema með því að: * Skipta um stefnu í landbúnaðar- málum með því að auka samkeppni á búvörumarkaði innan lands og er- lendis frá til að knýja matarkostnað heimilanna niður á við og bæta kjör þeirra með því móti, því að það er ekki nóg að draga úr ríkisútgjöldum til landbúnaðar, eins og nú er verið að reyna að gera smátt og smátt, ef matarverði hér heima er haldið langt yfir heimsmarkaðsverði með innflutningshöftum eftir sem áður; og * skipta um stefnu í sjávarútvegs- málum með því að taka upp veiði- gjald fyrir afnot útgerðarinnar af fískimiðunum í stað ókeypis skömmt- Pálsson kvaðst hins vegar ekki telja •viðunandi að rannsókn tæki 9-11 mánuði eða að meðferð fyrir héraðs- dómi tæki 7-9 mánuði og kvað hann í því sambandi eðlilegt að hafðar væru í huga skuldbindingar íslenska ríkisins samkvæmt Mannréttinda- sáttmála Evrópu. Hann rakti að það skipti þann sem hafður væri fyrir miklu máli að málsúrslit lægju sem fyrst fyrir. Hraði mætti ekki verða á kostnað vandaðrar úrlausnar, enda væri fyrir öllu að rétt niðurstaða fengist en æskilegt væri að mál væru afgreidd á sem skemmstum tíma í dómskerfinu og ekki síður á rann- sóknarstigi. í máli Þorleifs Pálssonar sýslu- manns kom fram að fyrrgreind ár finndust dæmi um allt að fjögurra ára drátt á meðferð máls frá útgáfu ákæru til dóms undirréttar en hann sagði hættú á að almenningur drægi of almennar ályktanir af frétta- umfjöllun um mikinn drátt á meðferð einstakra mála. Þorleifur rakti þær breytingar sem gerðar voru á lögum um meðferð opinberra mála 1. júlí síðastliðinn og með hvaða hætti hver og ein þeirra væri líkleg til að auðvelda það að hraða meðferð opinberra mála fyrir dómi en sagði í lok máls síns að auk lagasetningar, fjárveitinga og að- stöðu þyrfti ef til vill hugarfarsbreyt- ingu innan réttarkerfísins ef ná ætti verulegum árangri í að hraða með- ferð dómsmála. Hann kvaðst telja að lögreglustjór- ar, ákæruvald, dómstólar og ráðu- neyti ættu að setja sér sameiginleg markmið um aukna skilvirkni í þess- um efnum og ætti hver stofnun að auka innra eftirlit og ráðuneyti og ákæruvald að annast eftirlit í þessum efnum. unar á kvótum og nýta gjaldið til að koma íjármálum ríkisins í betra horf og færa til að mynda virðisauka- skatt, vexti og gengi niður á við með því móti til hagsbóta fyrir atvinnulíf- ið, enda hefur það sýnt sig, að núver- andi kvótakerfi dregur ekki nóg úr sókn á miðin. Svo lengi sem stjómvöld og hags- munasamtök halda núverandi hafta-' og skömmtunarstéfnu í landbúnað- ar- og sjávarútvegsmálum til streitu, mun ógegndin í efnahagsmálum þjóðarinnar halda áfram. Því lengur sem það dregast að hrinda nauðsyn- legum skipulagsumbótum í fram- kvæmd, þeim mun dýrari verða skuldaskilin á endanum. Með þessu er ég þó alls ekki að gefa það í skyn, að innflutningur landbúnaðarafurða og innheimta veiðigjalds séu allra meina bót. Nei, það þarf að gera margt fleira, meðal annars að: * skera upp í stað þess að skera niður í búskap ríks og byggða til að tryggja betri nýtingu almannafjár með ýmiss konar hagræðingu; - * taka fyrir afskipti stjórnmála- flokkanna af bönkum og sjóðum til að tryggja betri nýtingu lánsfjár; og * staðfesta samninginn um Evr- ópskt efnahagssvæði til áð tryggja mikilvæga viðskiptahagsmuni þjóð- arinnar í Evrópu, eins og ríkisstjórn- in hefur einsett sér. Allt þetta þarf að gera til að búa í haginn fyrir framtíðina. Sumt af þessu getur óneitanlega kostað nokkur óþægindi, meðan á því stend- ur. Vitaskuld hefði það verið miklu auðveldara að ráðast í nauðsynlegar skipulagsumbætur í atvinnulífinu, þegar atvinna var næg um allt land. Stjórnvöld eru búin að missa það tækifæri. Þau mega helzt ekki missa meiri tíma. Það má ekki fara fyrir okkur eins og Færeyingum. Höfundur er prófessor víð Háskéia íslands. & gerzt hér?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.