Morgunblaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992
Ulf Sundquist, leiðtogi finnskra jafnaöarmanna, um vanda bankanna
Sagan mun dæma stjórnmála-
mennina o g seðlabankann hart
Jafnaðarmenn í Finnlandi unnu óvæntan sigur í bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningum fyrir skömmu. Líkurnar á því að jafnaðarmenn
taki óbeinu boði samsteypustjórnar borgaraflokkanna undir forsæti
Eskos Ahos um stjórnarsamstarf eru taldar hafa aukist mjög. Stjórn-
arflokkunum hélst reyndar betur á fylgi sínu en margir höfðu búist
við og sögðu sumir stjórnmálaskýrendur að almenningur væri far-
inn að skilja að harkalegar ráðstafanir í efnahagsmálum væru óhjá-
kvæmilegar. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Ulf Sundquist, leið-
toga jafnaðarmanna, að máli í Helsinki og spurði fyrst hvort hægt
væri að benda á aðrar og þægilegri lausnir á efnahagsvandanum
en aðhald og harkalegan sparnað í ríkisrekstrinum sem stjórnin
boðar.
„Við bjóðum kjósendum nokkuð
sem við feljum vera raunsæja og
ígrundaða heildarstefnu í lands:
málum,“ svaraði Sundquist. „í
fyrsta lagi, að fjárlög verði látin
ná yfir þijú ár, í öðru lagi að samn-
ingar um kaup og kjör verði gerðir
til tveggja eða jafnvel þriggja ára
og loks að teknar verði strax
ákvarðanir varðandi fjárlög og nið-
urskurð útgjalda, skuldastaða rík-
isins er farin að verða ískyggileg.
Jafnframt þessu teljum við að verði
áfram fylgt þeirri stefnu að skera
niður útgjöld og herða almennt
tökin án þess að grípa til annarra
ráðstafana samtímis muni það að-
eins hafa í för með sér enn verri
skuldastöðu. Við þurfum markviss
afskipti af hálfu ríkisvaldsins á
sviði fjárfestinga, til að vinna gegn
atvinnuleysinu, en einnig þarf að
móta stefnu þar sem horft er fram
til betri tíma, reynt að stýra þróun-
inni í átt til aukins hagvaxtar, strax
og það verður kleift.
Þetta sögðum við þegar óróleik-
inn á aiþjóðagjaldeyrismörkuðum
olli gengisfalli á fínnska markinu.
Stjórnin svaraði með því að kalla
þetta gamlan og hefðbundinn Key-
nes-isma, sagði að Finnar hefðu
ekki ráð á eyðslustefnu. Stjórnin
lagði síðan fram fyrstu fjárlagatil-
lögur sínar í júní, í ágúst komu
nýjar spamaðartillögur og fyrir
nokkram dögum komu svo enn
aðrar spamaðartillögur. Þannig
sögðum við að þetta myndi fara.
Astandið er nú þannig að annars
vegar höfum við þá staðreynd að
trúverðugleiki stjórnarinnar er að
fara forgörðum, hins vegar að nið-
urskurðurinn veldur því að grand-
völlurinn fyrir skatttekjur ríkisins
verður æ lélegri, kaupmáttur
minnkar, atvinnuleysið vex. Þetta
verður vítahringur þar sem ríkið
svarar minnkandi tekjum með frek-
ari niðurskurði á útgjöldum. Svona
er þetta búið að vera í fjóra mán-
uði. Okkur tókst ekki að ná neinu
samband við ríkisstjómína, þeir
vildu ekki ræða samstarf.
Ríkið grípi inn
Tveim vikum fyrir kosningamar
vöknuðu þeir og vildu ræða málin
en nú sögðum við nei. Svíar vora
þá nýbúnir að ná sögulegu sam-
komulagi og ég var húðskammaður
fyrir ábyrgðarleysi, fyrir að vilja
ekki gera slíkt hið sama, mér var
bent á að taka Ingvar Carlsson
mér til fyrirmyndar. Menn gleymdu
því að aðstöðumunurinn var mikill.
I Svíþjóð varð stjómin að semja
við stjórnarandstöðuna, hún hafði
ekki meirihluta. Hér hefur sam-
steypustjómin meirihluta. Stjóm
Ahos ákvað að sýna rétt fyrir kosn-
ingamar að hún væri þrátt fyrir
allt röggsöm, að hún hefði ríka
ábyrgðartilfinningu og þess vegna
varpaði hún fram þessum tillögum
sínum og samstarfstilboðum. Þetta
bar ekki árangur hjá þeim í sveitar-
stjórnarkosningunum. En kosning-
amar vora gagnlegar.
I kosningabaráttunni kom nefni-
lega skýrt í ljós hvaða kostir standa
kjósendum til boða. Okkar stefna
eða stefna stjómarinnar sem er sú
að láta atvinnuleysið bara hafa sinn
gang og skapa þannig enn verri
vanda. Eg tel að við verðum að fá
auknar fjárfestingar og við verðum
að koma vöxtunum niður til að
hleypa lífí í atvinnureksturinn, og
við verðum að efla menntun til að
standa klárir að breyttum aðstæð-
um í framtíðinni. Það er svo sann-
arlega til önnur leið en nú er þrædd
og mér finnst kosningaúrslitin gefa
til kynna að kjósendur séu á sama
máli. En meðan þessi stjóm hefur
Setið höfum við því miður eytt allt
of miklum tíma til einskis. Við
höfum einnig glatað trausti erlend-
is og við þurfum að endurheimta
þetta traust, fyrst með breytingum
á fjárlagatillögum stjórnarinnar".
- Stefna jafnaðarmenn þrátt
fyrir allt að stjórnarþátttöku?
„Spumingin er ekki á dagskrá
núna, fyrst verður að leggja fram
endanlegt fjárlagaframvarp og
ræða það á þingi. Annað sem þarf
að ljúka eru samningar um kaup
og kjör. Allt bendir til þess að fjár-
Iögin verði aðeins látin gilda í eitt
ár og hið sama verði uppi á teningn-
um í kjarasamningunum. En þegar
þessu tvennu er lokið verðum við
að hefja mjög víðtækar og gagn-
gerar viðræður um lausn er bygg-
ist á þátttöku margra flokka. Eg
er ekki að tala um uppstokkun á
ríkisstjórninni heldur lausn á breið-
um grundvelli. Verði hins vegar
nauðsynlegt að við tökum þátt í
stjómarsamstarfinu til að ná þessu
markmiði stendur ekki á okkur og
það sögðum við í kosningabarátt-
unni. En við föram ekki inn til
þess eins að styrkja stjórnina því
að við krefjumst breyttrar stefnu.
Við förum eingöngu í stjórn ef
hún heitir að framfylgja kraftmeiri
stefnu en nú er reyndin. Það er
að vísu rétt að fínnsk fyrirtæki
hafa stórbætt samkeppnisaðstöðu
sína á erlendum mörkuðum undan-
fama mánuði en það er ekki þróun
sem stjórnin getur þakkað sér. Það
eina sem hún hefur gert er að
hætta að halda gengi marksins
hærra en nokkur grundvöllur var
fyrir“.
Loforð og efndir
- Finnst ykkur jafnaðar-
mönnum að stjómvöld eigi að
ákveða vexti með handafli?
„Slíkra aðgerða má eingöngu
grípa til ef áður er búið að marka
trúverðuga stefnu til langs tíma í
efnahagsmálunum. Þær verða þá
eðlilegt framhald slíkra aðgerða".
— Jafnaðarmenn segjast hafa
betri lausnir en borgaraflokkamir.
Ertu ekkert smeykur um að þið
séuð að lofa almenningi meira en
þið getið staðið við, stundið yfírboð
og getið því valdið sáram vonbrigð-
um ef illa tekst til?
„Þetta er að sjálfsögðu alltaf
nokkur hætta. En ég vil fullyrða
að við höfum verið afskaplega
raunsæir í stjómarandstöðu, mér
fínnst að við höfum alls ekki fallið
í þá gryfju að nota lýðskram til
að ná í fylgi. Flokkssystkin mín
hafa fremur gagnrýnt mig fyrir að
vera of varkár. Það segir sig sjálft
að við verðum að gæta okkar afar
vel í þessum efnum, stefnan verður
að vera nothæf jafnt í stjórn sem
stjórnarandstöðu.
Þegar ég segi að hægt sé að
fara aðra leið bendi ég gjaman á
Svíþjóð, samkomulagið þar. Þar er
reynt að koma á stöðugleika, mikl-
um spamaði á vissum sviðum til
að vinna bug á fjárlagahallanum,
lögð áhersla á auknar fjárfestingar
Þinghúsið í Helsinki er ein þekktasta bygging borgarinnar. Finnar
eru víðfrægir fyrir afrek í byggingarlist.
Morgunblaðið/Kristján Jónsson
Ulf Sundquist, leiðtogi finnska
Jafnaðarmannaflokksins.
og jafnvægi í vaxtamálum. Einnig
leggja þeir áherslu á að treysta
grundvöll framtíðarinnar, menntun
og slík mál. Það er engin spuming
að það er í þessa átt sem Finnar
verða að stefna. Það eru ýmis já-
kvæð teikn á lofti hjá okkur, út-
flutningsfyrirtækin sækja fram
vegna gengisfellingarinnar en það
sem við þurfum að leysa era ýmis
innri vandamál, meðal annars fjár-
lagahalli sem verður enn erfíðari
vegna þess að vandi sumra einka-
fyrirtækja verður nú hluti af vanda
ríkisins og þar á ég við bankana".
- Hve illa standa bankarnir,
verða þeir þjóðnýttir?
„Gjaldeyris- og vaxtaóróleikinn
á þessu ári hafa aukið vanda bank-
anna mjög og hann er illviðráðan-
legur. Bankakerfi landsins má að
sjálfsögðu ekki hrynja, því verður
að bjarga. í fyrstu verður að grípa
til ýmissa stuðningsráðstafana af
hálfu ríkisvaldsins. En jafnframt
verður að vera heilsteypt og mark-
viss stefna að baki, það má ekki
bara koma í veg fyrir gjaldþrot
heldur sjá til þess að bankarnir
styrkist til langframa".
Bruðl en hver á sökina?
- Nú er oft talað um bruðl-
stefnu á níunda áratugnum sem
sé að koma í bakið á stjórnendum
lánastofnana, þeir hafi gleymt allri
varkárni í útlánum. Hver er orsök-
in, er einhver einn sökudólgur í
augsýn?
„Orsakirnar era auðvitað marg-
ar en ein er þó öllum ljós. Það var
aukið mjög frelsi i sambandi við
rekstur lánastofnana án þess að
jafnframt væru settar nægilega
strangar reglur um peningamagn
í umferð og lausafjárstöðu bank-
anna.
Það eru ýmsar þversagnir í þessu
máli en hér, í Svíþjóð, Noregi og
víðar var losað um hömlur í gjald-
eyrismálum. Útflutningsfyrirtækin
gátu nú farið út á alþjóðlegan lána-
markað og þá losnaði um fjármagn
á innlendum markaði. Þetta gerðist
samtímis því sem uppsveifla var í
efnahagsmálunum, kaupmáttur
var mikill. Aðhaldið í útlánum varð
skyndilega miklu minna, allt of lít-
ið, og það var fjárfest miklu meira
en áður. Til að hamla þessu var
síðan gripið til þess að draga mjög
úr peningamagni í umferð, til að
beijast gegn verðbólgu var vöxtum
haldið háum og afleiðingin varð
samdráttur í eftirspurn.
Það hefur verið fylgt mjög ólíkri
stefnu varðandi frelsi í bankamál-
um á Vesturlöndum, eins og rakið
var í tímaritinu The Economist
nýlega. Annars vegar er aukið
fijálsræði í enskumælandi löndum
og á Norðurlöndunum. Hins vegar
er bent á Þýskaland og Sviss þar
sem reglur eru strangar og kröfur
um lausafjárstöðu einnig þröngar.
Við erum fórnarlömb innrætingar
monetarista, Thatcher-sinna og
annarra, stefnu sem stóðst ekki
dóm reynslunnar. Reyndar má ekki
gleyma að í Finnlandi stöndum við
frammi fyrir sérstökum vanda sem
er hran viðskiptanna við austurb-
lokkina, þegar mest var seldum við
þangað meira en fjórðung alls út-
flutningsins. Þarna var um að ræða
fjölda smáfyrirtækja sem vora
beint eða óbeint háð þessum við-
skiptum. Þetta vora tiltölulega ör-
ugg viðskipti sem ekki þurfti að
hafa mikið fyrir og þau veittu fjöl-
mörgum vinnu.
Það er ljóst, ef þú vilt endilega
að ég ræði um sökudólga, að stjórn-
ir bankanna gerðu afdrifarík mis-
tök, • hér í Finnlandi en einnig í
Svíþjóð, Noregi og nokkru áður í
Danmörku“.
- í upphafí níunda áratugar-
ins lentu bandarískir bankar og
reyndar stórbankar víðar á Vestur-
löndum í hremmingum vegna óhóf-
legra lánveitinga til ríkja í Róm-
önsku Ameríku sem gátu svo alls
ekki staðið í skilum. Lærðu menn
ekkert af þessari óvarkámi? Hvern-
ig fara bankarnir að því að öðlast
traust almennings á ný?
„Þetta er að sjálfsögðu mikilvæg
spurning. Fjöldi fólks spyr nú með
réttu, hveijum sé hægt að treysta.
Eg starfaði lengi í bankaheiminum
en reyndar Jjallaði ég lítið sem
ekkert um alþjóðlega lánastarfsemi
eða þær hættur sem þar leyndust,
allt þetta fjárhættuspil. Mitt starf
var fyrst og fremst á sviði lána til
bygginga- og húsnæðismála og
auðvitað tek ég á mig hluta af
ábyrgðinni á þeim mistökum sem
þar voru gerð. En þegar sagan
endanlega kveður upp sinn dóm tel
ég að hún muni fyrst og fremst
leita að orsökinni hjá þeim sem
mörkuðu stefnuna í fjármálum og
peningamálum, hjá ríkisstjórnum
og forystumönnum seðlabankans
og dæma þá hart.
Það er þegar búið að dæma
stjómendur bankanna seka, að
minnsta kosti í hugum almennings.
En þeir sem ég nefndi áður hafa
enn sloppið. Ég tel að þeir hafi
verið allt of lengi að átta sig á því
hvert stefndi, þeir hikuðu allt of
lengi við að ákveða að nota þau
meðul sem þeir réðu yfir“.
- Finnar eru á leið inn á
Evrópska efnahagssvæðið og vilja
inn í Evrópubandalagið. Er líklegt
að stórbankar á borð við Deutsche
Bank grípi tækifærið þegar fjár-
festingafrelsið kemst á og kaupi
meirihlutann í fínnskum bönkum
meðan þeir standa svona illa? Þetta
era nánast smáaurar fyrir þessa
risa ...
„Finnland þarf á erlendri fjár-
festingu að halda og þegar við er-
um búnir að koma á meiri reglu í
sambandi við lánaviðskipti sé ég
ekki að það sé nein hætta fólgin í
því að fá aukið fé inn með því að
erlend fyrirtæki fjárfesti í bönkun-
um. Öðra nær, ég held að það
gæti verið bæði athyglisverður og
nauðsynlegur kostur. Það er svo
annað mál hvaða áhrif þetta hefði
á tök einstakra aðila í atvinnulífínu
að öðra leyti. Setja yrði einhveijar
skorður í þeim efnum af hálfu
stjórnvalda, fínna eitthvert jafn-
vægi milli þjóðarhagsmuna og við-
skiptafrelsis. Það verður líka að
koma í veg fyrir einokun af hvaða
tagi sem hún er. Ég er jafnaðar-
maður en sé ekki að það sé eftir-
sóknarvert að ríkisvaldið reki allt
bankakerfið, ekki fremur en ég
mæli með einokun einkaaðila. Sam-
keppni verður að ríkja“.
Jafnaðarstefnan enn nothæf
- Út í aðra sálma. Hvað er
enn eftir af efnahagskenningum
sósíalismans, er eitthvað nothæft
eftir?
„Ég er jafnaðarmaður og er ekk-
ert að hverfa frá þeim skoðunum.
Ég held meira að segja að þær
hugmyndir séu að verða enn not-
hæfari, við eigum eftir að fjalla enn
meira í framtíðinni um lífsöryggi
venjulegs fólks, réttlæti, velferð og
atvinnuöryggi. í þessum efnum
dugar ekki að gera eins og stjórnar-
flokkarnir, benda eingöngu á
markaðsöflin, það gengur alls ekki.
Við ráðleggjum aðrar leiðir til að
vinna bug á félagslegum meinum
eins og atvinnuleysinu. Samfélag
sem nær árangri á okkar tímum
er samfélag markaðsbúskapar en
þá má ekki rústa grandvöllinn sem
markaðsbúskapurinn byggist á.
Mikilvægasta kenning okkar er sú
að markaðsbúskapurinn skapi
grandvöllinn að velferð en það verði
að hafa stjórn á búskapnum. Það
verða að vera hömlur til að koma
í veg fyrir einokun og manngildið
sjálft verður að vera með í dæm-
inu“.
-Hve mikið eiga stjórnmála-
menn að stjórna hlutunum, á seðla-
bankinn t.d. að vera algerlega sjálf-
stæður?
„Það var mikið um þetta deilt
fyrir nokkram áram en nú eram
við fremur með hugann við að leysa
bráðasta vandann í efnahagslífinu.
Ég hygg að sjálfstæði seðlabank-
ans gagnvart stjórn og þingi sé nú
öllu minna en það var fyrir ári en
framtíðin er óljós í þessum efnum,
verði Maastricht-samningurinn að
veruleika er sameiginlegur gjaldm-
iðill EB orðinn markmiðið. Þegar
búið er að útkljá þessi mál verður
hægt að velta fyrir sér stöðu seðla-
banka. En ég hlýt að segja að trú
mín á algerlega sjálfstæða pen-
ingastefnu og sjálfstæðan seðla-
banka er brostin, óróleikinn og
kreppan í heimsviðskiptum era slík
að ég tel útilokað að ákveða þessa
hluti án þess að taka fullt tillit til
raunveraleikans, annarra þátta
eins og stefnu í fjármálum, iðnaði
og svo framvegis. Ég tel að þetta
sjónarmið verði ofan á í Evrópu".
Texti: Kristján Jónsson