Morgunblaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992 Tillögur til lausnar á vanda loðdýrabænda Ríkissjóður leggi til fé til greiðslu á lán- um með ríkisábyrgð HALLDÓR Blöndal landbúðarráðherra tilkynnti í gær um ráð- stafanir til að leysa úr vanda loðdýrabænda. Gert er ráð fyrir að Stofnlánadeild landbúnaðarins verði heimilt að falla frá allt að helmingi af heildarskuldbindingum sem til hefur verið stofnað vegna loðdýraræktar. Ríkisábyrgð á lánum sem veitt hafa verið vegna skuldbreytinga er nálægt 300 mil\jónum króna og mun ríkis- sjóður leggja fram fé til greiðslu á lánum með ríkisábyrgð. í fyrirspumatíma á Alþingi í gær upplýsti Halldór Blöndal sam- gönguráðherra að samkomulag væri innan ríkisstjómar og milli stjómarflokkanna um tillögur til að leysa vanda loðdýrabænda. Leitað verði eftir því við Stofnlána- deild Landbúnaðarins að aflað verði nauðsynlegra heimilda til að deildin geti fellt niður verulegan hluta af lánum til loðdýraræktar. Miðað verði við að sú niðurfelling geti numið allt að helmingi af heildarskuldbindingum sem til hefur verið stofnað vegna loðdýra- ræktar. Ríkisjóði er ætlað að leggja fram fé til greiðslu á lánum með ríkisábyrgð. Landbúnaðarráð- herra sagði að þau veð sem Ríkis- ábyrgðasjóður hefði veitt vegna lána til loðdýrabænda væra í flest- um tilvikum einskis virði. Ríkis- ábyrgð á lánum sem veitt hafa verið vegna skuldbreytinga er ná- lægt 300 milljónum króna. Sjá einnig þingsíðu bls. 31. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra um fiskveiðistjómunina Núverandi kerfi fái lengri reynslutíma ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra telur ekki óeðli- legt að gefa núverandi kerfí um stjórn fískveiða lengri reynslu- tíma svo hægt sé að meta raun- verulega reynslu og árangur af stjórnkerfinu. Núverandi kerfi tók gildi með nýjum lögum í ársbyijun 1991. í fyrirspumartíma á Alþingi í gær var Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherrá inntur eftir því hvað liði starfí nefndar sem starf- ar að endurskoðun laga um stjóm fískveiða. Sjávarútvegsráðherra sagði alkunnan ágreining stjómar- flokkanna varðandi gjaldtöku af sjávarútveginum hafa tafíð starf nefndarinnar undanfarið. Sjávarútvegsráðherra sagði það sérstakt athugunar- og íhugunar- efni hvort í raun og vera þyrfti ekki mun lengri reynslutíma til að meta árangur af núverandi kerfí. „í reynd höfum við ekki í höndum upplýsingar nema frá einu og hálfu ári sem þetta núver- andi kerfí hefur staðið," sagði sj ávarútvegsráðherra. Fyrirspyijandi, Alþýðubanda- lagsmaðurinn Jóhann Arsælsson, sagði það nú gerast sem menn hefðu óttast. Sjávarútvegsráð- herra ætlaði sér að framlengja líf- daga þessa kerfís án þess að á því yrðu neinar grandvallarbreyt- ingar. Það væri gjörsamlega óvið- unandi að svona væri staðið að málinu. Sjá einnig þingfréttir á blað- síðu 31. ■? . ... .. ' '*/A Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Línubáturinn Jónína frá Flateyri á hliðinni við dráttarbraut Skipasmíðastöðvar Marzellíusar í gær. Stoðir gáfu sig og línubátur féll úr slippbraut á Isafirði ísafirði. LÍNUBÁTURINN Jónína frá Flateyri lagðist á hliðina þegar ver- ið var að draga hann upp í dráttarbrautina hjá Skipasmíðastöð Marzellíusar í gær. Svo virðist sem skorður undir bakborðshlið hafí gefið sig. Sjö eða átta manns voru um borð þegar óhappið varð en engan sakaði. Óhappið varð klukkan rúm- lega ellefu í gærmorgun við það að stoðir undir bakborðssíðu gáfu sig. Skipið lagðist hægt á hliðina og færði við það sleðann út úr braut sinni. Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson var nýkom- inn til hafnar og tókst honum að draga bátinn út úr slippnum rúmum klukkutíma eftir óhapp- ið. Kafari skoðaði botn bátsins í gær og virtist honum að engar skemmdir hefði orðið nema að flapsi við stýrið hefði bognað sem olli því að ekki var hægt að beygja nema 10 gráður í annað borðið. Verið var að taka Jónínu í slipp vegna Ieka á stefnisröri og þar sem óhægt er um vik með að sigla skipinu að öðrum slipp verður reynt að laga sleða dráttarbrautarinnar svo hægt verði að taka það upp. Starfs- menn skipasmíðastöðvarinnar áttu ekki von á því í gær að það tæki langan tíma. Sjö eða átta starfsmenn stöðv- arinnar, þar á meðal fram- kvæmdastjórinn, og skipveijar vora um borð. Þar sem skipið lagðist mjög hægt á hliðina náðu þeir allir að halda sér og gátu verið um borð á meðan gengið var frá dráttartaug frá togaran- um og báturinn aftur dreginn á flot. Jónína er 106 lesta línubátur sem keyptur var til Flateyrar frá Færeyjum fyrr á árinu. - Úlfar. Samvinnulífeyrissjóðurinn eign- ast þijár hæðir í Sambandshúsinu Tekur fasteign Sambandsins á Kirkjusandi upp í skuldir STJÓRN Sambands íslenskra samvinnufélaga samþykkti á fjögurra klukkustunda löngum fundi sínum síðdegis í gær að selja Samvinnulifeyrissjóðnum þær þijár hæðir sem Sambandið á í Sambandshúsinu við Kirkju- sand. Þessi eign er bókfærð á 500 milljónir króna i síðustu árs- skýrslu Sambandsins, en Sigurð- ur Markússon, sljórnarformaður Sambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ákveðið hefði verið á fundinum að upp- Iýsa ekki kaupverðið að svo stöddu. Bankaráð Landsbankans sam- þykkti á fundi sínum í gær þá samninga sem Landsbankinn og Sambandið undirrituðu í fyrradag, Þýskaland Kkist félagslegri púður- tunnu 35 Kveðja til Ágústu________________ Bréf til blaðsins frá _ Guðmundi Jónssyni söngvara til Ágústu Ág- ústsdóttur söngkonu 49 Ixiðari__________________________ Norrænt samstarf 26 Fasteignir ► Danmörk: Hvað kostar að búa í húsinu? - Eldhúsvaskurinn - Hætta á verðfalli? - Ileimatil- búnar jólagjafir Daglegt líf ► Um Bamasmiðjuna - Listahá- tíð á ný í Babylon - Fóstur lifir í látinni konu - Landskeppni ijúpna - Spænskur sportbíll- Af hæfni ökumannsins - Kúba um yfírtöku Landsbankans á eign- um Sambandsins að andvirði 2.513 milljónir króna. Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Lands- bankans, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að bankaráðið hefði samþykkt samningana samhljóða. Stjóm Sambandsins samþykkti einnig samningana á sínum fundi, en þar féllu atkvæði þannig að fjórir stjómarmanna vora samn- ingunum samþykkir, einn var á móti að sögn Sigurðar Markússon- ar, og einn sat hjá. Sigurður sagði að sex stjómarmenn af sjö hefðu mætt til fundarins. Tveir stjómar- menn hefðu verið fjarverandi, en einungis annar varamaðurinn sem boðaður hefði verið á fundinn, hefði getað mætt. Hinn hefði verið veðurtepptur norður í landi. „Við samþykktum að selja Sam- vinnulífeyrissjóðnum þessar þijár hæðir sem við enn eigum í þessu húsi hér,“ sagði Sigurður. Hann sagði að ákveðið hefði verið á fundinum að greina ekki frá því verði sem um hefði verið samið við Samvinnulífeyrissjóðinn að svo stöddu, vegna þess að sjóðurinn yrði með aðalfund sinn í næstu viku og þar yrði kaupverðið vænt- anlega gert opinbert. Sigurður sagði að stjórnin hefði ekki að öðra leyti fjallað um hvert áframhald yrði á starfsemi Sam- bandsins, en væntanlega færu menn að huga að því innan tíðar. » ♦ ♦ Spasskí og Fischer Stefnt að heim- sókn meistar- anna í janúar STJÓRN Skáksambands íslands ákvað í gær að senda Bobby Fisc- her og Borís Spasskí bréf þar sein þeim verður boðið að koma hing- að til lands í janúar næstkom- andi. Að sögn Guðmundar G. Þór- arinssonar forseta Skáksam- bandsins er ekki aðalatriði að skákkapparnir tefli hérlendis enda skákhreyfingin þess ekki megnug að standa undir miklum verðlaunagreiðslum. Guðmundur segir að tilefni boðs- ins sé hátíðahöld vegna tuttugu ára afmælis einvígis aldarinnar í Reykja- vík árið 1972 og að fagna endur- komu Fischers í skákheiminn. „Það er ekki aðalatriði að þeir tefli, en gaman væri að þeir tækju 1-2 skák- ir, t.d. í sjónvarpi, og tefldu svo sína skákina hvor við íslenska skák- menn," sagði Guðmundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.