Morgunblaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992 11 Morgunblaðið/Þorkell. Bernharður Wilkinson sljórnar Mótettukór Hallgrímskirkju á tónleikum á morgun, klukkan 17. legt sé þá voru ekki nema örfáar kirkjur í Englandi sem höfðu fasta kóra á síðustu öld, þannig að á 20. öldinni hefur mikið endurreisnarstarf átt sér stað í tónlist innan ensku kirkjunnar." Guliöld enskrar kirkjutónlistar id[ „Gullöld kirkjutónlistar í Englandi stóð frá því um 1550 til 1680, hún hófst með Whyte og lauk með Purc- ell,“ segir Bernharður. „Megnið af þeirri tónlist sem sungið er í enskum kirkjum í dag er frá þessum tíma. A þessari öld hafa tónskáld samið kirkjulega tónlist sem oftar en ekki byggir á þessum klassíska grunni.“ I skrá að væntanlegum tónleikum eru fróðlegar upplýsingar um sögu enskrar kirkjutónlistar og þar segir m.a: Með Almennu bænabókinni ensku frá 1549 á stjórnarárum Ját- varðs VI komst á ein leyfíleg útgáfa af öllu helgihaldi og frá því að Elísa- bet I kom til valda árið 1558 hafa fáar breytingar orðið þar á. Reglur um tónlistina breyttust og í bréfi Cranmers erkibiskups til konungs stendur: „Söngurinn skal ekki vera fuliur af nótum, heldur sem næst því aðeins nóta á hvert atkvæði orðs, svo syngja megi blátt áfram og af guð- hræðsluUpp úr þessu þróaðist síð- an sléttsöngur (Plain song) við ensk- an texta, sem síðar hefur fengið nafnið enskur söngur (Anglican Chant). Elísabet I sá þó til þess að notkun latínu hélst að einhveiju leyti áfram, sérstaklega í ýmsum háskól- akapellum og á öðrum stöðum þar sem reikna mætti með að söfnuður- inn skildi tungumálið. Það segir sína sögu um hversu mikilvægt tímabil gullöldin er í enskri kirkjutónlist að af tíu tónskáldum sem kynnt verða á tónleikum Mót- ettukórsins eru sjö frá þeim tíma. Um mikilvægi hvers einstaks þeirra skal ekki Ijölyrt hér, en hvert og eitt þeirra átti stóran þátt í að hefja enska kirkjutónlist til þeirrar virðing- ar sem hún naut á 16. og 17. öld- inni. Tónskáldin sjö eru Robert Whyte, William Byrd, Peter Philips, Thomas Weelkes, Orlando Gibbons, John Blow og Henry Purcell. „Það er eiginlega mjög merkilegt hversu gjörsamlega tónsköpun á Englandi datt niður og varð að engu á 18. og 19. öldinni," segir Bernharður. „Og þá er ég ekki bará að tala um kirkju- tónlist heldur alla tónlist." frá láti Purcells og fram yfir miðja 19. öld var mikil lægð í enskri kirkju- tónlist. Tónlistin var undir miklum áhrifum frá tónstíl og formhugmynd- um Hándels. Tónlist hans virtist aI- veg fullnægja þörfum hlustenda og kom um leið í veg fyrir frumkvæði Englendinga á þessu sviði. Síðan komu Haydn ogMendelsohn oghéldu við áhrifum meginlandsins. A þess- um tíma var konungshirðin mjög þýsksinnuð og með fáeinum udan- tekningum gerðist í raun og veru ekkert markvert í enskri kirkjutónl- ist. Einu ríkisreknu tónlistarstofnan- irnar voru Konungskapellan og lúð- rasveit ■ enska hersins. Háskólarnir buðu upp á tónlistarkennslu en frum- kvæðið kom frá meginlandinu. Sú skoðun var líka ríkjandi að „sannir herramenn" fengjust ekki við tónlist- ariðkun. Eftir miðja 19. öldina fóru að koma fram menn eins og Sulli- van, Parry, Stanford og Elgar. Endurreisnar- og nútímamenn Þau þrjú tónskáld sem Bernharður hefur valið að kynna eru Samuel Sebastian Wesley, einn af helstu umbótamönnum í tónlist ensku kirkj- unnar á 19. öldinni, er ruddi brautina fyrir eftirkomendur. Charles Willier Stanford var mikilvirkt tónskáld í lok 19. aldarinnar og leiðandi í „endur- reisn" breskrar tónlistar á síðari hluta aldarinnar. William H. Harris er þeirra yngstur (d. 1973) en nem- andi Stanfords og mikilsvirtur organ- isti og tónskáld. Bernharður segir að þegar komið hafi til tals að hann stjórnaði Mót- ettukórnum og vangaveltur um efn- isskrá hafi byijað, hafi sér fundist liggja nokkuð beint við að beina at- hyglinni að enskri kirkjutónlist. „Ástæðurnar eru aðallega tvær, ann- ars vegar er þetta sú tónlist sem ég er kunnugastur og hins vegar hefur kórinn aðallega sungið kirkju- og trúartónlist frá meginlandinu, þýska, franska og ítalska. Það var því kjör- ið tækifæri til að stækka efnisskrá kórsins og fást um leið við tónlist sem ég er kunnugur." — Ætlarðu að snúa þér meira að kór- og hljómsvéitarstjórn í framtíð- inni? „Það er ómögulégt að segja. Eg hef gaman af að stjórna tónlist sem höfðar til mín, en ég er einnig önnum kafinn við leik í Sinfóníuhljómsveit- inni, við kennslu og að leika með Blásarakvintett Reykjavíkur og mér líkar þetta allt saman ágætlega eins og það er,“ segir Bernharður Wilk- insson flautuleikari, stjórnandi og forðum kórdrengur. Grindavík M-hátíð lýk- ur á Suður- nesjum Grindavík. M-HÁTÍÐ lýkur formlega í Grindavík nk. laugardag með tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands og samkórs af Suðurnesj- um. Tónleikarnir verða haldnir í íþróttahúsinu í Grindavík og hefjast kl. 14. Sinfóníuhljómsveitin leikur verk eftir Ludwig van Beethoven, Max Bruch, Giuseppi Verdi undir stjórn Gumundar Ola Gunnarsson- ar. Einleikari á fiðlu verður Zheng- Rong Wang. Kórinn sem kemur fram með Sinfóníunni er skipaður söngfólki úr öllum kórum af Suðurnesjum og hafa allir organistar og söngstjórar unnið að undirbúningi og hafa þeir ásamt söngfólki unnið af kappi ásamt söngfólki frá því í byrjun október. Siguróli Geirsson hefur séð um að æfa kórinn og Frank Herluf- sen annast undirleik. M-hátíð, sem nú lýkur, hefur staðið yfir frá 29. mars. Á aðal- fundi Sambands sveitarfélagá á Suðurnesjum á dögunum var ákveð- ið að leggja menningarnefnd SSS niður í því formi sem hún hefur verið og þess í stað stofna menning- arnefndir í hveiju sveitarfélagi fyrir sig og formenn hverrar nefndar skipi menningarnefnd SSS. Suðurnesjamenn telja fulla þörf á því að standa vörð um það sem áunnist hefur á tímabilinu í menn- ingarmálum og standa enn frekar saman að eflingu menningarlífs hér á Suðurnesjum, segir í greinargerð með tillögunni sem kom fram á þinginu. - FÓ MODERNA GLÆSILEGUR OG VANDAÐUR 3JA SÆTA STAKUR SÓFÍ. VERÐ KR. 119.970,- STGR. SJÁ EINNIG MYND Á BLS. 36-37 I MYNDALISTANUM FRÁ HABITAT. EINNIG ER í BOÐI LAUGAVEGI 13 - SÍMI (91) 625870 MIKIÐ ÚRVAL AF BÓLSTRUÐUM HÚSGÖGNUM ATHUGIÐ: GLÆSILEGUR MYNDALISTI FÆST í VERSLUN OKKAR Á KR. 200,-. MÁNUDAGA - FÖSTUDAGA KL. 10.00 - 18.00 Á LAUGARDÖGUM KL. 10.00 - 16.00 STÓRGLÆSILEGT TILBOÐ í NÓVEMBER! HEREFORD-BORÐ MEÐ MARMARAPLÖTU kr. 29.500,- stgr. Áðurkr. 39.900,- stgr. COVENT-GARDEN RÚM M/SPRINGDÝNU kr. 23.900,- stgr. Áðurkr. 27.300,- stgr. to Q SOFINN MIKIÐ ÚRVAL AF STÖKUM SÓFUM. SEM DÆMI RHODES-TÁGASÓFI Á KR. 39.500,-. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.