Morgunblaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 30
Póstur og sími opna nýja deild Póstafgreiðsla opnuð í Glerárhverfi NY SOLUDEILD var opnuð hjá Pósti og síma í gær, en hún er staðsett á fystu hæð Póst- og símstöðvarinnar í Hafnarstræti 102. £á mun á þriðjudag í næstu viku verða opnuð bráðabirgðapóst- æFgreiðsla við Fjölnisgötu 3b. Með hinu nýja fyrirkomulagi geta viðskiptavinir Pósts og síma sótt um nýja síma, flutning og sérþjónustu í stafræna símkerfinu í söludeildinni, en þar verða einnig seld símtæki, símsvarar, farsímar, boðtæki og fleira. Eftir að af- greiðslukerfi Pósts og síma var tölvuvætt losnaði húsnæði sem áður var notað fyrir ýmis tæki. Söludeildin hefur fram til þessa ekki verið áberandi, en með flutn- ingi hennar á aðalhæð afgreiðsl- unnar er stefnt að því að efla hana. „Þessi flutningur á deildinni verður líka til þess að viðskiptavin- ir okkar eiga auðveldan aðgang að henni og við væntum nokkurs af því,“ sagði Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri Pósts og síma. Söludeildin verður opin frá kl. 9 til 18 virka daga og frá 10 til 15 á laugardögum. Póstur og sími á Akureyri færir út kvíamar á fleiri stöðum, því á þriðjudag verður opnuð póstaf- greiðsla í Glerárhverfi, en hún verður til bráðabirgða í húsnæði fyrirtækisins við Fjölnisgötu 3b. Þar verður opið frá kl. 9 til 16.30, en opnunartíminn verður lengdur er líður að jólum. Gísli Eyland stöðvarstjóri sagði að tilgangurinn væri m.a. að gera póstþjónustuna fljótvirkari og auka þjónustu við íbúa hverfisins. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrsti jólasveinninn kominn! Þó að nokkuð sé til jóla hefur fyrsta jólasveininum verið stillt út í glugga á Akureyri, en það eru þeir hjá Pósti og síma sem fyrstir eru til að minna bæjarbúa á að jólin eru í nánd. Bjarni Kr. Grímsson fráfarandi bæjarstjóri í Ólafsfirði Til greina kom að slíta meiri- Mutanum til að leysa vandann EIN þeirra leiða sem til greina komu við lausn ágreiningsmála er uppi hafa verið í bæjarstjórn Olafsfjarðar var að slita meirihlut- anum, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjóra menn í bæjarstjórn Ólafsfjarðar og Vinstri menn og óháðir þijá. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Kr. Grímsson fráfarandi bæjarstjóra í Ólafs- firði, en sem kunnugt er var honum vikið frá störfum síðastliðinn laugardag og kveðst Bjami afar ósáttur við að sú leið hafi verið valin. Samstarfsörðugleikar hafa síðustu misseri verið milli Bjama og Sigurðar Björnssonar formanns bæjarráðs og urðu lyktir máls- ins þær að „manni er fómað beggja vegna borðsins", eins og oddviti minnihlutans orðaði það á bæjarstjómar fundi í vikunni, en Sigurður hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann muni hætta iíörfum í bæjarstjóra Ólafsfjarðar í næst mánuði. Bjami segist ekki hafa fengið í hendumar bréf þar sem tilkynnt sé um uppsögn sína, né heldur hafí verið rætt formlega um með hvað hætti starfslok hans hjá bænum verða. Hann bendir á að gerður hafi verið við hann samn- ingur er hann hóf störf á miðju síðasta kjörtímabili, en sá samn- ingur hafí mnnið út í lok þess kjörtímabils. Eftir síðustu kosn- ingar hafi forseta bæjarstjómar verið falið að ganga frá nýjum samningi við bæjarstjóra, hann hafi tvisvar verið ræddur í bæjar- .jffii en aldrei verið formlega tekin fyrir í bæjarstjóm. „Það hefur aldrei staðið til af minni hálfu að fá meiri peninga en mér ber sam- kvæmt þessum samningi, sem ég tel lögmætan,“ segir Bjami. Sam- kvæmt þeim samningi er hann vísar til er gert ráð fyrir 6 mán- aða uppsagnafresti og 6 mánaða biðlaunum. Bjami segir að á meðan Sigurð- ur Bjömsson bæjarfulltrúi hafi lít- ið komið nálægt bæjarmálunum hafí gengið vel. „Hann hafði lítil i«fekipti af bæjarmálunum, utan að hann þurfti að koma sínum málum í gegn, erindum hans þurfti að sinna athugasemdalaust og af- greiða þau strax,“ segir Bjami, en þar á hann m.a. við erindi um bæjarábyrgð vegna lána sem Fiskmar hf., sem Sigurður var framkvæmdastjóri fyrir sótti um. A3 mati Bjama leiðir ábyrgðar- málið vegna Fiskmars til þess að trúnaðarbrestur verður í milli hans og Sigurðar. * „f mínum huga lá ljóst fyrir að bænum hafði verið lofað fyrsta veðrétti í vélum Fiskmars, en það virðist vera sem Sparisjóði Ólafs- íjarðar hafí einnig verið lofað fyrsta veðrétti og varð niðurstaðan sú að sjóðurinn fékk hann, en bærinn annan veðrétt. Bæjar- ábyrgðimar voru samþykktar á löglegum fundum og það er ekk- ert athugavert við afgreiðslu þeirra innan bæjarstjómar. Málið snýst um frágang tryggingabréfs fyrir þessum ábyrgðum. í mínum huga lá ljóst fyrir að bænum hafði verið lofað fyrsta veðrétti í vélum Fiskmars, en það virðist vera sem Sparisjóði Ólafsjarðar hefi einnig verið lofað fyrsta veðrétti og varð niðurstaðan sú að sjóðurinn fékk hann, en bærinn annan verðrétt. Á engan hátt var í þessu máli um refsivert athæfí að ræða, megin- málið er það viðskiptasiðferði sem viðhaft var, bæjarfulltrúinn sat beggja vegna borðsins og tók þátt í afgreiðslu á eigin máli,“ segir Bjami. Síðar varð fyrirtækið gjald- þrota og ábyrgðin féll á bæinn. „Þetta mál gerði það að verkum að ég átti erfítt með að starfa með Sigurði." „Mér varð ljóst strax í desem- ber 1990 þegar Fiskmar varð gjaldþrota að ábyrgðin myndi lenda á bænum og hafði samband við forseta bæjarstjómar og bað hann að taka þetta mál upp í meirihlutanum til að mér yrði ekki láð það til lasts að hafa tekið það upp á óheppilegum tíma, eins og raun varð á. Einhverra hluta vegna var málið ekki rætt í meiri- hlutanum, þó svo ég færi ítrekað fram á það við forseta bæjarstjórn- ar. Loks var ekki hægt að draga lengur að taka málið fyrir, það var ljóst að ábyrgðin var fallin og ekki var hægt að loka ársreikning- um bæjarins fyrr en búið yrði að ganga frá málinu. Það var svo rætt í bæjarráði og einhverju síðar hafði blaðamaður Dags samband við mig vegna þessa máls og hálf- um mánuði fyrir kosningar var frétt um þetta blásin upp á forsíðu blaðsins. Sigurður og fleiri töldu að ég hefði lekið fréttinni til að klekkja á honum, en ég vísa öllum slíkum ásökunum á bug, ég hafði enga ástæðu til að gera slíkt, enda sköðuðu umræðumar sem um málið urðu alveg eins Sjálfstæðis- flokkinn í kjördæminu, eins og Sigurð, sem var í fjórða sæti, en þama varð á ný ákveðinn trúnað- arbrestur milli okkar,“ segir Bjami. Hann segir að í kjölfarið hafí þrír bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins snúist gegn sér og síðar hafi þeir tekið sér leyfí frá störfum í bæjarstjóm eftir að tillaga þeirra um starfslok bæjarstjóra hafí verið felld. Þremenningarnir hafí síðan komið til starfa aftur um síðustu áramót, en í byijun desember hafi ékkert verið farið að ræða um með hvaða hætti mál yrðu leyst. í árs- byijun hafí mikið verið reynt til að finna lausn, „Ég var ósáttur við þá lausn, þ.e. að þremenning- arnir kæmu aftur inn í bæjar- stjóm, ég taldi að það myndi ekki leysa þetta mál. Ég lét til leiðast, ákvað að gera tilraun en það kom í ljós að samningar voru þver- brotnir, ekki af minni hálfu heldur þeirra. Síðan hefur markvisst ver- Bjami Kr. Grímsson ið unnið að því að halda mér frá málum, gera starf bæjarstjóra að papjpírsafgreiðslustarfi.“ Á síðustu mánuðum hafa menn leitað leiða til lausna og segir Bjami að ein þeirra leiða sem til greina kom hafí verið að meirihlut- anum yrði slitið og eins hafí verið rætt um útskipti á mönnum, en það hefði alfarið verið í höndum forseta bæjarstjóra að taka ákvörðun um hvaða leið yrði farin. Hann kveðst ósáttur við þá lausn sem valin var, þau mísklíðarefni sem uppi hefðu verið milli manna hefðu ekki gefíð tilefni til svo harkalegra viðbragða. Leysa hefði mátt mál með öðrum og skynsam- legri hætti, það væri ekki hagur bæjarins að segja bæjarstjóra upp fyrirvaralaust, fram hefði komið hjá forseta bæjarstjórnar að engar ávirðingar væru á störf hans. „Þetta varð niðurstaðan, en ég er mjög ósáttur við þá aðferð sem notuð var.“ Félög heilbrigð- isstéttanna Lokun Krist- ness er hót- un við bráða- deild FSA LÆKNAFÉLAG Akureyrar og Norðurlandsdeild eystri innan Hjúkrunarfélags íslands hafa sent frá sér ályktanir þar sem hugmyndum um að skerða þjón- usfy Kristnesspítala er mótmælt. í ályktun frá Læknafélagi Akur- eyrar er mótmælt harðlega hug- myndum um að skerða þá þjónustu á sviði endurhæfíngar og öldrunar- hjúkrunar sem veitt er á starfs- svæði félagsins. „Fundurinn telur að efling öldrunarlækninga og end- urhæfingar í Kristnesi sé vænleg- asta leiðin til hagkvæms reksturs fyrrgreindrar þjónustu í héraðinu. Með hliðsjón af núverandi þörf yrði lokun Kristnesspítala alvarleg hót- un við starfsemi bráðadeilda FSA og heimahjúkrunar heilsugæslunn- ar og myndi þýða afturhvarf til fortíðar í læknisfræðilegu tilliti,“ segir í ályktun Læknafélags Akur- eyrar. Norðurlandsdeild eystri innan Hjúkrunarfélags íslands mótmælir einnig þeim áformun að draga úr fjárveitingum til Kristnesspítala svo hann verði ófær um að gegna hlut- verki sínum. Hjúkrunarfræðingum á svæðinu sé ljós þörfín fyrir þá þjónustu spítalans sem veitt hefur verið á undanförnum árum og hafí þeir vænst áframhaldandi uppbygg- ingar endurhæfíngardeildar. Þeir sem notið hafí þjónustu deildarinnar séu ánægðir með árangurinn. Þá hafí hjúkrunardeild leyst bráðan vanda margra á síðustu árum. „Ekki verður séð hvað getur komið í stað Kristnesspítala til þess að veita sjúklingum á Norðurlandi sambærilega þjónustu,“ segir í ályktun deildarinnar og einnig að hjúkrunarfræðingar geti að óbreyttu ekki sætt sig við að spítal- inn verði lagður niður. Skora þeir á heilbrigðisráðherra að endurskoða afstöðu sína. „Uppbygging er hafín á Kristnesi, við sættum okkur ekki við að það góða starf, sem þar hef- ur verið unnið, verði gert að engu,“ segir í lok ályktunarinnar. ♦ ♦ ♦---- Leikfélag Akureyrar Afimmta þúsund sjá Línu NÚ FYRIR helgi voru skráðir á fimmta þúsund gestir á sýningar Leikfélags Akureyrar á Línu Langsokk, en í raun em þeir fleiri þar sem yngstu sýningar- gestimir kjósa fremur að sitja í kjöltu foreldranna, en að fá sér- stakt sæti. Sýnt hefur verið fimm sinnum í viku, en eftir þessa helgi verður aðeins sýnt um helgar. Þijár sýn- ingar verða um helgina, á laugar- dag kl. 14 og sunnudag kl. 14 og 17.30. Ekki verður unnt að sýna lengur en út nóvember og eru síð- ustu sýningar um helgina 28. og 29. nóvember næstkomandi. Skólanemar hafa flykkst á sýn- ingamar og sumir hafa átt langan veg að fara, en lengst að komnir vora nemendur úr Flensborgarskóla í Hafnarfírði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.