Morgunblaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 13. NÓVEMBER 1992 19 Fjárfesting í nýsköpun eftir Pál Hannesson Frá iðnaðarráðuneytinu hefi ég fengið heimsent nýstárlegan og for- vitnilegan bækling: Nýsköpun er nauðsyn, upplýsingar um liðsinni við frumkvöðla í atvinnulífi og leiðbein- ingar fyrir hugvitsmenn. Framtakið snjallræði, og bæklingur Upplýsinga- þjónustu Háskóla íslands um tæki- færasköpun sem góðkunningi minn Jón Erlendsson stendur að, er allt saman sama málefnið, sem lesendum Morgunblaðsins hefur þegar verið kynnt. Ég mun því aðallega fjalla um þátttöku rithöfunda í framan- greiðndum verkefnum, svo og alls almennings í landinu og þá einkan- lega fagmenn, sem gætu t.d. stundað vemdaða sköpunariðju sína í bílskúr- um heima hjá sér, eins og Danir gera með góðum árangri í stað bruggunar áfengis í þessum húsa- kynnum, í óþökk við lög landsins. Hvað snertir rithöfunda, þá hafa þeir yfirleitt ailan heiminn í kollinum í skrifum sínum, og fijótt ímyndunar- afl til úrlausnar og sköpunar nýrra hugmynda og verkefna, í nýjum og breyttum heimi. Þeir eru vanir hvers- konar bókmenntagrúski, og gætu bætt við sig viðskiptagrúski, eins og hinni fagurfræðilegu hlið málsins. Allir standa nú, á þessum breytinga- tímum, jafnt að vígi, þeir sem byija í dag að fást við þessa hluti, eins og þeir hinir „rótgrónu" einstakling- ar og/eða fyrirtæki, og það þarf enga peninga í upphafi, heldur er það hugmyndin sem allt veltur á. Og ef hún er talin raunhæf af viðeig- andi sérfræðilegum matsmönnum, þá fást lán og fyrirgreiðslur og styrk- ir fyrir frumkvæðið og útfærslu hug- mynda sinna; fyrir einstaklinga jafnt sem stofnanir og fyrirtæki. Já, það stendur skýrum stöfum í bæklingi iðnaðarráðuneytisins, að jafnvel hug- myndin ein og tillögur, og rétt út- fyllt eyðublað — sé peninga virði. Það að vera frumkvöðull, er eiginlga svipað og að_ semja bók. Ég þekki það sjálfur. íslenska þjóðin verður að söðla um, hætta að einblína á innflutning á kaffi og dömubindum, svo eitthvað sé nefnt; ellegar það að menntamenn leggi fyrir sig smygl- innflutning á hassi í málningardós- um, eða starfrækslu spilavíta. Svo hugmyndasnauðir getum við ekki verið, íslendingar. Títt er líka um ýmiskonar og oft á tíðum einkenni- Prentsmiða- þing hefst á mánudag PRENTSMIÐAÞING verður hald- ið mánudaginn 16. nóvember á Hótel Sögu og hefst kiukkan 8.30. Það er haldið á vegum Prent- tæknistofnunar. Námsþingið fjall- ar um tækni og framtíð í þeim þáttum prent- og útgáfuiðnaðar sem lúta að prentsmíð, vinnslu- þáttum fyrir prentun, sem eru t.d. hönnun og umbrot, myndvinnsla, leturstýring, útskot og plötugerð. Fjöldi fyrirlestrá verður á prent- smiðaþingi. Þar má nefna að Zsolt Somogyi og Ton Frederiks frá Adobe §alla um hugbúnað frá Adobe, um Carousel-tæknina, sem gerir kleift að flytja gögn milli forrita og stýri- kerfa og PostScript Level 2. Þá flyt- ur Steve Musselman frá Ulitmate Technographics um útskot PostS- cript síðna með Impostrip forritinu og Gunnar Jóhannsson hjá Jóhanni Ólafssyni hf. fjallar um tækni sem gerir keift að senda efni beint á plötu frá umbroti og gæðastýringu. Hákon Pálsson frá H. Pálssyni hf. Qallar um litmyndavinnslu og staðla og Andrés Magnússon á Pressunni fjall- ar um Multiple Mater fontatækni. Loks fjallar Guðbrandur Magnússon frá Prenttæknistofnun um niðyrstöð- ur ráðstefnunnar og framtíðarsýn. Þá ber að geta þess að nokkur umboðs- og þjónustufyrirtæki í prentiðnaði munu kynna vörur sínar og þjónustu í tengslum við þingið. legar uppákomur hjá hópum og ein- stalingum, sem er einskonar farald- ur; framleitt oftast af sjónvarpinu, með stuðningi ýmiss konar fyrir- tækja. Það virðist sem fólk vanti verðugan tilgang í lífinu. Þá er að nefna málþing allskonar þar sem fólk mætir uppábúið til að masa og deila og hefðbundið þras um keisar- ans skegg(?), sem engan vanda leys- ir, í stað þess að ráða dugmikla fram- kvæmdastjóra til þess að _sjá um vandamálin og vandræðin. Ég spyr því: Er nokkuð eftir af hinni vinn- andi hönd í vinnugalla? Það má líka gjarnan líta á hina efnuðu stétt með velvilja, ef þeir vilja semja réttlátlega við alþýðu þessa lands og af sanngimi, og það er jafn- vel hægt fyrir ríka manninn að verða „Það að vera frumkvöð- ull er eiginlega svipað og að semja bók. Ég- þekki það sjálfur. Is- lenska þjóðin verður að söðla um, hætta að ein- blína á innflutning á kaffi og dömubindum, svo eitthvað sé nefnt; ellegar það að mennta- menn leggi fyrir sig smyglinnflutning á hassi í málningardósum, eða starfrækslu spilavíta.“ Páll Hannesson vinur alþýðunnar og fátæka manns- ins rétt eins og Héðinn Valdimarsson sem var í olíunni og byggði upp Al- þýðubústaðina á kreppuárunum. Auk þess er auðsætt mál þegar fram í sækir, að alþýðan eignist eignarhlut í fyrirtækjum þeim sem upp kunna að spretta af tilkomu tækifærissköp- unar, sem nefnd hafa verið hér að framan. Það er sjálfsagt að bera í bijósti ágóðavon. Aðalatriðið er sem- sagt að verða vel bjargálna og virkur og hafa jákvætt hugarfar til tækifæ- rasköpunar. Og ég á von á því, að þeir hópar sem ég hefi nefnt fái sinn hlut, án þess að leggja fram íjár- magn, svo sem í formi arðvænlegra hlutabréfa, fyrir viðleitni sína. Og þetta er spennandi frítíma verkefni, þessi hugmyndasmíð, og gefur marg- þætta möguleika ef vel til tekst. Það þekki ég af eigin reynslu. Höfundur er fyrrverandi tollfulltrúi. \ BESTU SJONVARPS- TÆKIN FRÁ PHILIPS Þau allra bestu frá PHILIPS eru nýju 100 riða MATCHLINE tækin. • Hljómgæði eins og þau eru best í hágæða geislaspilara! • Að sjálfsögðu er textavarp með íslenskum stöfum! • Línuflökt heyrir sögunni til. Skipting á milli ramma í mynd er jafnari! • Mattur, svartur myndlampi sem gefur 30% meiri skerpu á mynd! • Þið fylgist betur með: Tvær stöðvar á skjánum í einu! Komið og sjáið með eigin augum. Gerið samanburð og veljið það besta! U MATCHMHUNE /// PHILIPS þegar skerpan skiptir málil PHIUPS Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SÍMI: 69 15 15 • KRINGLUNNI • SÍMI: 68 15 20 ÖRKfN 1020-t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.