Morgunblaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992 5 Bílastæðahús Breytingar á gjöldum BORGARRÁÐ hefur samþykkt nokkrar breytingar á mánaðar- gjöldum í bílastæðahús borgar- innar. I fjórum þeirra hækkar gjaldið um 500 krónur en lækkar um 2.000 krónur í einu. Taka breytingarnar gildi frá og með 1. janúar 1993. Mánaðargjald á Bakkastæði, í Kolaporti og á þaki Tollstöðvarinn- ar verður 2.500 krónur, hækkar um 500 krónur. Á Bergstöðum verður mánaðargjald 3.500 krónur, lækkar um 2.000 krónur. Mánaðargjald á Vesturgötu 7, verður óbreytt 5.500 krónur og einnig á Alþingisreit og í Ráðhúsinu en þar er gjaldið 6.000 krónur á mánuði fyrir bílinn. Þá var samþykkt að mánaðargjald í nýja bílastæðahúsinu við Hverfisgötu 20 verði 3.500 krónur. Lýsi hf. Starfsfólk tekur á sig launalækkun ALLT starfsfólk Lýsis hf. hefur tekið á sig launalækkun sem gildi tekur 1. febrúar næstkomandi, og að sögn Ágústs Einarssonar for- stjóra Lýsis mun það ásamt öðrum aðgerðum tryggja viðunandi af- komu fyrirtækisins á næsta ári. Hann vildi ekki greina frá því um hve mikla launalækkun væri að ræða. Ágúst sagði í samtali við Morg- unblaðið að launalækkun starfs- fólksins væri endapunkturinn á því að komast út úr þeim erfiðleikum sem Lýsi hf. hefði verið komið í vegna verðlækkunar á þorskalýsi sem átti sér stað á síðasta ári. Sú verðlækkun hefði fyrst og fremst orðið vegna opinberra ríkisuppbóta á lifur í Noregi. „Þetta ásamt öðrum aðgerðum sem við höfum gripið til í hagræðing- arskyni á að tryggja reksturinn og viðunandi afkomu á næsta ári, en um þetta var alveg friður og fullur trúnaður milli mín og starfsfólksins varðandi þessar ráðstafanir," sagði Ágúst. ----» » » -- Lyfjaversl- un ríkisins breyttí hlutafélag Morgunblaðið/Júlíus 125 kg af smygluðu nautakjöti í Perlunni TOLLGÆSLAN hefur lagt hald á 125 kg af smygluðu nauta- kjöti í eldhúsi veitingahússins Perlunnar í Reykjavík. Maður sem rekur eldhúsið hefur geng- Smygluðu nautalundirnar sem lagt var hald á í,Perlunni fylla eina frystikistu í geymslum tollgæslúnnar og hér hugar Jónas Hall tollvörður að góss- inu, sem senn verður brennt í sorpeyðingarstöðinni á Suður- nesjum. íst við að hafa keypt kjötið, sem er lundir, vitandi að það væri smyglað. Hins vegar liggur ekki fyrir af hveijum hann keypti kjötið né hvaðan það var komið. Brynjólfur Karlsson, skrifstofu- stjóri Tollgæslunnar í Reykjavík, vildi ekki upplýsa hvert kaupverðið hefði verið. Áðspurður hvernig toll- gæslan hefði komist á snoðir um mál þetta sagði Brynjólfur að toll- verðir færu annað slagið í eftirlits- ferðir til að grennslast fyrir um mál af þessu tagi og við eina slíka hefði mál þetta komið upp. Þú veist, að kalk er gott fyrir beinin. En vissi. þú líka, að það er einnig gott fyrir tennurnar? INNAN tíðar er að vænta frum- varps um breytingu á lögum um Lyfjaverslun ríkisins. Meginefni frumvarpsins er að Lyfjaverslun- inni verði breytt í hlutafélag í eigu ríkisins, og verður það fyrsti liður í einkavæðingu fyrirtækis- ins. Hreinn Loftsson, formaður einka- væðingamefndar ríkisstjórnarinnar, sagði að verðbréfafyrirtækið Kaup- þing hefði unnið að tillögum um hvernig best yrði staðið að einka- væðingu fyrirtækisins. Kaupþing hefði skilað viðamikilli úttekt um málið og væntanlegt væri lagafrum- varp um þetta efni. Frumvarpið færi fyrst fyrir ríkisstjórn og stjórn- arflokka, en gera mætti ráð fyrir því að það yrði lagt fram á Alþingi innan tíðar. Síðar er gert ráð fyrir að tekm verði afstaða til þess með hvaða hætti hlutabréf ríkisins í fyrirtækinu yrðu seld. I úttekt Kaupþings er ekki tekin afstaða til þess hvort verð- bréfin verði seld á almennum mark- aði eða einhveijum tilteknum aðil- um. Auk flúor inniheldur Colgate Karies Kontrol nú einnig kalk. Það er ástæðan fyrir því að tannkremið er orðið hvítt. Kalk eykur einnig virkni flúorsins gegn „karies“, það er að segja tannskemmdum. Þess vegna hjálpar Colgate-blandan af flúor og kalki þér til að halda tönnunum sterkum og óskemmdum. Góða gamalkunna bragðið er samt óbreytt. Við getum þakkað færum tannlæknum, hollu fæði, daglegri munnhirðu með tannburstanum og Colgate Karies Kontrol að enn getur öll fjölskyldan sagt: „Engin hola“. Hvort þetta kemur til með að eiga við um næstu kynslóð, er undir þér komið. KARIES KONTROL - í STAÐ TANNSKEMMDA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.