Morgunblaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.11.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992 Halim A1 úrskurðað forræði dætra sinna og Sophiu Hansen Sophia áfrýjar til hæstaréttar Istanbúl í Tyrklandi. Frá Öntiu G. Ólafsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. DÓMARI í forræðismáli Sophiu Hansen og Halims AIs fyrrum eigin- manns hennar úrskurðaði Halim forræði dætra þeirra í undirrétti í Istanbúl í gær. Gunnar Guðmundsson lögfræðingur Sophiu segir að þegar hafi verið ákveðið að áfrýja málinu til hæstaréttar í Ankara. Góð löggæsla var við dómshúsið í Istanbúl, en þingmaður öfgasinnaðra múslima var viðstaddur réttarhöldin ásamt nokkrum öryggisvörðum og voru þeir allir vopnaðir. Dómari úrskurðaði Sophiu umgengnisrétt allan júlímánuð ár hvert. Nokkur hópur fólks hafði safnast saman við dómshúsið þegar blaða- maður Morgunblaðsins kom þangað um tíuleytið í gærmorgun. Fólkið var vinsamlegt en virtist órólegt. Sumir höfðu nælt myndir af dætrum Sop- hiu og Halims framan á sig. Meðal þeirra var Tyrkinn Saim Karama- hmutóplu. Hann sagðist vera við dómshúsið því samkvæmt isiam væru stúlkurnar systur hans. Hann sagði að Tyrkir vildu að málið leystist á þann hátt að Sophia tæki upp tyrk- nesk trúarbrögð og giftist Halim Al. Rétt fyrir kl. 11 kom Sophia í fylgd systkina sinna og lögfræðings til réttarins. Hópurinn varð ekki fyr- ir aðkasti á leið upp á efstu hæð dómshússins, enda var hans vel gætt af vopnuðum grænklæddum öryggis- vörðum. Þegar komið var að dyrum herbergis dómarans varð þó mikill troðningur á þröngum ganginum sem endaði með því að rýma varð ganginn. Þá tók við nokkur bið þar til málsaðilum var fylgt inn í herberg- ið. Þar fluttu lögfræðingar beggja aðila mál sitt og dómari sagði nokk- ur orð. Herbergið sem er um 15 fermetrar að stærð var fullt af fólki. Þar voru meðal annars lögfræðingar Halims Al, Ökkes Sendiller, þingmaður öfga- sinnaðra múslíma og öryggisverðir hans. Eftir um það bil 15 mínútur gerði dómarinn 5 mínútna hlé á rétt- arhaldinu. Þá stóðu um 250 manns fyrir utan dómshúsið og sungu sálma múslíma. Eftir réttarhléð kvað dómarinn upp úrskurð um að Halim fengi for- ræði barnanna. Halim fagnaði ákaft þegar hann gekk út úr húsinu með stuðningsmönnum sínum. Hann stillti sér sfðan upp fyrir framan dómshúsið ásamt vinum sínum og fólkið hyllti hann ákaft. Reuter Halim A1 veifar tyi’kneska fánanum og fagnar úrskurði dómarans í forræðismálinu fyrir framan dómshúsið í Istanbul í gær. Gæti hafst á nokkrum mánuðum - segir Gunnar Guðmundsson lögfræðingur Sophiu GUNNAR Guðmundsson lög- fræðingur Sophiu Hansen segir rétt að ef niðurstaða hæstaréttar í Ankara í forræðismálinu verði önnur en undirréttar I Istanbúl fari málið aftur til undirréttar. Það sé ekki rétt að málið verði heilt ár á hvorum stað, því miklu Útilokað að reka málið við þessar aðstæður - segir Ingvi S. Ingvas- son sendiherra INGVI S. Ingvasson, sendiherra í Danmörku, afhendir forseta Tyrklands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Tyrklandi næstkomandi þriðjudag. Athöfn- in fer fram í Ankara, höfuðborg Tyrklands. Ingvi sagðist í sam- tali við Morgunblaðið í gær ekki hafa ákveðið hvort hann ræddi tyrkneska forræðismálið við for- setann en hann myndi áreiðan- lega ræða það við utanríkisráð- herrann og ráðherra mannrétt- indamála. Ingvi sagðist ætla að beita sér í forræðismálinu í heimsókn sinni í Tyrkiandi en minnti jafnframt á hvað viðkvæmt málið væri. Ingvi sagði útilokað að reka málið við þær aðstæður sem voru í dómshúsinu í gær, meðal annars vegna þess að vopnaður þingmaður hafi verið við- staddur. Hann kvaðst hins vegar bjartsýnni á niðurstöðu hæstarétt- arins í Ankara. Ingvi sagði forkastanlegt að Sophia fengi ekki umgengnisrétt dætra sinna fyrr en í júlí. Taldi hann að það bryti í bága við lög ogreglur. Islenski sendiherrann átti fund með Sophiu Hansen og lögmönnum hennar í gær. máli skipti hvort ýtt sé á eftir málum i dómskerfinu hér í Tyrk- landi eða ekki. Ef þeim sé fylgt fast eftir sé hægt að koma þeim í gegn á nokkrum mánuðum. í máli Gunnars kemur fram varð- andi forræðismálið að öll áhersla verði lögð á að flýta því í gegnum dómskerfíð. Það gæti þýtt að málið yrði í meðferð tvo mánuði fyrir hvorum rétti og hugsanlega ef eng- in ljón stæðu í veginum yrði hægt að fá niðurstöðu fyrir dæmdan umgengnisrétt Sophiu í júlí á næsta ári. „Það er alrangt að erlent foreldri hafi aldrei unnið forræðismál gegn tyrknesku hér í landi,“ segir Gunn- ar. „Norsk kona vann slíkt mál gegn tyrkneskum eiginmanni sínum árið 1989. Ég hef haft samband við bæði norska og tyrkneska lög- manninn sem unnu að því máli. Raunar skrifaði sá norski bók um það mál.“ Gunnar segir að þessi áfangi, dómur í undirrétti, gerði það að verkum að þrýstingur frá öfgatrú- armönnum minnkaði og vonandi gleymist Halim A1 vegna einhvers annars máls. Þannig verði hægt að taka á málinu á eðlilegan hátt í stað þess að þola sífelldar ógnanir og moldviðri. Gunnar sagðist hafa verið viðbú- inn öllu miðað við reynslu sína af tyrknésku dómskerfí í undirrétti. Einn af ljósu punktunum í málinu til þessa væri í raun sá að þessi tiltekni dómari myndi ekki fjalla um málið aftur. „Það sem er já- kvætt við dómsniðurstöðuna nú er umgengnisrétturinn sem Sophiu var veittur í einn mánuð á ári. Það gefur henni ákveðna samingsstöðu í framtíðinni," segir Gunnar. Að lokum vék Gunnar máli sínu að Ökkes Sendiller þingmanni öfga- trúaðra múslima sem var ásamt öryggisvörðum sinum vopnaður í réttinum. Gunnar segir að Sendiller sé nýkominn úr 4-5 ára fangelsi fyrir hryðjuverk en flokkur hans átti þátt í að lífláta alls um 200 félaga í tyrkneska sósíalistaflokkn- um á árunum 1980-85. Nú kynni þessi þingmaður sig sem formann mannrétttindanefndar tyrkneska þingsins. Fékkekki tíma tíl að halda uppi vömum - segir tyrkneskur lögfræðingnr Sophiu HASÍP Kaplan, lögmaður Sophiu Hansen, gagnrýndi úrskurðinn í tyrkneska forræðismálinu harð- lega á blaðamannafundi með Sophiu, systkinum hennar og ís- lenskum lögfræðingi, eftir að ákvörðun dómarans lá fyrir i gær. Hann sagði að dómarinn hefði til dæmis látið undir höfuð leggjast víkja að ástandi telpn- anna og meðal annars vegna þess hefði verið farið fram á að dómarinn viki sæti. Dómarinn sjálfur hefði hins vegar hafnað þvi. Á blaðamannafundinum byijaði Hasíp á því að vísa til þess hversu ömurleg reynsla það væri að upp- lifa hróp og læti fjöldans fyrir utan. Fólkið væri að gera einfalt forræðis- mál að stjórnmálalegu baráttumáli. Hann gagnrýndi nærveru vopnaðs þingmanns öfgasinnaðra múslima í réttinum og það að hann skyldi hafa kynnt sig sem fulltrúa mann- réttindasamtaka í borginni. Hasíp gagnrýndi dómarann og sagði að hann hefði ekki sinnt skyldu sinni með því að neita að láta ástand bamanna koma fram. Hann sagðist ekki geta sætt sig við slíkan dóm- ara og hefði því farið fram á að hann viki sæti. Sjálfur hefði dómar- inn hins vegar ákveðið að gera það ekki. Hann gagnrýndi hversu ákvörðun dómarans kæmi fljótt og sagði að hann hefði ekki haft tíma til að halda uppi vörnum. Hasíp sagði að báðir aðilar hefðu beðið um lengra réttarhlé til að fara yfir gögn en ekki hafi verið farið að þeirri beiðni. Hasíp minnti íslenska og tyrk- neska fjölmiðla á að fjalla hlutlaust um málið og trúa ekki öllu sem að þeim væri rétt. Þessu til stuðnings benti hann á að í tyrkneskum blöð- um hefði verið sagt að Sophia líkti Tyrkjum við hunda en það væri ekki rétt. Þetta atriði og fleiri upp- lýsingar um málið eru í blaði sem dreift var til blaðamanna á fundin- um. „Ég er móðir og hef hjarta sem þú hefur kramið í dag“ - sagði Sophia Hansen við tyrkneska dómarann eftir úrskurð hans Frá Önnu G. Ólafsdóttur blaðamanni Morgunblaðsins í Istanbúl. EFTIR að tyrkneski dómarinn hafði kveðið upp úrskurð sinn í forræðismálinu í Istanbúl í gærdag átti hann orðastað við Sophiu Hansen. Hann vildi fá viðbrögð hennar við úrskurðinum sem mun óvenjulegt. Sophia svaraði honum til að hann hefði kramið hjarta hennar í dag. Eftir að dómsúrskurður hafði fallið í máli Sophiu Hansen kall- aði dómarinn hana inn í dyr dóm- araherbergis síns og spurði hana hvort hún tæki niðurstöðuna nærri sér. Hún segir að hún hafí sagt honum að auðvitað tæki hún þetta nærri sér. „Ég er móðir og hef hjarta sem þú hefur kram- ið í dag,“ sagði Sophia við dómar- ann. Hann mun þá hafa svarað: „En ég leyfði þér að vera með þær í heilan mánuð.“ Hún svar- aði um hæl: „Þú veist eins vel og ég að hann leyfír mér aldrei að sjá þær aftur hvað þá hafa þær í heilan mánuð.“ Dómarinn minnti Sophiu þá á að hún færi með málið fyrir hæstarétt í Ankara og sagði síð- an með glott á vör: „Þar finnur þú kannski hreinan dómara sem hjálpar þér.“ Sophia segir að þegar hér var komið sögu hafí tyrkneski túlk- urinn hennar kveðið dómarann í Sophia Hansen kútinn og viðstaddir hafi hlegið. Lögfræðingar sem hlustuðu á þessi orðaskipti sögðu að þeir hefðu aldrei vitað til þess að dómari tjáði sig um niðurstöðu dóms með þessum hætti. Aðspurð hvernig henni hafi liðið er dómurinn var kveðinn upp segir Sophia að hún hafi alltaf átt von á því að Halim A1 yrðu dæmdar dætur sínar en ekki að hún fengi ekki að sjá þær fyrr en eftir sex til sjö mánuði. Slíkt myndi aldrei vera látið viðgang- ast ef um tvo Tyrki væri að ræða. „Ég held áfram af enn meiri krafti og gefst ekki upp meðan ég held andlegri og jíkamlegri heilsu en það þarf mikla náð til að halda henni undir þessum kringumstæðum,“ segir Sophia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.