Morgunblaðið - 13.11.1992, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 13.11.1992, Qupperneq 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1992 CASABLANCA Upprisa skemmtistaðar Gestir Casablanca dansa af miklum móð. Birna Einarsdóttir og Rut Ró- bertsdóttir gáfu sér tíma til að tala saman. Skemmtistaðir eru háðir duttl- ungum þeirra sem þá sækja, aðsóknin eykst og dregst saman með næsta reglulegu millibili. Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson tók nýlega við sem skemmtanastjóri á Casa- blanca, einu af vel þekktari dans- húsum yngri kynslóðarinnar. Ætlun Vilhjálms er að rífa upp aðsóknina og stemmninguna á staðnum og ekki verður annað sagt en að það Sívinsælt er að gera framhald þeirra kvikmynda sem falla áhorfendum vel í geð og er ekki að efa að myndin Blúsbræðurværi fyrir lifandi löngu orðin að fram- haldsmyndaflokki ef annar aðal- leikarinn, John Belushi, hefði ekki látist tveimur árum eftir að mynd- in var gerð. Nú er hins vegar uppi sú hugmynd að gera framhald, Blúsbræður 2 eða ættum við frem- ur að segja Blúsbróðirinn þar sem, félagi Belushis, Dan Akroyd, mun einn bera myndina uppi. Biúsbræður segir frá bræðrum sem endurvekja hljómsveit sem hafi lánast vel, ef marka má að- sóknina síðustu helgar. Nýjum mönnum fylgja nýjar áherslur og Vilhjálmur segist leggja mest upp úr tónlistinni á staðnum og því að fólk skemmti sér sjálft. „Eg held að fólk sé búið að fá nóg af alls kyns uppákomum á skemmtistöð- um. Við leggjum aðaláherslu á tón- listina sem er blanda eldri og nýrri tónlistar en við höfum ekki leikið þeir voru eitt sinn í. Það gengur hins vegar heldur brösuglega og aðdáendur þeirra Jake og Elwood, eins og þeir Akroyd og Belushi hétu í myndinni, skildu síðast við þá félaga þar sem þeir voru í fang- elsi. Nú vinna þeir John Landis leikstjóri og Akroyd að framhaldi, sem hefst á því að Elwood (Akro- yd) er látinn laus úr fangelsi og kemst að því að bróðir hans, sem var haldið í öðru fangelsi, er lát- inn. Hefst Elwood því þegar handa við stofnun nýrrar hljómsveitar, nema hvað. svokallaða „hard-core“-tónlist. Sá hópur sem við höfðum fyrst og fremst til, er fólk á aldrinum 20-27 ára.“ Ljósmyndirnar sem hér fylgja voru teknar um síðustu helgi og verður ekki annað séð en að gestir staðarins hafi kunnað vel að meta það sem upp á var boðið. John heitinn Belushi og Dan Akroyd í Biúsbræðrum. KVIKMYNDIR Aleinn blúsbróðir SKEMMTANIR Adamski í Tungl- inu 1 kvöld T7él þekktur breskur tón- » listarmaður, Adamski, verður á sviðinu í skemmti- staðnum Tunglinu í kvöld sem ber upp á föstudag þrettánda mánaðar. í föru- neyti þessa manns verða m.a. Mr. Monday, D.J.Rad Rice og Sean McClusky sem er forkólfur enska nætur- klúbbsins „Love Ranch“ sem útleggst Búgarður ástarinn- ar. „Adamski þykir mjög djarfur og framúrstefnuleg- ur á sviði og nær upp villtri dans- stemmingu hvar sem hann kemur fram,“ segir Leifur Dagfinsson skemmt- anastjóri Tunglsins, en mað- urinn á bak við heimsóknina er fyrrgreindur McClusky, sem er aðaleigandi umrædds ástarbúgarðs. Leifur segir að Adamski flytji tónlist sína í samvinnu við herra Monday og hafi þeir verið á ferð og flugi víða um Evrópu að undanförnu. „Tónlistin þeirra endurspeglar allt það nýjasta sem um er að vera á danshúsum stórborganna,“ segir Leifur. Adamski þessi hefur og unnið með ýmsum þekktum tónlistar- mönnum, eins og til dæmis El- ton John, en saman hafa þeir endurútgefið nokkuð af lögum hans. Nú síðast gaf Adamski út lag með þýsku poppnorninni Ninu Hagen, „Get Your Body“ heitir það, en þekktasta lag Adamski er þó „Killer“ sem var fjórar vikur í efsta sæti breska vinsældarlistans og náði auk þess toppsætinu á Islandi á sín- um tíma. Næturklúbburinn „Love Ranch“ er mjög vinsæll um þessar mundir og er það fullyrt í breskum blöðum sem fjalla um þessi mál, að fjöldi fólks sé þess albúinn að standa utandyra upp á von og óvon svo klukkustund- um skiptir. Fyrir marga er það óvon, því eigendur og dyraverð- ir draga gesti í dilka. Þeir velja mannskapinn utandyra í þijár biðraðir. í eina röð fara frægir kappar og kappynjur úr bresku næturlífi. Sú röð tæmist fyrst. í annarri röð eru óþekktir næturklúbbahrafnar af báðum kynjum sem annað hvort eru módel eða popparar, eða líta út fyrir að vera það. Flestir úr þessari röð komast inn þótt síð- ar verði. Þriðja röðin er sögð afar fjölmenn, sérstaklega ef miðað sé við hverfandi mögu- leika á að komast inn um- hlið Paradísar. Eigendur klúbbsins segja flesta í þriðju röð eiga við hugarfarslegan vanda að stríða og því fái þeir ekki aðgang. „Margir eru þó á mörkunum og hafa lagt nokkra vinnu í holling- una. Þeir komast oft inn næst þegar þeir mæta á vettvang,“ segir eigandinn McClusky. 1 tilefni þess að í dag opnum við verslun okkar í Skipholti með glœsilegum ítölskum fatnaði frct benetton, veitum við 9/o OÍSlott nœstu 4 daga bœði í Skipholti og Kringlunni. Opíð mán.-fös. frá kl. 10.30-18

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.