Morgunblaðið - 15.11.1992, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ. MINNINGAR SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992
Guðrún Ingvars-
dóttír — Minning
Fædd 23. júní 1931
Dáin 2. nóvember 1992
2. nóvember sl. lést í Borgarspít-
alanum í Reykjavík elskuleg mág-
kona mín, Guðrún Ingvarsdóttir,
eftir erfið veikindi.
Kynni mín af Gunnu, en það var
hún ávallt kölluð, hófust í janúar
1967, þegar ég kom fyrst með til-
vonandi eiginmanni mínum í Holta-
gerði 6. Tengdaforeldrar mínir
bjuggu á neðri hæðinni, en Gunna
og Snorri eiginmaður hennar á
þeirri efri, með bamahópinn sinn.
Ég hlakkaði mikið til að hitta stóru
systur hans Ragga, og það var svo
sannarlega indælt. Gunna kyssti
. mig á kinnina og bauð mig vel-
komna í fjölskylduna. Ég man vel
þá umhyggju og hlýju sem mér
fannst stafa frá henni. Ég bjó í
Holtagerðinu í tvö ár og á þeim
ámm var gott að skreppa á loftið
til Gunnu og Snorra í kaffisopa og
spjall. Það var alltaf gaman að setj-
ast niður með þeim og ræða hin
ýmsu mál, því þau höfu frá mörgu
að segja og voru fróð um marga
hluti. Þau höfðu mikla ánægju af
að ferðast um landið sitt, og miðl-
uðu því sem þau sáu til annarra.
Ég minnist þess þegar við fórum
saman eitt sumar hringinn í kring-
um landið, þá nutu þau sín vel, og
þá var nú gott að kíkja í tjaldið til
Gunnu og Snorra og fá sér kjöt-
súpu.
Guðrún og Snorri giftu sig 4.
nóvember 1950 og eignuðust þau
fimm börn. Þau eru: Auðunn, Jón,
Jónína, Ásbjöm og Svala. Tengda-
bömin eru Qögur og tíu elskuleg
barnaböm. v
Mér er minnisstætt það samband
—sem ríkti á milli Gunnu og Snorra,
það var til þess tekið hvar sem þau
fóru, hvað þau vom ánægð með líf-
ið, þau vom ekki bara hjón, heldur
einnig bestu vinir, fóm allt og gerðu
allt saman, vakandi yfir lífi og störf-
um hvor annars og velferð barn--
anna sinna. Snorri lést skyndilega
9. ágúst 1979, aðeins 52 ára gam-
all. Það varð Gunnu minni þungt
áfall og sennilega varð hún aldrei
söm eftir það. Allt í einu stóð hún
ein eftir með börnin sín, búin að
missa eiginmann sinn og besta vin.
En hún stóð eins og klettur, sá að
hún varð að standa sig vegna bam-
anna og gerði það með hjálp sinnar
góðu fjölskyldu.
Gunna lauk skyldunámi, en fór
síðan í Myndlistaskólann í Reykja-
vík og var þar um tíma. Hún hafði
gaman af myndlist og em margar
fallegar myndir til eftir hana, en
flestar myndanna fundust eftir and-
lát hennar. Hún var ekkert að halda
þessum, eða öðmm, verkum sínum
á lofti, enda afskaplega hógvær
kona, hún Gunna mágkona mín.
Sjálfsagt hefði hún viljað gera
meira af þessu, en ekki verið mik-
ill tími til þess, enda hugsaði hún
fyrst um aðra og síðan sjálfa sig.
Áð sinna sínum eigin hugðarefnum
á undan öðm sem beið hennar, var
einfaldlega ekki hennar háttur.
Guðrún var dóttir Jónínu Ás-
bjömsdóttur og Ingvars Sigurðs-
sonar. Fyrstu ár sín ólst hún upp
hjá móður sinni og ömmu og afa í
Sólheimum í Sandgerði við mikið
ástríki. Síðar giftist Jónína Magn-
úsi Loftssyni frá Haukholtum í
Hmnamannahreppi og gekk hann
Gunnu í föður stað. Gunna mát
mikils þá hlýju og umhyggju sem
Magnús sýndi henni og vom þau
einstaklega samrýnd. Þá var ekki
síður kært á milli Gunnu og móður
hennar, enda bjuggu þær nær alltaf
í sama húsi.
Þegar veikindi hennar komu í
ljós, sýndi hún mikinn styrk, æðrað-
ist ekki né vorkenndi sér. Það var
einfaldlega ekki í hennar anda. Við
tók meðferð eftir meðferð, en ekki
tókst að vinna á meininu.
Síðustu vikumar var hún oft sjár-
þjáð, enda helsjúk. En alltaf sagði
hún allt gott og spurði um líðan
annarra. Þannig var Gunna, fyrst
aðrir og síðan hún sjálf, enda þótti
henni einstaklega vænt um alla sem
vom henni nálægir og hallaði aldrei
á nokkurn mann.
Ég get ekki látið hjá líða að geta
þess hve börnin hennar og systkini
vom henni góð og þá sérstaklega
eftir að veikindi hennar komu upp.
Síðustu sólarhringana viku þau
aldrei frá sjúkrabeði hennar, gerðu
allt sem þau gátu til að létta henni
þrautimar. Það er þeim öllum til
mikils sóma. Þá vil ég minnast
þeirrar hlýju sem starfsfólk á deild
A7 á Borgarspítala sýndu Gunnu í
hennar sjúkdómsstríði allt til hinstu
stundar. Þar er gott starfsfólk og
samvalið.
Það eru mikil forréttindi að fá
að kynnast slíkri konu sem Gunna
var og að fá að vera henni sam-
ferða í nær 26 ár. Af henni gat ég
lært margt og allt gott.
Ég kveð mágkonu mína með
söknuði og þakka henni fyrir allt,
í fullvissu þess að við eigum eftir
að hittast síðar. Ég sendi fjölskyldu
hennar samúðarkveðjur.
Guðbjörg Guðmundsdóttir.
Elsku mágkona mín, Guðrúii,
hefur nú kvatt þetta líf. Gunna,
eins og hún var oft kölluð af sínum
nánustu, fæddist 23. júní 1931. Hún
var elsta barn Jónínu Ásbjömsdótt-
ur, tengdamóður minnar og fóstur-
dóttir Magnúsar Loftssonar,
tengdáföður míns. Hún ólst upp við
mikið ástríki, fyrst með móður sinni
hjá móðurfólki í Sandgerði og síðan
í stórum og glöðum systkinahópi í
Reykjavík, en Jóna og Magnús
eignuðust sex börn, svo að heimilið
var stórt. Gunna fór því fljótt að
aðstoða móður sína, enda var hún
bæði vandvirk og verklagin. Innan
við tvítugsaldurinn kynnist hún
ungum Norðlendingi, sem seinna
varð eiginmaður hennar, Snorra
Jónssyni, múrara og síðar bifreiða-
stjóra, miklum öðlingsmanni.
Heimili þeirra hjóna stóð lengst
af í Kópavogi. Árið 1957 fluttu
þau, ásamt Jónu og Magnúsi, í tví-
býlishús í Holtagerði 6 þar í bæ.
Þó ég væri ung, er ég kom fyrst í
Holtagerðið, skynjaði ég strax þetta
fagra mannlíf, sem þar var. Gagn-
kvæm tillitssemi og væntumþykja
einkenndi íbúana og á hveiju kvöldi,
þegar aðstæður leyfðu, hittust eldri
og yngri hjónin til að bjóða hvert
öðru góða nótt og þakka fyrir liðinn
dag. Hjónaband Gunnu og Snorra
var sérlega ástúðlegt. Þau bárust
ekki mikið á en voru góð og gestris-
in, ferðuðust um landið sitt og áttu
gott heimilislíf. Böm þeirra urðu
fímm. Þau eru: Auðunn, Jón Sigurð-
ur, Jónína Magna, Ásbjöm Sigþór
og yngst er Svala. Öll hafa þau
stofnað heimili og þau fjjögur síð-
asttöldu eiga maka og börn.
Síðla sumars 1979 dró ský fyrir
sólu. Þá lést Snorri snögglega og
má nærri geta hversu þungt áfall
það var konu hans og börnum og
fjölskyldunni allri. Nú urðu tímar
mikilla breytinga. Gunna fór fljót-
lega að vinna utan heimilis og var
aðdáunarvert hve vel hún vann úr
sínum málum. Hún var heppin með
t
Systir mín,
SVANA GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR HODGSON,
andaöist á heimili sínu í Bandaríkjunum 12. nóvember.
Fyrir hönd ættingja, y
Ágústa Jóhannsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
INGVELDUR KARLSDÓTTIR
frá Brautarholti,
Garði,
lést 11. nóvember á dvalarheimilinu Gar.ðvangi,
Útförin auglýst síðar.
Dætur, tengdasynir, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Elskuleg eiginkona mín og móðir,
KRISTBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR,
Þykkvabæ 11,
Reykjavík,
sem lést 8.. nóvember, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju
þriðjudaginn 17. nóvember kl. 10.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á líknarstofn-
anir.
Ólafur Runólfsson,
Hólmfríður F. Svavarsdóttir.
t
Útför móður okkar,
ÍRISAR BRYNJÓLFSDÓTTUR,
verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 17. nóvem-
ber kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigriður Ólöf Sigurðardóttir,
Kolbrún Ásmundsdóttir,
Ágúst Þór Ásmundsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐBJÖRG H. GUÐBJARTSDÓTTIR,
Álakvísl 98,
Reykjavik,
sem lést 8. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 16. nóvember kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Hjartavernd.
Hildigunnur Lóa Högnadóttir, Hans Georg Bæringsson,
Ólafur Yngvi Högnason, Kristín Guðmundsdóttir,
Aðalheiður Högnadóttir, Guðmundur Einarsson
og barnabörn.
t
Móðir okkar,
SIGURLÍNA VALGEIRSDÓTTIR
frá Norðurfirði,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. nóvember
kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir, sem vilja minn-
ast hennar, láti líknarstofnanir njóta þess,
Börn hinnar látnu og fjölskyldur.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vin-
áttu við andlát og jarðarför
FRIÐRIKS ÞÓRHALLSSONAR,
Hátúni 6.
Þórhallur Björnsson,
Margrét Friðriksdóttir, Jóhann Kristinsson,
Gísli Friðriksson,
Njörður Friðriksson,
Björn Þórhallsson,
Gunnar Þór Þórhallsson,
Guðrún Þórhallsdóttir,
Steinunn Thorlacius,
Janet Winnan,
Guðný Jónsdóttir,
Guðríður Lillý Guðbjörnsdóttir,
ThomasM. Ludwig,
Gunnþórunn R. Þórhallsdóttir,Stefán Örn Stefánsson,
Anna Helgadóttir,
Kristveig Þórhallsdóttir, Jens L. Eriksen,
Þorbergur Þórhallsson, Sigurborg Þórarinsdóttir,
Guðbjörg Þórhallsdóttir,
barnabörn og systkinabörn.
vinnustað og eignaðist góða vinnu-
félaga. Nokkrum árum eftir að hún
varð ekkja flutti hún í minni íbúð
í Hamraborg 14 og um líkt leyti
flutti Magnús tengdafaðir, sem þá
var orðinn einn, í næsta nágrenni.
Mágkona mín var mikil fjölskyldu-
manneskja og elskuleg móðir. Hún
reyndist börnum sínum, tengda-
börnum og barnabörnum einstak-
lega vel og þau launuðu henni með
ást og umhyggju til hinstu stundar.
Á síðasta vetri kom í ljós að Gunna
gekk með alvarlegan sjúkdóm, sem
nú hefur lagt hana að velli. Hún
sýndi fádæma kjark og stillingu þar
til yfir lauk, og nú eru ferðalok.
Mig langar að kveðja með sálma-
versi, sem mér finnst segja allt um
mágkonu mína og það líf, sem hún
lifði:
Hver fópr dyggð í fari manns
er fyrst af rótum kærleikans.
Af kærleik sprottin auðmýkt er,
við aðra vægð og góðvild hver
og friðsemd hrein og hógvært geð
og hjartaprýði stilling með.
(H. Hálfd.)
Guð geymi hana og blessi fjöl-
skyldu hennar.
Ragna.
Á mánudag kveðjum við kæran
starfsfélaga, Guðrúnu Ingvarsdótt-
ur. Guðrún kom til starfa hjá Tinnu
hf. fáum mánuðum eftir stofnun
fyrirtækisins 1979 og starfaði með
okkur þar til í febrúar á þessu ári
að hún veiktist og átti ekki áftur-
kvæmt í vinnu eftir það.
Guðrún fór ekki með hamagangi
og látum, hýn var hæg og róleg
og það fór ekki mikið fyrir henni
en hún var einstaklega samvisku-
söm og góður starfsmaður, sem
alltaf var hægt að treysta á og vildi
fyrirtækinu sem og samstarfsfólki
allt hið besta. Þegar starfsfólk kom
saman utan vinnutíma og gerði sér
glaðan dag lét Guðrún sig ekki
vanta, hafði gaman af og naut sín
vel í góðra vina hópi. í september
sl. komum við saman með Guðrúnu
og áttum góða stund með henni,
fyrir þá stund erum við þakklát í
dag því ekki löngu seinna lagðist
hún inn á sjúkrahús þar sem hún
lá þar til yfír lauk. Við, stjórn og
starfsmenn Tinnu, kveðjum Guð-
rúnu með söknuði og þakklæti fyrir
samstarf sem aldrei bar skugga á,
jafnframt vottum við börnum henn-
ar, tengdabörnum og barnabömum
samúð okkar.
Guð blessi minningu Guðrúnar
Ingvarsdóttur.
Unnur S. Björnsdóttir
ERFIDRYKKJUR
Verð frá kr. 850-
p E R L A N
sími 620200
Blóm Skreytingar Gjafavara
Kransar Krpssar Kistuskreytingar
Opið alla daga frá kl. 9-22
Fákafeni 11
s. 68 91 20
Blómastofa
FnÓfinm
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opiö öll kvöid
tíl kl. 22,-einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.