Morgunblaðið - 15.11.1992, Page 35

Morgunblaðið - 15.11.1992, Page 35
Ókrýnd drottning leikanna Boðiðfrá prinsinum stendur enn RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir, sundkona, hefur vakið mikla at- hygli á Smáþjóðaleikunum frá því þeir fóru fyrst fram í San Marínó 1985 og er ókrýnd drottning þeirra. Enginn hefur oftar stigið á verðlaunapall og segja 23 gullverðlaun og 5 silfurverð- laun sína sögu, en hun var óformlega kjörinn íþróttamaður leik- anna á Kýpur og í Andorra. „Leikarnir eru hinn besti vettvangur fyrir okkur. Framfarirnar hafa verið miklar, samkeppnin hefur aukist með hverjum leikum og á eftir að verða enn meiri á Möltu ef að líkum lætur. Því er þetta kjörinn vettvangur fyrir okkurog mikilvægur í undirbúningnum fyrir stærri verkefni," sagði íþróttamaður ársins 1991. Ragnheiður hefur verið með í sundi á Smáþjóðaleikunum í öll skiptin, sem þeir hafa verið haldnir, og ekki er laust við að hún sakni þess að vera ekki lengur á meðal keppenda, en sem kunnugt er hætti hún að æfa með framfarir í huga eftir Ólympíuleikana í Barce- lona s.l. sumar og tók við starfi framkvæmdastjóra og aðalþjálfara Sundfélags ÍA. „Þetta eru leikar í orðsins fyllstu merkingu, yfirbragðið er létt og ánægjan og gleðin situr í fyrirrúmi — þetta er bara æðislega gaman. Keppnin hefur líka mikið að segja og mikil hvatning felst í þátttök- unni, því möguleikar á verðlauna- sæti eru alltaf fyrir hendi, en sama er ekki hægt að segja um önnur stór alþjóðleg mót. Það er alltaf gaman að vinna gull, silfur eða brons — það kitlar egóið og eflir keppnisskapið.“ Góð reynsla Ragnheiður sagði að keppikefli allra sundmanna, sem settu stefn- una á stærstu mótin, Evrópu- keppni, heimsmeistarakeppni og Ólympíuleika, ættu að leggja áherslu á að vinna sér sæti í liðinu á Smáþjóðaleikunum. „Hvað keppni varðar jafnast þessir leikar ekki á við stærstu mótin, en þátttaka í þeim er mikil- væg til að fá reynslu á erlendri grund. Þess vegna er gott að byija í svona móti, því það er góður grunnur og skilar sér seinna. Þetta er sterkur hlekkur í uppbygging- unni og mér fínnst jákvætt að efni- legir krakkar hafa fengið tækifæri til að taka þátt við hlið þeirra, sem hafa verið á toppnum, og í raun vantar fleiri svona mót.“ Stefnir á Möltu Sundlandsliðið verður valið eftir meistaramótið í mars og sagði Ragnheiður að með árangur á leik- unum í huga hefði verið betra að velja liðið fyrr, svo þátttakendur gætu miðað undirbúninginn við keppnina í maí. Ragnheiður vann hug og hjörtu allra viðstaddra á leikunum í Mónakó og sérstaklega Alberts prins, sem bauð henni að koma hvenær sem hún vildi og æfa. Mónakó er ekki á döfinni að svo stöddu, en er sunddrottningin farin að gæla við að vera með á Möltu þrátt fyrir allt? „Það komu nokkrir Möltukrakkar til mín á Ólympíuleikunum í Barce- lona og spurðu hvort ég kæmi ekki örugglega á Smáþjóðaleikana. Ég svaraði því til að ég stefndi að því, en tilfellið er að í liðinu hjá mér eru nokkrir, sem eiga mikla mögu- leika á að komast í landsliðið, og hver veit?“ ■ NEMENDAFÉLAG Tónlist- arskóla FÍH heldur tónleika á Púlsinum þriðjudaginn 17. nóv. Fram koma jazz- og rokkhljóm- sveitir skólans sem æft hafa undir leiðsögn Sigurðar Flosasonar, Tómasar R. Einarsson, Össur Geirssonar, Gunnars Hrafnsson- ar og Stéfáns Hjörleifssonar. Á efnisskránni verða m.a. valinkunnir jazzstandardar eins og Billie’s Bo- unce (Charlie Parker) og nýrri verk, t.d. Nothing Personal (Don Grolnick). Húsið verður opnað kl. 21.30. ■ GRUNDVÖLLUR að góðu lífí, sjálfsmynd og lífsstefna kristins manns nefnist erindi sem séra Magnús Björnsson heldur á fundi hjá Kristilegu félagi heil- brigðisstétta, mánudaginn 16. nóvember kl. 20 í Safnaðarheimili Laugarneskirkju. Fjölhyggja sam- tímans og kapphlaup um hugi manna veldur því að mörgum finnst sem sjálfsmynd manna hafí breyst og sé allt öðruvísi en hún var upp- haflega meðal kristinna manna, segir í fréttatilkynningu. Einnig segir að séra Magnús muni skoða upphafið og skýra það sem leggur grundvöll að góðu lífí. Á fundinum munu hjónin Lára Vigfúsdóttir og Jóhann Guðmundsson, sem vinna sjálfboðaliðastarf meðal fanga á íslandi, tala og syngja. Sagðar verða fréttir frá Margréti og Benedikt kristniboðum í Seneg- al. Allir eru velkomnir. (Fréttatilkynning) FLOT- VINNUGALLAR með sjótöskum A TILBOÐSVERÐI MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1992 ELDHÍISBORD OG STÓLAR í MIKLII ÍJRV ALI Gæóahúsgögn á góöu verdi r 4 Hótelnám á Islandi FLUGLEIÐA Hagriýtt nám fyrir störf í gestamóttöku í fyrsta sinn á íslandi. Námið er sambærilegt við nám í erlendum hótelskólum. Innritun stendur yfir Upplýsingar í símum 690-173 og 690-143, 09-12 alla virka daga. SKÚtAGÖTU 51 REYKJAVÍK SÍMI 91-11520 Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Ragnhelður Runólfsdóttir með verðlaunapeningana 28, sem hún hefur unnið til á Smáþjóðaleikum Evrópu. 1985 fékk hún fern gullverðlaun og ein silfurverðlaun, 1987 voru gullin sex silfrið eitt rétt eins og 1991, en 1989 var uppskeran sjö gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun. Smíðum borð eftir óskum hvers kaupanda, bæði í föstum stærðum og stækkanleg. AAikið úrval af stólum í mörgum litum með fjölbreyttu úrvali af óklæði. Smiðjuvegi 2 Seljum nokkurt magn af MULLION/66°N flotvinnugöllum með sjótöskum á tilboðsverði næstu daga. 66*N íAusturstræti20, Almenn lögfræðiþjónusta - fjármáiaráðgjöf. Helga Leifsdóttir hdl., Austurstræti 20, Reykjavík, sími 623822, myndsendir 27066.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.