Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 Kuran Swing. Sveiflu- strengjaleikur __________Jass_____________ Guðjón Guðmundsson Kuran Swing er nýr diskur með samnefndri hljómsveit sem leikur órafmagnaða sveiflu- og blágresis-tónlist með miklum jassáhrifum. Þetta er fyrsta plata sveitarinnar, sem ein- göngu flytur tónlist sína á strengjahljóðfæri án rafmögn- unar. Á disknum eru 19 lög og er víða sótt fanga, allt frá blúsi og blágresi til sömbu og söng- leikja. Þar af eru ellefu lög eftir Bjöm Thoroddsen og Ólaf Þórð- arson gítarleikara sveitarinnar. Eitt lag er eftir Szymon Kuran fíðluleikara og annað eftir Magnús Einarsson mandólín- leikara. Auk þeirra fyrmefndu leikur Þórður Högnason á kontrabassa. Önnur lög em eftir eldri ís- lenska höfunda, t.a.m. Jón Múla Ámason, Hallbjörgu Bjama- dóttur og Sigfús Halldórsson. Á disknum er frumflutt Reykjavík- ursamba, lag eftir Hallbjörgu Bjamadóttur sem hún samdi fyrir um 40 ámm. Hún hafði sent lagið á nótum til hljóm- plötuútgáfu Fálkans á sínum tíma þar sem þær fundust í öðm dóti og fékk lagið skemmtilega útsetningu frá Kuran Swing. Kuran Swing er sveifla í anda stríðsáranna og lög Hallbjargar, Vorvísa, og Jóns Múla, úr De- leríum Búbónis, bæta á þessa stemningu. En þama er líka að finna blúsa, eins og t.a.m. Við Skólavörðuna, og hið seiðandi ljóðræna lag, Hestar og huldu- menn. Kuran Swing líður áreynslu- laust í gegnum sálartetur hlu- standans, enda vart ætlast til mikilla heilabrota með þessum diski. Lögin em öll í styttra lagi “og einleikskaflar em ekki lang- ir. Hefði reyndar að ósekju mátt prjóna ögn við lögin, því liðs- menn Kuran Swing em engar liðleskjur á því sviði. En þama em skemmtilegar laglínur í bland við gömlu smellina og hljóðfæraleikur er fyrsta flokks. Liðsmönnum hefur tekist ætlun- arverk sitt, að gæða gömlu sveifluna lífí með órafmögnuð- um strengjaleik. \ Safamýri Vorum að fá í sölu mjög skemmtilega neðri sérh. í vönduðu þríbýlishúsi. Ib. er 136,5 fm að innan- \ máli auk bílskúrs. Stofa með arni. Sérborðstofa. 5 herb. Stórar suðursv. Fallegur garður. ÞINGIIOLT Suðurlandsbraut 4A, r# sími680666 011 KH 01 07H L^RUS Þ' VALDIMARSS0N framkvæmdastjori L I I JV’tl0/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteígnasalí Nýjar á söluskrá meðal annarra eigna: Skammt frá KR-heimilinu 10 ára mjög góð 3ja herb. íbúð á 1. hæð um 80 fm. Nýtt parket. Sólsvalir. Þvhús á hæð. Góð geymsla í kj. Skipti mögul. á 2ja herb. íbúð. Fyrir smið eða laghentan Á vinsælum stað í Langholtshverfi timburhús ein hæð um 80 fm. Nokkuð endurbætt innanhúss. Þarfnast viðgerðar. Skuldlaust. Laust strax. Mikið útsýni. Góð lóð. Verð aðeins kr. 5,7 millj. Með frábærum greiðslukjörum Neðri hæð í þríbýlishúsi rétt við Domus Medica 4ra herb. 92,5 fm nettó auk geymslu og sameignar. Öll nýlega endurbyggð. Parket. Sval- ir. Mjög góð sameign. Langtímalán kr. 3,1 millj. Laus fljótlega. Á góðu verði - laus strax Mikið endurnýjuð suðuríbúð 2ja herb. á 2. hæð í 3ja hæða húsi viö Hamraborg, Kóp. Sólsvalir. Stæði í bílgeymslu. Tilboð: óskast. Fjársterkir kaupendur óska eftir: 2ja herb. íbúð í Vesturborginni, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfiröi. Sérbýli, raðhús eða einbýlishús 80-120 fm í borginni eða nágrenni. Einbýlishús og íbúðir í miðborginni eða nágrenni. Mega þarfnast stand- setningar. Margir bjóða góðar greiðslur. Ýmiskonar eignaskipti mögul. Opið í dag frá kl. 10-16. Fjöldi fjársterkra kaupenda. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASAl AH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Nýjar plötur Sigrún Hjálmtýsdótt ir syngnr 13 aríur KOMIN er út geislaplata með söng Sigrúnar Hjálmtýsdóttur sópransöngkonu. Á plötunni, sem heitir Diddú, syngur hún þrettán óperuaríur með und- irleik Sinfoníuhljómsveitar íslands undir stjóm Robins Stapletons og Þjóðarfílharmoníuhljómsveitarinnar í Litháen undir stjórn J. Domarkas og Tetje Mikkelsen. Á plötunni syng- ur Sigrún Hjálmtýsdóttir Kossinn eftir Luigi Arditi, Elsku pabbi minn úr Gianni Schircci eftir Giacomo Puccini, Viljið þér vita úr Grímu- dansleik eftir Giuseppe Verdi, Her- maður þreytist úr Araxerxes eftir Thomas Arne, Söng án orða eftir Sergei Rakhmanínov, Eg vil iifa í þessum draumi úr Rómeó og Júlíu eftir Charles Gounod, Loks er stund- in runnin upp... úr Brúðkaupi Fíga- rós eftir Wolfgang Amadeus Moz- art, Það hefndarbál sem brann í huga mínum úr Töfraflautunni eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Nafnið kæra úr Rígólettó eftir Giuseppe Verdi, Fuglarnir í limgerðinu úr Ævintýrum Hoffmanns eftir Jaques Offenbach, Þegar ég geng um göt- urnar úr La Boheme eftir Giacomo Puccini, Þögnin ríkti yfír nóttinni úr Luciu di Lammermoor eftir Gaet- ano Donizetti og Hljóma að heiman úr Leðurblökunni eftir Johann Strauss. Platan var hljóðrituð í Lituanus hljóðverinu í Vilníus í febrúar 1992 og í Háskólabíói í september 1992. Upptökumenn voru Eugenijus Motiejunas, Þórir Steingrímsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir Sigfús Ingvarsson. Ráðgjafar voru Þorkell Jóelsson og Gunnar Smári Helgason. Stjóm upptöku annaðist Egill ólafsson. Útgefandi er Skífan hf.. Verð: 2.299 krónur. Nýjar plötur Selma Guðmunds- dóttir leikur á píanó ÚT ER komin einleiksplata þar sem Selma Guðmundsdóttir píanóleikari leikur píanóverk eft- ir íslenska og erlenda höfunda. Verkin sem Selma leikur eru Noctume op. 27 nr. 2 í Des-dúr eft- ir Frédéric Chopin, Skógarþytur (Walderstrauschen) eftir Franz Liszt, Etýða op. 2 nr. 1 í cis-moll eftir Alexander Seriabin, Toccata eftir Aram Khatchaturian, Sónata 1. 1905 eftir Leos Janácek, Torrek og Rímnadanslög eftir Jón Leifs og þrjú píanóstykki eftir Pál ísólfsson. Selma hefur áður leikið inn á geislaplötuna Cantabile ásamt Sig- rúnu Eðvaldsdóttur, fíðluleikara, og nýverið kom út geislaplatan Ljúfl- ingslög með leik þeirra. Hljóðritun var í höndum Bjarna Rúnars Bjarnasonar, ljósmyndir tóku Bragi Þór Jósefsson og Jens Alexander og umbúðir hannaði Guðmundur Jón Guðjónsson. Útgefandi er Steinar hf.. Verð: 1999 krónur. Selma Guðmundsdóttir HDíieíM ffiolQ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 667. þáttur Þennan þátt hefur Örnólfur Thorlacius, þar sem frá var horf- ið síðast: „Stundum er erfítt að kveða að töluorðum og beygja þau. Fleirtalan af þúsund er þúsundir en þar með er ekki sagt að hundrað taki fleirtöluna hund- ruðir, sem er algeng meinloka í hugum og munnum manna, meðal annars fréttamanna. Rað- tölur geta verið strembnar. Við segjum þrítugasti og fyrsti frem- ur en þijátíu og fyrsti. En hvað með 101? í samræmi við 31. ætti það að vera hundraðasti og fyrsti en ekki hundrað og fyrsti. En þá minnist ég orða Ólafs Kárasonar á fermingardaginn: „Hundrað og ellefta meðferð á skepnum ber vott um grimt og guðlaust hjarta." Þar með gefst ég upp. Fyrir því er evrópsk hefð að kalla milljón í öðru veldi (1012 eða 1 með 12 núllum) billjón, milljón í þriðja veldi (18 núll) trilljón, þá kvaðrilljón og svo framvegis eftir því sem latínu- kunnáttan leyfir. Þúsund millj- ónir kallast þá milljarður (staf- setningin miljón og miljarður sést líka). 1 bandarískri talningu er billjónin hins vegar þúsund milljónir (milljarður skv. fram- anskráðu), trilljónin þúsund sinnum þúsund milljónir (eins og fom billjón) o.s.frv. Billjónin er sem sagt eitt af fáu sem ekki er stærst í Ameríku. Þessi amer- íski talningarmáti sækir nú á hér á landi og víðar svo að ég veit nú sjaldnast hvað við er átt þegar talað er um billjón eða trilljón. (Svona ameríska ásókn í mál eða menningu kölluðu Frakkar cocacolonisation á dög- um de Gaulles heitins.) Það er ekki alltaf vandalaust að þýða tölur. Of mikil ná- kvæmni er engu betri en of lítil. í riti um könnun geimsins, sem kom út fyrir nokkrum áratugum þýtt úr ensku, er víða getið hita- stigs á tungli og plánetum með furðumikilli nákvæmni. Þar er hitastigið við miðju björtu hliðar- innar á Merkúri sagt geta nálg- ast 537°C. Ef þetta er margfald- að með 9A og 32 bætt við kemur út tala grunsamlega nærri 1.000 stigum á Fahrenheitkvarða. Svipuðu máli gegnir um mílurn- ar. Það er hjákátlegt að sjá vega- lengdir, sem liggur í augum uppi að eru breytilegar eða óná- kvæmar, gefnar upp til dæmis sem 1.600 kílómetra. í eldhús- reyfara, sém móðir mín las í æsku, hrópaði söguhetjan á ein- um stað: „Ó að ég væri kominn hundrað mílur í jörð niður!“ Síð- an var vísað á neðanmálsgrein sem var eitthvað á þessa leið: „Hér er að sjálfsögðu átt við enskar mílur. þýð.“ Með hlýrri kveðju. PS. Ég hef aldrei áttað mig á merkingu málsháttarins Betri er belgur en barn. En hefur þú betri tillögu um smokkaauglýs- ingu?“ ★ Umsjónarmaður þakkar Ö.Th. vinsemd, skemmtun og fróðleik, en víkur sér í bili undan því að svara lokaspumingunni. ★ Stundum kalt og stundum heitt, stundum glys og leikur, en þetta allt er ekki neitt annað en fís og reykur. (Gísli Olafsson frá Eiríksstöðum, 1885-1967; víxlhent.) Búr eða stía heitir á latínu cavea, ensku cage, holl, kooi. Af cavea (með fyrri hluta úr fr.) er einnig komið enska orðið decoy. Fyrsta merking, sem gefín er í Ensk-íslenskri orða- bók Arnar og Örlygs, er tál- beita. Um orðið decoy segir meðal annars í Stóra-Webster: „A person employed by officers of justice ... to induce a suspected person to commit an offense under circumstances that will lead to his detecti- on .. .“ Lauslega þýtt: Maður, sem ráðinn er til þess af lög- gæslumönnum að fá þann, sem liggur undir grun, til þess að bijóta af sér við þær aðstæður, að upp um hann komist. í dönsku er orðið lokkemad notað á sama hátt og enska decoy og fram tekið í nýrri dansk-íslenskri orðabók ísafold- ar, að lokkemad sé tálbeita bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Þetta er rifjað upp að ósk Einars Vilhjálmssonar í Garðabæ, en hann var í vafa um réttmæti þess, er íslenskir fréttamenn kölluðu mann tál- beitu. Einar taldi það fremur eiga við um dýr eða hluti. Umsjónarmaður hefur ráð- fært sig við góða menn og gegna og flett upp í mörgum bókum. Niðurstaða: Mál fréttamann- anna er ekki aðfinnsluvert. ★ Sigfríður sagan kvað (Fögur er hlíðin): Og ofan á greindarskortsgalla var Gunnar nú kominn með skalla: „Hæ, gamla Veiga, þeir mega, þeir mega, þeir mega sko láta hann falla."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.