Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 41
<■ < < í í í í I I I I i J I I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 41 Sóknargeta og úthaldstími eru bestu stjórntækin Frá Bjama Kjartanssyni: NÚ er komin reynsla á kvótakerfið sem stjómkerfí á fiskveiðum lands- manna. Niðurstaðan er skelfíleg í fáum orðum sagt, hrun á stofnum nytjafíska, stækkandi floti, afkasta- meiri skip, atvinnubrestur í land- vinnslu og slagsíða á sóknarmunstri. Það er alldeilis ekki sátt um þetta kerfí, menn benda á að heimildir safnist á fárra hendur, nýliðun í út- gerð nánast vonlaus og byggðarlög sem allt sitt eiga undir hefðbundnum heimamiðum missa tilverugrundvöll vegna gjaldþrota og eða sölu útgerða af staðnum. Aðilar sem standa utan greinar- innar fá ekki skilið til hvaða verð- launa útgerðarmenn hafa unnið að fá upp í hendur hlutdeildarloforð í auðug fiskimið, sem þeir síðan verð- leggja sín á milli og geta að auki veðsett bönkum og öðrum lánastofn- unum. Plestir íhyglir menn sjá í hendi að ekki er von um sátt annarra at- vinnuvega um slíkt lénskerfí og kröf- ur um að bein aðgjöld til ríkissjóðs komi fyrir verðmæti sem talin eru veðhæf. Landsbyggðarmenn líta margir öðrum augum silfrið, þeir telja það sinn heilaga rétt að stunda sín mið í friði og spekt, skilja ekki þrætubókarstagl um kvóta og auð- lindaskatt. Sókn á hvaðeina er hug- tak sem menn skilja gjörla, enda runnið í merg og bein. Sjómenn sækja á mismunandi skipum og sókn þeirra hefír í för með sér allt frá óverulegum til mikils skaða á lífrí- kið, allt eftir stærð og gerð veiðar- færanna. Tillaga mín er því nauða einföld: Skipta ber skipum í flokka eftir af- kastagetu (vélarstærð, skrokkstærð og gerð veiðarfæra) þannig fyndu menn einhvem stuðul sem margfald- aður með tímalengd veiðiferðar gæfi stærð sem myndað gæti skattstofn, það væri síðan á valdi sljómvalda hveiju sinni hvort og þá hversu mik- ið þau notuðu slíkan stofn. Þama væri komið nothæft stjórn- tæki sem ekki skammtaði afla milli manna þannig að atgervi einstakl- ingsins og aðgengi að gjöfulum mið- um hefði úrslitaáhrif á afkomuna en ekki eitthvert sósíalískt skömmtun- arkerfi kommissara. Hvatinn til að kasta afla hyrfí og sá beiski bikar ósamlyndis milli sjómanna einnig. Kerfí þeta væri tiltölulega einfalt og nálgaðist það sem Öndundur Ás- geirsson skrifaði um í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu 15. október síðastliðinn en þó er einn munur á. Kerfíð gerir ekki ráð fyrri beinni mismunun milli landsvæða heldur því að hgakvæmni ráði hvaðan gert er út og þá hvaða veiðarfæri gefist best á hveijum stað. Ég tel að hagkvæmni sóknarstýr- ingar geri það að verkum að jafnvel myndaðist skattbær stofn og þannig sætt sjónarmið kvótaandstæðinga og þeirra er telja rétt að einhverskonar gjald komi til vegna nota á sameigin- legri auðlind. Síðan tel ég rétt að önnur not af sameiginlegum auðlind- um, s.s. heitu vatni og fallvötnum og upprekstrarlendum, kæmu til skoðunar um skattlagningu til að gæta jafnræðis og efna ekki til ill- deilna að óþörfu. Aðstæður eru nú þannig að ekki verður lengur undan því vikist að ná sem bestri lendingu í sjávarút- vegsmálum. Þar verður að ná sem mestri eindrægni með þjóðinni um stjómun og eða aðgangi í undirstöðu- greinamar. Ljóst er að kvótakerfið hefur bmgðist algerlega og að allar frómar væntingar manna til þess hafa beðið skipbrot á skeijum grseðg- innar og öfundarinnar. Venjulegir borgarar fínna til furðu á hamstri og ofurkappi manna til að ná undir sig kvóta annarra, þeir telja líklegt að of mikil orka fari í kvóta- kapphlaup. Þannig varð til skammar- yrðið „sægreifar“. Menn botna ekki heldur í því að fjármálamenn klífa í síbylju á ofQárfestingarvanda á sama tíma sem þeir ausa lánsfjármagni í kaup á gjaldeyri til kaupa á fiysti- skipum um það leyti er aðrar físk- veiðiþjóðir eru að hætta útgerð slíkra skipa og leggja þeim. Ég er orðinn sannfærður um að fiskveiðar og vinnsla verða hér eftir ekkert einkamál þeirra er stunda, heldur verða borgarar í vaxandi mæli hnýsnir um hag sjávarútvegs- ins, af því leiðir að ekkert kerfí er hyglar eða hlunnfer aðila verður langlíft. Því miður er farið að tala með lítilli virðingu um „LÍÚ gróða- punga og sérhyglisliðið í SÍF". Þetta er óþolandi og því er eina vömin kerfí sem byggist á atgervi og vinnu- semi, kerfí sem aðiiar utan sjávarút- vegsgreinanna vilja búa við. Einnig verður að skoða aðrar auðlindir og sókn i þær eins og að framan er getið. Eins og áður treysti ég bestu mönnum Sjálfstæðisflokksins til að fínna kerfí er nái inntaki sjálfstæð- isstefnunnar um athafnafrelsi manna og þannig að ekki verði ofboðið rétt- lætiskennd þjóðarinnar. Þesar vangaveltur um sóknargetu sinnum úthaldstíma sem stjómtæki og eða skattstofn verða að sinni mitt framlag til umhugsunar fyrir fijálsborna Islendinga. BJARNI KJARTANSSON, Móatúni 25, Tálknafirði. LEIÐRÉTTING Verðið féll niður í frétt í Morgunblaðinu í gær um nýja geislaplötu með leik þeirra Sigrúnar Eðvaldsdóttur og Selmu Guðmundsdóttur féll niður verð plötunnar en hún kostar 2.199 krónur. VELVAKANDI VESKI Ljósbrúnt mynstrað seðlaveski með skilríkjum var tekið í Suð- urbæjarsundlaug í Hafnarfirði fýrir skömmu. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 53494. BIFREIÐ STOLEE) Drapplitum Saab 900, árgerð 1982, var stolið frá Rauðarár- stíg 7 eftir miðnætti aðfaranótt fímmtudags. Bifreiðin ber núm- erið R-69080. Þeir sem hafa orðið bifreiðarinnar varir eru beðnir að hafa samband við lög- reglu. ÚTSAUMUÐ MYND Útsaumuð mynd með bláu fóðri tapaðist í Heimahverfi fyr- ir skömmu. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í Krist- jönu í vinnusíma 691800 eða heimasíma 32256. GLERAUGU Gleraugu töpuðust fyrir þremur vikum. Umgerð og spangir eru að mestu bláar og mjög sterklegar. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Sigríði í síma 627222. MEÐ STJÖRNUR í AUGUNUM ★ MILUONIR I HÆSTA VINNING! '.-v’ o hverjum mið&- moguieiki á vinningi í báðum leikjum. HAppAþRENNAN /iefed rínmngóin/ ARGUS/ SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.