Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAG.UR 21. NÓVEMBER 1992 Afmæliskveðja Sveinn Kristjánsson Það var í nóvemberlok árið 1969 að undirritaður var kvaddur til þess að flytja erindi um bindindis- mál á samkomu sem haldin var af góðtemplurum á Akureyri á bindindisdegi. Ég var þá lítt kunnugur forystu- liði templara á Norðurlandi. Vissi það eitt að á Akureyri var öflugt starf sem naut styrkrar forystu áhugasamra og fórnfúsra leiðtoga. Á stuttri dvöl í höfuðstað Norður- lands var stofnað til þeirra kynna, sem leitt hafa til mikils samstarfs og varanlegrar vináttu, sem seint verður að verðleikum metin. Einn meðal hinna fremstu í því forystuliði, sem hér um ræðir, var Sveinn Kristjánsson, sem í dag fyllir sjöunda tuginn í lífshlaupi sínu. Sveinn er Akureyringur, fæddur þar hinn 21. nóvember 1922. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Magnússon og Eugenía Jónsdóttir. Hann var yngstur af fimm bömum þeirra hjóna. Þtjú þeirra eru nú látin, en einn bróður á Sveinn á lífi. Sveinn ólst upp á Akureyri hjá foreldrum sínum. Hann lauk gagn- fræðaprófi við Gagnfræðaskólann á Akureyri. Eftir það starfaði hann skamma hríð sem sendill hjá Prent- smiðju Odds Bjömssonar, en réðst bráðlega til starfa hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, fyrst sem verslunar- maður- í nokkur ár, en var þá kvaddur til skrifstofustarfa hjá fyrirtækinu. Þar var starfsvett- vangur hans upp frá því uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Það segir sína sögu, meira en mörg orð, um vinsældir Sveins og farsæld í starfí, að hann skyldi helga sama fyrirtækinu megin- hluta starfsævi sinnar. Það mun líka mála sannast að vel var að öllum þeim störfum staðið sem Sveinn kom nærri og vísvitandi hefir hann ekki bmgðist í þeim hlutverkum sem hann hefir tekið að sér eða honum hafa verið á hendur falin. Síðustu árin, eftir að Sveinn hætti hjá KEA, hefír hann aðstoðað son sinn, sem er með verslunarrekstur á Akureyri. Á sínum yngri ámm tók Sveinn mikinn þátt í íþróttum. Hann æfði og keppti með KA og þótti hann meðal hinna vöskustu og liðtæk- ustu á knattspymuvellinum á sinni tíð. Og enn fýlgist hann með af brennandi áhuga ungs manns, þeg- ar knattspymuliðin etja kappi á Akureyrarvelli. Sveinn er mikill félagsmálamað- ur og hefír víða komið við sögu á þeim vettvangi. Ég nefni hér að- eins þátttöku hans í bindindismái- um og hið mikla starf sem hann hefir innt af hendi innan Góðtempl- arareglunnar. Hann gerðist félagi í stúkunni Ísafold-Fjallkonan nr. 1 fyrir réttum 30 árum, í nóvember- mánuði árið 1962. Þar hefir hann starfað af lifandi áhuga, fómfýsi og framúrskarandi dugnaði allt til þessa dags. Hann hefír, eins og að líkum lætur, lengst af verið í forystusveit stúlku sinnar og gegnt þar æðstu embættum af þeirri hlýju og látlausu reisn sem er hon- um svo inngróin og eðlislæg. Frá 1964 hefir hann verið gæslumaður barnastúkunnar Sakleysisins nr. 3. Árið 1970 var Sveinn kjörinn til starfa í framkvæmdanefnd Stór- stúku íslands og embætti stór- templars gegndi hann kjörtímabilið 1978-1980, en gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Eigi að síður hefír Basar Kvenfélags Hallgií mskirkj u HINN árlegi basar Kvenfélags Hallgrímskirlqu verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar í suðurálmu tumsins laugardag- inn 21. nóvember og hefst kl. 14. Verður þar að vanda margt góðra muna á boðstólum, svo sem mikil og fjölbreytt handavinna félags- kvenna sjálfra og margvíslegar jóla- vörur svo og kökur. Fyrr á þessu ári minntist Kvenfé- lag Hallgrímskirkju 50 ára afmælis síns. í hálfa öld hefur Kvenfélagið . unnið ómetanlegt starf í þágu kirkj- 1 unnar og safnaðarins. Allur skrúði kirkjunnar og mest af búnaði kirkju og safnaðarheimilis er frá Kvenfé- ' laginu kominn. í tilefni afmælisins afhentu félagskonur stórupphæð til orgelsjóðs Hallgrímskirkju en þær * hafa stutt það mikla verkefni dyggi- lega frá fyrstu tíð. Basarinn er meginburðarás fjáröflunar Kvenfé- lags Hallgrímskirkju og að baki býr þrotlaus vinna félagskvenna. Hallgrímssöfnuður og allir sem _____________Brids______________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Reykjavíkurmótið í tvímenningi Úrslit Reykjavíkurmótsins í tví- menningi, sem fram fara um helgina 21.-22. nóvember í Sigtúni 9 verða spiluð frá klukkan 10-19 báða dag- ana. Mikilvægt er að pör mæti tíman- lega svo upphaf keppninnar tefjist ekki úr hófí. Spilaður er barómeter og miðað við þann fjölda para sem hingað til hefur skráð sig til þátttöku, i eru spiluð þrjú spil milli para, allir við l alla. Spilagjaldið er 4.000 krónur á parið og greiðist fyrir upphaf spilamennsku. keppnisstjóri á mótinu, sem jafnframt sér um útreikning, er Kristján Hauks- son. Sigurvegararnir á þessu móti verða krýndir Reykjavíkurmeistarar í tvímenningi og þeir öðlast sjálfkrafa rétt til að spila í úrslitum íslandsmóts í tvímenningi. Spilað er um silfurstig. Bridsklúbbur Félags eldri borgara í Kópavogi Föstudaginn 13. nóvember var spil- aður tvímenningur og mættu 10 pör til leiks, og urðu úrslit þessi: Þórarinn Amason - Þorleifur Þórarinsson 168 Ingiríður Jónsdóttir - Helga Helgadóttir 118 Jón Hermannsson ogKjartan Þorleifsson 114 Heiður Gestsdóttir - Stefán Björnsson 114 Meðalskor 108 stig. , Þriðjudaginn 17. nóvember var spil- aður tvímenningur og mættu 18 pör til leiks, spilað var í tveimur riðlum, 10 og 8 para, og urðu úrslit í A-riðli j þessi: ÍGarðarSigurðsson-StefánJóhannesson 135 Bergsveinn Breiðfjörð - Kjartan Guðmundss. 131 Jón Friðriksson - Ingibjörg Sigvaldadóttir 118 Hannes Alfonsson - Valdimar Lárusson 112 - Meðalskor 108 stig. Sýnishorn af því sem á boðstólum verður á basar Kvenfélags Hall- grímskirkju. Hallgrímskirkju rækja og unna standa í mikilli þakkarskuld við Kvenfélag Hallgrímskrikju. Ég vil hvetja safnaðarfólk og aðra borg- arbúa til að fjölmenna á basarinn, gera góð kaup og styðja jafnframt starf félagskvenna. - Karl Sigurbjörnsson í B-riðli urðu úrslit þessi: Þórarinn Ámason - Þorleifur Þórarinsson . 92 Jón Hermannsson - Bjami Guðmundsson 91 Sigriður Pálsdóttir - Eyvindur Valdimarsson 89 Meðalskor 84 stig. Næst verður spilað þriðjudaginn 24. nóvember kl. 19 á Digranesvegi 12. Bridsfélag Reykjavíkur Hrólfur Hjaltason og Sigurður Vil- hjálmsson tóku forystuna í barómet- emum en annað kvöldið af sjö var spilað sl. miðvikudag. Bræðurnir Her- mann og Ólafur tóku risaskor sl. mið- vikudag og eru komnir í 5. sætið í keppninni eftir að hafa verið með 19 mínusstig eftir fyrsta kvöldð. Staðan eftir 15 umferðir: Hrólfur Hjaltason - Sigurður Vilhjálmsson 258 Esther Jakobsd. - Valgerður Kristjónsd. 247 Magnús Óiafsson - Guðmundur Sveinsson 219 Helgi Jónsson - Helgi Sigurðsson 209 HermannLárusson-ÓlafurLárusson 189 Símon Símonarson - Sverrir Kristinsson 187 Guðmundur Eirikss. - Björgvin Þorsteinss. 172 ísak Ö. Sigurðss. - Sigurður B. Þorsteinss. 172 Bjöm Theódórsson - Gísli Hafliðason 157 Hæsta skor síðasta spilakvöld: HermannLámsson-ÓlafurLárasson 208 Hrólfur Hjaltason - Sigurður Vilhjámsson 156 GylfiBaldursson-Haukurlngason 135 Helgi Jónsson—Helgi Sigurðsson 130 Esther Jakobsd. - Valgerður Kristjónsd. 128 Magnús Ólafsson -Guðmundur Sveinsson 121 Bridsdeild Sjálfsbjargar Sveit Jóns Egilssonar sigraði í 6 kvölda hraðsveitakeppni sem lauk 16. nóv. sl. Sveitin hlaut samtals 2812 stig en röð næstu sveita varð þessi: Sveit Sigurðar Bjömssonar 2758 Sveit Halldórs Aðalsteinssonar 2691 Sveit Meyvants Meyvantssonar 2660 Nk. mánudag hefst fjögurra kvölda jólatvímenningur. Skráning er í síma 31832 (Rósa eða Gunnar) eftir kl. 18. Spilað er í Hátúni 12 og hefst spila- mennskan kl. 19. Bridsfélag Breiðholts Að loknum 16 umferðum í barómet- er er staða efstu para þessi: Lilja Guðnadóttir—Magnús Oddsson 144 María Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 73 GísliTryggvason-LeifurKristjánsson 61 FriðrikJónsson-RúnarHauksson 60 Ingvarlngvarss.-GuðjónSigurjónsson 59 Eysteinn Einarsson - Jón Stefánsson 59 Hæstu skor kvöldsins hlutu: María Ásmundsd. - Steindór Ingimundarson 52 Ingvar Ingvarsson - Guðjón Sígurjónsson 44 Guðmundur Magnússon - Jón G. Hafsteinsson 31 Keppninni lýkur næsta þriðjudag. Þriðjudaginn 1. desember verður spilaður eins kvölds tvímenningur. hann starfað áfram í fram- kvæmdanefndinni allt til þessa dags. Á síðasta Stórstúkuþingi, sem haldið var á Akranesi á síðast- liðnu vori, var hann kjörinn í emb- ætti umboðsmanns alþjóðaforseta. Af þessu lauslega yfírliti má ljóst vera að Sveinn hefir lagt mik- ið af mörkum í þeirri hugsjónabar- áttu sem góðtemplarar heyja fyrir bindindi og bættu mannlífi hér á okkar landi. Sveinn er ekki stormsins maður. Látleysi og hlýja einkenna dagfar hans og það er alltaf bjart í kring- um hann. Hann er raungóður og ráðhollur vinum sínum og sam- starfsmönnum, einarður og fastur fyrir þegar því er að skipta. Sér- staklega hefír mér, frá okkar fyrstu kynnum, fundist mikið til um hið hlýja og einlæga bróðurþel sem Sveinn er gæddur í svo óvenju- ríkum mæli. Þess dýrmæta eigin- leika er mikil þörf í öllum mannleg- um samskiptum og þá ekki síst í bindindisstarfi. Þess vegna hefír hann verið hinn rétti maður á rétt- um stað, og þess vegna hafa svo margir blessunarávextir sprottið upp af bindindisiðju hans. Sveinn er kvæntur Undínu Ámadóttur, sem einnig er Akur- eyringur, hinni ágætustu konu. Þau gengu í hjónaband hinn 20. nóvember árið 1943. Þau hafa átt samleið í bindindisstarfinu og hefír. Undína verið manni sínum hin styrkasta stoð. Þau eignuðust sjö böm em sex þeirra á lífí. Næ- stelsta bamið, drengur sem Ámi Kristján hét, dmkknaði fjögurra ára gamall. Tveir bræður búa á Akureyri, Rafn og Sveinn Brynjar, ívar Matthías býr í Neskaupstað, en Árni Viðar og tvíburasystkinin Ingibjörg Hrönn og Kristján Amar em búsett í Reykjavík. Bamaböm- in em orðin 13 og tvö langafaböm hafa þegar litið dagsins ljós. Persónulega og í nafíii Stór- stúku íslands áma ég Sveini vini mínum heilla og blessunar á merk- um tímamótum í lífi hans og þakka störfin hans mörgu, miklu og góðu í þágu Góðtemplarareglunnar, bæði í heimabyggð hans og annars staðar. Mætti sá drengskapur og góðhugur sem hann er gæddur í svo ríkum mæli setja svipmót sitt á störf okkar góðtemplara. Þá er starfað í þeim anda, sem í önd- verðu var ætlast til. Þá ósk á ég besta þeim báðum, afmælisbaminu Sveini og okkar kæm Reglu til handa. Heilla biðjum við heimili þínu og ástvinum, kæri vinur. Mættum við enn um langa hríð fá að njóta samfylgdar þinnar bæði í vináttu og starfi. Þess skal að lokum getið að Sveinn tekur á móti gestum í dag í Sunnuhlíð 12, KFUM-salnum á Akureyri, frá kl. 15—18. Björn Jónsson, Akranesi. Leðursófasett í öllum litum. Frábært yerð. Leðurhornsófar. Margar stærðir og gerðir. Verð sem kemur á óvart. Pantanir óskast staðfestar. Opid í dagy laugardagy kl. 10—16. Valhnsgögn Ármúla 8, símar 812275 og 685375.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.