Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 25. SJONARHOLL Lærleggsbrot og flúor Rannsóknir tengja lærleggsbrot flúorblönduðu neysluvatni FYRIR nokkrum árum fór fram hér á landi mikil umræða og deilur um það hvort flúori skyldi bætt í drykkjarvatnið, á sama hátt og þá var verið að gera víða erlendis. Af flúorí- blöndun varð þó ekki m.a. vegna þess hve lítið var vitað um áhrif langtíma flúorneyslu á einstaklinginn. Nú virðast langtímaáhrifin vera koma fram, ef marka má niðurstöður rannsókna sem unnar voru við Utah-háskóiann í Bandaríkjun- um, og nýlega hafa verið birtar. Þó að fólk sé sammála um að flúor í hæfilegu magni sé nauðsyn- legt (þess má afla með flúor- styrktu tannkremi, - tannskoli og flúortöflum), þá hefur íblöndun flúors í drykkjarvatn lengi verið umdeilt, ekki síst þar sem komið hefur í ljós að tannheilsa bama hefur batnað á undanförnum árum, ekki aðeins í þeim bæjum og borgum sem hafa flúorbætt drykkjarvatnið, heldur einnig í þeim borgum þar sem engu flúori hefur verið bætt í drykkjarvatnið. Á því fyrirbæri hefur engin viðhlít- andi skýring komið fram. Nú 20 áram eftir að íblöndun flúors í drykkjarvatn var víða tek- in upp, benda niðurstöður rann- sókna við Utah-háskólann í Salt Lake Gity í Bandaríkjunum, til þess að flúorblöndun í drykkjar- vatn geti valdið hættu á lærleggs- brotum hjá körlum og konum 65 ára og eldri sem hafa neytt flúor- bætts drykkjarvatns í um og yfir 20 ár. Rannsóknina gerði Christa Danielson og samstarfsmenn hennar og birtu þau niðurstöður sínar í „Joumal of the American Medical Association" nú í ágúst. Christa Danielson bar saman tíðni lærleggsbrota í Brigham City í Utah, þar sem flúorblöndunin nemur 1 mg í ltr, við tíðni sams- konar brota í tveim öðram borgum í Utah sem ekki höfðu flúorbætt vatn og náttúralegt flúormagn í vatni var 0,3 mg í lítra. Rannsókn- arhópurinn veitti því athygli að í borginni, þar sem vatn hafði verið flúorblandað, var konum 1,27 sinnum hættara við lærbeinsbroti en konum sem bjuggu í borgunum sem ekki höfðu flúorbætt vatnið. Körlum var 1,41 sinnum hættara við lærleggsbroti af flúorbættu vatni. í ágústblaði tímaritsins Chemic- al Engineering News, segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem vísindamenn hafi fundið bein tengsl á milli lærleggsbrota og íbiöndunar flúors í drykkjarvatn. Aftur á móti hafa flestar aðrar rannsóknir sýnt fram á aukna áhættu þegar flúormagnið hefur fanð yfir 1 mg í lítra. Á síðustu tveim áram hafa nið- urstöður fjögurra rannsókna, sem birtar hafa verið, sýnt fram á beint samband á milli aukinnar hættu á lærleggsbrotum og flúor- bætts dykkjarvatns. Fimmta rann- sóknin benti aftur á móti til þess að flúorblöndunin dragi úr hættu á lærleggsbrotum. Hjá fullorðnum sest að minnsta kosti 10 prósent af neyttu flúori fyrir í beinunum og í sumum rannsóknanna hefur greinst ákveðin fylgni á milli hærri flúomeyslu og rýmun á beinmassa og styrk beina. Þrátt fyrir þessar kannanir hafa verið settir fram fyrirvarar. í leið- ara ameríska læknablaðsins er tekið fyrir samband lærbrota og flúors og vitnað í sérfræðing í beinum og steinefnabúskap lík- amans, Michael Kleerekoper að nafni, við Henry Ford-sjúkrahúsið í Detroit, sem segir að engin þess- ara rannsókna gefi tilefni til full- yrðinga um að beint og óyggjandi samband sé á milli flúors og lær- leggsbrota. Aftur á móti sé tíma- bært að endurskoða flúorblöndun í drykkjarvatn með tilliti til áhrifa þess á heilsufar almennings. Amerísku tannlæknasamtökin hafa einnig látið til sín heyra í sambandi við rannsóknimar. Sam- tökin segja að þessar rannsóknir hafi ekki sýnt fram á orsakasam- band á milli flúors og beinbrota. Af þeim ástæðum væri óviturlegt að hafna flúorstefnunni og hætta við flúorblöndun drykkjarvatns, á grundvelli jafn ósannfærandi rannsókna og gerðar hafa verið til þessa. M. Þorv. Næringarefnamerkingar á matvæla- umbúðum eru ekki alltaf réttar Saltinihald osta reyndist vera frá 74-197 prósent af því magni sem gefið var upp á umbúðunum. í FRÉTTABRÉFI Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins í október eru kynntar niðurstöð- ur rannsókna á næringarefna^ merkingum matvælaumbúða. í fréttabréfinu kemur fram að á Rannsóknastofnun landbúnað- arins hafa fjölmörg matvæla- sýni verið rannsökuð á undan- förnum árum og hefur niður- stöðunum verið m.a. komið á framfæri í næringarefnatöflum sem hafa verið gefnar út, við neyslukannanir, næringarráð- gjöf og næringarefnamerking- ar matvæla. Á rannsóknastofnuninni hefur á síðustu tveim áram verið unnið að endurskoðun gagna og er verið að vinna að útgáfu á nýjum nær- ingarefnatöflum fyrir almenning og skóla í samvinnu við Náms- gagnastofnun og verða þær boðn- ar til sölu á næstunni. Nauðsynlegt var að gera nýjar mælingar á efnainnihaldi margra matvæla. Efnagreind vora 217 sýni: úr feitmeti (smjörlíki og ídýf- um), fiskafurðum, gosdryklqum, grænmeti og ávöxtum (niðursuðu- vöram og grautum), kornmat, (brauði, kexi o.fl.) og mjólkuraf- urðum (ostum, jógúrt, þykkmjólk o.fl.). Niðurstöður mælinganna voru síðan bomar saman við upp- gefíð magn á umbúðunum. Þau næringarefnin sem aðallega vora könnuð vora prótein, kalk og natr- íum (borðsalt). Helstu niðurstöður voru þær að kalkið reyndist að meðaltali vera 122% af uppgefnu gildi fyrir 37 mjólkurafurðir. í tveim tegundum af bræddum ostum reyndist kalkið vera tvöfalt meira en gefíð var upp á umbúðunum og í mysingi næstum fimmfalt meira. Natríum- eða saltinnihald reyndist vera frá 74-197% af uppgefnu gildi. í þrem tegundum af bræddum ostum var saltmagnið tvöfalt meira en gefið var upp á umbúðunum. Samræmi á milli fituinnihalds og merkinga, á nokkrum fæðuteg- undum, virtist vera nokkuð gott. Fita í Léttu og laggóðu og Létta reyndist vera sú saman og á um- búðamerkingunum. Kolvetnainni- hald brauða var nálægt næringar- efnamerkingum á umbúðum brauða og allir sykurlausir gos- drykkir reyndust vera sykurlausir. Á nokkram fæðutegundum reyndust næringarefnamerkingar vera rangar. Prentvillur fundust við B vítamín í sýrðum rjóma, vora milligrömm í stað mikró- gramma. I mysuosti og rjóma- mysuosti var járn gefíð upp 10-13 mg í 100 g en var 0,2-0,6 mg 100 g. Misræmi var á merkingum á sykurskertum sveskjugraut. Á sumum umbúðum var kolvetni sagt vera 4-5 g í 100 gr sem er rangt , en á öðrum umbúðum reyndist merkingin vera rétt þ.e. 14 g í 100 g. í fréttabréfínu segir að upplýsingum um rangar nær- ingarefnamerkingar hafí verið komið á framfæri við framleiðend- ur. Ólafur Reykdal hafði umsjón með þessari könnun. Niðurstaða hans er að næringarefnamerking- ar séu yfirleitt áreiðanlegar og aðeins í undantekningartilfellum sé um veraleg frávik að ræða. M. Þorv. Neskaupstaður Bifreiðaskoð- unarstöð opnuð FYRIR skömmu opnaði Bifreiðaskoð- un íslands skoðunarstöð á Neskaup- stað. Stöðin verður opin tvo daga í mánuði og munu starfsmenn Bifreiða- skoðunar íslands í Fellabæ annast skoðun í stöðinni. Skoðunarstöðin er til húsa að Egilsbraut 4 (gamla kaup- félagsfrystihúsinu). Bifreiðaþjónustan veitir alla almenna viðgerðarþjónustu ásamt því að þar verð- ur dekkjaverkstæði, smurþjónusta og bifreiðaréttingar. Þá verður þar leigð út aðstaða til viðgerða. Eigendur Bifreiða- þjónustunnar eru Guðmundur S. Guð- mundsson og Magnús Sigurðsson. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Fyrsti bíllinn tekinn til skoðunar í nýju skoðunarstöðinni á Neskaupstað. I AÐALFUNDUR Leigjenda- samtakanna var haldinn laugardag- inn 14. hóv. Auk venjulegra aðal- fundarstarfa var rædd hugmynd að leiguþjónustu sem samtarfsverkefni ýmissa aðila. Gestur fundarins var sr. Þorvaldur Karl Helgason. Hann sagði frá starfsemi deildarinnar og svaraði spumingum. í stjóm Leigj- endasamtakanna fyrir næsta starfs- árið voru kosin: Jón Kjartansson frá Pálmholti, formaður, Harald- ur Jónasson,. ritari, Reynir Ingi- bjartsson, gjaldkeri og Jóhanna Magnúsdóttir, varaformaður. Meðstjómendur era: Áshildur Jóns- dóttir, Lárus M. Bjömsson og Pjet- ur H. Lámsson. Varamenn: Bjara- ey Guðmundsdóttir, Emilía Jónas- dóttir, Kristján Guðmundsson, Júlíus Valdimarsson og Þorsteinn Víkingur Svemsson. Endurskoð- endur voru kjömir: Hafsteinn Ólafs- son og Svanhildur Haraldsdóttir. Jólakort MS-félagsins. Myndin Fjölskyldan prýður kortið en hana gerði listakonan Sóveig Eggerz Pétursdóttir. Jólakort MS-félags- íns komín út JÓLAKORT MS-félags íslands era komin út. Að þessu sinni prýðir kortin myndin Fjölskyld- an eftir listakonuna Sólveigu Eggerz Pétursdóttur. MS-félagið hefur undanfarin sex ár rekið sjúkradagvist með endur- hæfingu fyrir skjólstæðinga sína. MS-félagið er félag sjúklinga með sjúkdóminn multiple sclerosis sem er sjúkdómur í miðtaugakerfi sem herjar aðallega á ungt fólk, þ.e. 18-40 ára. Jólakortasalan er aðalíjáröflun félagsins. Allur ágóði af henni renn- ur í húsbyggingasjóð, en félagið áformar að hefja byggingu nýs dagvistunarhúsnæðis á Sléttuvegi 5. Jólakortin era til sölu á skrif- stofu MS-félagsins i Álandi 13 og hjá félagsmönnum. Laugardaginn 26. nóvember verður árlegur kökubasar í Blóma- vali. Eitt atríði úr myndinni Lifandi tengdur. Laugarásbíó sýnir kvik- myndina Lif- andi tengdur LAUGARÁSBÍÓ hefur hafíð sýningar á myndinni Lifandi tengdur. Með aðahlutverk fara Pierce Brosnan, Ron Silver og Ben Cross. Leikstjóri er Christ- ian Duguay. Myndin segir frá illvígum hóp alþjóðlegra hryðjuverkamanna sem vinnur að því að drepa banda- ríska öldungadeildarþingmenn sem sitja í stjórn mikils metins sjóðs sem beitir sér fyrir vemdun Mið- austurlanda. Einn af öðrum mæta þeir skapara sínum í dularfullum en stórum sprengjutilræðum. Sprengjusérfærðingur hjá FBI.. Danny O’Neill, er nafntogaður fyr- ir sérkunnáttu við að aftengja sprengju^ Þó að hættulegar að- ferðir O’NeilI hafi verið viður- kenndar þarf hann í þetta skiptið að nota óviðurkenndar aðferðir til þess að upplýsa hvemig þessar sprengjur drepa hljóðlaust og án þess að innihalda rafstraum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.