Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 Sæstrengsathugun samþykkt í borgarstjóm V erðmætur afrakstur hver sem niðurstaðan verður - sagði Markús Óm Antonsson borgarstjóri BORGARSTJÓRN samþykkti í fyrrakvöld að hefja hagkvæmni- athugun á framleiðslu, flutningi og dreifingu raforku um sæ- streng til Evrópu ásamt þremur hollenskum fyrirtækjum. Óvissa ríkti um afgreiðslu málsins fyrir fundinn þar sem deilt hafði ver- ið um samninginn innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks- ins. Samningurinn var samþykktur með 13 samhyóða atkvæðum meirihluta sjálfstæðismanna og fulltrúa allra minnihlutaflokk- anna. Tveir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þær Katrín Fjeldsted og Guðrún Zoega, sátu hjá. Við umræður um málið í borgar- stjóm vakti Markús Öm Antonsson, borgarstjóri, athygli borgarfulltrúa á því að hollensku fyrirtækin, EPON, PGEM og NKF væm öll traust og fjárhagslega vel stæð. Til marks um það sagði hann að velta EPON væri 55 miltjarðar og fyrirtækið hefði 1.320 starfsmenn, velta PGEM væri 45 milljarðar og hefði það 2.200 starfsmenn og velta NKF væri 15 milljarðar og hefði fyrirtækið 1.600 starfsmenn. Athugunin tekur 18 mánuði Borgarstjóri sagði að samningur- inn kvæði á um að aðilar gætu ákveðið að hætta við hagkvæmniat- hugunina, ef þeir mætu aðstæður þannig meðan á athuguninni stæði, en eftir 6 mánuði yrðu forsendur hennar sérstaklega endurmetnar. Einnig gæti hver aðili hætt við þátt- töku í heildarverkefninu, að hag- kvæmniathuguninni lokinni, en henni væri ætlað að taka 18 mán- uði. Markús Öm sagði að samnings- aðilar hefðu lagt sig mjög fram um að ná sem bestu sambandi við Lands- virkjun og hefði það tekist með mikl- um ágætum. „Vegna hins mikla framlags hol- lensku fyrirtækjanna, um 80 milljón- ir króna auk mikils framlags eigin starfsliðs, munum við, með því að ganga til þessa samstarfs, eignast mjög verðmætan afrakstur og mikla reynslu af þessari könnun, hver svo sem niðurstaða hennar kann að verða,“ sagði Markús Öm. Hann sagði að ef könnunin yrði jákvæð og leiddi til byggingar umræddrar strengjaverksmiðju, yrði um að ræða að minnsta kosti 300 árstörf í u.þ.b. 15 ár, lengur ef viðbótarverkefni kæmu til, auk ýmis konar hliðar- áhrifa til örvunar atvinnulífs í borg- inni. Hollendingar óska eftir tílboði í farmiða og uppihald Ámi Sigfússon, Sjálfstæðisflokki, sagði að þær 20 milljónir króna sem Reylqavíkurborg legði fram á móti 80 milijón króna framlagi Hollend- inga framkallaði um 65 til 70 milljónir króna beint inn í störf Reyk- víkinga á næstu 18 mánuðum. Enn Athugasemd við leið ara Morgunblaðsins MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi athugasemd frá tveimur borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, þeim Guðrúnu Zoega og Katrínu Fjeldsted: í leiðara Morgunblaðsins sl. fímmtudag, um sæstreng og hags- muni Reykvíkinga, er fjallað um afstöðu sem nokkrir borgarfulltrú- ar lýstu til málsins á fundi í borgarstjómarflokki Sjálfstæðis- manna. Undirrituðum borgarfull- trúum em þar gerð upp annarleg sjónarmið, þó að þeir hafi lýst af- stöðu sinni til málsins með rökst- uðningi og efnislegri umfjöllun á lokuðum flokksfundi. Fundir þessir em til þess ætlað- ir að ræða málin hreinskilnislega á málefnalegan hátt, skiptast á skoðunum, færa rök fyrir sínu máli og reyna að komast að sam- eiginlegri niðurstöðu. Ætlast er til að trúnaður ríki um það sem þar fer fram, en því miður virðist ekki vera hægt að treysta því lengur, sbr. frétt Morgunblaðsins sl. mið- vikudag, þar sem sagt er frá at- kvæðagreiðslu á umræddum fundi. Enda þótt langoftast takist að komast að sameiginlegri niður- stöðu um mál, kemur fyrir að borgarfulltrúar hafí aðra skoðun á hlutunum en meirihluti hópsins og er hefð fyrir því að virða slík sjónarmið, ef þau era vel rök- studd. Um þetta mætti nefna nokkur dæmi og er óþarfí að gera meira úr því en efni standa til. Ekki hefði verið óeðlilegt að leið- arahöfundur hefði reynt að kynna sér viðhorf okkar til umrædds máls og þau efnislegu rök, sem við höfum fram að færa, áður en hann gerir þau að umtalsefni í leiðara með fyrrgreindum hætti. Við undirritaðar sátum hjá við atkvæðagreiðslu um samning um hagkvæmnisathugun um, að kanna og rannsaka hagkvæmni þess að framleiða raforku á ís- landi, allt að 9 TWh/ár; eða 1000 MW með vatnsafli, flytja hana um sæstreng til Hollands og selja hana þar og stofna strengjaverksmiðju í Reylqavík á íslandi. Fyrir hjásetu okkar vom m.a. eftirfarandi rök, sem við gerðum grein fyrir í bókun á fundinum. 1. Virkjun á orku fallvatns til útflutnings er hvorki á valdi né á verksviði Reylrjavíkurborgar. 2. Borgin á rúmlega 45% í Landsvirkjun og á vegum Lands- virkjunar og markaðsskrifstofu hennar og iðnaðarráðuneytisins er nú verið að vinna að hagkvæmn- isathugunum um þetta efni. í stjóm Landsvirkjunar er vettvang- ur fyrir fulltrúa borgarinnar til að beita sér fyrir hagsmunum Reyk- víkinga á þessu sviði. 3. Talið er að verkefni þetta muni kosta 200-300 milljarða króna. Mál af slíkri stærðargráðu heyrir jafnframt undir Alþingi og ríkisstjóm. 4. Akvörðun um byggingu eða staðsetningu kapalverksmiðju, áður en tæknilegar, fjárhagslegar, umhverfíslegar og markaðslegar forsendur hafa verið kannaðar til hlítar, er ekki tímabær. í samningnum stendur að ákvörðun um framhald athug- unarinnar verði tekin eftir sex mánuði. í vissu þess að málið verði þá tekið aftur upp í borgarstjóm sátum við hjá. í máli okkar á borgarstjómar- fundinum komu enn fremur fram margvísleg önnur efnisleg rök, sem ekki er hægt að rekja í stuttri athugasemd. Það er full ástæða til að hvetja til þess að varlega verði farið, þar sem hér er um afar stórt mál og gífurlega áhættu að ræða. í slíku máli ber að gaumgæfa hvert spor sem stigið er og stíga þau í réttri röð, því annars er hætt við að menn hrasi á sprettinum. ánægjulegri væri sú staðreynd að af þessari tölu hyggðust Hollending- ar leggja um 50 milljónir króna til íslenskra ráðgjafa, sem fara myndu í beinar rannsóknir. Auk þess sagði Ámi að sér væri kunnugt um að Hollendingar hefðu óskað eftir til- boði í 150 farmiða til og frá landi ásamt hótelgistingu og uppihaldi næstu 18 mánuði. Hér væri um að ræða kostnað upp á 15 til 20 milljón- ir króna sem kæmu inn í störf hér utan umrædds samnings. „Ekki verksvið Reykjavíkurborgar Guðrún Zoéga og Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðisflokki, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. í sameigin- legri bókun sem þær lögðu fram vegna málsins kemur fram að þær telji að virkjun á orku fallvatna til útflutnings sé hvorki á valdi né á verksviði Reykjavíkurborgar. Borgin eigi hins vegar rúmlega 45% í Lands- virkjun og á vegum Landsvirkjunar ásamt markaðsskrifstofu hennar og iðnaðarráðuneytis sé nú verið að vinna að hagkvæmniathugunum um þetta efni. I stjóm Landsvirkjunar sé vettvangur fýrir fulltrúa borgar- innar til að beita sér fyrir hagsmun- um Reykvíkinga um þetta efni. Jafnframt segir í bókuninni að mál af slíkri stærðargráðu, sem tal- ið sé að muni kosta 200 til 300 milljarða króna, heyri jafnframt undi Alþingi og ríkisstjóm. „Ákvörðun um byggingu eða staðsetningu kapalverksmiðju, áður en tæknileg- ar, fjárhagslegar, umhverfislegar og markaðslegar forsendur hafa verið kannaðar til hlítar, er ekki tíma- bær,“ segir í bókuninni. Övissa var um afstöðu Júlíusar Hafstein, Sjálfstæðisflokki, fyrir fundinn en hann greiddi atkvæði með samningnum. Hann sagði að hjáseta sín á flokksfundi borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins hefði ekki mótast af andstöðu hans við málið heldur að hann hefði talið skynsam- legast í stöðunni að fresta málinu í sex til átta vikur og bíða niðurstöðu þeirrar hagkvæmniathugunar sem nú færi fram á vegum Landsvirkjun- ar um sambærilegt mál. Hann sagð- ist aldrei hafa lýst andstöðu við málið þó hann teldi ákveðna van- kanta vera á samningsaðilum borg- arinnar þar sem hollenska kapalfyr- irtækið sem um væri rætt í samning- um hefði ekki þekkingu og reynslu á því sviði að framleiða sæstreng og hefði það verið staðfest af þeim sjálfum. „Öllum er ljóst að hér er um stórkostlegt framtíðarhags- munamál íslendinga að ræða og því meiri er ástæðan til að skoða val- kosti af gaumgæfni," sagði Júlíus. Hann sagði að vegna þessa væri ekki skynsamlegt að slá hendi á móti boði hollensku fyrirtækjanna þriggja um frumathugun málsins, þrátt fyrir ákveðna vankanta og því styddi hann málið. Gagnrýni á umfjöllun Morgunblaðsins Júlíus, Guðrún og Katrín gagn- rýndu umfjöllun Morgunblaðsins um deilur innan borgarstjómarflokks Sjálfstæðisflokksins. Þau sögðu það áhyggjuefni fyrir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks að Morgunblaðið skyldi hafa fengið upplýsingar um atkvæðagreiðslu sem fram fór á trúnaðarfundi borgarstjómarflokks- ins, þar sem aðeins borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar hefðu setið. Blaðið hefði einnig átt að kynna sér afstöðu þeirra aðila sem ekki greiddu atkvæði með samningnum og þær ástæður sem að baki hefðu legið. í stað þess að vinna þannig faglega að málinu hefði Morgunblaðið í leið- ara sínum sagt að borgarfulltrúar hefðu engin efnislög rök gegn mál- inu. Þau efnislegu rök væm hins vegar öll komin fram í umræðum í borgarstjóm. Júlíus Hafstein sagði að jafn gott og virðulegt blað og Morgunblaðið hefði því átt að vinna heimavinnu sína betur. Fulltrúar minnihluta fylgjandi Þrátt fyrir ýmsar athugasemdir fulltrúa minnihlutaflokkanna við efnisleg atriði samningsins og máls- meðferðina greiddu allir atkvæði með honum. Sigrún Magnúsdóttir sagðist telja útilokað að samningsað- ilamir gætu framkvæmt athugunina án þátttöku Landsvirkjunar í verk- efninu. Þá hefðu hollensku fyrirtæk- in hvorki framleitt né lagt jafn- straumssæstrengi og byggju því ekki yfír sérþekkingu á því sviði heldur þyrftu að kaupa hana að. Hún sagði hins vegar að þar sem væntingar hefðu skapast um at- vinnutækifæri, í því svartnætti sem ríkti í atvinnumálum þjóðarinnar, ef af byggingu verksmiðjunnar yrði, samþykkti hún samninginn. Olína Þorvarðardóttir, Nýjum vettvangi, sagði að trúlega gætu Reykvíkingar ekki með neinu nióti tapað á þátt- töku í þessari hagkvæmnikönnun. Um 100 milljónir króna myndu koma inn í íslenskt atvinnulíf í formi verk- efna sem könnuninni tengdust og Hollendingar hefðu gefíð vilyrði fyr- ir því að leitað yrði til íslenskra aðila í tengslum við verkefnið eins og frek- ast væri kostur. Fulltrúar minnihlutaflokkanna gerðu fyrirvara við trúnaðarákvæði 7. greinar samningins. Þeir lögðu fram sameiginlega tillögu um að borgarstjóm samþykkti að skilning- ur hennar á þessu ákvæði væri sá að borgarstjóra væri skylt að veita borgarráði eða borgarstjórn þær upplýsingar sem nauðsyn krefði hveiju sinni í samráði við aðra samn- ingsaðila. Tillagan var samþykkt sam- Hjóða. Gunnar Gunnarsson sendiherra. Gunnar Gunn- arsson fasta- fulltrái hjá RÖSE GUNNAR Gunnarsson sendiherra hefur tekið við embætti fastafull- trúa íslands hjá Ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu (ROSE) í Vínarborg í Austurríki. Gunnar var áður skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins. Fyrrverandi fastafulltrúi hjá RÖSE, Gunnar Pálsson, hefur tekið við því starfí. Gunnar Gunnarsson hefur starfað mtanríkisráðuneytinu undanfarin ár. Áður var hann framkvæmdastjóri öryggismálanefndar og seinna lektor í alþjóðastjómmálum við félagsvís- indadeild Háskóla íslands. Hann mun hafa fasta búsetu í Vínarborg. . ♦ ♦ ♦------- Dagsbrún Kjaraskerð- ingu mótmælt FÉLAGSFUNDUR var haldinn í Verkamannafélaginu Dags- brún í gær til að fjalla um at- vinnu- og efnahagsmál verka- fólks. Guðmundur J. Guðmunds- son, formaður Dagsbrúnar, var frummælandi og í máli hans kom fram andstaða við hug- myndir um skerðingu á launum verkafólks. Það var einnig inn- tak aðalályktunar fundarins. Guðmundur lýsti ástæðunum fyrir því að hann hætti í atvinnu- málanefnd. Hann mótmælti harð- lega öllum hugmyndum um launa- skerðingu og sagði meðal annars að verkafólk væri ekki spurt um ráð í góðæri en þegar erfiðleikar steðjuðu að væri beðið um fómir. Hann sagði að það þýddi ekkert að tala um skattahækkanir eða launaskerðingar til tveggja ára því það hefði sýnt sig að tímabundnir skattar væru aldrei felldir niður einu sinni þegar þeir væra komnir á. Þó nokkrir félagsmenn tóku til máls á eftir Guðmundi og vom þeir allir sammála Guðmundi í meginatriðum. Ný verslun Leðuriðjunnar Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg Leðuriðjan opnaði verslun sína að Hverfísgötu 52 að nýju í fyrradag, eftir miklar breytingar. Arkitektamir Guðrún Margrét og Oddgeir hafa m.a. hannað nýjar innréttingar, þar sem léttsteypa er notuð í hillur ofl. í versluninni er bæði að fínna vömr, sem Leðuriðjan framleiðir sjálf, sem og vömr frá Ítalíu, Hollandi og Dan- mörku. Á myndinni em þær Nanna Maja Norðdahl, starfsmaður verslunarinnar, Nanna Mjöll Atladóttir, fram- kvæmdastjóri Leðuriðjunnar og Berglind Ólafsdóttir, markaðsstjóri, í nýendurgerðri versluninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.