Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 Orðlistarkraftur ________Myndlist_____________ Bragi Ásgeirsson í Menningarmiðstöðinni í Gerðu- bergi er í gangi allviðamikil kynn- ing á orðlist og sjónrænum athöfn- um Guðbergs Bergssonar rithöf- undar. Dreifist hún víða um húsið ásamt því að í bókasafni er sérstök bókasýning, þar sem frammi liggja frumsamdar og þýddar bækur, svo og ýmsar bækur rithöfundarins sem gefnar hafa verið út erlendis. Slík dreifíng sýningar, eða jafn- vel feluleikur, eins og hér á sér stað, er að vísu ekki alveg ný bóla, en hefur talsvert verið iðkuð upp á síðkastið undir formerkjum nýj- unga. Má nefna að hin mikla sýn- ing Dokumenta IX sl. sumar ein- kenndist mikið af slíkri áráttu, en til takmarkaðrar ánægju fýrir langt að komna og tímanauma gesti. Guðbergur á marga mjög trygga aðdáendur og læt ég mér detta í hug, að ýmsir þeirra muni ekki fagna því að uppgötva kannski seinna, að hafa yfírsést hluti sýn- ingarinnar. Framkvæmdin kynnir sérstak- lega hlut Guðbergs í myndlistar- sköpun, en vettvangur skipulagðra athafna hans á því sviði varaði í eitthvað tíu ár, á tímabilinu frá 1968-80. Líti maður til baka er þróunin er við blasir næsta eðlileg með vís- un til þess, að þetta var tímabil mikilla athafna á vettvangi hins fjarstæðukennda í listinni, öllum tegundum lista, og Guðbergur var einhvers konar stórmeistari og æðstiprestur hinna svokölluðu „absúrdista" ' hérlendis. Einn heimskunnur absúrdisti þýskur, Gúnther Grass, leitaði hins vegar á önnur svið myndlistar, en hann er einnig vel þekktur fyrir teikn- ingar sínar þar sem tæknin og hið fagurfræðilega er síður borið fyrir borð. Skyldleika þeirra er aðallega að finna í þeirri frægu bók Blikk- trommunni sem miklu umróti olli og Iöngu er orðin sígild. Það sem fyrir Guðbergi vakti í myndlistinni var að tengja orð og í kjallara Gerðubergs hefur rým- islistamaðurinn Kristinn G. Hrafnsson komið fyrir nokkrum verkum sínum, auk eins, sem stað- sett er fyrir framan aðalinngang. Því mun óhætt að slá föstu, að Kristinn sé í framvarðasveit rót- tækrar uppstokkunar á hugtakinu rýmislist á landi hér, og einkum hvað snertir byggingarfræðileg grunnmál. Sköpunarathafnir sem á stundum eru dregnar saman í þijá meiginása sem nefna má ímyndunarafl, bygging og virkni. Myndlistarmenn eru komnir í þá undarlegu aðstöðu, að ekki gengur lengur að beita fáránleika til að ögra skoðandanum, því að það er búið að gera á svo margan hátt að hugtakið er nær útjaskað. í öllu falli verður æ erfiðara að koma fólki úr jafnvægi, hvað þá geðs- hræringu með einhveijum frum- legum uppátækjum, og á ég hér að sjálfsögðu við fólk sem fylgist nokkuð grannt með framvindu myndlistar, en því fjölgar stöðugt í heiminum. Það gerist æ oftar, að rýmisverk líkjast mun frekar hugvitssamleg- um smíðisgripum í tré og málma, en því sem hingað til hefur verið skilgreint undir hugtakinu högg- myndalist, eða fjarrænna nafninu „skúlptúr", sem merkir nákvæm- lega það sama samkvæmt öllum uppsláttarbókum. Jafnframt er Guðbergur Bergsson mynd, athöfn og orð, ásamt því að fremja hvers konar orðfómir og orðgaldra. Mikið bar á þessu á áðumefndu tímabili og er jafnvel komið aftur í nýjum búningi. Tengdist hugmyndafræðilegu list- inni, sem drottnaði sem núlista- stefna í heilan áratug. Hlaut svo sömu örlög og svipaðir faraldrar, sem á seinni tímum em líkastir drepsótt í listinni meðan þeir flæða yfír með því að kæfa og fótum- troða alla aðra listsköpun. A ég hér við, að hér fyrram vora nýlista- stefnur framúrstefnur og einangr- að fyrirbæri, en nú flæða þær yfír og kremja allt sem fyrir verður í einsýni sinni. Yfírtaka íjölmiðla, skólastofnanir, listasöfn og lista- miðstöðvar. Sumt á sýningu Guðbergs er gott dæmi um þann margræða leik, er byggðist á sjálfhverfum athöfn- um og naflaskoðun „ég kynslóðar- innar“, sem til áhersluauka var fylgt úr hlaði með fjölþættum text- um, mismunandi andríkum. Hjá Guðbergi væsir ekki um andríkið, hugkvæmnina og orðgnóttina og oftar en ekki er kraftbirtingur orð- anna mun meiri en myndrænu at- hafnanna. Þetta má vera eðlilegt, því Guðbergur er fyrst og fremst skáld og fagurfræðileg útfærsla ekki það sem fyrir honum vakir, samkvæmt eigin staðhæfíngum, og þó felst nokkur fagurfræði í niðurröðun, hrynjandi og uppsetn- ingu bókstafa, sem víða sér stað á sýningunni. Myndbyggingin í sjálfu sér og allt hið byggingar- listgreinin orðin að alþjóðlegum staðli, þar sem landamærin era þurkuð út, enda ógjömingur að geta sér til hvaðan höfundar era í flestum tilvikum. Menn nefna fyrirbærið eins konar alþjóðlega umræðu og skoðanaskipti um stöðu rýmislistarinnar, heimslist og allsheijarmenningu. Þetta ber þó nokkum keim af sértrúarbrögð- um að því leyti, að áhangendumir era sannfærðir um réttmæti at- hafna sinna, svo og óskeikulleika fræðikenninganna. Og þar sem sannfæringin og trúin á það sem menn era að gera skiptir svo miklu máli í öllum listum, gerist það oft- ar en ekki, að slíkir ná að skapa mikia list. En þegar menn hafa náð þeim áfanga, að þetta er orðið að námsgrein í listáskólum, fer margur ósjálfrátt að efast, því að frelsið er að vísu harla gott, en um leið er það viðkvæmt og vand- meðfarið. Það hefur orðið kúvend- ing á hugtökum, þannig að núlist- ir era hið eina sem gildir víðast hvar, eins og akademisminn í eina tíð, en allt annað er talið af hinu illa. Og í stað frelsis á breiðum grandvelli hrannast upp keimlíkir hiutir um víða veröld, sem eru af- kvæmi hópeflis og eins konar día- lektísks marxisma í listum. Rýmisverk Kristins G. Hrafns- sonar era vel gerð nákvæmnis- vinna, formin hnitmiðuð og hrein, fræðilega, þ.e. hið „konstruktíva", er ekkert annað en viss tegund fagurfræði. Minna má einnig á, að andfagurfræði er í kjama sínum ekkert annað en ný tegund fagur- fræði. Upp úr skít vex t.d. gróður, jafnvel fögur blóm, en mun síður upp úr álitlegu og þéttu efni, eins og t.d. marmara. Angi af þessu kemur fram í litla herberginu, þar sem sér í eitt rúm, nokkur vatnsglös og náttgagn, ásamt því að herbergið er allt veggfóðrað síðum úr Tómasi Jóns- syni, metsölubók. Þessi „installa- sjón“ eða sviðsetning er eitt hið hnitmiðaðasta á allri sýningunni og leiðir hugann að mörgu því sem maður sá í útlöndum á tímabilinu. Telst þó markvissasta og um leið athyglisverðasta tilraun Guðbergs á myndlistarsviði. Yfír sviðsetning- unni er viss tegund fagurfræði jafnvel þótt í upphafí blasi við rými hráslaga og tómleika. Á sýningunni má sjá talsvert af úrkiippum frá ferli listamanns- ins bæði á veggjum og í bókum, m.a. myndlistarrýni þá, sem hann var svo þekktur fyrir, að hún ein seldi ófá eintök af Helgarpóstinum á viku hverri til fólks, sem annars sagðist síður kaupa blaðið, nema sem lesefni á klósettum. Þessi myndlistarrýni var skemmtileg aflestrar í þá vera, að hér var iðulega um fijóar heim- spekilegar hugleiðingar að ræða og andríkan orðaleik, sem var þó full hliðhollur félögum og skoðana- bræðram í list og pólitík á kostnað hinna sem voru þá úti í kuldanum. En aðdáendum Guuðbergs og skoðanabræðram þótti þetta svo dæmalaust sniðugt, að þeir slógu á læri sér í óstýrilátri hrifningu, þótt réttilega megi vísa til og minna á, að lúmsk fyndni og mein- hæðin sniðugheit teljist ekki skara kjama listrýni. Þessi upptalning ætti að nægja til að sá er les geri sér grein fyrir fjölbreytni sýningarinnar og hún er með sanni hvalreki á fjörar þeirra, sem kynna vilja sér eril og feril listamannsins Guðbergs Bergssonar. Kristinn G. Hrafnsson og hugmyndafræðin að baki vafa- lítið pottþétt. En hver er hún, gæti hinn almenni skoðandi tekið upp á að spyija? Hennar sér nefni- lega hvergi stað, hvorki í sýningar- skrá né neinstaðar í nálægð verk- anna. Og hvemig á að skilja nöfn eins og t.d. „Tilvitnun — málað MDF“? Þá er það af hinu lakara, að rýmis- verk af þessu tagi njóta sín yfír- leitt mjög illa á staðnum, enda hefur húsameistarinn eins og ég hef áður vísað til, trúlega ekki tek- ið það með í reikningin, að mynd- verk yrðu staðsett í húsinu. Á það bæði við rýmið sjálft í heild og lýsinguna. Byggingarfræði- leg grunnmál Jólabókafréttir ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Islenskir auðmenn Um 30 titlar koma út hjá Almenna bókafélaginu. Meðal bóka almenns eðlis er bókin íslenskir auðmenn, sem nafngreinir þá íslendinga sem eiga yfír 200 milljónir króna, nokkrir eiga jafnvel yfír einn milljarð. Bókin er skráð af Jónasi Sigurgeirssyni og Pálma Jónassyni. Ljóðabækurnar eru þijár: Tehús ágústmánans eftir Jó- hann árelíuz fékk fyrstu verðlaun í bókmenntakeppni Almenna bókafé- lagsins; Ljóð 92 eftir Kristján Karls- son er 7. bók höfundar; ljóðabókin Stjömur í skónum er um leið nótna- bók með texta og nótum eftir Svein- bjöm I. Baldvinsson; Stefán S. Stef- ánsson útsetur lögin. í skáldsögunni Benjamín eftir Einar Örn Gunnars- son er Reykjavík sögusviðið. Af öðrum bókum má nefna Liðs- menn Moskvu, bók um samskipti ís- Ienskra sósíalista við Moskvu og Austur-Þýskaland eftir Áma Snæv- arr og Val Ingimundarson; Sögur úr Reykjavík eru kímni- og skemmti- sögur af nafngreindum einstakling- um sem Ásgeir Hannes Eiríksson tekur saman. Þijár bækur falla undir þjóðlegan fróðleik: Bókin Galdrar á íslandi, sem Matthías Viðar Sæmundsson skráir, byggir á íslensku handriti frá 17. öld og var á sínum tíma notað sem kennslubók í fræðunum. í skotlínu, bók um skip Eimskipafélagsins og skipskaða í síðari heimsstyijöld eftir Huldu Sigurborgu Sigtryggsdóttur. Dagbók í Islandsferð - 1810 er dag- bók breska læknisins Henry Holland sem ferðaðist um Suður- og Vestur- land árið 1810. Þetta er önnur út- gáfa í þýðingu Steindórs Steindórs- sonar frá Hlöðum. Saga mannkyns, 5. bindi, í þýð- ingu Aslaugar Ragnars og Jóhannes- ar Halldórssonar er hluti af stærra safnverki. í bókinni Íþróttastjömur ræðir Heimir Karlsson við Atla Eð- valdsson í knattspymu, Pétur Guð- mundsson í körfubolta og Sigurð Sveinsson í handbolta, sem allir hafa skarað fram úr í sínum greinum. Og Hannes Hólmsteinn Gissurarson skráir ævisöguna, Jón Þorláksson — forsætisráðherra, sem er bæði per- sónulýsing, atvinnu og stjómmála- saga Jóns. Bókin, Díana — sönn saga, um krónprinsessu Breta í þýð- ingu Sigrúnar Ástríðar Eiríksdóttur er komin út fyrir nokkru. Frumsamdar, íslenskar bamabæk- ur era: Glerfjallið eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson; Fólkið í steinun- um eftir Einar Má Guðmundsson og Vatnsberarnir eftir Herdísi Egils- dóttur; allar fyrir yngri kynslóðina. Adda, fyrsta Öddubók Jennu og Hreiðars, er að koma í nýrri útgáfu, hinar era væntanlegar á næstu árum. í annarri bók um Valla, Hvar er Valli nú?, er umhverfíð valið frá ýmsum tímum mannkynssögunnar. Stefán S. Stefánsson útsetur nótna- bókina Leikskólalögin fyrir píanó og miðar við fyrstu árs nema. Af þremur þýddum skáldverkum má nefna Elskhugi lafði Chatterley eftir D.H. Lawrence í þýðingu Jóns Thoroddsens. Meðal sex handbóka eru tvær fyrir veiðimenn og þijár fyrir foreldra yngri bama. Handbók- in íslenskt málfar eftir Áma Böð- varsson er þegar komin út. ÍSAFOLD Ferð án enda ísafoldarprentsmiðja gefur út sex bækur fyrir jólin. Ferð án enda er ágrip af stjörnufræði eftir Ara Trausta Guðmundsson. Ljóðabókin Eigum við er eftir Steinþór Jóhanns- son með myndum eftir Daða Guð- björnsson. Og Gunnhildur Hrólfs- dóttir skrifar barna- og unglingabók- ina Óttinn læðist. Stangaveiðin 1992 er árbók um stangaveiði með veiðisögum, við- tölum og fréttum eftir Guðmund Guðjónsson og Gunnar Bender. Hrafnhildur Guðmundsdóttir þýðir bók Régine Deforges, Svartan tangó, fjórðu bók í seríunni um Stúlkuna á bláa hjólinu. En fyrsta skáldsaga mexíkósku skáldkonunnar Lauru Esquivel hlýtur nafnið, Kryddlegin hjörtu í þýðingu Sigríðar Sigurðar- dóttur. BJALLAN Blómin okkar Tvær bækur koma út hjá Bjöllunni: Blómin okkar eftir Stefán Aðal- steinsson og Björn Þorsteinsson og Græna bókin eftir Fred Pearce og Ian Winton í þýðingu Gunnhildar Óskarsdóttur og Ámórs Sigfússonar. IÐUNN 85 bækur á þessu ári Bókaútgáfan gefur út 85 bækur á árinu. Matthías Johannessen, er með tvær nýjar bækur: Ljóðabókina Árstíðaferð um innri mann og íjóðfélagið — Helgispjall II, aðra bók í ritgerðaröð. Sæfarinn sofandi er ný ljóðabók eftir Þorstein frá Hamri. Og Vigdís Grímsdóttir er með nýja skáldsögu Stúlkuna í skóginum. í flokki ævisagna eru fjórar bæk- ur: Minn hlátur er sorg, ævisaga Ástu Sigurðardóttur, skáldkonu og myndlistarmanns, er skráð af Frið- rikku Benónýs. Thelma, ævisaga Thelmu Ingvarsdóttur, fyrrverandi fegurðardrottningar og fyrirsætu, er skráð af Rósu Guðbjartsdóttur. Ósk- ar Guðmundsson ritar ævisögu Guð- laugs Bergmanns, kaupsýslu- og at- hafnamanns, sem ber nafnið Og nátt- úran hrópar og kallar. Ævisagan Dómsmálaráðherrann — Jónas frá Hriflu II, er rituð af Guðjóni Friðriks- syni. Guðrún Helgadóttir er með nýja bók fyrir yngri börnin, Velkominn heim, Hannibal Hansson. Bók Iðunn- ar Steinsdóttur, Fjársjóðurinn í Út- sölum, er fyrir börn og unglinga, að auki koma út eftir hana fimm lítil hefti um Snuðru, og Tuðru. Gyða Karlsdóttir tekur saman íslenskar bænir í Bænabók barnsins. Allt í besta lagi nefnist unglingabók Andr- ésar Indriðasonar frá 6. áratugnum. Og Litli skógarbjöminn er ný barna- bók eftir Illuga Jökulsson sem Gunn- ar Karlsson myndskreytir. En barnabækur og myndasögur, þýddar og framsamdar, eru um helmingur titla í jólaútgáfunni. Meðal handbóka og fræðirita er þriðja og síðasta bindið af íslenskum söguatlas, annað bindið kom út fyrr á árinu; Óldin okkar 1986-90 í sam- antekt Nönnu Rögnvaldardóttur; Dýraríki íslands og Islenskir fuglar eftir Brian Pilkington; kennslubókin Næring og hollusta eftir Elísabetu S. Magnúsdóttur er líka handbók fyrir almenning. SKUGGSJÁ Litlar sögur og íslenskir fossar Bókaútgáfan gefur út átta bækur. Sverrir Páll Erlendsson er með sitt fyrsta smásagnasafn, Litlar sögur, en áður hefur komið út ljóðabók eft- ir hann. í bókinni íslenskir fossar eru litmyndir af 270 fossum, fjallað er sérstaklega um hvern foss, getið gönguleiða og greint frá þjóðsögum og sögnum sem tengjast honum. Bókin er einnig með enskum texta og skráð af Jóni Kr. Gunnarssyni. í 6. bindi af Víkingslækjarætt er annar hluti h-liðar ættarinnar rak- inn, niðja Stefáns Bjarnasonar, í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.