Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUMBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Láttu ekki einhvem í f]öl- skyldunni ergja þig. Þú tek- ur mikilvæga ákvörðun í peningamálum og ferðalag er á döfínni. Naut (20. apríl — 20. maí) Misstu ekki stjóm á skapi þínu þótt einhver í §öl- skyldunni geri þér gramt í geði. Ræddu málin við ást- vin í kvöld. Tvíburar (21. ma! - 20. júní) Dugnaður þinn skilar árangri. Þú leggur metnað þinn í að vinna vel. Reyndu að komast hjá óþarfa pen- ingaeyðslu. Krabbi (21. júní - 22. júlt) HÍ$8 Stóryrði eiga sjaldan við og geta valdið misskilningi. Þér semur vel við bam. Ný tómstundaiðja heillar þig. Ljón (23. júli - 22. ágúst) Farðu gætilega í_ umferð- inni í dag ef þú ert akandi. Þér semur mjög vel við ein- hvem í fjölskyldunni. Meyja (23. ágúst - 22. september) Hugmyndaauðgi þín nýtur sín um þessar mundir og þú átt annríkt. Reyndu að komast hjá deilum við vin út af peningamálum. Vog (23. sept. - 22. október) Ekki þröngva skoðunum þínum upp á aðra. Viðræð- ur um peningamál ganga að óskum. Þú berð rétt skyn á hlutina í dag. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú átt auðvelt með að tjá þig og ert fús að ræða hlut- ina í stað þess að byrgja þá inni. Góður dagur til að gera innkaup. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Einbeittu þér að verkefni sem bíður. Þú kemur miklu í verk ef þú færð frið til þess. Duttlungar vinar geta vakið gremju. Steingeit (22. de8. - 19. janúar) Þú tekur meiri þátt í félags- lífínu. Agreiningur gæti komið upp vegna einhvers varðandi vinnuna. Skemmtu þér í kvöld. Vatnsberi (20. janúar — 18. febrúar) Framundan eru miklar við- ræður varðandi viðskipti. Þú hefur skemmtilegar hugmyndir, en verður að sýna þolinmæði. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) !gw Þótt þig langi að skemmta þér ættir þú að fara varlega með sparifé þitt. Þú viit reyna nýjar leiðir, og ættir að fá góð ráð vinar. Stjemusþána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DÝRAGLENS GRETTIR ,4./$ UÓSKA þAOGBGOR- OPP ffT/á Ö&QUM mvNt»- SÖGOPB’QSÓNOyU. SMÁFÓLK UJHV P0 V0U UUALK TC 5CHOOL IN THE KAlN WITH0UT AN UMBRELLA,5I V. I UKET0 5UFF MAKCIE..5UFFERI HELP5 Y0U MATU ER, ^6 ^E g Y anpN 6ET VuUETy' jfuJUAnJ, MÍVÍÍÍ) TnpY I CAN'T hear' 6ET I Ý0U,MAKCIE.. UUET J l>M 700 AAATMPC y fH J il f —— ( © 1992 United Feature Syndicate, Jgg )ii í/W ímí Mlmmí ■i 1 i i Af hverju labbarðu í skólann, í Ég kann því vel að Og gera mann blautan. Og gera mann blautan. Ég rigningunni, án regnhlífar, þjást, Magga, þjáning- Hvað? heyri ekki til þín, Magga, herra? arnar þroska mann. ég er of þroskuð___ BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Hvert-spil-leikur", eða „Board-a-Match“, er sveitakeppni með tvfmenningsútreikningi. Tvö stig eru til skiptanna í hveiju spili: Sama tala á báðum borðum gefur hvorri sveit 1 stig, en sé munur (hversu lítill sem hann er) fær önnur sveitin 2 stig en hin ekkert. Einn fremsti kvenspilari hens, Kerri Shuman, nælir sér hér í mikilvægan yfirslag í „Board-a-Match“ keppni: Austur gefur, allir á hættu. Norður ♦ K4 y G62 ♦ ÁKDG1073 ♦ 9 Austur ... ^ Á72 II V1053 ♦ 82 + KG872 Suður ♦ G1065 y Á974 ♦ 965 *ÁD Vestur Norður Austur Suður - - Pass Pass Pass 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: Spaðaþristur. Shuman hitti á litinn spaða úr blindum í fyrsta slag, sem kostaði ásinn. Austur hefði nú gert best í því að spila spaða um hæl, eða jafn- vel hjarta, en af skiljanlegum ástæð- um skipti hann yfir í lauf. Shuman svínaði, tók iaufásinn og sneri sér svo að tíglinum. Staðan í lokin leit þannig út: Vestur Norður ♦ K ♦ G6 ♦ 3 ♦ - Austur ♦ D9 ♦ 72 ▼ KD II ♦ 10 ♦ - ♦ - *- ♦ K Suður ♦ G10 ♦ Á9 ♦ - ♦ - í síðasta tígulinn henti Shuman hjartaníu og vestur gat gefist upp. Hann er fómarlamb svonefndrar víxlþvingunar. Hendi hann hjarta, tekur sagnhafi hjartaás og á síðan innkomu á spaðakóng til að taka fríslaginn á hjartagosa. Svipað er upp á tengingnum ef vestur kastar spaða. Sagnhafi tekur þá spaðakóng og kemst inn á hjartaás til að taka slaginn á spaðagosa. Þessi spilamennska var tveggja punkta virði, því sagnhafi fékk að- eins 11 slagi á hinu borðinu. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á útsláttarmótinu sterka í Til- burg í Hollandi um daginn kom þessi staða upp í skák stórmeistar- anna Hans Rees (2.450), Hollandi og Evgenís Svesjnikovs (2.525), Rússlandi, sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 26. Dc2 — c4. 26. — Hxc5! og Ree gafst upp, því eftir 27. Dxc5 — Dxc5, 28. Hxc5 — d2 vekur svartur upp nýja drottningu í næsta leik. Um helgina: Taflfélag Reykjavíkur: Hið ár- lega bikarmót hefst sunnudaginn 22. nóvember kl. 14 í félagsheim- illinu Faxafeni 12. Tefldar verða atskákir, þ.e. hálftímaskákir. Skákfélag Akureyrar: Nóvemb- erhraðskákmótið fer fram sunnu- daginn 22. nóvember í félagsheim- ilinu, Þingvallastræti 18, kl. 14. Vestur ♦ D983 y KD8 ♦ 4 ♦ 106543

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.