Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 32 Kveðjuorð: * ____ OttarP. Halldórsson Ég frétti um síðir í fjarlægu landi lát vinar míns, Óttars. Sú frétt kom máske ekki á óvart eft- ir langvarandi veikindi hans, en hún gekk mér nærri því hann var vinur sem hafði verið mér mjög mikils virði. Þegar menn eru staddir í nýjum og óþekktum aðstæðum leitar hugurinn gjarnan að því sem er þekkt og kært. Á langri ferð nú nýverið um latnesku Ameríku hef ég ausið ótæpilega af ríkum fjár- sjóði minninga frá 40 ára vináttu okkar Óttars, frá hinum stóru stundum sem hinum hversdags- legu augnablikum, sem Óttar gaf lit og líf með hlýju sinni, heilindum og óviðjafnanlegu skopskyni. Við kynntumst í Menntaskólan- um í Reykjavík. Óttar, sem var í stærðfræðideild, kom gjarnan í heimsókn til frænda og vina í B-bekk. Hann var hrókur alls fagnaðar með fjörmikilli frásagn- argáfu og ímyndunarafli. En hann bjó líka yfir meiri lífsreynslu en við hinir flestir. Hann missti föður sinn þegar hann var innan við fermingu, því fylgdi flutningur frá ísafirði til Reykjavíkur og mikil breyting á fyölskylduhögum. Þá þegar mætti Óttar áföllum lífsins með vílleysi og kjarki, sem hefur alla tíð verið okkur til eftirdæmis.. Óttar sinnti félagslífinu af myndarskap, hann var með á Herranótt og átti sinn þátt í óborg- anlegum atburðum baksviðs. Þar átti venjulega frumkvæði lífsk- únstnerinn Jón E. Ragnarsson, sem einnig er látinn langt um ald- ur fram, en hann var studdur hressilega af gengi sem hafði „hu- mör i overflod" eins og Einar blessaður Magg. orðaði það. Óttar var við nám í Þýskalandi og síðan í Bandaríkjunum og reyndist snarpur vísindamaður í sinni fræðigrein. Hann kom heim með doktorspróf í byggingarverk- fræði og hóf störf, fyrst hjá Rann- sóknarstofu byggingariðnaðarins en fór fljótlega að kenna við há- skólann, þar sem hann hefur verið prófessor í áratugi. En hann brá ekki aðeins fyrir sig betri fætinum í framhaldsnám- inu, heldur einnig í einkalífínu. Hann náði í Nínu, eina eftirsótt- ustu stúlkuna í árganginum. Það var heillaspor fyrir þau bæði og reyndar okkur öll vini þeirra. Heimili þeirra, miðsvæðis og vel búið, hefur verið kraftstöð félags- lífs og samheldni árgangsins okk- ar. Lífsgleði þeirra og gestrisni skópu vellíðan og öryggi. í þeirra garði var ekki lagt iílt til nokkurs manns, aldrei kvartað eða möglað, heldur var lífínu mætt, gleði þess og sorgum með reisn. Þau áttu stóran vinahóp, trausta fjölskyldu, afbragðs böm og voru þannig sólarmegin í lífinu. Þau nutu virðingar og velgengni í samfélaginu, en það var skuggi yfir. Nær helming ævinnar átti Óttar við erfiðan nýrnasjúkdóm að stríða, .sem kostaði eins og gefur að skilja mikið álag og sárs- auka, krafðist mikils tíma og hefti starfsþrek. Veikindi Óttars og margskonar lífsreynsla veittu honum djúpa inn- sýn í mannlega tilveru, hann var flarri allri dómhörku og hégóma- skap, var hreinskiptinn og heill maður í samhljómi við sjálfan sig og efldi þess vegna umhverfi sitt. Hann bar virðingu fyrir öllu lífi, kristin gildi mótuðu lífsviðhorf hans, hann virti hefðir og sögu + Okkar innilegasta þakklæti til allra, sem auðsýndu okkur samúð, hlýhug og vin- áttu við fráfall elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, BÁRU GU N NARSDÓTTU R, Mávahlið 32. Bjarni Vigfússon, Ingibjörg Bjarnadóttir, Einar Baxter, Vilborg Bjarnadóttir, Þorgils Jónasson, Gunnhildur Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, GUÐNÝJAR BJARKAR STURLUDÓTTUR. Fyrir hönd aðstandenda. Hannes Fr. Sigurðsson, Thelma Sjöfn Hannesdóttir, Sigurður Kári Hannesson. Laufey Þorgríms- dóttir — Minning + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐNI DANÍELSSON, Melaheiði 19, Kópavogi, lést i Borgarspítalanum fimmtudaginn 19. nóvember. Svava Guðjónsdóttir, Björgvin Þór Guðnason, Ásdi's Sveinsdóttir, Guðni Teitur Björgvinsson. Móðir okkar, + HELGA JÓNSDÓTTIR frá Læk, lést á Skjóli 11. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Valgerður M. Guðjónsdóttir, Sigurjón Ó. Guðjónsson. + Systir mín, INGIBJÖRG VIGFÚSDÓTTIR, Laufásvegi 43, andaðist fimmtudaginn 19. nóvember í Landspítalanum. Halldór Vigfússon. + Minningarathöfn um STEINAR SIGURJÓNSSON rithöfund, ferfram þriðjudaginn 24. nóvember kl. 10.30 í Fossvogskapellu. Dætur og systkini. Fædd 17. desember 1911 Dáin 15. nóvember 1992 Með þessum orðum langar mig að minnast tengdamóður minnar, Laufeyjar Þorgrímsdóttur, sem jarðsungin er í dag frá ólafsvíkur- kirkju. Með henni er gengin mikil- hæf og góð kona sem mun verða minnisstæð öllum sem henni kynnt- ust. Hún fæddist í Ólafsvík 17. des- ember árið 1911, næstelst fjögurra barna hjónanna Sigrúnar Sigurðar- dóttur og Þorgríms Vigfússonar sjómanns, sem kennd voru við Bald- urshaga. Hún ólst upp í Ólafsvík og bjó þar allan sinn aldur. Árið 1930 giftist hún Ólafí Bimi Bjama- syni frá Kötluholti í Fróðárhreppi, sem var mikill öðlingsdrengur. Laufeyju og honum fæddust fjögur böm, sem eru Lára, Sigrún, Hulda og Hilmar. Auk þess ólu þau upp systurdóttur Layfeyjar, Sólveigu, sem er gift undirrituðum. Bömum sínum öllum var Laufey einstök móðir og bamabömin munu sárt sakna hennar. Þó að heimilið væri bestí vettvangur starfa henn- ar, vann Laufey einnig utan þess, m.a. lengi í Hraðfrystihúsinu, hún var dugleg til allra verka. Og ekki lét hún heldur sitt eftir liggja við að leggja leikfélaginu í Ólafsvík lið og starfaði líka mikið með kvenfé- laginu. Ólafur Bjöm lézt árið 1973. Þá voru bömin öll uppkomin, en heim- ili hélt Laufey með Hilmari syni sínum mörg næstu árin. Fyrir um tíu ámm flutti Laufey heim til okk- ar Sólveigar og átti þar næstu árin og naut mikils af samneyti við bamabömin, sem munu búa að því alla ævi að hafa notið samvista við þessa góðu og skilningsríku konu. Síðustu árin bjó Laufey á Dvalar- heimilinu Jaðri í Ólafsvík, en þá var heilsu hennar mjög tekið að hraka, en þar naut hún frábærrar umönn- unar þar til heilsu hennar hafði hrakað svo mjög að hún fór fyrir rúmu ári á sjúkrahúsið í Stykkis- + Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför móður okkar, SIGURLÍNU VALGEIRSDÓTTUR. Börn hinnar látnu og fjölskyldur. + Systir mín, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, andaðist 11. nóvember. Útförin hefur farið fram f kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega samúð. Helga Sigurðardóttir og aðstandendur. en var jafnframt opinn fyrir þeim nýjungum tækninnar sem hann taldi bæta mannlífið. Vegna næm- leika síns og fjölbreyttra gáfna naut hann vel lista og annarra lífs- ins gæða, hann var siðmenntaður maður í orðsins besta skilningi, traustur maður og trúr. Tónlistin var virkur þáttur í lífí Óttars. Hann var mjög góður píanóleik- ari, gaf sér tíma til að halda sér við og sótti jafnvel píanótíma á fullorðinsárum. Hann hefði vafa- laust getað orðið atvinnumaður í þeirri grein ef hann hefði kosið það. Félagahópurinn naut sannar- lega góðs af að hlýða á þegar Óttar settist við píanóið sitt á gleðistundum. Þó að margir félag- anna gætu lagt sitthvað af mörk- um í píanóleik fór ekki á milli mála að Óttar var, þar í sérflokki. Það er sárt að sjá af nánum vini, mikilhæfum og góðum dreng eftir hetjulega baráttu hans og fjölskyldunnar allrar við veikindin. Þáttur Nínu er lýsandi dæmi um hvemig manneskjan getur brugð- ist við erfiðleikum með kærleika, haldið von sinni og reisn, og veitt örlátlega af umhyggju og kjarki. Við Rannveig erum þakklát vin- áttu og tryggð liðinna ára. Minn- ingamar eigum við áfram, þær munu ylja okkur og gleðja um ókomin ár. Nínu, Helgu Liv og Gísla og litlu íjölskyldunni hans, systkinum og vandamönnum, sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur með orðum Opinber- unarbókarinnar: Því að lambið sem er fyrir miðju hásætinu mun vera hirðir þeirra og leiða þá til vatns- linda lífsins. Og Guð mun þerra hvert tár af augum þeirra. Genf, Bernharður Guðmundsson. hólmi og naut einnig þar alveg ein- stakrar umhyggju starfsliðs. Hvíldin var orðin þörf, þegar hún kom, en mikill söknuður að okkur hjónum og bömum okkar kveðinn. En minningamar um yndislega konu fymast ekki. Guð blessi minn- ingu Laufeyiar Þorgrímsdóttur. Ivar og fjölskylda. Sérli'æðingar í blóniaskroUiiiguin við öll la'kifa'ri blómaverkstæði INNAfe Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 100 70 40 GB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.