Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992 Pltirgmiíilílaliií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Gegn gengislækkun Rökin fyrir því að halda gengi íslenzku krónunnar óbreyttu eru í fullu gildi þrátt fyrir svipting- ar á gjaldeyrismörkuðum á Norð- urlöndum og gengislækkun sænsku krónunnar. Eftir tveggja áratuga óðaverðbólgu, stöðugt géngissig eða gengislækkanir, hefur tekizt að ná þeim stórkost- lega árangri í íslenzkri efnahags- stjóm að koma verðbólgunni nán- ast niður í núll og skapa stöðug- leika í verðlagi og efnahagsmálum almennt. Þessi stöðugleiki veldur því, að við sjáum hinn raunveru- lega vanda í atvinnulífi okkar í skýrara ljósi en áður, sem auð- veldar okkur að takast á við hann. Jóhannes Nordal, Seðlabanka- stjóri, benti réttilega á það í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að gengislækkun sænsku krónunnar hefur óveruleg áhrif hér. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, tók í sama streng. Þegar brezka sterl- ingspundið féll í haust komu strax fram kröfur frá talsmanni sjávar- útvegsins um gengislækkun krón- unnar. Enginn hljómgrunnur var fyrir þeim kröfum enda flestum ljóst, að afleiðingamar yrðu hrika- legar fyrir þjóðarbúið. Þessar raddir þögnuðu þar til í fyrradag. Þá vaknaði sú spuming, hvaða áhrif það mundi hafa á samkeppn- isstöðu íslenzks sjávarútvegs, ef norska krónan félli í kjölfar þeirr- ar sænsku, þar sem Norðmenn em helztu keppinautar okkar á fískmörkuðum víða um heim. Á þessari stundu verður ekkert fullyrt um það, hvort Norðmönn- um tekst að halda gengi norsku krónunnar. Það á eftir að koma í ljós. Ef svo færi, að norska krón- an félli, er auðvitað ljóst, að sam- keppnisstaða norsks sjávarútvegs gagnvart íslenzkum sjávarútvegi mundi batna að öðm óbreyttu. Hitt er svo annað mál, að enginn getur staðhæft fyrirfram, að norskur sjávarútvegur mundi ekki reyna að nota tækifærið til þess að bæta eigin rekstrarstöðu með því að hækka verð í stað þess að láta verðlækkun koma fram á er- lendum mörkuðum. Það er því alls ekki hægt að rökstyðja geng- islækkun íslenzku krónunnar í kjölfar hugsanlegrar lækkunar norskrar krónu með því, að slík gengislækkun hér sé nauðsynleg til þess að tryggja stöðu okkar á erlendum mörkuðum. Afleiðing gengislækkunar krónunnar er augljós. Verðbólgan mundi aukast á nýjan leik. Sálræn áhrif slíkrar uppgjafar, eftir þann árangur, sem náðst hefur, yrðu slík að nánast ómögulegt yrði að halda þeirri þróun í skefjum. í kjölfar hækkandi verðlags á nauð- synjum og öðrum vömm, mundu verkalýðsfélögin knýja fram kauphækkanir, sem enginn raun- vemlegur grandvöllur er fyrir í atvinnulífínu. Erlendar skuldir sjávarútvegsins mundu hækka og staða atvinnugreinarinnar ekki batna að nokkm marki enda gmndvallarvandi hennar óleystur. Á skömmum tíma væri vítahring- ur stöðugra verðhækkana og kauphækkana kominn í fullan gang. Við íslendingar höfum nú bezta tækifæri í tvo áratugi til þess að ná tökum á þeim vandamálum, sem hafa hrjáð efnahagslíf okkar og atvinnulíf. Þessu tækifæri megum við ekki glata, jafnvel þótt það kosti mikil átök og ein- hverjar fórnir. Að nota hugsan- lega gengislækkun norsku krón- unnar sem afsökun fyrir því að gefast upp við það verkefni væm hrapalleg mistök. Þvert á móti á að bregðast við þeirri stöðu, sem nú er komin upp, með skjótum aðgerðum til þess að draga úr kostnaði atvinnuveganna og ná fram frekari niðurskurði ríkisút- gjalda, jafnframt því, sem tekizt verði á við grundvallarvanda sjáv- arútvegsins. Núverandi ríkisstjórn verður gagnrýnd fyrir það eitt að hafa ekki gengið nógu hart fram í því að hemja ríkisútgjöldin og draga úr þeim, setja útgjöldum sveitarfé- laga frekari skorður og ráðast á offjárfestinguna í sjávarútvegi. Færeyingar hafa glatað fjárhags- legu sjálfstæði sínu og Svíar eiga við stórfelldan vanda að etja í efnahags- og atvinnumálum, vanda, sem er margfalt meiri en sá, sem við stríðum við. Til þess em vítin að varast þau og þegar við horfum til stöðu Færeyinga og sjálfheldu Svía ætti það að verða okkur hvatning til þess að takast á við okkar eigin vandamál af manndómi. Morgunblaðið vill eindregið hvetja ríkisstjórn, Alþingi og aðila vinnumarkaðar til þess að standa fast gegn kröfum um gengislækk- un en einbeita sér í þess stað að því að bæta samkeppnisstöðu at- vinnuveganna með öðmm og skynsamlegri aðgerðum. Það verður farsælast fyrir þjóðina í heild, atvinnulífíð og launþega, þegar til lengri tíma er litið. Eng- inn getur spáð fyrir um þróun á gjaldeyrismörkuðum erlendis. Bandaríkjadollar hefur hækkað vemlega í verði að undanfömu eftir að hafa verið í lágu verði um langt skeið. Þýzka markið hefur verið mjög sterkt, er að veikjast en á eftir að styrkjast á nýjan leik, þegar í ljós er komið, að Þjóð- veijum tekst að ráða við uppbygg- ingu austurhlutans, sem þeim mun takast. Öll er þessi þróun óútreiknanleg. Af Vesturlanda- þjóðum höfum við íslendingar einna mesta reynslu af gengis- lækkunum. Sú reynsla gefur til- efni til að leita annarra leiða. Og eitt er víst, að þjóðarsátt verður ekki um gengisfellingu. Þróunin hefur sýnt, að kaup- máttur rýrnar til muna við gengis- fellingu og launþegar mega síst af öllu við því. Við verðum þess vegna að fínna aðrar leiðir til að bæta stöðu útflutningsatvinnu- veganna enda hefur verið að því unnið. ' r -; v; MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGDR ^I.NÓVÉMbÉr 19^2 ; m m 23 Jarðskját I nóveml 4 (aær mælist 3 Þann 16. nóv. 1 I byrjun nóvember skjálfti við Kleifarvatn, mælist skjálfti í x hefst skiálftahrina á 3,8 á Richter auk Ölfusi, 2,7 á Richter mótum Landsveitar fjölda eftirskjálfta . og Holta. Skjálftavirkni með plötuskilum á Suðurlandi Krísuvíkurskjálft- inn fannst jafnvel fyrir austan fjall Skjálftinn í gærmorgun mældist 3,8 stig ÍBÚAR á höfuðborgarsvæðinu urðu margir varir við skarpan jarðskjálftakipp undir ellefu í gærmorgun en hann átti upptök í Krísuvík. Skjálftinn mældist 3,8 stig á Richterskvarða og í kjölfar hans fylgdu margir minni skjálftar, hinir stærstu þeirra 2,7 stig. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur segir að skjálftans hafi orðið vart í Reykjavík og ná- grannabyggðum, jafnvel fyrir austan fjall. Upptökin vom 4-5 kílómetra austan suðurenda Kleif- arvatns og síðdegis í gær höfðu um 200 minni skjálftar mælst á svæðinu. Stærstu eftirskjálftarnir mældust 2,7 stig á Richters- kvarða. Talsverð skjálftavirkni hefur verið með plötuskilum á Suður- landi í nóvember, en þau þurfa að sögn Ragnars ekki að boða stærri skjálfta, enda einhver órói algeng- ur á þessum slóðum. Snemma í mánuðinum skalf jörð lítillega á mótum Landssveitar og Holta og dagana 13. og 14. mældust nokkr- ir skjálftar vestur af Hestfjalli. Þann 16. mældist skjálfti í Hvera- gerði og Ölfusi, 2,7 stig á Richter og svo í gær í Krísuvík, 3,8 stig. Ragnar Stefánsson segir að í síð- ustu skjálftahrinu við Kleifarvatn, í mars 1990, hafí sterkasti skjálft- inn mælst 4,7 stig á Richter, en sterkustu jarðskjálftar sem mælst hafa á þessum kvarða náðu 8,9 stigum að sögn Ragnars Stefáns- sonar. Yfírhagfræðingur sænska vinnuveitendasambandsins Sænska leiðin kom of seint til framkvæmda Telur litlar líkur á gengisfalli norsku krónunnar GENGISFALL sænsku krónunnar í fyrradag má rekja til þess að of seint var farið af stað með neyðar- ráðstafanir til þess að draga úr fjárlagahallanum í Sviþjóð. I sept- ember sl. var skýrt frá sérstökum aðgerðum sem sænsku stjórnar- flokkarnir og jafnaðarmenn kom- ust að samkomulagi um með það að markmiði að halda gengi sænsku krónunnar stöðugu, stuðla að lækk- un vaxta og bæta samkeppnisstöðu sænsks efnahagslífs. Jan Herin, yfirhagfræðingur sænska vinnu- veitendasambandsins, hélt erindi á ársfundi Alþjóða verslunarráðsins í gær, þar sem hann sagði að ef gripið hefði verið til neyðarráðstaf- anna um hálfu ári fyrr likt og sænska vinnuveitendasambandið lagði til, þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir fall sænsku krón- unnar. Þá sagðist Herin ekki búast við öðru en að Norðmönnum tækist að verja norsku krónuna falli, enda væru aðstæður allt aðrar í Noregi en Sviþjóð þar sem fjárhagsleg staða Norðmanna væri mun sterk- ari. Á fundi Alþjóða verslunarráðsins var fyrirhugað að Herin kynnti sænsku leiðina sem ákjósanlega leið fyrir Islendinga út úr efnahagserfið- leikum. í samtali við Morgunblaðið sagðist Herin vera á þeirri skoðun að þama væri um að ræða lausn sem hentaði íslendingum vel, enda væm efnahagsaðstæður á íslandi mjög svipaðar og í Svíþjóð. Hins vegar setti gengisfall sænsku krónunnar óneitan- lega strik í reikninginn þar sem eitt af meginmarkmiðum sænsku leiðar- innar hefði verið að halda því stöð- ugu. Aðspurður hvort með falli geng- isins mætti líta svo á að Svíar hefðu Jan Herin. horfíð frá sænsku leiðinni sagði Herin svo ekki vera. Gengisfallið væri þó mikil vonbrigði fyrir þá aðila sem stað- ið höfðu að gerð samkomulagsins og óhjákvæmilega yrði afleiðingin sú að afturkippur kæmi í framkvæmdimar. Orsök gengisfallsins sagði hann tví- þætta, fyrst og fremst hefði verið far- ið of seint af stað með aðgerðir og þá hefðu þær ekki verið nægilega róttækar. „Það hefði þurft að grípa fyrr til aðgerða til að taka á þeim vandamál- um sem Svíar búa við í efnahagsmál- um og þá nefni ég sérstaklega háan kostnað atvinnulífsins og mikil ríkisút- gjöld,“ sagði Harin. „Hugmyndin að baki aðgerðunum er mjög góð og sýn- ir styrk sænsks efnahagslífs þar sem stjórnvöld skipulögðu í samvinnu við stjórnarandstöðu aðgerðir sem vinnu- veitendur og verkalýðsfélög sættu sig við. Gengisfellingin léttir þrýstingnum vegna efnahagserfiðleikanna af tíma- bundið, en tii lengri tíma litið má líkja henni við það að maður taki verkjalyf við botnlangakasti í stað þess að fara í uppskurð." I máli Herins kom fram að árið 1992 er annað árið í röð sem Svíar búa við neikvæðan hagvöxt og halli á opinberum rekstri hefur aukist til muna. Framleiðsla í landinu hefur dregist saman, m.a. með þeim afleið- ingum að atvinnuleysi er nú 10-11% í stað 1-3% eins og Svíar hafa vanist á síðustu áratugum. Þá hafa gjaldþrot fyrirtælqa verið mjög tíð. Vöxtur út- gjalda hins opinbera í hlutfalli við þjóðartekjur hefur verið gífulegur síð- ustu tvo áratugi. Árið 1960 var hlut- fallið 31,1% samanborið við 28,5% meðaltal OECD- landa, en árið 1989 var hlutfall ríkisútgjalda í Svíþjóð orð- ið 60,1% af þjóðartekjum og stefnir í 70% í ár. í löndum OECD var hlut- fall ríkisútgjalda af þjóðartekjum 39,7% árið 1989. Þá má nefna að í Svíþjóð vinna um 33% vinnuaflans hjá hinu opinbera, en meðaltalið í Evrópu er 17-20%. „Þetta sýnir hvaða aðstæð- ur knúðu menn til að grípa til þeirra aðgerða sem kallaðar em sænska leið- ■in og fela m.a. í sér lækkun launa- tengdra gjalda atvinnurekenda til rík- isins og lækkun ríkisútgjalda ásamt ýmsum skattahækkunum og afnámi skattaívilnana.“ Að sögn Herins hefur almennt ver- ið talað um sænsku neyðaraðgerðimar sem „innri gengisfellingu" þar sem þær miðuðu að því að lækka kostnað atvinnuveganna og bæta með því sam- keppnisstöðu sænskra fyrirtækja án þess að stefna verðlagsmarkmiðum í hættu. Lögreglumenn neita ásökunum um harðræði við sakborninga í málningarfötumálinu Sakborningur ávallt yfírheyrður af sama lögreglumanni án votta Lögreglumaðurinn býr nú með konu sem dæmd hefur verið fyrir aðild að málinu VIÐ dómsrannsókn málningarfötumálsins, sem snýst um innflutning og ætlaða dreifingu á 67-70 kg af hassi á árunum 1985-1987 vísaði rannsókn- arlögreglumaður, sem annaðist allar yfirheyrslur yfir öðrum sakborning- anna, Hallgrími Ævari Mássyni, og Hallgrímur ber þungum sökum um að hafa beitt sig þvingunum og hótunum í gæsluvarðhaldi, öllum ásökun- um hans á bug. Rannsóknarlögreglumaðurinn gaf allt aðra mynd af sam- skiptum sínum við Hallgrím meðan á gæsluvarðhaldi stóð og síðan, en fram kom í máli sakborningsins fyrir dómi í fyrradag þegar hann dró játningar sínar hjá lögreglu til baka. Fram kom að rannsóknarlögreglu- maður þessi var að jafnaði einn ásamt sakborningnum þegar yfirheyrsl- urnar fóru fram og kvaðst telja það eðlilegt en kvaddi til votta til að vera viðstaddir þegar skýrslur voru undirritaðar að loknum yfirheyrsl- um. Stefán Einarsson, hinn sakborningurinn, var ávallt yfirheyrður af fleirum en einum lögreglumanni, að þvi er fram kom hjá lögreglumönnun- um. Einnig kom fram í málinu í gær að þessi sami rannsóknarlögreglumað- ur, sem er fyrrverandi starfsmaður í fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykja- vík, er sambýlismaður konu sem dæmd hefur verið fyrir þátttöku í að dreifa 51-54 kg af þeim 67-70 kg af hassi sem Hallgrímur og Stefán Einarsson eru ákærðir fyrir að hafa flutt inn til dreifingar. Samband konunnar og rannsóknarlögreglumannsins hófst að sögn beggja nokkrum mánuðum eftir að lögreglurannsókn málningarfötumálsins lauk. Fram kom að rannsókn málsins hafði staðið í 1-1 Vj ár áður en mennimir vom handteknir og hafði þá verið fylgst með ferðum þeirra að nokkm leyti innanlands og erlendis og gagna um viðskipti þeirra aflað víða að. Við nánari yfírheyrslur yfír sak- bomingum málsins og samprófun um þau fjölmörgu atriði sem ber á milli í framburði þeirra hélt hvor þeirra fast við fyrri framburð. Gísli Gíslason, hdl., verjandi Hallgríms Ævars, lagði fram skuldabréf það sem Hallgrímur segir að hafi gert Stefáni Einarssyni kleift að ná á sér fjárhagslegu tangar- haldi en bréfíð hafði verið sent borgar- fógeta til aflýsingar 30. mars 1988 með beiðni um aflýsingu sem Stefán Einarsson undirritaði. Stefán Einars- son sagði fyrir dómi í gær að þótt nafn hans stæði ritað undir aflýsingar- beiðnina væri hún ekki rituð með hans hendi og hann kannaðist ekki við skjalið. Við yfirheyrslur yfír rannsóknar- lögreglumanni þeim sem Hallgrímur ber sökum um harðræði og hótanir, meðal annars að hafa fært sér í nyt meðan Hallgrímur sat í gæsluvarð- haldi, að hann var einstæður faðir og hafði áhyggjur af bömum sínum tveimur og var umhugað um að sitja ekki í gæsluvarðhaldi yfir jólin, sagði lögreglumaðurinn allar slíkar aðdrótt- anir út í hött. Hallgrímur hefði haft miklar áhyggjur af börnum sínum eins og eðlilegt væri um einstæðan föður í slíkri stöðu, en hann kvaðst síður en svo hafa fært sér þær áhyggjur í nyt þótt þær hefðu sett nokkurn svip á samskipti þeirra og samræður fyrstu daga gæsluvarðhaldsins. Lögreglumaðurinn sagði að eftir um það bil hálfan mánuð í gæsluvarð- haldi hefðu játningar Hallgríms, sem í fyrstu hefðu verið klénar og efnislitl- ar, farið að taka á sig mynd er líktist því sem ákært sé fyrir. Hann vísaði því á bug að hafa á nokkurn hátt ógnað Hallgrími með hótunum um að fíkniefnum yrði komið fyrir á heimili hans til að tryggja sakfellingu ef ekki tækist betur til með játningar hans. Hins vegar sagði lögreglumaðurinn að Hallgrímur hefði leitað til sín um ráðleggingar um það með hvaða hætti hann gæti byggt upp framtíð sína eftir að hafa lent í þessu máli. Fram kom að við yfirheyrslu yfír Hallgrímí fyrir sakadómi í ávana- og fíkniefna- málum hafði þessi rannsóknarlög- reglumaður verið viðstaddur sem vott- ur. Hallgrímur segir hann hafa verið á staðnum til að tryggja að Hallgrím- ur færi ekki að draga neitt til baka, en lögreglumaðurinn segir skýringu þessa þá að Hallgrímur hafí gengið við hjá sér á leið í dóminn, sem var á sömu hæð í lögreglustöðinni við Hverfisgötu og fíkniefnadeildin, og þegið fylgd sína í dóminn. Lögreglumaðurinn býr nú með konu sem hefur verið dæmd fyrir aðild að málinu í svari rannsóknarlögreglumanns- ins við spurningum Gísla Gíslasonar, hdl., veijanda Hallgríms, kom fram að hann hefði tekið upp samband við fyrrgreinda konu, sem dæmd hefur verið fyrir aðild að þessu máli eftir að rannsókn málsins lauk hjá fíkni- efnalögreglu. Þá kom fram að skömmu áður en maðurinn lét af störf- um í fíkniefnadeild var hann staddur á Keflavíkurflugvelli að taka á móti konunni þegar hún kom erlendis frá og var þá handtekin og reyndist hafa 4 kíló af hassi í fómm sínum. í framburði lögreglumanns, sem vann að stærstum hluta rannsóknar málsins og fór meðal annars utan að afla upplýsinga um ferðir og viðskipti Stefáns Einarssonar, bæði fyrir og eftir handtöku hans, kom meðal ann- ars fram að vitneskja væri um að Stefán hefði haft þar samband við mann að nafni Mike Henry. Ilafði samskipti við hollenskan hundabónda sem grunaður er um kókaínmisferli Stefán hefur borið að vita það um Mike Henry að hann sé hollenskur hundabóndi, sem sýnt hafi áhuga á að prenta fyrir Stefán merkimiða á umbúðir utan um krem sem Stefán framleiðir úr hákarlalýsi og öðrum efnum en þetta krem er gott við sól- bruna, að sögn Stefáns. í máli lögreglumannsins kom fram að hollenska lögreglan hefði synjað beiðni hinnar íslensku um að yfirheyra Mike Henry á þeim forsendum að slík yfírheyrsla stefndi í hættu rannsókn þar í landi um meint stórfellt kókaínm- isferli þessa manns. Hann var því aldr- ei yfírheyrður í málinu en gmnur leik- ur á að af honum hafí Stefán keypt hassið, þótt fram hafí komið hjá lög- reglumanni þessum er Jón Magnússon hrl., veijandi Stefáns Einarssonar, spurði hann sérstaklega um það at- riði, að hann hefði ekki fengið orðið vitni að eða fengið óyggjandi vitn- eskju um hasskaup Stefáns erlendis. Hins vegar hefði gmnur þar að lút- andi styrkst við utanferðimar, bæði fyrir og eftir handtöku. Óyóst um húsleitarheimildir Við yfírheyrslur yfír öðmm lög- reglumönnum sem að málinu unnu kom meðal annars fram að húsleitir, sem gerðar vom eftir handtöku mann- anna tveggja, hefðu farið fram að fengnu samþykki þeirra en starfs- venja sé þegar farið sé í húsleit án dómsúrskurðar að fyrir liggi skriflegt samþykki húsráðandans. Slíkt skrif- legt samþykki þeirra liggur ekki fyrir í málinu, né dómsúrskurðir, en vísað er til þess í skýrslum að þeir hafí veitt samþykki til leitarinnar. Hvomg- ur þeirra kannast við fyrir dómi að hafa veitt slíkt samþykki. Í gær lauk dómsrannsókn málsins að öðru leyti en því að eftir er að yfirheyra Ámar Jensson, fyrrverandi yfirmann fíkniefnalögreglunnar, sem stjómaði rannsókninni. Hann verður yfírheyrður á mánudag vegna fjarvem úr borginni. Að lokinni þeirri yfir- heyrslu munu Egill Stephensen sækj- andi og veijendumir Gísli Gíslason hdl. og Jón Magnússon hrl. færa fram sókn og vörn en síðan tekur Sverrir Einareson héraðsdómari málið til dóms. AF INNLENDUM VETTVANGI ÞÓRUNN ÞÓRSDÓTTIR Hæstiréttur sýknar af ákæru fyrir að vera utan stéttarfélags Látið reyna á skyldu- aðild í Strassborg Leignbílstj óramálið fyrir Mannréttindadómstólinn í febrúar HÆSTIRÉTTUR kvað í fyrradag upp dóma í málum ákæruvaldsins á hendur tveim sendibifreiðastjórum og sýknaði báða af refsikröf- um. Málin tvö eru sambærileg. í sakadómi fjallaði sinn dómarinn um hvort mál og var annar bílsljórinn sakfelldur þar en hinn sýknað- ur. Refsikrafan byggist á þeirri túlkun laga um leigubifreiðar og reglugerð samkvæmt þeim, að sendibílstjórum sé rétt og skylt að vera í Trausta, félagi þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Tveir hæstarétt- ardómarar skiluðu sératkvæðum og vildu sakfella mennina. Málin tengjast leigubílsljóramálinu um félagsskyldu og atvinnuréttindi sem tekið verður fyrir af Mannréttindadómstólnum í Strassborg í febr- úar. Þá hefur sérfræðinganefnd um Félagsmálasáttmála Evrópu gert harðorða athugasemd við ákvæði í íslenskum lögum sem skylda menn til að vera í stéttarfélagi. Sendibifreiðastjórarnir tveir vom skráðir í sendibílstjórafélagið Afl og ákærðir fyrir að neita aðild að Trausta. Vísað var til 5. gr. laga um leigubifreiðar frá 1989 um að á félagssvæði þar sem takmörkun samkvæmt reglugerð gildi, skuli bflstjórar í sömu grein vera í sama stéttarfélagi og öllum utanfélags- mönnum sé bannað að stunda þar leiguakstur með vömr. Hámarks- fjöldi sendibifreiða var síðan tak- markaður fyrir félagssvæði Trausta með reglugerð árið 1990. Sýkna á grunni þröngrar túlkunar íþyngjandi ákvæða í dómi Hæstaréttar segir að hvorki lögin né reglugerðin kveði á um skylduaðild að Trausta. Því sé ekki lagagmndvöllur til refsingar fyrir leiguakstur á svæði Trausta án aðildar að félaginu. Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gíslason og Guðmundur Jónsson kváðu upp dóminn. Með dómnum em lög 77/1989 skýrð þröngt þar sem um íþyngjandi ákvæði var að ræða. í sératkvæðum Guðmundar Skaftasonar og Hjartar Torfasonar er talið að bflstjómnum hafí borið skylda til aðildar að Trausta á gmndvelli reglugerðarinnar og 5. greinar nefndra laga. Guðmundur telur að refsiákvæði leigubifreiða- laga eigi við og vildi dæma þá til fjársekta en Hjörtur telur ástæðu til að láta refsingu niður falla vegna viðræðna Trausta og Afls á ákæru- tíma. Ákvæði stjórnarskrárinnar Guðmundur segir í sératkvæði sínu að lögmæti takmörkunar á akstri sendibifreiða hafi ekki verið véfengt að öðru leyti en talið sé að hún bijóti gegn ákvæðum stjóm- arskrárinnar um félaga- og at- vinnufrelsi. Hann vísar til hæsta- réttardóms frá 1988 um atvinnu- réttindi leigubflstjóra sem neitaði aðild að stéttarfélagi, en mál hans bíður nú umfjöllunar Mannréttinda- dómstólsins í Strassborg. Hæstiréttur taldi í dómnum 1988 að af 73. grein stjómarskrárinnar um félagafrelsi yrði ekki ályktað að óheimilt væri að gera félagsað- ild að skilyrði atvinnuleyfis. í sendi- bílstjóradómunum nú segir Guð- mundur í sératkvæðum að lögmælt aðild að almennu stéttarfélagi sé ekki það íþyngjandi kvöð að ákvæði stjórnarskrár séu henni til fyrir- stöðu. Með meirihluta Hæstaréttar virðist ekki hafa vaknað spurningin um hvort ákvæðið kynni að bijóta í bága við stjómarskrána, talið var einfaldlega að það segði ekki að bílstjómnum bæri skylda til aðildar að Trausta. í dómum Hæstaréttar um sendibílstjórana er bent á að málin hafi aðeins snúist um refs- ingu á hendur þeim fyrir brot á 5. gr. leigubifreiðalaga varðandi skylduaðild að stéttarfélagi. Við flutning málsins hafi ekki komið fram kröfur um sviptingu atvinnuleyfís. Það á hins vegar við um leigubflstjórann og segir Þor- steinn Geirsson ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneyti að þar sé nú unnið að greinargerð um mál hans sem skila þurfi til Mannréttinda- dómstólsins í desember, eftir nokkra daga. Leigubílstj óramálið fyrir Mannréttindadóminn Sigurður A. Siguijónsson leigu- bílstjóri höfðaði mál vegna þess að akstursleyfi hans var ekki end- umýjað árið 1986 af sérstakri nefnd, þar sem hann hafði þá ekki greitt félagsgjöld til Frama í ár, og samgönguráðuneytið staðfesti leyfíssviptinguna. Hæstiréttur taldi sviptinguna hins vegar ólöglega þar sem hún ætti aðeins stoð í reglu- gerð, hvergi stæði í lögum að menn yrðu að vera í stéttarfélagi. En rétturinn sagði einnig að stjómar- skráin kæmi ekki í veg fyrir að skylda megi menn til aðildar að félögum ef það væri gert með lög- um. Að svo búnu setti Alþingi lög 77/1989 um leiguakstur og ári síð- ar kom reglugerð á grundvelli þeirra, en á þessu steytti í málum sendibflstjóranna sem rétturinn sýknaði í fyrradag. Sigurður kærði til Strassborgar og í júlflok vísaði Mannréttinda- nefndin málinu til dómstólsins, sem tekur það fyrir í febrúar. Nefndin telur lögin um leiguakstur frá 1989 þýða að menn verði að vera í til- teknu stéttarfélagi til þess að halda atvinnuréttindum og taldi slíka skyldu stríða gegn félagafrelsi sem tryggt er með 11. grein Mannrétt- indasáttmála Evrópu. í skýrslu vísar Mannréttinda- nefndin meðal annars til Félags- málasáttmála Evrópu og túlkunar sérfræðinganefndar Evrópuráðsins á 5. grein hans. Henni svipar til 11. greinar Mannréttindasáttmál- ans, báðar veita þær mönnum rétt til að stofna félög. Mannréttinda- nefndin og sérfræðinganefnd Evr- ópuráðsins telja að ákvæðin veiti mönnum jafnframt rétt til að standa utan félaga, svokallað nei- kvætt félagafrelsi. Mannréttindanefndin vísar í Félagsmálasáttmálann Sérfræðinganefndin hefur í tví- gang gert athugasemdir um ís- lenska löggjöf á gmndvelli 5. grein- ar Félagsmálasáttmálans. Fyrst var agnúast út í lög um atvinnu- leysistryggingar, sem veita mönn- um utan stéttarfélaga ekki rétt til atvinnuleysisbóta. Einnig telja sér- fræðingamir að ákvæði leigubif- reiðalaga um stéttarfélagsskyldu bijóti gegn neikvæða félagafrels- inu. Fyrir ári ákvað ráðherranefnd Evrópuráðsins að sérfræðingamir gætu lagt lagalegt mat á fram- kvæmd Félagsmálasáttmálans, en gaf þeim ekki vald til að túlka hann að sögn Gylfa Kristinssonar. Embættismannanefnd ráðsins fjall- ar nú um hvort athugasemdir sér- fræðinganna um ísland fari til loka- afgreiðslu ráðherranefndarinnar. Vandræðamál Gylfi Kristinsson deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu situr í emb- ættismannanefndinni og segir mál- ið allt til vandræða, hann vonist eftir að það stöðvist á þessu stigi. Nefndunum tveimur um Félags- málasáttmálann, embættismönnum og sérfræðingum, ber þannig ekki saman um hvað 5. greinin segi í raun, hvort hún taki einnig til rétt- ar manna til að standa utan fé- laga. Sérfræðingamir telja að svo sé og Mannréttindanefndin túlkar 11. grein Mannréttindasáttmálans á sömu lund. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur greint frá at- hugasemdum sérfræðinganna í tveim skýrslum til Alþingis og ný- lega sendi hún aðalritara Evrópu- ráðsins, Cathrine Lalumiere, bréf þar sem viðhorfum íslenskra stjórn- valda er lýst. Ráðherra telur ísland ekki brjóta félagsmálasáttmálann Ráðherrann telur Félagsmála- sáttmálann ekki brotinn hér og vís- ar meðal annars í álit embættis- manna frá marsmánuði 1988 um 5. grein hans. Þar segir að tilgang- ur greinarinnar sé fyrst og fremst að vernda réttinn til að stofna félög til að beijast fyrir sameiginlegum hagsmunum. Greinin gefi mönnum ekki rétt til að standa utan stéttar- félaga. Jóhanna segir einnig í bréf- inu að íslensk stjómvöld hafi ekki í hyggju að gera nokkrar þær ráð- stafanir sem stefni jafnvægi milli aðila vinnumarkaðarins í hættu. ASÍ tekur í sama streng 1 nýrri skýrslu forseta Alþýðu- sambands íslands er fjallað um álit sérfræðinga Evrópuráðsins. For- ysta ASÍ er eins og félagsmálaráð- herra ósammála túlkuninni, og tel- ur að fámenni hér, stijálbýli og smæð vinnustaða renni meðal ann- ars stoðum undir almenna stéttar- félagsaðild. Ásmundur Stefánsson segir að reynslan frá þeim tíma þegar atvinnurekendum var heimilt að halda fólki utan stéttarfélaga sýni að mjög erfítt sé þá að halda félögunum uppi. Reglur um for- gang stéttarfélagsfólks til vinnu hafí treyst mjög starf félaganna og réttindi launþega. Almenn aðild þýði líka opin stéttarfélög þar sem tekið er mið af mismunandi sjónar- miðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.