Morgunblaðið - 21.11.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1992
31
Minning
Siguijón Ólafsson,
Stóru-Borg
Fæddur 3. júlí 1927
Dáinn 8. nóvember 1992
9. nóvember síðastliðinn fréttum
við lát vinar okkar, Siguijóns Ól-
afssonar bónda á Stóru-Borg í
Grímsnesi. Alltaf koma slíkar frétt-
ir á óvart þó við vitum að þetta
er leið okkar allra. Við höfðum
rætt við hann nokkrum dögum
áður og þá var hann hress og kát-
ur að vanda.
Hann var fæddur á Syðri-Mörk
undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans
voru hjónin Halla Guðjónsdóttir og
Ólafur Ólafsson bóndi á Syðri-
Mörk. Þau áttu átta böm og eru
nú sjö þeirra á lífi. Siguijón byij-
aði búskap ásamt Svanlaugu Auð-
unsdóttur, konu sinni, á Efri-
Grund, Vestur-Eyjafjöllum, 1949
og bjuggu þau þar til 1958 að þau
fluttu að Stóru-Borg í Grímsnesi
og hafa þau búið þar síðan rausn-
arbúi. Þau eignuðust 10 börn og
eru 9 þeirra á lífí. Þau urðu fyrir
því mikla áfalli að missa son sinn
1981 aðeins 25 ára gamlan. Böm
þeirra eru: Auðunn, kvæntur Sig-
ríði Magnúsdóttur; Ólafur, kvænt-
ur Ingu Maríu Henningsdóttur;
Halldór Ingi, kvæntur Kolbrúnu
Sigurðardóttur; Jórunn Erla, gift
Kjartani Helgasyni; Pálmar,
kvæntur Kristínu Lindu Waag-
fjörð; Erlendur Sigurðsson, kvænt-
ur Margréti Sigrúnu Grímsdóttu;
Bjöm Kristinn, látinn; Siguijón
Svanur, kvæntur Sólrúnu Hrönn
Guðmundsdóttur; Þröstur í sambúð
með Hildi Magnúsdóttur; Trausti,
ókvæntur, og bamabömin eru 24.
Við kynntumst Siguijóni fyrir
ellefu ámm þegar við tókum á
leigu hluta af jörðinni Fossi, sem
liggur að hans jörð. Tókust þá með
okkur vinabönd. Við þurftum að
girða landið og var hann ávallt
reiðubúinn að hjálpa okkur og leið-
beina. Heimili þeirra hjóna var
opið öllum og ríkti þar sönn gest-
risni og góður andi, sem við, sem
þessar línur skrifa, nutum góðs af.
Siguijón var mikill dugnaðarbóndi,
alltaf sívinnandi og ósérhlífínn með
afbrigðum. Hann var framsýnn og
fylgdist vel með öllum nýjungum
í búskaparháttum. Það var mikið
kappsmál hjá honum að standa á
eigin fótum og vera sem minnst
upp á aðra kominn. Það sést vel á
því að á sama tíma og talað var
um stórvirkjanir og það opinbera
var að virkja um allt land þá réðst
hann í það stórvirki að virkja læk-
inn sem rennur á milli jarðanna
og síðan ljóma ljósin á Stóru-Borg
bæði úti og inni. .
Siguijón var víðlesinn og fróður
og var skemmtiiegt að ræða við
hann um ættartölur og búskapar-
hætti til foma. Hann hafði mikið
yndi af hestum og stundaði hrossa-
rækt og átti mjög góða hesta. Oft
þegar við fórum í hestaferðalög
stóð litla húsið sem stendur á hlað-
inu okkar opið til gistingar hvenær
sem var. fyrir nokkrum árum hafði
hann á orði að hann langaði að
heimsækja mig (Guðmund Magn-
ússon) og létu þau hjónin verða
af því árið 1991 og höfðum við
mikla ánægju af því. Þau höfðu
aldrei komið norður á Strandir fyrr
og ég held að þau hafí virkilega
notið þess. Ég sýndi þeim það
helsta sem er að sjá í kringum
Steingrímsfjörðinn og einnig fór-
um við vestur í ísaijarðardjúp og
yfír Þorskafjarðarheiði og niður í
Þorskafjörð.
Að endingu viljum við þakka
honum alla hjálpina og vinsemd í
okkar garð og vottum eiginkonu
hans, bömum og tengdabömum
innilega samúð.
Blessuð sé minning Siguijóns
Ólafssonar.
Guðmundur Magnússon,
Guðmundur Clausen.
Torskilin era rökin fyrir því, að
þeim skuli skyndilega kippt burtu
af vettvangi lífsins, sem störfum
era hlaðnir og ekkert sýnist ama
að. Þeir, sem til þekktu, hefðu síst
átt von á því, að Siguijón Ólafs-
son, bóndi á Stóra-Borg í Gríms-
nesi, yrði kvaddur svo fljótt og
óviðbúið á vit feðra sinna, svo
hraustur sem hann var á sál og
líkama, hlaðinn lífskrafti og orku.
En allir fæðast með feigð sér við
hlið. Þar er ekki spurning um hvort
heldur hvenær feigðin kallar okkur
til sín.
Ferðalagi Siguijóns Ólafssonar
er lokið í þessari jarðvist. Við urð-
um samferðamenn dijúgan spöl á
þeirri vegferð. Mér er reyndar
minnisstæður sá haustdagur árið
1959 er ég kom í fyrsta sinn að
Stóra-Borg, þá stráklingur í fylgd
föður míns. Bóndinn á bænum
hafði þá sjálfur nýlega flutt í
Grímsnesið með fjölskyldu sinni
austan frá Eyjaijöllum, þaðan sem
hann var ættaður. Framganga
mannsins var öll þann veg, að at-
hygli hlaut að vekja. Handtakið
þétt, orðræða hreinskiptin og opin,
stutt í hressilegan og smitandi
hlátur. Þetta var upphafíð að
kynnum, sem leiddu til samstarfs
og síðar vináttu tveggja fjöl-
skyldna. Vináttu, sem aldrei hefúr
borið skugga á.
Siguijón var maður stór í snið-
um. Eg hef fáum kynnst, sem jafn
vasklega hafa gengið að hveiju
því verki, sem vinna þurfti. Hálfk-
ák var ekki til í hans orðasafni.
Hann hóf búskapinn á Stóra-Borg
sem leiguliði með tvær hendur
tómar og stóra fjölskyldu á fram-
færi. En hér varð fljótt breyting
á. Framkvæmdir vora hafnar á
jörðinni og síðar var hún keypt.
Ef bijóta þurfti land undir ræktun
í dag er gerð frá Reykhóla-
kirkju útför Magnúsar Guðmunds-
sonar bónda á Skáldsstöðum í
Reykhólasveit. Magnús fæddist að
Skáldsstöðum hinn 17. janúar
1919. Foreldrar hans vora þau
Guðmundur Helgason og Jóhanna
Magnúsdóttir, er lengi bjuggu á
Skáldsstöðum og vora þau bæði
ættuð úr Austur-Barðastrandar-
sýslu. Eignuðust þau sex böm og
var Magnús þriðji í röðinni. Elstur
er Jens, sem lengi var skólastjóri
á Reykhólum. Þá kom stúlka, sem
þau misstu nýfædda. Yngri era
svo þau Kristján, Ingibjörg og
Jón, sem öll búa á Skáldsstöðum.
Magnús ólst upp með foreldram
sínum og hlaut þá bamaupp-
fræðslu, sem þá var títt. Snemma
fór hann að starfa að búi foreldra
sinna og varð fljótt að axla nokkra
ábyrgð á búskapnum. Hann tók
við búi á Skáldsstöðum árið 1942
og bjó þar með foreldrum sínum
meðan þau lifðu. Síðan stóð hann
fyrir búi óslitið til þessa, en þau
yngri systkini hans bjuggu með
honum alla tíð. Ekki stundaði
Magnús veralega vinnu af bæ,
nema hvað hann um nokkurt ára-
bil var póstur um Reykhólasveit.
Af þessum fáu orðum má sjá, að
lífsferill Magnúsar var ekki flók-
inn. Hann fór ekki víða um dagana
og lét ekki mikið fyrir sér fara út
á við. Samt er hann einn þeirra,
sem hljóta að vera eftirminnilegir
þeim, sem nokkuð lögðu sig eftir
var það gert svo um munaði.
Kappsemi bóndans sá hvarvetna
stað. Hann virkjaði jafnvel bæjar-
lækinn til að vera sjálfum sér
nægur um ódýrari raforku en þá,
ssem bauðst á almennum mark-
aði. Býlið á Stóra-Borg varð fljótt
eitt hið stærsta í sveitinni og hélst
svo um langt árabil.
En Siguijón stóð ekki einn í lífs-
baráttunni. Öðra nær. Hans gæfa
var sú að eignast Svönu, sem stað-
ið hefur við hlið hans í blíðu sem
stríðu, hvort sem gaf á bátinn eða
siglt var lygnan sjó. Barnalán
þeirra er mikið. Bömin urðu tíu
talsins, níu synir og ein dóttir,
allt hið mesta myndarfólk. Einn
son, Bjöm, misstu þau fyrir alln-
okkram áram.
Ég kveð góðan vin og granna
með þökk fyrir samfylgdina. Við
Guðrún vottum Svönu, bömum
þeirra og öðram aðstandendum
innilega samúð. Honum sjálfum
biðjum við blessunar á eilífðar-
brautinni.
Gunnlaugur Claessen.
Sem lítil stelpa naut ég ásamt
frændsystkinum mínum þeirra for-
réttinda að fá að fara I sveit til
ömmu minnar, Ragnheiðar Böðv-
arsdóttir í Minni-Borg í Grímsnesi.
Ég var stundum send út að Stóra-
Borg til að sækja mjólk og trítlaði
fúslega yfír túnið með brúsann því
alltaf var gaman að koma þangað.
Þegar amma spilaði við messur í
Stóra-Borgarkirkju fylgdi ég henni
og notaði tækifærið til þess að gá
hvort ég sæi einhveija af strákun-
um óteljandi sem þar bjuggu en
þeir létu oftast lítið á sér bera.
Á unglingsáranum var ég síma-
dama á Minni-Borg og þá kynntist
ég nágrönnunum, Svanlaugu og
Siguijóni, betur. Gamli, góði
mjólkurbrúsinn kom sér vel sem
átylla til fara og kíkja á fyrmefnda
Stóra- Borgarstráka og sennilega
þótti ýmsum nóg um mjólkurþamb-
ið sumarið ’68. Siguijón var hress
og viðræðugóður og við frænkum-
ar fengum létt skot frá honum
þegar við birtumst með brúsann.
Nokkram áram síðar hófum við
Hjörtur svo búskap á Minni-Borg
að kynnast honum. En þá er hans
heldur ekki minnst fyrir neinn
heimalingshátt eða glópsku, held-
ur fyrir mannkosti og vit. í við-
kynningu við hann fann maður
fyrir íslenskan bónda af þeirri
gerð, sem hin margrómaða og nær
horfna íslenska sveitamenning
hvíldi á.
í búskapnum var Magnús mik-
ill iðjumaður. Hann var næmur
og minnugur eins og einkennir
margt hans fólk. Góð skil kunni
hann á þeirri náttúra, sem hann
lifði og hrærðist í við bústörfín,
kunni að rækta tún eins og hann
kunni skil á fjallagrösum og þörf-
um búsmalans og hegðun villtra
dýra. Eflaust mundi einhver segja
að slíkur maður væri náttúrabarn,
en Magnús var maður menningar
og siðaður vel.
Magnús las mikið og hafði eink-
um yndi af ljóðum. Vel fylgdist
hann með fréttum og mótaði sér
skoðanir um þjóðmál. Á sviði
stjómmálanna vildi hann sjá
frækna menn að verki um leið og
hann var raunsær um þær tak-
markanir sem slíkum mönnum eru
nú settar. Landbúnað stundaði
hann alla tíð og því bar hann þá
atvinnugrein líka fyrir brjósti.
Hann bjó í einni þeirra sveita, sem
ofstjóm þeirra mála hefur komið
illa við. Fyrir fjóram áram sagði
hann mér að hann kynni nú ráð
til þess að selja meira af lamba-
kjöti. Mér lék forvitni á að vita
hjá Ragnheiði ömmu. Við voram
komung, eiginlega bara unglingar,
en okkur fannst við auðvitað full-
orðin, nýgift með barn og full af
bjartsýni. Grímsnesingar tóku okk-
ur ákaflega vel, sendu okkur kálfa
og lömb í brúðkaupsgjöf og Sigur-
jón og Svana færðu okkur kelfda
kvígu fyrsta haustið.
I frambýlingsbasli kom sér vel
að eiga góða granna og allir reynd-
ust þeir okkur fjarska vel. Oftast
var þó leitað til Siguijóns á Stóra-
Borg, enda styst að fara þangað.
Ég minnist þess ekki að hafa nokk-
urn tíma þurft að fara bónleið til
búðar. Hann lánaði okkur vélamar
sínar, tvö sumur hirtum við öll
okkar hey með heyhleðsluvagni og
heyblásara frá honum og aldrei var
talað um borgun. Hann setti kalk
í doðakýmar áður en við lærðum
að gera það sjálf, hann setti undir
okkur hest í smaiamennskur og
lengi mætti áfram telja. Ekki síst
var það ómetanlegt fyrir mig þeg-
ar Hjörtur fór til sjós á vetuma
að eiga slíkan hauk í homi. Þegar
við hjónin komum aftur að Minni-
Borg eftir nokkurra ára dvöl er-
lendis endurtók sagan sig og eigin-
lega skil ég ekki hve óþreytandi
Siguijón var að hjálpa okkur. Eitt
sinn eyddi hann mörgum dýrmæt-
hvert það ráð væri. Ekki stóð á
svarinu, „það er að lækka verðið“.
Magnúsi búnaðist vel, en hann
ásamt systkinum sínum tók öllum
nýjungum af varkámi. Ekki var
það af eintómri íhaldssemi, heldur
af gran um að ekki yrði á víst að
róa um hjálpina ef fjárfestingin
ekki borgaði sig. Eins og fyrr var
sagt þurfti þessi maður snemma
að axla nokkra ábyrgð á sínum og
í því brást hann ekki. Það mótaði
hann líka til frambúðar. í öllu
reyndist hann traustur og ábyrg-
ur. Það vita þau systkini hans og
frændgarður. Sumarbömin á
Skáldstöðum vita það líka og sveit-
ungamir, sem nutu hans góða
nágrennis.
Fyrr er um það getið hve trúr
fulltrúi hinnar fornu bændamenn-
ingar Magnús var. í trúarefnum
var því líka trúr og fastur fyrir.
Hann var t.d. þeirrar skoðunar að
Mikjálsmessuna ætti að nota til
þess að þakka uppskerana og vildi
gera úr því hátíð. Ekki vissi hann
þó að um þetta era fyrirmæli í
kirkjuskipan Kristjáns 3. Þar hélt
hann arfí kynslóðanna til haga sen
í fleira. Þegar við hittumst á liðn-
um áram talaði hann yfírleitt um
þjóðmálin og spurði frétta. Þegar
við hjónin hittum hann síðast í
byijun október tók samtalið nokk-
uð aðra stefnu og verður það okk-
ur ætíð eftirminnilegur fundur.
Eftir að hafa rætt nokkuð um
dægurmálin sagði hann okkur frá
líkamlegu ástandi sínu og hafði
það eftir læknum. Sý lýsing benti
til þess að ekki ætti hann langt
ólifað, og þó hann ekki orðaði það
beint, lét hann okkur fínna að
hann vissi hvert stefndi. Þá var
það líka að gefnu tilefni, semtalið
barst að trúmálum. Hann sagðist
vera hlynntur trúfrelsi, en hann
vildi samt láta meina mönnum að
um klukkustundum á góðum
þurrkdegi í að reyna að stilla af
gamla bindivél sem við höfðum
komist yfir. Bindivél var reyndar
öfugmæli, þetta var „slítivél".
Þessi greiðvikni hans var ekki
bundin eingöngu við okkur Hjört,
aðrir ábúendur á Minni-Borg hafa -
fyrr og síðar notið hennar.
Sjálfur var Siguijón duglegur
bóndi sem komst vel af. Hann
naut dyggrar aðstoðar konu sinnar
og bama enda getur nærri að allir
urðu að leggja hönd á plóg á svo
bammörgu heimili. Þótt í mörg
hom væri að líta í búskapnum
hafði Siguijón ávallt tíma til að
spjalla við gesti. Alltaf var boðið
í kaffí og í eldhúsinu vora málin
rædd af kappi. Landsmálapólitíkin
og „innansveitarkrónikan" var al-
gengt umræðuefni en hin seinni
ár var það ættfræðin sem átti hug
hans allan. Hann lagði töluverða
vinnu í að afla sér upplýsinga um
það efni og sótti söfn til að grúska
í gömlum kirkjubókum. Hann rakti
ættir mínar langt aftur í aldir og
tengdi mig öllum helstu höfðingj-
um landsins; það gerði hann senni-
lega við alla hina líka.
Fyrir nokkram árum nam Sigur-
jón land austur undir Eyjaíjöllum
þaðan sem hann var ættaður. Hann
komst yfir dágott hús sem hann
flutti þangað austur og kallaði í
gamni elliheimilið. Með dyggilegri
aðstoð sona sinna lagfærði hann
bústaðinn og átti þar marga
ánægjustund. Þar hélt hann upp á
sextugsafmælið sitt fyrir rúmum 5
áram og við Hjörtur skrappum í
afmæliskaffið. Ég sauð saman fá-
einar vísur á leiðinni og vona að
með þeim hafi mér tekist að láta
í ljós hve mikils við mátum alla
greiðvikni þessara góðu granna.
Nú að leiðarlokum skulu enn
ítrekaðar þakkir frá okkur Hirti
og ömmu Ragnheiði fyrir alla að-
stoð og hjálpsemi við Minni-Borg-
arheimilið fyrr og síðar. Þótt Sigur-
jón verði ekki á sínum gamla stað
í eldhúskróknum á Stóra-Borg
næst þegar við lítum inn þykist
ég vita að hann fylgist með úr fjar-
lægð og líti til með sínum. Blessuð
sé minning hans.
Unnur Halldórsdóttir.
ragla fólk í sinni réttu trú. Honum
fannst sitthvað að boða nýja trú
eða að skramskæla okkar trú.
Hann átti sér rétta trú, sem var
hin postullega trú, sem hann hafði
numið af foreldram sínum og
fermingarföður og fyrir það að
vera slíkur arfur gildari trú en
einhver nýbreytni.
Nú er Magnús á Skáldstöðum
allur. Hans er nú saknað af mörg-
um og eflaust hugsa nú fleiri en
ég um allt það sem eftir var að
ræða og deila með honum. Sárast-
ur er nú harmur systkina hans og
í þessum orðum vil ég tjá þeim
hluttekningu mína og minna. Vel
reyndust þau bróður sínum til hins
síðasta, og ber þar hátt hlut Ingi-
bjargar, sem hjúkraði honum
heima meðan fært var.
Enn þynnist byggðin við Breiða-
fjörð og bendir í átt til auðnar
fyrir botni Berafjarðar, sem
Vaðalfjöllin vaka svo fagurlega
fyrir. En meðan þau tignu fjöll
vaka þar yfir vil ég trúa því, að
ekki deyi með íslenskri þjóð sá
andi frelsis og sjálfsbjargar, sem
bjó með honum sem við nú kveðj-
um í þökk og virðingu.
Sigurður Sigurðarson.
Minning
Magnús Guðmunds-
son á Skáldsstöðum