Morgunblaðið - 22.11.1992, Side 7

Morgunblaðið - 22.11.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992 Góðar fréttir frá íslenskum mjólkuriðnaði: LYSTAUKANDI LÆKKUNÁ Með nýgerðum samningi um verkaskiptingu í framleiðslu og samstarf á sölusviði hefur náðst fram dýrmæt hagræðing í íslenskum mjólkuriðnaði. Þeim árangri verður skilað beint til neytenda nk. mánudag með lækkun á heildsöluverði jógúrtar sem ætlað er að skila almenningi að meðaltali um 5% verðlækkun í verslunum um land allt. allra næstu dögum munu neytendur víða um land jafnframt verða varir við aukið vöruval verslana í jógúrtvörum. Með hinum nýja samstarfssamningi hefur áratugagömul skipting landsins í afmörkuð sölusvæði fyrir einstök mjólkurbú verið lögð niður og landið allt gert að einu sölusvæði fyrir jógúrt og fleiri unnar mjólkurvörur. íslenskir neytendur munu því loksins sitja við sama borð þegar úrval af jógúrt er annars vegar og um leið hefur stefnan verið sett á frekari hagræðingu og þróun til bættrar þjónustu við landsmenn alla. Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi, Mjólkursamlagi Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, Mjólkursamlagi KEA á Akureyri og Mjólkursamsölunni í Reykjavík þykir vænt um að geta með samstarfi sínu skilað neytendum í senn bættri þjónustu, auknu vöruvali og lægra verði. Njótið vel!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.