Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 8
8
e
m
DAGBÓK
Kug.
aiGEAJaVIUDÍIOM
R 22. NÖVEMBBR 1992
I'PI A P'er sunnudagur 22. nóvember, 327. dagur
-L'-tXvJ’ ársins 1992. Árdegisflóð í Reykjavík kl.
4.31 og síðdegisflóð kl. 16.50. Fjara kl. 10.44 og kl. 22.59.
Sólarupprás í Rvík kl. 10.19 og sólarlag kl. 16.08. Myrkur
kl. 17.12. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.14 ogtungliðer
í suðri kl. 11.31. (Almanak Háskóla íslands.)
Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og
fyrirgjöra sálu sinni. Eða hvað gæti maður látið til endur-
gjalds fyrir sálu sína. (Matt. 16,26.)
ÁRNAÐ HEILLA
O iAára afmæli. í dag, 22.
O V/ nóvember, er áttræð-
ur Björn Guðmundsson
kaupmaður í Brynju,
Hverfisgötu 46, Rvík. Hann
er að heiman.
^ pT ára afmæli. 1 dag, 22.
I þ.m., er 75 ára Inga
Jóhannesdóttir, Vesturgötu
7, Rvík. Hún er stödd í Isra-
el, Hotel Notre Dame, í Jerú-
salem.
fT/Aára afmæli. Á morg-
I \/ un, mánudaginn 23.
nóvember, er sjötug Jóna
Kjartansdóttir, Hlíðargötu
5, Akureyri. Hún tekur á
móti gestum á heimili sínu
afmælisdaginn eftir kl. 18.
24. þ.m., er fimmtugur
Sveinn Þórir Jónsson, for-
stjóri Radíóstofunnar hf.,
Leiðhömrum 46, Rvík. Kona
hans er Sigríður Stefánsdótt-
ir. Þau taka á móti gestum í
Áttahagasal Hótels Sögu á
afmælisdaginn kl. 17-19.
KROSSGATAN
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
LÁRÉTT: - 1 spott, 5 hamla, 8 æmar, 9 klára, 11 gifta,
14 ugg, 15 párað, 16 alæta, 17 aur, 19 nána, 21 maka, 22
augljós, 25 góð, 26 áar, 27 Týs.
LOÐRÉTT: - 2 pól, 3 tær, 4 trauða, 5 haggar, 6 Ari, 7
lát, 9 kappnóg, 10 átrúnað, 12 fræðast, 13 Ararats, 18
ugla, 20 au, 21 mó, 23 gá, 24 jr.
LÁRÉTT: - 1 öflug, 5
gremjast, 8 ríkis, 9 hug-
hreysta, 11 spilið, 14 reyfí,
15 töngum, 16 depil, 17 væta,
19 svelgurinn, 21 starf, 22
versin, 25 megna, 26 tunna,
27 sefí.
LÓÐRÉTT: - 2 spils, 3
stirðleika, 4 malla, 5 lista-
manni, 6 kærleikur, 7 akstur,
9 tilviljun, 10 ganga í hjóna-
band, 12 glataðar, 13 suðaði,
18 hræfugl, 20 handsama,
21 greinir, 23 sjór, 24 tveir
eins.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um endurskoðun kvótalaganna:
Ágreiningur milli stjórnarf lokkanna ,
HnhöfTSíinpfhHaHnnar
Dabbi segir: Við eigura að fara þangað. Nonni segir: Við eigum að fara þangað. Dabbi segir:
Þangað. Nonni segir: Þangað. Dabbi segir: Þangað.
FRÉTTIR/MANNAMÓT
í DAG er Cecilíumessa, til
minningar um Cecilíu, sem
talið er að hafi verið uppi í
Róm snemma á öldum og lið-
ið píslarvættisdauða. Sunnu-
dagurinn í dag er hinn 23.
eftir Trínitatis. Á morgun, 23.
nóv., byijar Ylir. - Annar
mánuður vetrar. Nafnskýring
er umdeild segir í Stjörnu-
fræði/Rímfræði, sem bætir
því við að í Snorra-Eddu er
þessi mánuður kallaður frer-
mánuður.
MÁLSTOFA í guðfræði er
nk. þriðjudag í Skólabæ, Suð-
urgötu 26, kl. 16. Sr. Þor-
björn Hlynur Árnason bisk-
upsritari flytur erindi um þing
Kirknasambands Evrópu
(KEK). Það fór fram í Prag
í septembermánuði sl.
KVENSTÚDENTAFÉL. ís-
lands og Fél. ísl. háskóla-
kvenna heldur jólafund nk.
fimmtudag, 26. þ.m., í veit-
ingasalnum Þingholti, Hótel
Holti, kl. 20. Gestur fundarins
verður frú Afsaneh Wogan
sendiherrafrú Breta hér á
landi. Hún ætlar að segja frá
hátíðahöldum í Persíu og ára-
mótum. Fram verður borinn
léttur kvöldverður.
BARNADEILD Heilsu-
vemdarstöðvarinnar við Bar-
ónsstíg. Opið hús fyrir for-
eldra ungra bama nk. þriðju-
dag kl. 15-16. Fjallað um
afbrýðisemi barna.
KVENFÉL. Neskirkju.
Annað kvöld, mánudag, verð-
ur haldinn afmælisfundur kl.
20.30 í safnaðarheimilinu.
SPILAKVÖLD starfs-
mannafél. Sóknar og Fram-
sóknar verður nk. miðviku-
dagskvöld í Sóknarsalnum kl.
20.30. Þetta er síðasta spila-
kvöldið fyrir jól. Spilaverð-
laun og kaffiveitingar.
SÖNGSVEITIN Drangey
efnir til skemmtunar/kaffí-
hlaðborðs í félagsheimilinu
Stakkahlíð 17 kl. 15 í dag.
KEFLAVÍK. Mánudags- og
fímmtudagskvöld fer fram í
Kirkjulundi á vegum systra-
og bræðrafél. Keflavíkur-
kirkju laufabrauðsbakstur kl.
19.
LANGHOLTSSÓKN.
Bræðrafél. Langholtssafnað-
ar efnir til spilakvölds, félags-
vist, nk. þriðjudagskvöld kl.
20.30 í safnaðarheimili kirkj-
unnar. Ágóðinn gengur til
orgelsjóðs.
ITC-deildir. Deildin Eik
heldur fund mánudagskvöldið
kl. 20.30 í Fógetanum, Aðal-
stræti. Kynning á glugga-
tjaldaefni og áklæði. Fundur-
inn er öllum opinn. Uppl. hjá
Eddu, s. 26676, ojg Jónínu,
s. 687275. Deildin Iris heldur
fund í húsi SVFÍ, Hjalla-
hrauni 9, Hafnarfirði, kl.
20.15. Kennsla í framsögn.
Fundurinn er öllum opinn.
Uppl. veita Halla, s. 52531,
eða Fjóla, s. 688086.
KEFLAVÍKUR/Njarðvík-
ursóknir hafa ákveðið að
kanna þörfina fyrir vistun
barna, einkum atvinnulausra
foreldra, til að létta á því álagi
sem á heimiiunum er. Toby
Sigrún Herman forstöðukona
kirkjuskjóls Neskirkju mun
kynna málefnið á fundi í
Kirkjulundi nk. þriðjudags-
kvöld kl. 20.30.
KVENFÉL. Hreyfils heldur
basar í dag kl. 14 í Hreyfils-
húsinu.
AFLAGRANDI 40, félags-
miðst. 67 ára og eldri. Mánu-
dag spiluð félagsvist kl. 14.
Þriðjudaginn kl. 14. Umræðu-
hópur undir stjórn sr. Guð-
laugar Helgu Ásgeirsdóttur.
Hann starfar fram í miðjan
desember. Skráning þátttak-
enda í móttökunni.
KVENFÉL. Freyja, Kópa-
vogi. í dag verður spiluð fé-
lagsvist kl. 15 á Digranesvegi
12. Spilaverðlaun og kaffí.
GERÐUBERG, félagsstarf
aldraðra. Mánudag kl. 11
leikfimi. Börn frá skólaheimil-
inu Hraunkoti koma í heim-
sókn. Kynning á jólaföndri
kl. 14-15.
ÁRBÆJARSÓKN, félags-
starf aldraðra. Fótsnyrting í
safnaðarheimili Árbæjar-
kirkju mánudaga kl. 2-5.
Tímapantanir hjá Fjólu Finn-
bogadóttur.
SAFNAÐARFÉL. Grafar-
vogskirkju heldur jólafund-
inn mánudagskvöld kl. 20.30
í Hamraskóla. Guðrún Geirs-
dóttir leiðbeinir við jólafönd-
ur.
KIRKJUSTARF
ÁSKIRKJA: Fundur í æsku-
lýðsfélaginu í kvöld kl. 20.
BÚSTAÐAKIRKJA: Fundur
10-12 ára barna í dag kl. 17.
Fundur í æskulýðsfélaginu í
kvöld kl. 20.
H ALLGRÍMSKIRKJ A:
Fundur í æskulýðsfélaginu
Örk í kvöld kl. 20.
HÁTEIGSKIRKJA: Æsku-
lýðsstarf fyrir 10-12 ára í
dag kl. 17. Æskulýðsstarf
fyrir 13 ára og eldri í kvöld
kl. 20. Biblíulestur mánu-
dagskvöld kl. 21.
LAUGARNESKIRKJA:
Fundur í æskulýðsféiaginu í
kvöld kl. 20.
NESKIRKJA: Æskulýðs-
fundur fyrir 13 ára og eldri
verður haldinn í safnaðar-
heimili kirkjunnar á morgun,
mánudag, kl. 20.
SELTJARNARNES-
KIRKJA: Fundur í æskulýðs-
félaginu í kvöld kl. 20.30.
ÁRBÆJARKIRKJA: Æsku-
lýðsfundur í kvöld kl. 20.
Opið hús fyrir eldri borgara
mánudaga kl. 13-15.30 og
miðvikudaga kl. 13.30-
16.30. Foreldramorgnar
þriðjudaga og fimmtudaga kl.
10-12.
FELLA- OG HÓLA-
KIRKJA: Æskulýðsfundur
mánudagskvöld kl. 20.30.
Upplestur hjá félagsstarfi
aldraðra í Fella- og Hóla-
brekkusóknum í Gerðubergi
mánudag kl. 14.30. Lesnir
verða Davíðs sálmar og Orðs-
kviðir Salómons konungs.
SELJAKIRKJA: Æskulýðs-
fundur mánudagskvöld kl.
20-22. Mömmumorgunn, op-
ið hús, þriðjudag kl. 10-12.
SKIPIN __________
REYKJAVÍKURHÖm
í dag er togarinn Freri vænt-
anlegur inn af veiðum. A
morgun er Brúarfoss vænt-
anlegur að utan og togarinn
Engey er væntanlegur inn
af veiðum.
HAFNARFJARÐAR-
HÖFN: Lagarfoss lagði af
stað til útlanda i gær. Norski
togarinn og sá grænlenski
sem komu inn fyrir helgina
eru báðir farnir út aftur.