Morgunblaðið - 22.11.1992, Side 10

Morgunblaðið - 22.11.1992, Side 10
ío •■MO&gÍMLaðÍÐ SUNNÚDAGUR 22'- NévkMtóBR 1992 37. ÞING ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS HEFST Á AKUREYRI Á MORGUN ATOK UM ARFTAKA ÁSMUNDAR eftir Ómar Friðriksson FORSETAKOSNINGAR og umræða um efnahagsaðgerðir munu setja mestan svip á 37. þing Alþýðusambands íslands sem hefst á Akur- eyri á mánudaginn kemur. Einnig er talið víst að mikil umræða verði um Evrópumálin og hversu ákveðna afstöðu samtökin eigi að taka til samningsins um EES. Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs eftir að hafa gegnt starfinu í 12 ár eða þrjú kjörtímabil. Ragna Bergmann, fyrsti varaforseti ASÍ, gefur heldur ekki kost á sér til endurkjörs og að auki verða miklar breytingar á miðstjórn sambandsins en það er æðsta valdastofnun milli þinga og sambandsstjómarfunda. Þá er ljóst að aðsteðjandi efnahagsvandi mun setja mikinn svip á þingið. Vemlegur ágreiningur er innan forystusveitar ASI um þær hugmynd- ir um efnahagsaðgerðir sem unnið hefur verið að. Nánast engar lík- ur em til þess að niðurstaða fáist fyrir þingið og það hlýtur því að koma til kasta þess og nýrrar forystu að móta afstöðu til þess hvern- ig á verður tekið. Er talið að mikil óvissa verði ríkjandi um fram- boðsmál allt fram á þriðjudag. ing Alþýðusambandsins eru haldin fjórða hvert ár og að þessu sinni eiga seturétt á þinginu nær 500 þingfulltrúar. Um helgina höfðu um 460 tilkynnt þátt- töku sína. Langflestir fulltrúar til- heyra Verkamannasambandinu eða 226 sem er um 45% þingfulltrúa. Landssamband íslenskra verslunar- manna er næststærsta landssam- band ASÍ með tæplega 100 fulltrúa. Þessi tvö sambönd eru lang stærst því önnur landssambönd eiga öll inn- an við 30 fulltrúa hvert, en féiög sem ekki eiga aðiid að neinu landssam- bandi heldur eru með beina aðild eiga samtais 41 fulltrúa. Af einstökum félögum er Verslun- armannafélag Reykjavíkur með langflesta þingfulltrúa eða 58, meira en helming af öllum fulltrúum LÍV og um tvöfalt fleiri fulltrúa en það félag sem næst kemur, verkamanna- félagið Dagsbrún sem er með tæp- lega 30 fulltrúa. Svo dæmi séu tekin af öðrum félögum af handahófi er Iðja í Reykjavík með 15 fulltrúa, starfsmannafélagið Sókn með 15, verkakvennafélagið Framsókn í Reykjavík með 17 fulltrúa, Eining á Akureyri með 20 fulltrúa, Verka- lýðs- og sjómannafélag Keflavíkur 15 fuljtrúa og verkalýðsfélagið Baid- ur á ísafirði 5 fulltrúa. Reynt að tryggja pólitískt og faglegt jafnvægi Við kosningu forystu ASI er reynt að gæta þess að jafnvægi sé á milli landsvæða, landssambanda, félaga og stjómmálaflokka og kynferðis. Viðmælendum innan verkalýðs- hreyfingarinnar ber saman um að bein íhlutun flokkanna hafí minnkað verulega frá því sem áður var þótt ljóst sé að á síðustu dögum hafi flokkamir farið að beita sér taisvert bæði vegna forsetakosninganna og „stokkað spilin fyrir miðstjórnar- kjörið“, eins og einn þeirra orðaði það. „Flokkamir binda þó engan fyrirfram eins og áður var þótt þeir geti kannski lagt meginlínurnar," sagði annar viðmælandi úr forystu- sveitinni. 21 aðalmaður á sæti í miðstjóm, 18 auk forseta og tveggja varafor- seta og að auki eru kjörnir níu vara- Mikil óvissa um efnahags- aðgerðir og forsetafram- boð einkennir upphaf þingsins menn. Skiptingin í fráfarandi mið- stjórn er samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sú að fjórir eru tald- ir sjálfstæðismenn, þrír framsóknar- menn, fímm Alþýðuflokksmenn, sex Alþýðubandalagsmenn og þrír eru óflokksbundnir. Miklar breytingar verða á miðstjórninni þar sem Morg- unblaðið hefur heimildir fyrir að allt að þriðjungur miðstjórnarmanna ætli ekki að gefa kost á sér til endur- kjörs af ýmsum ástæðum. Meðal þeirra sem nefndir eru sem nýir miðstjórnarmenn má nefna Björn Snæbjörnsson, formann Ein- ingar á Akureyri, Björn Grétar Sveinsson, formann Verkamanna- sambandsins og Jökuls á Höfn í Hornafirði, Ingibjörgu R. Guð- mundsdóttur, formann Landssam- bands íslenskra verslunarmanna, Sigurð Guðmundsson, formann Þjónustusambandsins, og fleiri. Þótt reynt verði að halda pólitisk- um styrkleikahlutföllum við uppstill- ingu mun það riðlast þegar út í kosn- ingar kemur, er álit viðmælenda blaðsins. Enginn sjálfkjorinn „Mér fínnst mjög líklegt að komi til kosninga um forseta. Ef Ásmund- ur stendur við sínar yfirlýsingar um að gefa alls ekki kost á sér sé ég ekki neinn í sjónmálinu sem víst er að verði sjálfkjörinn," segir Benedikt Davíðsson sem var formaður kjör- nefndar á seinasta ASI-þingi. Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða, er sá eini sem hefur staðfest að hann gefí kost á sér til forsetakjörs. Aðrir sem hafa verið orðaðir eru Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssam- bands iðnverkafóiks, Grétar Þor- steinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, og Örn Friðriksson, varaforseti ASÍ og formaður Málm- og skipasmiðasambandsins. Nú síð- ast hefur nafn Kára Arnórs Kára- sonar, formanns Alþýðusambands Norðurlands, skotið upp kollinum í þessu sambandi. Er talið hugsanlegt að til hans verði leitað á þinginu en hann mun sjálfur ekki hafa sér- stakan hug á framboði. Ekki er reiknað með að aðrir en Pétur muni svara því endanlega hvort þeir ákveða að fara í framboð fyrr en á sjálft þingið er komið. Flestir segjast vera á því í dag að Grétar Þorsteinsson muni ekki gefa kost á sér en Ijóst er að hann hefur notið mjög víðtæks stuðnings að undanförnu, m.a. innan Verka- mannasambandsins og eru bæði Björn Grétar Sveinsson formaður sambandsins og Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Dagsbrúnar hlynntir framboði Grétars sam- kvæmt upplýsingum blaðsins. Einn- ig mun Magnús L. Sveinsson, for- maður Verslunarmannafélags Reykjavíkur ekki mótfallin því að Grétar verði kosinn. Grétar segist þó í samtali við blaðið ekki hafa tekið endanlega ákvörðun um fram- boð og segir það ráðast af atburða- rásinni hvenær hann gefur endan- legt svar. Flestir telja að eins og staðan sé í dag séu einna mestar líkur á að kosið verði á milli Arnar Friðrikssonar og Péturs Sigurðsson- ar og eru fleiri á því að þá eigi Örn sigur vísan úr kosningu á miili þeirra. Ásmundur Stefánsson hefur ekki lýst yfir afstöðu sinni til arftak- ans en ætlar að gera það áður en til kosninga kemur. Er því haldið fram að Ásmundur styðji líklegast Örn. Enda þótt umræða um efnahags- aðgerðir móti allt þinghald Alþýðu- sambandsins er þó bent á að enginn grundvallarágreiningur sé á milli þeirra manna sem orðaðir hafa verið við forsetaframboð um þau mái. Aðeins Örn Friðriksson hafi þó tengt mögulegt framboð sitt við þessa umræðu og hvað út úr henni komi. Örn hefur þegar sagst ætla að gera kjörnefnd grein fyrir afstöðu sinni áður en hann svari því hvort hann gefur kost á sér. Hann hefur og’ekki farið dult með að ákvörðun hans um framboð ráðist af því hvaða lína verði ofan á á þinginu vegna fyrirhugaðra efnahagsráðstafana. Það setur þó strik í reikninginn að forsetakosningar fara fram á mið- vikudegi en umræðum um efnahags- mál lýkur ekki fyrr en á föstudag. Viðmælendum ber engu að síður saman um að strax á þriðjudegi muni línur vera farnar að skýrast verulega þegar fyrsta umræða um atvinnu- og efnahagsmál hefst og þá liggi ljóst fyrir hverjir taki þátt í kosningaslagnum. Bent er á að Örn hafi þegar tekið skýra afstöðu til efnahagsaðgerðanna og hann taki jafnframt talsverða áhættu að vera með framsögu við umræður um Evrópska efnahagssvæðið á þriðju- degi en 'mikil andstaða mun vera gegn samningnum, sérstaklega meðal landsbyggðarfulltrúa. Er jafn- vei talið að ef fram kemur veruleg andstaða meðal þingfulltrúa við áherslur forystunnar í efnahagsvið- ræðunum muni Örn ákveða að gefa ekki kost á sér. 37. þing Alþýðusambands Islands Kosningar á þinginu Miðstjórn (18 menn) Forseti 1. vara- forseti 2. vara- forseti Talið er að þriðjungur miðstjórnar gefi ekki kost á sér til endurkjörs Skipting þingfulltrúa eftir landssamböndum Landssamband vörubifreiðastjóra 1,0% 5 Rafiðnaðarsamband íslands 3,4% 17 / Þjónustusamband (slands 3,6% 18 * ' Landssamb. iðnverkafólks 4,2% 21 Samb. byggingamanna 4,7% 24 Sjómannasamband íslands 4,6% 23 Málm- og skipasmiðasam- band Islands 5,4% 27 Bein aðild 8,2% 41 Landssamband verslunarmanna 19,5% 97 499 fulltrúar eiga seturétt á þinginu. Um 460 sitja þingið. tj

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.