Morgunblaðið - 22.11.1992, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.11.1992, Qupperneq 11
ÚR DAGSKRÁ ÞINGSINS Mánudagur. Ræða Ásmundar Stefánssonar fráfarandi forseta. Kosning starfsmanna og kjörnefndar. Fyrsta umræða um lagabreyting- arogskipulagASÍ. Þriðjudagur. Fyrsta umræða um kjaramál, at- vinnu- og efnahagsmál. Örn Frið- riksson varaforseti hefur fram- sögu um Evrópumál. Miðvikudagur. Kjör forseta, varaforseta og mið- stjórnar. Umræða um skipulag. Fimmtudagur. Kosning sambandsstjórnar. Önn- ur umræða um Evrópumál. Föstudagur. Lokaumræða um kjaramál, at- vinnu- og efnahagsmál. Guðmundur Þ. Jónsson ætlar ekki að taka ákvörðun um hvort hann verður í framboði fyrr en á þingið er komið. Guðmundur nýtur ekki mikils stuðnings að mati áhrifa- manna innan hreyfíngarinnar og hafa sumir afskrifað hann í kosning- um um forsetastólinn þótt hann sé nefndur meðal þeirra sem komi til greina sem annar varaforseti. Pétur Sigurðsson nýtur allvíðtæks stuðnings út fyrir raðir Alþýðu- flokksmanna í hreyfmgunni, sér- staklega meðal ófaglærðra í Verka- mannasambandi og meðal sjómanna. Eru skiptar skoðanir um hvort tengsl Péturs við Alþýðuflokkinn verði hon- um til framdráttar. Þó mun vera ljóst að Alþýðubandalagsmenn muni beij- ast gegn honum. Pétur hefur verið varfæmari í yfirlýsingum sínum um efnahagsaðgerðir en Órn. Guðmundur J. Guðmundsson, hef- ur sagt að honum lítist vel á fram- boð Péturs og hefur það verið túlkað sem afdráttarlaus stuðningur við framboð hans en eins og áður segir mun Guðmundur þó frekar styðja Grétar í forsetastólinn. Gefi Grétar ekki kost á sér á Pétur stuðning Guðmundar og fjölmargra félaga hans í Dagsbrún og innan Verka- mannasambandsins vísan auk þess sem hann á fylgi meðal sjómanna. Er talið líklegast að Verkamanna- sambandið muni klofna í afstöðu til Péturs og Arnar. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, for- maður Landssambands verslunar- manna, er af flestum talin eiga mesta möguleika á að verða 1. vara- forseti sambandsins en hún segist þó ekki hafa gert upp hug sinn og muni ekki gera fyrr en á þingið er komið. Hún segist ekki reikna með að skorast undan ef það sé vilji versl- unarmanna að hún bjóði sig fram. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Sóknar, er einnig nefnd varaforseta- efni en er ekki talin njóta eins mik- ils stuðnings og Ingibjörg. Þá hefur Hansína Stefánsdóttir, Alþýðusam- bandi Austurlands, einnig verið orð- uð við varaforseta. Hvernig svo sem mál skýrast eft- ir helgina eru þeir til sem vilja ekki útiloka að þegar til kastanna kemur muni á ný verða reynt að þrýsta á Ásmund Stefánsson um að endur- skoða afstöðu sína og gefa kost á sér. Þetta er þó talinn fjarlægur möguleiki og sjálfur segist Ásmund- ur hafa tekið ákvörðun sína að yfir- veguðu ráði og hún standi. Verði niðurstaðan sú að Örn Frið- riksson, sem ekki hefur verið spyrtur við ákveðinn stjórnmálaflokk, verði kjörinn næsti forseti ASÍ og að Ingi- björg R. Guðmundsdóttir verði kjörin 1. varaforseti, en hún er talin sjálf- stæðismaður er komin upp sú sér- kennilega staða að „verkalýðsflokk- arnir“, Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur, „get“ hvorki eignað sér for- seta ASÍ né 1. varaforseta og myndu því bítast um stól 2. varaforseta. MORGUNBLAÐIÐ SUNjVUDAGUli 22, N(j)VEftlBE|t 1992 ii SETJUM ISLENSKT í ÖNDVECI Vib erum stolt af því ab tilheyra íslenskum fataibnabi — þeim iönabi, sem staöiö hefur af sér öll veöur, í íslensku efnahagslífi. íslendingar! Nú er aö snúa vörn í sókn. Enginn hjalpar okkur nema viö sjálf. Ef viö kaupum íslenskt þýöir þaö einfaldlega fleiri störf fyrir íslendinga - ekki aöeins í iönaöi heldur í þjónustu - einn í iönaö, tveir í þjónustu. Vift erum fyllileqa samkeppnisfær vift evrópskan, óstvrktan iönaö, bæbi í qæbum 09 verfti. Þórdís Haraldsdóttir, verkstjóri Haukurlngimundarson, klæðskerameistari Indribi Gubmundsson klæbskeri Tómas Sveinbjörnsson, hönnubur Oddný Kristjánsdóttir, hönnubur og klæbskeri Vib framleibum einkennisfatnab m.a. á starfsfólk : ✓ Landsbanka íslands á öllu landinu. ✓ Sparisjóbia á öllu landinu. ✓ Tollstjóraembætti&sins ✓ Strætisvagna Reykjavíkur. ✓ Hótel Sögu. ✓ Hótel ísland. ✓ Veitingahúsins Perlunnar. ✓ Flugmálastjóra. ✓ Hagvagna. ✓ Herjólfs. ✓ íslandsbanka og marga fleiri, t.d. kóra, lúbrasveitir, íþróttaféiög og bílstjóra. Viö saumum á einstaklinga, fyrir verslanir og starfsfólk fyrirtækja Vib höfum opnaö sérverslun á Nýbýlavegi 4, sem sérhæfir sig í klæðskerasaum á karla, konur og börn. Mjög gott verb — mikib efnaúrval. Vib framleibum fyrir eftirtaldar verslanir: Herraríki, Snorrabraut. Karnabær, Borgarkringlunni. Blazer, Kringlunni. Karnabær, Laugavegi 66. Posedon, Keflavík. Pariö, Akureyri. Sparta, Sauöárkróki. Garöarshólmi, Húsavík. Hvammur, Höfn, Hornafiröi. Skógar, Egilsstööum. Sérhæft fagfólk í hverri stööu meö gífurlega reynslu Solllt hf Nýbýlavegi 4 (Dalbrekkumegin), Kópavogi, símar 45800 — 45287

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.