Morgunblaðið - 22.11.1992, Side 14

Morgunblaðið - 22.11.1992, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVBMBER 1992 TYRKNESKA FORRÆÐISMÁLIÐ VANM SOPHIU VANM TYRKIANDS? Eftlr Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur UNGUR maður frá fjarlægu landi hittir unga konu. Þau verða ást- fangin og til þess að fullkomna hamingju sína ákveða þau að eignast börn saman. Foreldrana langar til að ala börnin upp eins og þau voru alin upp og meðan allt leikur í lyndi mætast tveir menningarheimar í börnunum. En óveðursskýin hrannast upp. Maðurinn og konan ákveða að ganga sitt hvom veg og maðurinn getur ekki sætt sig við að skilja bömin eftir í gamla landinu. Hann fer með þau til ættlands síns og neitar að koma með þau til baka. Móðirin leitar þess réttar síns að fá að vera með böraunum. Um leið opinberar hún réttar- kerfi hins fjarlæga lands. Vandi hennar verður vandi þess í hnot- skum. býst við að V "¥ flestir viti til B 1 hvers er verið að B J vísa. Jú, nefni- . lega tyrkneska B 1 forræðismálsins. B j Ekkert forræðis- mál hefur fengið jafn mikla um- fjöllun og haldið þjóðinni í jafn mikl- um heljargreipum og það. Og ástæðan? Hún er fyrst og fremst sú að málið virðist hafa óendanlega marga fleti, tilfínningalega, laga- lega og menningarlega svo ein- hveijir séu nefndir.. Tyrkland og EB Lagalega hliðin er áhugaverð að því leyti að hún snertir ekki aðeins tyrkneska forræðismálið heldur líka stöðu Tyrklands á alþjóðavettvangi. Stjómvöld leggja áherslu á að markmið tyrkneskra starfsmanna í utanríkisþjónustu sé að vinna að því að landið verði samþykkt í sam- félagi vestrænna ríkja og sótt hefur verið um fullgilda aðild að OECD og EB fyrir Tyrklands hönd. Ýmis fyrirsláttur vegna EB- aðildar hefur hins vegar komið frá Briissel. Minnt er á að efnahagur landsins standi á brauðfótum, ring- ulreið í stjómmálum og eflaust óar aðildarríkin við að opna landamæri sín fyrir 60 milljónum Tyrkja. Af reynslu Sophiu Hansen í for- ræðismáli sínu má síðan álykta að réttarkerfí iandsins sé meiri sýndar- mennska en raunveruleiki að því leyti að ekkert virðist vera fylgst með því hvort farið er að lögum eða ekki. Þannig virðist það fremur vera í höndum almennings að ákvarða hvað sé rétt eða rangt en dómarans og má því til stuðnings benda á fáein atriði. Lög og reynd Fyrst er að geta þess að eftir því sem næst verður komist segir í tyrkneskum lögum að í máli sem tyrkneska forræðismálinu eigi að rétta í Tyrklandi en fara eftir ís- lenskum lögum þar sem fj.ölskyldan hafí síðast búið saman á íslandi og foreldramir eru jú báðir íslenskir ríkisborgarar. Eftir þessu er ekki farið og skal í því sambandi minna á að Sophiu hefur verið úrskurðuð forsjá bamanna af hálfu dómsmála- ráðuneytisins samkvæmt íslenskum lögum. Þessi staðreynd virðist engu máli skipta í málarekstrinum í Tyrklandi. Lögin virðast tæplega standast þó gert sé ráð fyrir að farið sé eft- ir tyrkneskum lögum við forsjárúr- skurð, því samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að foreldri sem ekki fær forræði yfír bami sínu fái að vera með því allar helgar, alla hátíðis- daga og heilan mánuð á sumri. Þó ekki sé sérstaklega fjallað um stöðu erlends foreldris í lögunum er greinilegt að Sophiu Hansen er úr- skurðaður mun skemmri umgengn- isréttur en eðlilegt er undir kring- umstæðum sem hennar. Að auki er afar óeðlilegt að hún fái ekki að umgangast sín eigin börn 11 mán- uði á ári. Skal í því sambandi bent á að stysti úrskurðaði umgengnis- réttur tyrknesks foreldris, sem ekki hefur forræði barns síns, er einu sinni í mánuði. Hefur blaðamaður heyrt fullyrðingar þess efnis að úrskurður dómara varðandi þetta atriði bijóti án efa í bága við stjórn- arskrá Tyrklands. Áfram skal haldið. Samkvæmt tyrkneskum lögum verður Tyrki sem vill fá ríkisborgararétt í öðru landi að fá til þess sérstakt leyfi en í raun sækir fólk ekki um slíkt leyfí. Engu að síður virðist það ekki vera í órétti og getur nýtt sér tvöfaldan ríkisborgararétt eins og það kærir sig um. Hægt er að staðfesta síð- ustu staðhæfínguna með því að benda á að ekki .var samþykkt að vísa forræðismálinu frá í undirrétti á þeirri forsendu að faðir barnanna væri ríkisborgari á íslandi. Málsmeðferð Málsmeðferð í undirrétti er sér kapítuli útaf fyrir sig. Dómarinn virðist alls ekki hafa sinnt skyldu sinni og má byija á því að nefna að honum láðist að kæra eigin- manninn fyrrverandi til saksóknara fyrir að brjóta 11 sinnum gegn umgengnisrétti fyrrverandi eigin- konu hans, sem dómarinn hafði þó sjálfur úrskurðað henni. Að auki hefur hann neitað að taka við gögn- um í málinu og því að gangast fyr- ir því að hlutlausir aðilar geri lækn- isrannsókn á telpunum. Annars er erfítt að átelja dómar- ann fyrir úrskurð sinn í undirrétti ef miðað er við aðstæður hans. Eiga þessi orð við almennt og í sjálfum réttarsalnum þar sem þingmaður vísvitandi stillti sér þannig upp að byssa sem hann lét standa upp úr vasanum blasti við dómaranum í um tveggja metra fjarlægð. Ekki er ólöglegt að bera byssu í Tyrk- landi en ef ekki er ólöglegt að bera byssu í réttarsal getur engum blandast hugur um að það er sið- ferðilega rangt. Jafnframt má minna á að köll ofsatrúarfólks glumdu í réttarsalnum meðan málið var tekið fyrir. Hvað þá? Og hvað er þá til ráða vilji mað- ur koma máli í gegnum tyrkneska dómskerfið? Um tvennt virðist vera að ræða. Annars vegar mútur og hins vegar að hagnýta sér sambönd og þrýsting á háttsetta embættis- menn, s.s. ráðherrra og forseta. Hvort síðarnefnda aðferðin dugar Sophiu skal ósagt látið en eitt er víst að Tyrklandi er vandi á höndum í samstarfi sínu við aðrar Evrópu- þjóðir ef sannað þykir að ekki sé farið eftir lögum í landinu. í þeim vanda felst lausn Sophiu Hansen. Eigi Sophia von í Tyrkland á Tyrk- land von í Evrópu. Börn í tveimur löndum Eftir endanlegan úrskurð í for- ræðismálinu, sennilega frá Strass- borg, eiga systurnar tvær eftir að eiga framtíðarheimili, annað hvort í Tyrklandi hjá föðurfjölskyldu sinni eða með móður sinni á íslandi. Burtséð frá lagaákvæðum er at- hyglisvert að velta fyrir sér aðstæð- um barna á þessum tveimur stöðum og er þá óumdeilanlegt að heilbrigð- is- og menntakerfi skiptir miklu máli. Hvorugt virðist vera. til fyrir- myndar í Tyrklandi. Á mörgum sjúkrahúsum er t.d. lítið hreinlæti og þröng á þingi hjá flestum lækn- um. Menntakerfið virðist heldur ekki vera Tyrkjum til framdráttar og þarf vart að dveljast lengi í land- inu til þess að komast að raun um það. Má í því sambandi benda á að árið 1984 var 25,8% ólæsi með- al fullorðinna í Tyrklandi (karlmenn 14,1% og konur 37,5%). Áætlað ólæsi var komið í um 10% árið 1989 en þess má geta að 5 ára skóla- skylda er í landinu. Ennfremur má minna á að frelsi og réttur barna strangtrúaðra í Tyrklandi er óum- deilanlega ekki eins mikið og ann- arra tyrkneskra barna. Að lokum má geta þess að Tyrk- ir hafa ekki skrifað undir Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem íslendingar gerðust nýverið aðilar að. Þar er meðal annars kveðið á um rétt bama til að umgangast báða foreldra sína. Ef Tyrkir eiga einhvern tíma eft- ir að skrifa undir sáttmálann verður það eflaust ekki í nánustu framtíð einfaldlega vegna þess hversu aft- arlega þeir eru varðandi lagalegan rétt barna. Má því til stuðnings benda á að hvorki eru barnavemd- arnefndir né sérstök lög um rétt barna í landinu. Ekki er minnst á sérstakan rétt tyrkneskra barna umfram vilja foreldra sinna í al-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.