Morgunblaðið - 22.11.1992, Blaðsíða 15
MOKGUNPpADip SUNKUPAWfl £2. .NÓyEMBEIi 19?2 ,
15 ,
Tyrkir eru að gægjast inn í Evrópubandalagið.
mennum tyrkneskum lagaákvæð-
um en þar segir á einum stað að
böm tilheyri foreldrum sínum og
eigi að hlýða föður sínum þar sem
hann sé leiðtogi fjölskyldunnar.
Þjóðarímynd
Ósagt er hversu tyrkneska for-
ræðismálið hefur skemmt mikið
fyrir þjóðarímynd Tyrkja á íslandi
og eflaust er þess ekki langt að
bíða að málið verði evrópskt ef ekki
alþjóðlegt fréttaefni. Ef hægt er
að draga fram blóraböggul í þessu
sambandi er helst að nefna hóp
ofstækisfullra múslima sem hafa
fylkt liði til styrktar föðurfjölskyldu
bamanna. Fólkið hefur átt þátt í
harðri atgöngu að saklausum ís-
lenskum ríkisborgurum í fjarlægu
landi og vill gera forræðismál að
trúarbragðastríði, þvert á vilja
meirihluta tyrknesku þjóðarinnar. í
allri baráttunni megum við nefni-
lega ekki gleyma því að ofstækis-
fullir múslimar era ekki dæmigerð-
ir Tyrkir heldur undantekning;
baggi á elskulegri þjóð.
Forrœðisdeila
og harmleikur
- seqir Mehmef Demir Koyq, blaðamadur
„AUÐVITAÐ spilla atburðir eins
og uppákoman fyrir framan dóms-
húsið 24. september fyrir þjóðar-
imynd okkar en svona læti eru
ekki óeðlileg í forsjárdeilu. Það
er verra þegar verið er að gera
einfalt forsjármál að pólitísku
þrætuepli," sagði Mehmet Demir
Kaya, blaðamaður á tyrkneska
dagblaðinu Cumhuriyet, fyrir
framan dómshúsið í Istanbúl áður
en forræðismál Sophiu Hansen og
Halims Als var tekið fyrir fyrr i
mánuðinum.
Þegar hann var spurður að þvi
með hvoru foreldrinu hann héldi að
tyrkneskur almenningur stæði svar-
aði hann þvi einfaldlega með því að
segja að engin formleg könnun hefði
farið fram á áliti almennings. „Það
skiptist í tvennt. Sumir era mjög
hægrisinnaðir og halda með föðum-
um. Aðrir segja að böm eigi að vera
með móður sinni. Enn aðrir era hlut-
lausir,“ segir hann.
Mehmet vill ekki gefa upp sína
skoðun á málinu en segir að blað
sitt líti á málið sem forræðismál og
harmleik. Önnur hlið sé ekki á mál-
inu. Hann bætir við að ljóst sé að
Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdðttir
Mehmet Demir Kaya, blaðamaður
á tyrkneska dagblaðinu Cum-
huriyet.
. böm þurfi bæði á föður sínum og
móður að halda.
Börn
verða bitbein
EÐLI forræðisdeilna felst í því að tveir
foreldrar með sitt hvorn dvalarstaðinn
telja börnum sínum best borgið hjá sér.
Þannig bera báðir foreldrarnir hag barna
sinna fyrir brjósti á meðan sú hræðilega
staðreynd blasir við að deilur af þessu
tagi koma alltaf verst niður á börnunum
sjálfum. Sama gildir þó málið sé jafn
flókið og tyrkneska forræðismálið.
D
agbjört Ves-
ile A1 og
Rúna
Aysegul A1
léku sér eins og
hverjar aðrar ís-
lenskar stelpur með-
an þær áttu heima á
íslandi. Þær virðast
líka hafa fengið
nokkuð eðlilegt upp-
eldi fyrst eftir að
faðir þeirra settist
að með þær í Tyrk-
landi, vora klæddar
á vestræna vísu og
gengu í almennan
tyrkneskan grunn-
skóla.
Smám saman
virðist þó hafa farið
að síga á ógæfuhlið-
ina, að minnsta kosti
er erfitt að rengja
eldri Stúlkuna þegar _ Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir
hun segir fra mis- Dagbjört með Kóraninn og Rúna til hægri. Efri myndimar em teknar af systran-
þyrmingum af hendi um áður en faðir þeirra fór með þær til Tyrklands.
föður síns og for-
eldra hans í vor. Þannig hefur
verið haft eftir systranum að þeim
hafi verið hegnt fyrir að láta í ljós
væntumþykju í garð móður sinnar
og í sumar brá faðir þeirra á það
ráð að flytja með þær úr borginni
á sama tíma og móðir þeirra hafði
rétt til að hitta þær.
Systumar bjóða af sér góðan
þokka. Sú eldri virðist vera foringi
þeirra tveggja og hefur orð fyrir
þeim en sú yngri er brosmildari
og sýnir hinu óþekkta meiri
áhuga. Þær segjast mikið hafa
verið inni að lesa í sumar en jánka
þegar þær eru spurðar hvort þær
hafí fengið að fara eitthvað út.
Þær virðast lítið skilja þegar spurt
er um ísland og yppta öxlum þeg-
ar þær era spurðar hvort þær vilji
vera hjá mömmu sinni.
Herbergið þeirra er eins og
hvert annað bamaherbergi, með
kojum og tveimur skrifborðum, að
því undanskildu að lítið sést af
hefðbundnum barnaleikföngum
öðram en lúdó og sundbolta efst
uppi á skrifborðunum. Hann nota
þær eflaust lítið enda bannar trúin
þeim að fara í sund. Blaðamaður
tók ekki eftir að neinar dúkkur
væra í herberginu meðan hann
'reyndi að spjalla við stúlkurnar á
einfaldri Islensku og ensku. í hill-
unum var hins vegar mikið af
bókum. Meðal þeirra voru náms-
bækur og skriftarbækur sem syst-
urnar sýndu blaðamanni. Dagbjört
benti stolt á stjömu sem hún hafði
fengið á spássíu einnar bókarinn-
ar.
Stúlkumar eru kurteisar og
ljúfar en virðast vera á varðbergi
meðan íslendingamir era í heim-
sókn. Þær eru fremur grannar en
ekki er hægt að segja að þær líti
illa út í andliti ef samanburð vant-
ar. Þó virðist Dagbjört fremur lág
miðað við hversu háir foreldrar
hennar eru. Hún virðist ekki hafa
stækkað mikið á síðustu tveimur
árum ef marka má myndir.
Vilji stúlknanna virtist vera sá
sami og fóður þeirra þegar fulltrú-
ar nokkurra íslenskra fjölmiðla
sóttu feðginin heim. Engum þarf
þó að blandast hugur um að sér-
fræðinga þarf til að komast að því
hver raunveralegur vilji þeirra er
eftir allt sem á undan er gengið.
Og staðreyndin er, hvar svo sem
þær Dagbjört og Rúna eiga eftir
að alast upp, að forræðismálið á
eftir að hafa varanleg áhrif á þær
og framtíð þeirra.
Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir
Giildane Bauykal og
Reyhan Hasarpur frá
íran. Á innfelidu
myndinni er Saim
Karamahmutoplu
Stúlkurnar vilja alast
upp sem múslimar
- segja Giildane Bauykal og Reyhan Hasarpur
„VIÐ höldum með föðurnum og stúlkunum. Þær viija alast upp
sem múslimar og við viljum styðja J)ær til þess,“ sögðu Guldane
Bauykal og Reyhan Hasarpur frá íran sem einnig stóðu fyrir
framan dómshúsið. Þær voru með myndbandsupptökutæki og
ætluðu að sýna myndband frá dómshúsinu í trúarhópi sínum í
Istanbúl. „Ef upptakan verður góð sendum við hana líka til
írans,“ sögðu þær.
£>þim Karamahmutoplu sagðist
^ líka vera kominn til að sýna
kj stuðning sinn í verki og tók
fram að samkvæmt íslömskum
trúarbrögðum væra stúlkurnar
systur hans. „Þær eru múslimar
eins og öll böm verða um leið og
þau fæðast. Seinna geta þær sjálf-
ar ákveðið hvaða trúarbrögð þær
aðhyllast," sagði hann.
Saim sagðist
ekki trúa öðru en
úrskurður dómara í
undirrétti yrði rétt-
ur en bætti við að
Tyrkir vildu að málið
leystist á þann veg
að móðirin giftist föð-
umum og tæki ísl-
amska trú.
NÁMSKEIÐ í MEÐFERÐ
KRI
ORKUSTEINA
verður haldið í sal
Nýaldarsamtakanna,
Laugavegi 66,
fimmtudagskvöldið
26. nóvember frá kl. 20—23.
✓Umfjöllun um orku og eiginleika steina og kristalla.
✓Að skynja orkusvið steina og kristalla.
✓Heilunariaqnir með orkusteinum og kristöllum o.m.fl.
Leiðbeinandi Guðrun G. Bergmann, en hun er höfundur
bókarinnar „LÁTUM STEINANA TALA“ sem kemur
út næstu daga.
í bókinni er ýtarleg umfjöllun um orkusteina og
kristalla.
Skráning og nánari upplýsingar hjá
NÝALDARSAMTÖKUNUM,
Laugavegi 66, virka daga kl. 9—17 i sfma 627712.