Morgunblaðið - 22.11.1992, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992
+
seei aaawavOM .ss auoAauiíMUR aiuAaaviunHOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992
n
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Þing ASÍ
Þing Alþýðusambands ís-
lands kemur saman á
morgun í fyrsta sinn í fjögur
ár. Alþýðusambandsþing hafa
jafnan verið tíðindamiklar sam-
komur og svo verður vafalaust
einnig nú. Mikil umskipti hafa
orðið á högum íslenzku þjóðar-
innar frá því að þing ASI kom
síðast saman til fundar. Þá ríkti
enn góðæri í landinu, þótt sjá
mætti merki þess, að samdrátt-
arskeið væri að hefjast. Nú
koma fulltrúar verkalýðsfélag-
anna saman eftir fjögurra ára
samfellda efnahagslægð. Fram-
undan eru augljóslega fleiri erf-
iðleikaár og atvinnuleysi er hið
mesta í u.þ.b. aldarfjórðung.
Við þessar aðstæður hlýtur
tvennt að vera efst í huga full-
trúa á ASÍ-þingi: í fyrsta lagi,
hvernig unnt er að varðveita
núverandi kaupmáttarstig og í
öðru lagi hvernig hægt er að
ráða bót á atvinnuleysinu eða
a.m.k. að koma í veg fyrir, að
það aukist frá því sem nú er
eins og Davíð Oddsson, forsæt-
isráðherra, taldi raunsærra
markmið í samtali við Morgun-
blaðið fyrir skömmu.
Þegar horft er til baka er
auðvitað ljóst, að við hofum
haldið uppi fölskum kaupmætti
með stórfelldum erlendum lán-
tökum. Við erum ekki einir
þjóða, sem það hafa gert á
undanförnum árum og áratug-
um. Skuldasöfnun þjóða, fyrir-
tækja, heimila og einstaklinga
á síðasta áratug er eitt helzta
efnahagsvandamálið í Banda-
ríkjunum um þessar mundir og
raunar víðar. En af þessum
sökum er -óraunsætt að ætla
að óbreyttum aðstæðum að
endurheimta þann kaupmátt,
sem mestur hefur verið á und-
anförnum árum. Nærtækara er
að reyna að halda núverandi
kaupmáttarstigi eða a.m.k. að
það lækki ekki mjög frá því,
sem nú er.
Líklega er það rétt hjá for-
sætisráðherra, að markmiðið í
atvinnumálum eigi að vera það,
að koma í veg fyrir að atvinnu-
leysi stóraukist og óraunsætt
að ætla, að hægt sé nú eða á
næstu misserum að útrýma at-
vinnuleysi. Þegar þetta er haft
í huga er ljóst, að langt er síð-
an ASÍ-þing hefur komið saman
við jafn erfíðar aðstæður og nú.
Það skiptir hins vegar veru-
legu máli um framhaldið, hver
stefnumörkun þessa þings verð-
ur. Og þá er ekki eiriungis átt
við afstöðu þingsins til hugsan-
legra efnahagsaðgerða á veg-
um núverandi ríkisstjórnar á
næstu dögum og vikum, heldur
einnig afstöðu þingsins til kom-
andi kjarasamninga og atvinnu-
mála almennt á næstu misser-
um. Það er t.d. fráleitt að hafa
uppi almennar kaupkröfur í
komandi kjarasamningum. Nið-
urskurður þorskveiða í um 200
þúsund tonn eða innan við
helming af því, sem þorskaflinn
var fyrir um áratug, er gleggsta
vísbendingin um það, að enginn
grundvöllur er fýrir kauphækk-
unum.
Það er erfítt að vera í for-
ystu fyrir verkalýðsfélagi við
þessar aðstæður. Forystumenn
verkalýðsfélaganna hafa tekið
að sér trúnaðarstarf í þágu fé-
lagsmanna sinna. Umbjóðendur
þeirra gera harðar kröfur um
að forystumennirnir sýni
árangur í starfi. Á krepputím-
um er hvorki hægt að sýna
þann árangur í starfí að tryggja
bætt lífskjör eða fulla atvinnu.
Engu að síður er ábyrgð verka-
lýðsforingjanna mikil og þeir
eru misjafnlega reiðubúnir til
að axla þá ábyrgð. Á vettvangi
verkalýðsfélaganna er ekkert
síður rekin ábyrgðarlaus pólitík
en annars staðar í samfélaginu.
Það hefur hins vegar verið
gæfa ASÍ, að til forystu í þess-
um voldugu samtökum hafa
yfírleitt valizt sterkir foringjar,
sem hafa leitt samtökin jafnt í
kreppu sem á uppgangstímum.
Núverandi forseti ASÍ, Ás-
mundur Stefánsson, hefur átt
mikinn þátt í að móta þá kjara-
stefnu verkalýðsfélaganna, sem
m.a. hefur leitt til þess, að þjóð-
in hefur sigrast á verðbólg-
unni. Verkalýðssamtökin þurfa
á slíkri forystu að halda á næstu
mánuðum og misserum.
Fólkið í landinu væntir þess,
að þing Alþýðusambands ís-
lands marki skýrar línur um
stefnu samtakanna á næstu
mánuðum. Velferð íslénzku
þjóðarinnar á næstu árum
byggist að töluverðu leyti á
því, sem gerist á þingi Alþýðu-
sambandsins. Vonandi gera
fulltrúar á þinginu sér glögga
grein fyrir því, hvað ábyrgð
þeirra er mikil.
HELGI
spjall
■J n EINAR BENE-
A Vf *diktsson lætur oft
að því liggja að dauðasökin
sé að komast aldrei til þess
guðdómlega þroska vits og
þekkingar sem að sé stefnt.
Og Sigurður Nordal taldi
það verstu syndina að hugsa ómerkilega. Það gerði
Einar aldrei. Hann talar um sólarhjartans slög í Stefja-
hreimi, guðdómshjartað í Kvöldi í Róm og segir í Norð-
urljósum: ... nú andar guðs kraftur í duftsins líki, svo-
að dæmi séu nefnd um yrkisefni hans. Hann þandi
hugsun sína að yztu mörkum. Oft var honum legið á
hálsi fyrir það og áreiðanlega ekkisízt nú á dögum,
eða mundi það ekki vera eitt helzta einkenni fjölmiðla
að hugsa sem lægst og þá minnst um raunveruleg
verðmæti en því meir um pjatt og 'pijál, sem fjöldinn
gengst upp við.
Auk þess kallar velmegun ekki endilega á serlega
hugsun, ekki frekaren andlegt volæði sé óhjákvæmi-
lega fylgifiskur veraldlegrar kreppu.
Nútímanum væri hollt að hafa þetta erindi Einars
Benediktssonar í huga, þess skálds íslenzks sem öðrum
fremur hefur hlustað eftir hjartslætti guðdómsins í þvi
órannsakanlega umhverfí sem er okkur í senn eilíf
áskorun og óþolandi leyndardómur, hvernigsem allt
veltist að öðru leyti:
Mín sál er svo þyrst á lifenda landi,
þótt ljós allra himna hún drekki.
Af jarðneskum hljóm seðst ekki minn andi.
Eilífð, ég þjáist sem fangi í bandi.
Tíbrá er fijás, en mitt hjarta ber hlekki.
Himnesku strengir, ég næ ykkur ekki.
(Tíbrá)
En þá má reyna að hlusta einsog skáldið gerði. Og
hvaðsem öðru líður þá eru himneskir strengir á hörpu
hans.
nVIÐFANGSEFNI EINARS BENEDIKTS-
• sonar var ekkisízt sköpunarverkið í allri sinni
dýrð. Hann vildi skilja það til hlíðar, en varð einsog aðr-
ir dauðlegir menn að gera sér að góðu þá yfírborðsþekk-
ingu sem takmörkuð er við stundleg skilningarvit okkar.
Við það átti hann erfitt með að sætta sig einsog ég hef
vikið að. En þannig má segja með nokkrum sanni skáld-
ið hafí staðið í sporum Jobs sem reyndi á þolrifin í guði
með því að hnýsast í leyndardóma hans. Guð tók það
heldur óstinnt upp að „sjálfbirgingur" og „ámælismaður"
skyldi sýna tilburði til þess að keppa við hann um skiln-
ing og þekkingu. Og refsaði honum. „Hvar varst þú,
þegar ég grundvallaði jörðina?" þrumaði guð úr stormviðr-
inu og minnti Job á lítilmótleika hans í 38.-39. kap. Jobs-
bókar sem er harla þörf lesing hveijum þeim sem lætur
sér ekki lynda mannlegan breyskleika og takmörk„sín.
En Job lagði hönd á munn sér — og þagði. í þessari
glímu hefur sá einn yfirhöndina sem jörðina skóp og
himininn. Og þegar maðurinn gerir sér grein fyrir því
þá getur hann lifað í sátt við sjálfan sig og guð sinn.
Einsog Job.
Það vissi Einar skáld Benediktsson einnig í hjarta sínu.
Samt leitaði hugur hans útfyrir þekkingarsvið mannsins.
Og þar fann hann sárt til smaeðar sinnar og gat tekið
undir með Job þegar hann sagði undir lokin: Fyrir því
hefi ég talað án þess að skilja, um hluti sem mér voru
of undursamlegir og ég þekkti eigi. „Hlusta þú, ég ætla
að tala. Ég mun spyija þig, og þú skalt fræða mig.“
Ég þekki þig af spurn, en nú hefir auga mitt litið
þig! Fyrir því tek ég orð mín aftur og iðrast í dufti og
ösku. (42. kap.)
Þráttfyrir allt átti Einar Benediktsson einnig þessa
auðmýkt andspænis sköpun og guðdómi og sér þess víða
stað í kvæðum hans. Samt var hann haldinn skáldlegu
óþoli og djúpri þrá eftir svalandi þekkingu á leyndardóm-
um yztu raka. Þessi ástríða er í raun innsti kjami þess
sem hann hugsaði og orti. Þess vegna kannski náði hann
aldrei fullum sáttum við sjálfan sig og umhverfi sitt.
Samt var honum ekkisíður umbunað en Job, þótt ekki
eignaðist hann ijórtán þúsund sauða, sex þúsund úlfalda
og þúsund sameyki nauta. En hann fékk annað í sinn
hlut. Skáldhörpu sem er flestum öðrum hljóðfærum mikil-
vægari.
M.
(meira næsta sunnudag.)
Á krossgöt-
um
ÞAÐ ER EKKIEIN-
asta íslensk menn-
ing sæki næringu í
útlenda strauma
eins og verið hefur
frá fomu fari heldur er það síður en svo
fátítt að hún hasli sér völl erlendis og
minni á arfleifð okkar og glímu lítillar
þjóðar við umheiminn; tilraun hennar til
að vera hún sjálf og varðveita arfleifð sína
eins og best verður á kosið. Þar skipar
tungan auðvitað öndvegi enda er hún sá
menningararfur sem við erum hreyknust
af, og ef hún glatast, skiptir annað litlu
sem engu máli.
Ásmundur Sveinsson sagði á sínum tíma
það hefði verið myndin sem nam land á
Islandi og má það til sanns vegar færa
vegna þeirra skreytinga sem voru á önd-
vegissúlum víkinganna og það voru slíkar
súlur sem vísuðu þeim veginn inn í nýtt
landnám hérlendis. En hitt mun þó sanni
nær að það hafi verið tungan sem nam
land á Islandi. Hún kom í kjöfar þeirra
hugmynda forfeðranna austanhafs að land
væri í vestri og þessi hugmynd fékk góðan
byr vestur yfír hafíð/ Segja mætti með
nokkrum sanni að í upphafí var hugmynd-
in og hugmyndin varð að nýju landi. Þetta
nýja land tók síðan við því fólki sem átti
eftir að uppfylla það, ef svo mætti segja,
og í þessu umhverfi þróaðist tungan og
þroskaðist, tók að nokkru á sig mynd lands
og umhverfís og varðveittist á vörum fólks-
ins sjálfs sem hafði flutt hana út hingað
og notaði hana til mestu menningarafreka
norrænna þjóða eftir að víkingaskipin,
snilldarverk norskra víkinga, höfðu flutt
hugmyndina í líki nýrrar þjóðar vestur um
höf. Kálfsskinnið kallaði á listaverk og
listaverkið var tungan sjálf eins og hún
var rituð af þeim mönnum sem engan áttu
sinn líka. Að því búum við enn og munum
ávallt gera. Það er því ástæða til að varð-
veita þetta listræna tæki eins og unnt er.
Rækta það og nota til nýrra afreka eins
og reynt hefur verið allar götur frá þeim
tíma þegar tungan nam land í þessu fjall-
harða umhverfí.
íslendingur á ferð erlendis, segjum í
Lúxemburg, gæti upplifað það, að flug-
stjórnarmaður sem hefur átt heima þar í
landi undanfarna tvo eða þijá áratugi og
unnið hjá Cargolux léti í ljós áhyggjur sín-
ar yfír þróun tungunnar og segði sem
svo: Ég hef búið hér í Lúxemburg í tutt-
ugu -og fimm ár, en fæ alltaf þungar
áhyggjur þegar ég kem heim. Ég skil ekki
orðið suðið í fjölmiðlunum. Er ekki hægt
að gera kröfur til þess að þeir sem nota
tunguna í störfum sínum kunni með hana
að fara á sama hátt og þess er krafist af
okkur flugstjómarmönnum að við kunnum
á þau tæki sem okkur er trúað fyrir. Þeg-
ar ég kem heim til íslands heyri ég ekki
sama tungumálið og þegar ég fór fyrir
tuttugu og fimm árum og það setur að
mér ugg og kvíða þegar ég hugsa um
hvemig fjölmiðlar níðast á þessari mestu
gersemi sem við eigum.
Þegar maður heyrir slíka athugasemd
verður fátt um svör og engin ástæða að
reyna að veijast sannleikanum. Þeir sem
em kallaðir til starfa í fjölmiðlum era síð-
ur en svo allir í stakk búnir til að fara
með það tæki sem þeir telja sig kunna á
og aðrir hafa trúað þeim fyrir. Þetta er
að sjálfsögðu mikið íhugunarefni og þá
ekki síst fyrir þá ljósvaka sem mesta
ábyrgð bera.
En það getur ýmislegt annað og
skemmtilegra komið fyrir við stuttan stans
í Lúxemburg. Maður getur opnað fyrir
sjónvarpið og lent á Súper og þá heyrt allt
í einu í Sykurmolunum og þeir standa sig
ekkert ver á myndbandinu en annað það
popp sem þar er boðið upp á. Hitt er svo
annað mál að sungið er á ensku og þessi
útleitna poppmenning er kannski ekki
endilega neitt íslenskt fyrirbrigði. Það er
alþjóðlegt í eðli sínu. En flytjendur era
þó fslenskir og kannski hefur einhver
áhuga á því meðan þeir spjara sig ekki
ver en þeir sem eiga enska tungu að móð-
urmáli.
Þá væri einnig hægt að rekast á Krist-
ján Jóhannsson stórsöngvara, konu hans
og syni þeirra tvo, Víking og Sverri, og
njóta þess að annar eins söngvari skuli
bera hróður íslands og íslenskrar söng-
menningar til annarra landa. Kristján er
kannski á leið með Flugleiðum til Chicago
þar sem hann á að syngja í óperanni áður
en hann heldur aftur austur um haf með
viðkomu á Keflavíkurflugvelli að syngja í
Vínaróperanni og svo getur maður kannski
einnig hitt hann þegar hann fer enn vest-
ur til að syngja í Metropolitan-óperunni.
Kristján söng við feiknagóðar undirtekt-
ir í óperanni í Utrecht og Berlín þar sem
honum var fagnað eins og hann á skilið.
Hann hefur aldrei sungið betur, segir
starfsbróðir hans, Jón Þorsteinsson söngv-
ari, og það er skemmtilegt að vera vitni
að svo öfundlausu og frjálsu tali úr þeim
samkeppnisheimi sem lætur sér fátt fyrir
bijósti brenna og þyrmir engum ef út í
það fer.
Kristján Jóhannsson er bókaður, ef svo
mætti segja, fram til ársins 1997 og ólík-
legt að hann syngi hér heima óperahlut-
verk fyrir þann tíma. Honum fylgir ávallt
eitthvert íslenskt andrúm og þeim starfs-
systkinum hans öðram sem náð hafa góð-
um árangri erlendis, það er þessi útleitna
íslenska menning sem við eram sífellt að
tönnlast á. Hún hefur einnig komið við í
London um þessar mundir þar sem íslensk
list og annað sem á ísland minnir hefur
verið í góðum norrænum félagsskap og
minnt rækilega á það fjarlæga Thule sem
hefur öldum saman verið útlendingum í
senn ævintýri og leyndardómur. En þó
öðru fremur hrollkaldur veraleiki elds og
ísa. Þó að ekki fari mikið fyrir því í fjöl-
miðlum, má geta þess, að íslensk skáld
era miklu oftar boðin til útlanda í upplestr-
arferðir en almennt er vitað eða tíundað er
í fjölmiðlum. Eða hver veit um síauknar
ferðir íslenskra skálda til Þýskalands þar
sem áhugi á íslenskri bókmenningu fer
nú vaxandi með degi hveijum og unnið
er af áhuga og jafnvél einhvers konar
ástríðu að endursköpun og þýðingum ís-
lenskra skáldverka, ekki síst ljóða. Það fer
lítið fyrir þessu verki í fjölmiðlum hér
heima en ljóðlistin er eins og grasið; vex
á ólíklegustu stöðum og einatt svo hljóða-
laust að enginn heyrir þann vöxt nema
Heimdallur einn.
ísland er-
lendis
ÞEGAR TALAÐ ER
um íslenska menn-
ingu í Þýskalandi
leitar hugurinn til
Jóns Leifs sem sótti
þangað næringu og hefur nú fengið nafn
sitt ritað á götuskilti í úthverfí Berlínar
og þá ekki síður dr. Páls ísólfssonar sem
hefði orðið hundrað ára á næsta ári og
ástæða til að minnast þess vel og ræki-
lega, svo merkilegur tónlistarmaður sem
hann var og mikilvægur boðberi heipislist-
ar sem hann miðlaði öðrum fremur. Sjálf-
ur var hann í fremstu röð organista um
sína daga og ungum vora honum allar
götur færar, en hann sótti heim, því að
íslensk menning er fyrst og síðast innleit-
in, ef svo mætti segja. Sjá, hér er minn
staður, sagði Steinn Steinar — og þarf
ekki frekar um að ræða. íslensk skáld
yrkja auðvitað fyrst og síðast fyrir þjóð
sína. íslenskar bækur eru ekki endilega
til útflutnings heldur era þær til gleði og
ánægju, fróðleiks og uppbyggingar í því
umhverfí þar sem tungan nam land og
hefur vaxið og þróast um ellefu alda skeið.
Og ef við tökum upp þráðinn þar sem
frá var horfíð mætti vel hugsa sér íslend-
ing á ferðalagi milli Kölnar og Heidelberg
og hann situr í jámbrautarklefanum ásamt
konu sinni og syni og þau tala saman á
íslensku og þá segir þýskur maður sem
situr .við gluggann og er nú hættur að
horfa út, en leggur við hlustimar og bland-
ar sér í samræðumar, Hvaða mál talið
þið? Og þau segja, íslensku. íslensku, end-
urtekur hann undrandi og glaður. Það var
skemmtilegt; ósköp var það skemmtilegt.
Ég hef oft hugsað um ísland og íslenska
REYKJAVÍKURBRÉF
»1
Laugardagur 21. nóvember
menningu. Ég hef oft hugsað til íslands.
Ég hef aldrei komið þangað og þið erað
fyrstu íslendingamir sem ég hef hitt, en
ég hef vitað af landinu, þó ég þekki það
ekki. Ég er tónlistarkennari í Heidelberg
og ég þekki dr. Pál ísólfsson vegna starfa
minna. Dr. Páll er merkilegur tónlistar-
maður, segir Þjóðveijinn enn. Hann stund-
aði nám hjá frægum og frábæram kennur-
um. Þetta þekkjum við sem störfum í tón-
listarskólum.
Þannig er þessi blessuð menning okkar
orðin víðfræg af merku fólki og við getum
glaðst yfir þeim arfí sem okkur hefur
hlotnast. Hann er margvíslegur og það er
hægt að rekast á hann á ólíklegustu stöð-
um. Við getum t.a.m. ímyndað okkur að
þessi sömu hjón, sem nefnd vora hér að
framan, séu í jámbrautarklefa á leið frá
Frankfurt til Koblens. Þau fara niður með
Rín, umhverfið dýrlega fallegt. í klefanum
sitja þrír Þjóðveijar. Hvaðan erað þið, seg-
ir sá sem frakkastur er. Talið þið pólsku
eða rússnesku. Nei, segja þau, við eram
íslensk, við tölum íslensku. Jæja, segja
Þjóðveijamir undrandi. En maðurinn sem
situr við gluggan og hefur verið að virða
fyrir sér umhverfi Rínar lítur upp og seg-
ir, Ha, íslandi? Já, það er skemmtilegt,
þegar ég var drengur las ég margt og
mikið um ísland. Ég fylgdist með Nonna
á ferðalögum hans. Æ, hvað heitir hann
nú aftur, jú, Jón Sveinsson. Það era yndis-
legar frásagnir. Ég hef aldrei gleymt þeim.
Það er gott að vera íslendingur í þessum
jámbrautarklefa og ekki endilega nauð-
synlegt að sökkva sér niður í miðaldaævin-
týri sem minna á Rfn og riddarasögur.
Það er fullkomlega viðunandi að uppliía
veraleikann eins og hann ér; fullkomlega
viðunandi að vera Islendingur á ferðalagi
í Þýskalandi.
í BERLÍN SAMEIN-
aðri falla nú aftur
saman margvíslegir
menningarstraum-
ar og sameinast í
einum farvegi þeirrar heimsmenningar
sem er aðalsmerki þeirrar arfleifðar sem
heimurinn hefur hlotið frá mönnum eins
og Lúther, Goethe og Kant, að ógleymdum
meisturum tónlistarinnar og expression-
ismans í myndlist. Og það kemur okkur
kannski eitthvað við að undanfarið hefur
verið stórmerkileg víkingasýning í gömlu
listahöllinni við Unter den Linden, eða
skammt frá dómkirkjunni gömlu og Brand-
enborgar-hliðinu sem var einskonar tákn
kalda stríðsins á sínum tíma en nú friðar-
og sameiningar og þeirrar bjartsýni sem
fylgir falli kommúnismans. Þetta listasafn
var áður austanmegin við múrinn, nú er
það í miðborg Berlínar. Víkingasýningin
ber þýskri nákvæmni vott. Hún er stórat-
hyglisverð og framúrskarandi vel saman
sett. Listahöllin er gamalt og fagurt hús
og verðug umgjörð um menningararfleifð
norrænna þjóða. Allt sem sýnt er, er sótt
til Norðurlanda og allt sem sagt er um
sýningargripina sem era 2.700 að tölu og
frá 89 söfnum í 16 löndum, er nákvæmt
og rétt og þýskt handbragð leynir sér
ekki. Þýskir fræðimenn hafa verið í
íslendingar
- og bókin
Litla stúlkan og hafið
fremstu röð vísindamanna um norræn efni,
og þá ekki síst íslenska sögu og bókmennt-
ir og aðrar þær fræðigreinar sem mikil-
vægar era. Við getum nefnt mörg nöfn
en óþarft. íslendingar þekkja vini sína
erlenda sem hafa látið sér annt um menn-
ingu þeirra og arfleifð.
Og nú getum við í lokin ímyndað okkur
fyrmefnd hjón á göngu um þessa sýningu.
Það er komið fram í nóvember og hún
hefur staðið í margar vikur. Samt er ör-
tröð á sýningunni þegar þau koma í heim-
sókn. Þau undrast áhuga Þjóðveija á nor-
rænni menningu. Engin stórþjóð hefur
annan eins áhuga á norrænni - og þá ekki
síst íslenskri - menningu og Þjóðveijar.
Það leynir sér ekki hér í Berlín. Þessi
gamla germanska menning skiptir Þjóð-
veija máli. Það er sunnudagur og þeir era
hér hundraðum saman. Samt kostar tals-
vert inn á sýninguna. Hér er gamalt fólk
og ungt, einstaklingar, foreldrar með börn
sín, heilar fjölskyldur. Allir hafa sama
áhuga á viðfangsefninu. Það er engu lík-
ara en þetta ókunna fólk sé að leita að
einhveiju í sjálfu sér, einkennum sínum;
ímynd.
Islensku hjónin reyna að komast að
sýningarmununum. En það er þröng á
þingi svo mikill sem áhugi Þjóðveijanna
er. Þeir sýna bömunum^ gömul sverð,
skrautmuni, tól og tæki. íslensku hjónin
sjá fátt frá íslandi. Munimir era flestir frá
Noregi og svo Svíþjóð og Danmörku. Eitt-
hvað frá Finnlandi, jafnvel Englandi. Þar
var merkileg norræn byggð í Danalögum.
Þangað hefur verið hægt að sækja marga
athyglisverða muni. Jörðin hefur skilað
þeim eins og mörgu öðru. Þama era silfur-
peningar og hringir eins og lýst er í Egils
sögu. Kannski hefur Egill handfjatlað ein-
hvem af þessum auram eða samtímamenn
hans? Kannski Gunnhildur eða Eiríkur
blóðöx? Hver veit? Sumir peningamir era
frá þeim árum að svo gæti verið og ís-
Morgunbl./R. Schmidt
lensku hjónin undrast hvað Knútur kon-
ungur mikli var aðsópsmikill stjómandi
Danmerkur og miklu merkilegri þjóðarleið-
togi en þau höfðu gert sér grein fýrir.
Hann hlaut ekki minni viðurkenningu
Róms en Karlamagnús sjálfur, það er
merkilegt hvað þau vita lítið um þessa
gömlu sögu og hvað margt er hægt að
sækja á þessa yfirgripsmiklu og merkilegu
sýningu þama í hjarta Þýskalands, en hún
segir okkur ekki síst að víkingar vora
ekki síður kaupmenn og flytjendur sér-
stæðrar menningar en vopnfimir víga-
menn.
En hvemig stendur á þessu, eða ætlar
ísland aldrei að koma til sögunnar? Og
þá birtist í einum salnum, allt í einu og
eins og fyrir kraftaverk, ísland í allri sinni
dýrð og í kjölfarið landafundimir í vestri
og áhersla lögð á að íslendingar sóttu til
Grænlands og áfram vestur um haf til
Ameríku og engin tilraun gerð til að skerða
hlut þeirra, nema síður væri. Þetta'er
'uppörvandi og gaman að hitta sjálfan sig
fyrir með þessum hætti - og þama í miðri
heimsmenningunni. Og samt er kransa-
kakan eftir. Það er þegar kemur að ritöld;
þegar kemur að bókunum. En þá tekur
Island forystuna. Þá er sýnt hvert handrit-
ið öðra merkilegra og íslensku hjörtun
hoppa af kæti og heilbrigðum þjóðarmetn-
aði. Þegar bókin kemur til sögunnar, þá
á ísland leikinn. Hvergi hafa þau hjónin
séð það betur en á víkingasýningunni í
Berlín. Bókin er þjóðareinkenni íslendinga.
Án hennar væram við varla þjóð. Hún er
leiðsögustefið í menningu okkar. Hún ber
okkur fegurst vitni. Þegar Þjóðveijamir í
Berlín stóðu andspænis ritöld komust þeir
ekki hjá því að segja bömunum sínum frá
þjóðararfi íslendinga. Reyndu jafnvel að
bera fram nafn Snorra. Einhver sagði
Kringla. Það var undran og aðdáun í svip
gestanna. Lítil þjóð breyttist í einu vet-
fangi í menningarlega stórþjóð.
Það var gaman að vera íslendingur
þegar bókin kom til sögunnar á víkinga-
sýningunni í Berlín.
Ben Gurion sagði á Þingvöllum, Við
ísraelsmenn eram þjóð bókarinnar. Þið
íslendingar erað þjóð bókanna. Það eru
einhver bestu meðmæli sem við höfum
fengið. Þjóðverjar vita að germönsk menn-
ing er varðveitt á þessum kálfsskinnum.
Og þeir kunna vel að meta þessa norrænu
og germönsku arfleifð.
Og þeir kunna ekki síður að meta þá
fámennu þjóð sem ritaði þessar bækur,
varðveitti þær og getur enn lesið þær.
Þeir fagna íslenskum skáldum eins og
engin önnur þjóð. íslensk skáld era aufúsu-
gestir í Þýskalandi. Þau era fulltrúar tungu
og menningar sem stendur Þjóðveijum
nærri. Það veit menntað fólk í Þýska-
landi. Það sem saman á, sagði Willy
Brandt, vex saman.
„Þegar bókin
kemur til sögunn-
ar, þá á ísland
leikinn. Hvergi
hafa þau hjónin
séð það betur en
á víkingasýning-
unni í Berlín. Bók-
in er þjóðar-
einkenni íslend-
inga. Án hennar
værum við varla
þjóð. Hún er leið-
sögustefið í
menningu okkar.
Hún ber okkur
fegurst vitni.“
+