Morgunblaðið - 22.11.1992, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992
Baldur H. Jónas-
son - Mhming
Fæddur 8. september 1924
Dáinn 13. nóvember 1992
Á morgun verður til moldar bor-
inn Baldur Hallgrímur Jónasson en
hann var fæddur 8. september 1924
á Flateyri við Önundarfjörð. For-
eldrar hans voru hjónin Jónas Guð-
mundsson skipstjóri, sem lést 18.
desember 1935, og kona hans Mar-
ía Þorbjamardóttir en hún lést 21.
apríl 1979.
Jónas og María eignuðust 6 böm.
Þau voru Marteinn þekktur togara-
skipstjóri er lést 1987, Þuríður hús-
móðir sem nú býr í Reykjavík, Bald-
ur er lést þriggja ára árið 1923,
Baldur sem hér er kvaddur og tví-
burabróðir hans Bragi húsgagna-
smiður er lést 1983 og Þorbjörg sem
var símstöðvarstjóri á Flateyri nú
búsett í Reykjavík.
Baldur var ellefu ára þegar faðir
hans dó. Hann byijaði tólf ára gam-
all að stunda sjóróðra fyrst á sumr-
in en síðan allt árið á smábátum
þar vestra. Nítján ára réði hann sig
á togara með Marteini bróður sínum
en var á togurum þar til hann
hætti sjómennsku. Hann var góður
sjómaður, laginn, duglegur og ósér-
hiífinn til allra verka. Árið 1953
hætti Baldur sjómennsku til að geta
annast betur ijölskyldu sína því
hann var sérstaklega góður fjöl-
skyldufaðir og réðst þá til Áburðar-
verksmiðju ríkisins og starfaði þar
óslitið til marsmánaðar sl. en hætti
þá að ráði læknis síns.
5. nóvember 1949 kvæntist hann
systur minni Helgu Sigurbjörgu
Ömólfsdóttur en hún var fædd í
Súgandafirði 7. október 1924. Þau
bjuggu lengst af í Reylq'avík og
^ttu fallegt heimili vom bæði kát
og skemmtileg heim að sækja enda
gestkvæmt heimili þeirra. Þau vora
mjög samtaka um uppeldi bamanna
þó það væri eins og oft er að það
mæðir meira á móðurinni í dagleg-
um störfum hennar heima.
Hinn 4. desember 1965 lést
Helga af bamsföram en bamið sem
var stúlka lifði. Þetta var þungt
áfall fyrir Baldur og má segja að
þau sár hafi ekki gróið. Það vora
erfíð spor sem við Baldur gengum
saman þennan dag til að tilkynna
börnunum lát móður þeirra. Baldur
stóð sig vei í þessum miklu raunum
sínum þó hann stæði eftir með sjö
börn á viðkvæmum aldri, það elsta
fímmtán ára en yngsta tveggja ára
auk nýfædda bamsins, sem við
hjónin tókum til fósturs og ættleidd-
um. Tvö bamanna fóra til sitt
hvorrar systra Baldurs sem þá
bjuggu á Flateyri, annað í tvö ár,
en hitt í sjö ár. Það var mikill létt-
ir fyrir hann þá en þau komu aftur
til hans síðar. Það var aðdáunar-
vert hve vel honum tókst að halda
hópnum saman við oft erfíðar að-
stæður. Bömin vora líka hjálpsöm
og studdu hvort annað. Þau er öll
nýtir og góðir þjóðfélagsþegnar.
Böm Baldurs og Helgu era: Ragnar
húsasmíðameistari fæddur 1950
kvæntur Rósu Einarsdóttur hjúkr-
unarfræðingi, þau eiga þijá syni
og búa í Reykjavík, María Helga
snyrtifræðingur fædd 1951 gift
Snæbimi Össurarsyni skipstjóra
þau eiga tvö böm og búa í Garðabæ,
Hilmar kerfis- og guðfræðingur
fæddur 1952 kvæntur Sólveigu
Óskarsdóttur bamalækni, þau eiga
þijá syni og búa í Svíþjóð, Margrét
Ema hjúkranarfræðingur, fædd
1954, gift Siguijóni Gunnarssyni
bankamanni þau eiga þijú böm og
búa í Reykjavík, Elín skrifstof-
ustúlka fsedd 1955 gift Hjörleifí
Hringssyni sölustjóra, þau eiga
þijár dætur og búá í Kópavogi.
Hallgrímur húsasmiður fæddur
1958 kvæntur Ingveldi Einarsdótt-
ur fóstra þau ejga tvo syni og búa
í Kópavogi, Ásgerður húsmóðir
fædd 1963 gift Lárasi Guðmunds-
syni framkvæmdastjóra þau eiga
tvö böm og búa í Garðabæ og Helga
Sigurbjörg (ættleidd) Ámadóttir
rekstrarfræðingur í sambúð með
Helga Frey Kristinssyni rekstrar-
fragðingi búa í Kópavogi.
Baldur andaðist að morgni 13.
þ.m. þakklátur bömum sínum fyrir
góða umönnun í veikindum hans.
Við hjónin viljum þakka Baldri
Hallgrími Jónassyni góð samskipti
á lífsleiðinni og sendum bömum,
t
Ástkær fósturmóðir mín,
FRIÐRIKA SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR,
Kríuhólum 2,
lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 19. nóvember.
Marfa Möller,
börn og barnabörn.
t
Minningarathöfn um
STEINAR SIGURJÓNSSON
rithöfund
fer fram þriðjudaginn 24. nóvember kl. 10.30 í Fossvogskapellu.
Dætur og systkini.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BALDUR HALLGRÍMUR JÓNASSON
vélgæslumaður,
Skipasundi 8, Reykjavík,
er lést í Landspítalanum að morgni 13.
nóvember, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 23. nóvember
kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Hjartavernd.
Ragnar Baldursson, Rósa Einarsdóttir,
María Helga Baldursdóttir, Snæbjörn Tr. össurarson,
Hilmar Baldursson, Sólveig Óskarsdóttir,
Margrét Erna Baldursdóttir, Sigurjón Gunnarsson,
Elfn Baldursdóttir, Hjörleifur Hringsson,
Hallgrfmur Baldursson, Ingveldur Einarsdóttir,
Ásgeröur Baldursdóttir, Lárus Guðmundsson,
Helga Sigurbjörg Árnadóttir, Helgi Freyr Kristinsson
og barnabörn.
bamabömum og systram hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Arni Örnólfsson.
„Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er
broddur þinn? ... Guði séu þakkir sem
gefur oss sigurinn fyrir Drottinn vom Jesúm
Kristf I. Kor. 15:55-57.
Nú er faðir minn látin. Eftir lang-
varandi baráttu við erfíð veikindi
varð hann að láta undan. Oft dáð-
ist ég að kjarki og krafti pabba í
baráttunni í veikindum sínum. Þrátt
fyrir að ég mætti búast við fráfalli
hans á hverri stundu er alltaf jafn
erfítt og sárt að fá fregnina: „pabbi
er dáinn“. Á sorgarstund er gott
að eiga þá huggun að dauðinn er
sigraður. Drottinn vor Jesús Kristur
hefur gefið sigurinn. Sjájfur skap-
arinn kemur til þeirra sem sorgina
hrjáir og veitir líkn. Það er huggun
að vita að faðir minn fær að hvíla
hjá Honum, sem hefur sigrað sjálf-
an dauðann. -
Síðastliðnar vikur fékk ég að sitja
við sjúkrabeð pabba og fékk að
vitna óbilandi traust hans og trú á
Guð. Hann hvíldi í þeirri vissu að
Drottinn er uppspretta lifsins og
hvort sem við lifum eða deyjum,
eram vér Drottins.
Margar ljúfar og góðar minning-
ar koma fram í hugann. Pabbi var
almúgamaður, sem lét ekki mikið
yfír sér. Hann var einn af þessum
hljóðlátu, traustu mönnum í samfé-
lagi okkar sem ganga til starfa
sinna dag hvem. Allt sem hann
gerði var gert með vandvirkni og
heiðarleika. Það var hægt að reiða
sig á hann. Pabbi var ákaflega
traustur maður og vildi vinna verk
sitt vel. Sem sjómaður á yngri áram
og vélgæslumaður í Áburðarverk-
smiðjunni í nær 40 ár, sýndi hann
þessa eiginleika sína.
Eftir að ég eignaðist heimili og
böm og varð sjálfur faðir hef ég
stundum reynt að setja mig í spor
pabba þegar hann missti móður
mína frá 8 bömum. Við nútímafor-
eldrar finnum oft hversu vandmeð-
farið uppeldi bamanna er við ólíkar
aðstæður og þó eram við oftast
tvö. En pabbi var einn, í fullri vinnu,
með stórt heimili. Ég skil stundum
ekki hvemig hann gat þetta. Ein-
beittur var hann að gefast aldrei
upp. Hann barðist áfram og hélt
heimilinu saman. Traustur var hann
einnig í þessu starfí og vann verk
sitt ákaflega vel. Með sínum óbil-
andi kjarki og krafti veitti hann
okkur systkinunum fyrirmynd, sem
hefur orðið okkur gott veganesti
gegnum lífíð. Yndislegt heimili gaf
pabbi okkur, sem við eram honum
eilíflega þakklát fyrir. Hann sleit
sér út fyrir okkur. Ég hef oft hugs-
að til þess að faðir minn hefur unn-
ið þrekvirki. Kannski fékk heilsa
hans að líða fyrir það.
Þegar ég lít nú til baka, þá sé
ég stóra lífsverki lokið. Þrátt fyrir
raunir og erfiðleika gat pabbi verið
hrókur alls fagnaðar á góðri stund
og naut þess að dansa og gleðjast
í góðum hóp.
Ég kveð og þakka góðan og ást-
kæran föður. Söknuðurinn er mik-
ill, en ég fel hann í hendur Guðs.
„Því að Drottinn er góður, miskunn hans
varir að eiiífu, og trúfesti hans frá kyni til
kyns.“ (Sáim. 100:5.)
Hilmar Baldursson.
Á morgun, mánudag, verður vin-
ur okkar, Baldur Hallgrímur Jónas-
son, Skipasunndi 8, Reykjavík,
kvaddur hinstu kveðju frá Foss-
vogskirkju, en hann lést eftir erfíða
en stutta sjúkdómslegu af völdum
hjartabilunar í Landspítalanum 13.
nóvember sl. Við ætlum ekki að
rekja ættir Baldurs, en honum
kynntumst við í gegnum vinskap
bama hans í sumarbúðum í Vatna-
skógi.
Er við tókum að venja komur
okkar í Skipasundið hafði sorgin
kvatt dyra á þessu barnmarga
sómaheimili. Helga Ömólfsdóttir
var nýlátin eftir fæðingu áttunda
bamsins, stærra skarð var vart
hægt að höggva, þessi samhenta
t
Hjartkær fósturfaðir minn,
RAGNAR JÓNSSON,
frá Árnanesi,
Hvassaleiti 155,
Reykjavfk,
sem lést 16. nóvember, verður jarðsunginn frá Bústaðarkirkju
þriðjudaginn 24. nóvember kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Hjúkrunar-
heimilið Skjól.
Bára Brynjólfsdóttir.
t
Látin er í Busum í Þýskalandi
ENKE OLDIGS
skólastjórafrú í Lunden-Holstein.
Jarðarförin fór fram 19. nóvember í Heide.
Fyrir hönd Lunden námsmeyja
Dóra Jónsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ELÍN BRYNDÍS BJARNADÓTTIR,
Hvassaleiti 56,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 25. nóvember kl. 10.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er
bent á styrktarsjóð Landakotsspitala.
Anfta Knútsdóttir, Þór Steinarsson,
Helen Knútsdóttir, Guðni Sigurðsson
og barnabörn.
fjölskylda móðurlaus. Þá kom best
í ljós hversu sterkur og heilsteyptur
Baldur var. Hann hélt ótrauður
áfram uppeldi barnahópsins af ein-
stökum dugnaði með hjálp eldri
barnanna og vandamanna.
Allt frá því að Baldur varð ekkju-
maður má segja að skarð hans ást-
kæra eiginkonu hafí aldrei verið
fyllt, það varð okkur ljósara eftir
því sem árin liðu.
Viljum við og fjölskyldur okkar
þakka fyrir að við fengum tækifæri
til að kynnast Baldri og bömum
hans og þökkum vináttu þeirra alla
tíð.
Megi góður Guð blessa ykkur og
styrkja í. sorg ykkar.
Hörður, Kári og Laufey.
Mig langar í fáum orðum að
minnast tengdaföður míns Baldurs
H. Jónassonar er lést að morgni
13. nóvember í Landspítalanum.
Baldur stundaði sjómennsku á
yngri áram, en hóf störf hjá Áburð-
arverksmiðju ríkisins árið 1953 og
starfaði þar til vorsins 1992, er
hann varð að láta af störfum sökum
heilsubrests.
Baldur gekk til allra starfa heima
og heiman af áhuga og ósérhlífni,
og átti það ekki við hann að hætta
við hálfnað verk. Eftir að Baldur
hætti störfum var honum ráðlagt
að fara sér hægt og taka það ró-
lega. En þar var oft við ramann
reip að draga, þar sem Baldur var
ekki maður kyrrsetu og aðgerðar-
leysis. Baldur fékk að reyna margt
í lífínu. Aðeins fjöratíu og eins árs
missti hann ástkæra konu sína
Helgu sem lést við fæðingu áttunda
bams þeirra.
Baldri tókst að halda íjölskyld-
unni sameinaðri og naut þar dyggr-
ar aðstoðar ættingja og vina.
Yngsta dóttirin Helga fór í fóstur
til Áma móðurbróður síns og Rúnu
konu hans. Elín og Hallgrímur fóru
til skemmri dvalar hjá föðursystram
sínum þeim Þorbjörgu og Þuríði á
Flateyri. Baldur kom ávallt til dyr-
anna eins og hann var klæddur,
hreinskiptinn og hjartahlýr en jafn-
framt fastur fyrir. Baldur var mik-
ill fjöiskyldumaður 'og skipuðu böm
hans stærstan sess í lífinu. Undi
hann sér jafnan best í þeim glað-
væra hópi. Hann hafði mikið dá-
læti á bamabömum sínum, og var
það gagnkvæmt, því heimsóknir til
afa í Skipó, eins og þau kölluðu
hann ávallt, vora mikið tilhlökkun-
arefni.
Að lokum langar mig að þakka
hjúkranarfólki hjartadeildar Land-
spítalans góða umönnun og þá sér-
staklega Magnúsi Karli, sem Baldur
bar óskorað traust til. Ég þakka
Baldri ánægjuleg kynni. Hann var
bömum sínum góður faðir og
bamabömum góður afi. Blessuð sé
minning hans.
Lárus Guðmundsson.
■ '
r Blóm Skreytingar Gjafavara
Kransar Krossar Kistuskreytingar
Opið alla daga frá kl. 9-22
Fákafeni 11
s. 68 91 20
öuounanasoraui iu
108 Reykjavík. Sími 31099