Morgunblaðið - 22.11.1992, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 22. NÓVEMBER 1992
fclk f
fréttum
Á góðri stund í Lundúnum, f.v. Friðrik Þór Friðriksson , Tolli, Björg-
ólfur Guðmundsson, Magnús Kjartansson og Björgúlfur Thor Björg-
úlfsson.
Páll Stefánsson ljósmyndari.
MENNING
Hin myrku Norðurlönd
VERULEGA umfangsmikil kynning hefur staðið yfir á menningu
og framleiðslu Norðurlandaþjóðanna í Lundúnum að undanförnu.
Hvers konar menningaruppákomur hafa verið í þekktum húsakynn-
um og hátíðin hefur vakið mikla athygli í Bretlandi. í menningar-
dálki eins af stærri blöðum Bretlandseyja var t.d. stór pistill um
hátíðina undir fyrirsögninni „Jæja, hver hefur heyrt Halldórs Lax-
ness getið?“.
*
Iumræddri grein, sem er eftir
Stephen Pile, er þess réttilega
getið að Norðurlöndin eru þekkt fyrir
fleira heldur en ftjálslegt kynlíf,
myrkur og legókubba. Nefnir hann
nokkur fræg nöfn sem tengjast Norð-
urlöndum eins og Grieg, Síbelíus,
Strindberg, Abba, Ibsen og Bergman.
Hann segir að það sem slái menn
fyrst af öllu sé hversu miklu þessar
tiltölulega stijálbýlu þjóðir hafl feng-
ið áorkað og nefnir sem dæmi að
þótt íslendingar séu aðeins 5.000
hausum fleiri en íbúar Wandsworth
státi þeir engu að síður af Nóbels-
verðlaunahafa og kvikmyndaiðnaði
sem hefur getið af sér afurð sem
nýlega hlaut útnefningu til Óskars-
verðlauna og er hér auðvitað átt við
Halldór Laxness og Böm náttúrunn-
ar, mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar.
Síðar í greininni er getið um
myrkrið sem umlykur Norðurlönd og
Pile ritar að af verkum flestra þeirra
norrænu rithöfunda og málara sem
þekktastir eru mætti ætla að Norður-
landabúar væru annaðhvort geðklof-
ar eða manísk-depressífir. Utanað-
komandi segja við sjálfa sig og hver
aðra að það sé ekkert skrýtið og
þeir myndu sjálfir vera þannig á sig
komnir ef þeir byggju við það viðvar-
andi myrkur sem umlykur Norður-
löndin stóran hluta ársins. Hins vegar
sýni þverskurður sá sem birtist á
menningarhátíðinni glöggt að þessi
skoðun sé langt því frá að vera ein-
hlít, Norðurlandabúar séu ekki bara
þungir, þeir hafí ríkulega kímnigáfu
og mikla gleði í bland við alvarleik-
ann og drungann.
Pile kemur víða við í umfjöllun
sinni og nefnir að hvergi í víðri ver-
öld séu jafnsterk menningarleg tengsl
á milli þjóða og á Norðurlöndum. Þau
eigi sér djúpar rætur þar sem mann-
leg reisn og gagnkvæm virðing eru
í öndvegi. „Stærsta lexían sem heim-
urinn allur getur lært af Norður-
landabúum er umburðarlyndi og víð-
sýni,“ segir Pile og ber fyrir sig pró-
fessor Gwyn Jones sem veitir forstöðu
Norrænu deildinni við Háskólann í
Austur-Anglíu.
Það er mál þeirra sem til þekkja
að þátttaka á þessari menningarhátíð
sé hin ágætasta landkynning fyrir
ísland. Auk Flugleiða var Viking
brugg styrktaraðili íslensku þátttök-
unar og sagði Björgúlfur Thor Björg-
úlfsson, markaðsfulltrúi hjá Viking
brugg, að það hafi verið mikill heiður
að fá að styrkja hátíðina. „Við lögðum
mikinn kostnað og vinnu í málið,
veittum m.a. framleiðslu okkar við
ýmsar uppákomur. Móttökurnar voru
góðar og við erum að vinna í mark-
aðssetningu á bjórtegundum okkar á
Bretlandseyjum," sagði Björgólfur.
VANDI
Heilsubrestur
breytir áherslum
Bandaríska leikkonan Candice
Bergen sem leikur sjónvarps-
lögfræðinginn Murphy Brown hef-
ur orðið að endurskoða vinnutil-
högun sína að undanförnu vegna
heilsubrests eiginmanns hennar,
hins sextuga franska leikstjóra
Louis Malle.
Þau Bergen og Malle hafa verið
gift í tólf ár, en síðustu árin hefur
gengið á ýmsu í hjónabandinu og
hefur því verið um kennt, að Malle
hefur alfarið haldið áfram að
starfa í Frakklandi, en Bergen í
Hollywood. Bæði hafa haft í nógu
að snúast í vinnunni auk þess sem
Bergen hefur sinnt yngsta barni
þeirra, en hin eru uppkomin. Malle
hefur freistað þess að heimsækja
frú sína og barn a.m.k. mánaðar-
lega, en álagið hefur verið gífur-
legt og umræður um skilnað frá
borði og sæng hafa komið upp æ
oftar. Nýlega fékk Malle hjarta-
áfall og er á batavegi, en læknar
við Cedar Sinai sjúkrahúsið í Los
Angeles hafa sagt honum að hann
verði að hægja ferðina ef ekki eigi
illa að fara á ný og ekki sé víst
að hann verði jafn heppinn ef
hjartveiki hans tekur sig upp aft-
ur.
Aldrei hefur úlfúð verið ástæð-
an fýrir skilnaðartali þeirra hjóna,
heldur ásetningur beggja að láta
verkefni sín sitja fyrir hjónaband-
inu. Nú er komið mýkra hljóð í
Bergen sem hefur beðið framleið-
endur Murphy Brown að draga
dálítið úr vægi persónunnar í þátt-
unum en auka vægi annarra þann-
ig að Murphy sé annað veifið
aukapersóna, en slíkt myndi létta
álagið af Bergen og hún myndi
þá geta heimsótt karl sinn oftar
í Frakklandi.
Bergen, Malle og dóttírin Chloe sem er nú sjö ára.
Síðasti söludagur er
15. desember .