Morgunblaðið - 22.11.1992, Side 37

Morgunblaðið - 22.11.1992, Side 37
FÓLK í: FRÉTTbffi alwuDÍi aím ^38 Morgunblaðið/RAX Eyþór Sigmundsson stendur hróðugur við nýju kortin, bakhliðum allra íslenskra peningaseðla á árunum 1778 tíl 1971. • UTGAFA „Hin hliðin“ á íslensk- um seðlum á póstkort Eyþór Sigmundsson kokkur og kortaútgefandi með meiru vakti töluverða athygli fyrir ári síðan er hann gaf út á póstkortum alla seðla sem prentaðir hafa verið á íslandi frá 1778 til ársins 1971 með þeim orðum að sjá mætti sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar í þróun skreyt- inga seðlanna. Nú hefur Eyþór aftur farið á stúfana og „lokið verkinu" eins og hann segir. Að þessu sinni er það bakhlið seðlanna sem hann hefur gefíð út. „Bakhliðamar eru allar mjög þjóðlegar, hinn íslenski andi skín í gegn. Þær em upp til hópa fallegri heldur en framhliðam- ar,“ sagði Eyþór í samtali við Morg- unblaðið er hann kynnti afurð fyrir- tækis síns, Laxakorta. Eyþór sagði það vera heillandi að skoða seðlaútgáfuna í samhengi og undirbúningsvinnan við útgáfuna hefði verið ógleymanleg og jafn framt krefjandi. Á bakhliðunum njóta íslendingar sín, þar em mynd- ir sem tengjast sjávarútvegi, lögrétt- unni, landbúnaði og stórbyggingu þess tíma, Landsbankahúsinu. Þá er þjóðemisvakningin áberandi, fjall- konan er á átta seðlum, fyrst 1886 og hvíti fálkinn sem einnig var tákn þjóðarinnar er einnig oft á ferðinni, fyrst 1907. Á mörgum seðlum er þeim svo grautað saman, þannig að fjallkonan situr í hásæti með fálkan á hendi sér. Allur búnaður fjallkon- unnar ber þess merki að hún er sverð og skjöldur þjóðarinnar. í algeru öndvegi. Þá er Landsbanki íslands áberandi, nafn hans kemur fyrir á 20 seðlum af 32. Eyþór sagði enn fremur að það væri mjög gaman að skoða ýmis séreinkenni einstakra seðla. Þannig væri einn merkilegur seðill frá árinu 1814. Hann er með dönskum texta að framan og merktur árinu 1814, en á bakhlið er íslenskur texti, útgef- inn 1815. „Danska ríkið varð gjald- þrota 1813 og þetta er gott dæmi um þá ringulreið sem þá var og getur alltaf orðið við slíkar kringum- stæður,“ sagði Eýþór. Og hann hélt áfram: „Annar seðill er bráðskemmtileg- ur, en hann var gefínn út 1919. Þá var það íslandsbanki sem tók sig til og sendi einhvern ofan í hvelfíngu að sækja upplagið af 5 króna seðli útgefnum af Kúrantsbanka á árun- um 1778 til 1820. Sá var aðeins merktur öðru megin, en auður á bakhlið. Til að spara við í efniskaup- um var það bankastjori íslandsbanka sem yfírstrikaði 5 krónu peninginnn með rauðum túss, en lét prenta 100 krónu pening á hina auðu bakhlið. Þar stendur að íslandsbanki greiði handhafa seðilsins gegn framvísun hans 100 krónur í gulli. Þetta er sem sagt 100 króna seðill að framan, en yfírstrikaður fimmkall að aftan. Ég hef haldið því fram síðan að ég sá þetta, að Islandsbanki hafí fundið upp tússið!" Eyþór segir að hann hafi ekki prentað stórt upplag og settið sé hægt að fá í sérsmíðuðum öskjum, en einnig einstök kort í lausu. „Þetta er búið að taka alls þijú ár og það hefur verið skemmtilegur tími. Nú er bara að fá einhveija nýja skemmtilega hugmynd og hrinda henni í framkvæmd,“ voru lokaorð kokksins. Huld KAFFIHUS í Miðbænum Morgunblaðið/Emilía Huld fyrir framan væntanlegt Kaffi París við Austurvöll. Undanfarnar vikur hefur glæsi- leg kona iðulega sést fara eftir Austurstræti eins og hvítur stormsveipur. Beygir svo í áttina að Austurvelli. Þetta er þekkt and- lit. Fjölmargir Reykvíkingar hafa hitt þessa konu og átt við hana samskipti, allt frá því Hótel Loft- leiðir opnaði. En þar og á Hótel Sögu hefur hún verið veitinga- stjóri um langt árabil. En hvað skyldi Huld H. Goethe alltaf vera að erinda í Miðbænum? Hún er önnum kafin við að koma á fót ekta kaffihúsi við Austurvöll, í hinu gamalfrægá húsi sem Jón Þorláks- son byggði um 1930 og hefur frá 1937 verið í eigu ijölskyldu Ketils Axelssonar í Tóbaksbúðinni Lond- on. Ketill stendur að þessu með Huld, fullur af áhuga á að leggja eitthvað til þess að setja svip á Miðbæinn. Huld er lengi búin að starfa að veitingarekstri. Hún lærði hótel- og veitingarekstur í Bandaríkjun- um. Þegar Hótel Loftleiðir opnaði kom hún með manni sínum Róbert Goethe frá Las Vegas til að taka þar til hendi. Þar var Huld svo í 8 ár, rak kaffiteríuna og var veislu- stjóri í sal. Þegar hún var orðin ekkja fannst henni börnin afskipt ef hún ynni svona á kvöldin svo hún tók að sér veitingastofu Nátt- úrulækningafélagsins. En það var full rólegt fyrir hana, vantaði spennuna, svo hún tók því þegar Konráð á Sögu hringdi og vantaði veitingastjóra í Grillið. Á Hótel Sögu var hún svo í 16 ár, veitinga- stjóri í Grillinu og svo í ráðstefnu- sölum og morgunverðarsalnum eftir að nýja álman var tekin í notkun. En jafnframt rak hún um tíma veitingastofuna á Kjarvals- stöðum og á sumrin Hótel Eddu á Laugarvatni. Fékk þá sumarleyfi í lengra lagi til að geta verið þar með böm sín. Störfum Huldar á Hótel Sögu lauk í janúar sl. og tók hún þá til við þetta skemmtilega verkefni, að koma upp glæsilegu kaffíhúsi með evrópskum blæ í miðbæ Reykjavíkur, eins og hún útskýrir. Smiðir eru þar önnum kafnir og sjálf er Huld að sauma heima hjá sér „loftið", sem spenn- andi verður að sjá. Kaffihúsið verður kallað Café París. Það segir þó ekki að það eigi endilega að vera franskt, held- ur eins og við viljum sjálf hafa það, segir Huld:„Ég hitti Ketil Axelsson, sem hefur lengi átt sér þann draum að lyfta miðbænum upp úr þessari meðalmennsku sem þar hefur verið. Þetta hornhúsnæði hjá honum hafði staðið autt í tvö ár án þess að hann leigði það út. Þetta er honum hugsjónamál, að leggja sitt til að bæta Miðbæinn. Þar er hann alinn upp, starfar þar og hefur mátt horfa upp á bæinn verða llflausan. Við sáum fyrir okkur að miðbærinn þyrfti að fá kaffíhús sem opið væri frá kl. 8 á morgnana og svo lengi fram eftir kvöldi sem fólk vill koma. Þeir sem vilja slikt eiga ekki margra kosta völ. Þú ræðir ekki heimsmálin yfír kaffíbolla og bjargar heiminum í reykjarsvælu og hávaðanum á bjórkrá. Hjá okkur verður engin lifandi músik, einungis góðar veit- ingar, allt frá morgunverði og áfram. Maður er manns gaman og hugmyndin er að fólk geti hist hjá okkur á öllum tímum dagsins." Ýmislegt er verið að gera þarna. Við undirbúningin grófu þau Huld og Ketill upp gifsmótið af líkaninu af lágmyndum Guðmundar frá Miðdal, sem prýða stafninn á hús- inu. Þau langar til að koma þeim upp í kaffistofunni þótt seinna verði. En þetta hús var svo vandað að kjallarinn hefur aldrei lekið eins og aðrir kjallarar í miðbænum. Þar var því loftvamabyrgi á stríðsárun- um. Þama niðri em iðnaðarmenn nú að innrétta eldhús, birgða- geymslu, snyrtiherbergi o.fl. En Huld segir að ætlunin sé að opna fyrst í desember, svo fólk geti litið inn þegar það fer í bæinn til jóla- innkaupanna. Með það var hún rokin. FAGRAR SENDINGAR TIL VINA ERLENDIS FYRIR JÓLIN NÝÚTKOMIN: Breska Togarasagan efiir Jón Þ. Þór. Eina islenska sagn- Jrœðiritið sem til er á ensku. IGBLAND tist-te fcite t.tfciti-te T 4 % 9 VF rJOt.VA A jAttt>MSRU FJÖLVI íslandsbækur Fjölva í litum á ensku, frönsku, þýsku og japönsku. Breska togarasagan „British Trawlers in Icelandic Watersu tilvalin vinarsending til Bretlands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.