Morgunblaðið - 22.11.1992, Side 43

Morgunblaðið - 22.11.1992, Side 43
i I > r \ V ) ) ) I ) 3 seer HaaMavovi .ss huoaci AVl/Í LgVHHAvl U MORGUWBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22: NÓVEMBER' 1992 ^ ” ÍAjaWUOHOM 46 MKIRIMATTAR KUTDASKOR Verd adein^s kr. 4.900,- eftir Elínu Pálmadóttur TEYGIST Á ÍSLENSKUNNI? Mér býður í grun að íslenskt mál sé að lengjast. Að það sé að teygjast á því. Minnist þá ummæla Lesters Pearsons, for- sætisráðherra Kanada, þegar hann í Þingbókasafninu í Ottawa tók á móti afmælisgjöf Vestur- íslendinga 1967. Hann leit upp á vegginn, þar sem blöstu við þijár áletraðar kopartöflur með upphafi Grænlendingasögu. íslenski text- inn var stystur, sá enski dqugt lengri og sá franski lang- lengstur. Þá varð Pearson að orði að innleiða þyrfti íslensku í kanad- íska þingið, það mundi stytta ræð- ur og spara mik- inn tíma. Ekki virðist þetta þó virka á Alþingi. Segir raunar lítið um hvort íslenskt mál sé að lengjast. Sennilega er þeim bara svona mikið mál þar á bæ. Það var heldur ekki ástæða þess að læddist að þessi lúmski grunur. Væri þetta ekki í algerri andstöðu við kvartanir mál- vemdarfólks, a.m.k. með öðrum þjóðum? Talað er um vaxandi slappleika í töluðu máli, þar sem sleppt sé aftan af orðum í framburði og orðin renni saman. Svo og svo mikið sé und- anskilið, jafnvel svo mjög að varla skiljist hvað við er átt. Nútíma- fólki liggur svo mikið á. Gang- verkið í veröldinni snýst æ hraðar. Raunar er alls ósýnt fram á að þessi hugdetta sé annað en hugarburður. Varla fer þó hjá því að heyrist hve mikið af aukaorð- um, algerlega óþörfum, er skotið inn í málið í Qölmiðlum. Nokkur raunveruleg dæmi: ■ Prestur í útvarpi: Reisti hann á fætur andlega (séð). 0 Stjómmálamaður: Hann stóð (sig) ekki í stykkinu. ■ Þulur: Elda grátt silfur (sam- an). 0 Fréttir: Þeir óskuðu eftir að- stoð erlendis (frá). ■ Úr skáldsögu: Hér var komið (við) sögu. Flest af þessum innskotum má heyra næstum daglega. Og mörg fleiri. Ekkert innskot er fyrirfram dæmt til að vera innskot til eilífð- ar. Miklu líklegra að það sitji sem fastast ef það á annað borð er á vettvangi. Því vaknaði spumingin: Ætli íslenskt mál sé að lengjast? Sé svo er það býsna kynlegt á okkar hraðfleygu dögum. Þessu er bara varpað hér fram í algjöru ábyrðarleysi. Ef. . . þau eru mörg ef-in, eins og hann Sigurður Sig- urðsson frá Amarholti fann svo vel: Ef ég ætti að drekkja öllu, sem ég vil, þyrfti ég að þekkja þúsund faðma hyl. - Og ef ég ætti að skrifa allt, sem fann ég til, þyrfti ég lengi að lifa, lengur en ég vil. Sakar þó ekki að velta því ósönnuðu upp hvað veldur. Þótt timaskortur sæki almennt á sam- félagið hefur þó á einum stað rýmkað vemlega um talað mál — það flóir í þeim þáttum ljósvaka- miðlanna, sem einkennast af mali og mynd eða mali og músík. Hlýt- ur raunar að þurfa óskaplegt magn af orðum til að fylla tím- ann. Og gerir eflaust ekkert til þótt aukaorð skjótist inn í setn- ingamar holt og bolt. Kannski bara til bóta. En er það samt ekki skrýtið að óþörfu orðin skuli skila sér líka í svo ríkum mæli í annarri orðaræðu? E.t.v. stafar það af því að við Islendingar virð- umst ekki leggja mikið upp úr því sem á ensku nefnist „timing“ eða afmarkaður tími og nákvæm tímasetning. Þetta er eitt af því fyrsta sem erlent fjölmiðlafólk lærir. Að skrifa í afmarkað rými eða skipuleggja innan ramma tímamarka í sjónvarpi og útvarpi. Fellur einfaldlega undir að kunna sitt verk. Jafnvel frægustu og dýrustu þáttastjómendum erlend- is líðst ekki að hundsa tímamörk. Stundum heyrist í þróunarlönd- unum ef spurt er um hvemig sjón- varp sé í þvísa landi, að þar sé nú fjarska mikill byijendabragur, þeir kunni ekki einu sinni að halda dagskránni í réttum skorðum og tíma. Þetta svar fékk ég t.d. .í Kamerún í Afríku og í Sýrlandi, þar sem kemur fyrir að dagskráin er farin svo úr skorðum að sleppa verður endinum á kvikmyndinni í lokin. Þykir ekki tiltökumál. Kannski höfum við ekki heldur tilfínningu fyrir tímasetningu? Þá skiptir vitanlega engu máli þótt óþörfum aukaorðum fjölgi og lop- inn teygist. Nú er verið að lesa íslendinga- sögur í útvarpi. Þar er ekki bruðl- að með orðin. Enda þurfti víst býsna marga kálfa í hvert hand- rit. Kálfskinnin hafa vísast veitt það aðhald sem síbylja nútímans gerir ekki. Því megi að einhveiju leyti þakka þetta fallega mál sem hlustendum er þar boðið upp á. Og þeir em býsna margir, líka ungt fólk, sem ségjast alltaf reyna að hlusta á lestur Islendingasagn- anna. Helgarþáttur barnanna undir stjóm Elísabetar Brekkan sýnir okkur að hreinn óþarfi er að subb- ast með málið, ef kröfur eru gerð- ar um annað. Þar flytja krakkam- ir sjálfir alls kyns efni á góðu og ským máli. Bæði framburður og orðfæri til fyrirmyndar. E.t.v. er bara bannsett mein- bægni að vera að hafa áhyggjur af nokkmm aukaorðum, þótt eng- inn viti hvað þau em að gera þama — síst kannski þeir sem nota þau? Mætti kannski safna þeim og bjóða: Notist eftir þörf- um! Hér og þar um víðan völl, eins og þegar gefíð er hænsnum. Púdda, púdd! ____________, . .11. temw. olntují | iiiítiAf :l\ rttiWMr tiíiihif ' (Sltlt }>. V Herra- og dömustærðir. Litir: Svart, dökk brúnt, gult. Sendum í póstkröfu. Sautjón, Laugavegi 91# s. 17440 Sautján, Kringlunni, s. 689017 Hentug jólagjöf Teg. 1704 Stærðir 35-45 Kr. 4.900,- Teg. 1705 Stærðir 35-45 Kr. 4.900,- / Árlegt jólablað Morgunblaðsins kemur út þriðjudaginn 1. desember. Eins og myndimar sýna verður efni blaðsins fjölbreytt. Vegleg umfjöllun um jólamat og bakstur með uppskriftum og viðtölum við mataráhugafólk og meistarakokka verður á sínum stað. Auk þess verður fjallað með ýmsu móti um jólagjafir og ekki síst jólaföndur og í þeim efnum verður af nógu að taka. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa f þessu blaði er bent á auglýsingadeild Morgunblaðsins f síma 691111, en tekíð verður við auglýsingapöntunum til ki. 17.00, mánudaginn 23. nóvember. UZ&VÍ .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.