Morgunblaðið - 29.11.1992, Side 15

Morgunblaðið - 29.11.1992, Side 15
samankomnir í kjallaranum og ein- mitt þetta kvöld, á sjötta hundrað manns. í vikunni á eftir stóðu skemmtinefnd og tónlistardeild Listafélagsins fyrir tónleikum með hljómsveitinni Ham sem voru liður í röð félaganna um mismunandi tón- listarstrauma. Tollering var 17. sept- ember og var Busaball haldið sama kvöld að Hótel Borg. Þar með varð Menntaskólinn síðasti skólinn til að halda skólaball á Borginni, í bili. Síðustu helgina í september var svo félagsaðstaðan endurbætt til muna og því fagnað á miðvikudeginum 30. september. Þar kom m.a. Þórarinn Eldjám fram og Vinir Dóra, þó hvor- ir í sínu lagi. Októbermánuður hófst á glæsileg- um sigri MR-inga á Verslunarskóla- nemum enn eitt árið í röð. Þar reyndu skólamir með sér í ýmsum þrautum og bar þær ræðukeppni hæst. Verslunarskólinn reyndi en allt kom fyrir ekki. Næst stóðu skemmtinefnd og tónlistardeild fyrir jazztónleikum síðar í mánuðinum í tengslum við áðurnefnda röð. Svo- kallað Pressuball var haldið á Tungl- inu 15. október og lék Todmobile fyrir dansi. Var fullt út að dyrum. Hátlðartónleikar Listafélagsjns vom svo haldnir viku síðar í íslensku Óperunni. Fóru þeir friðsamlega fram. Mánuðurinn endaði svo á svip- aðan hátt og hann hófst. MR sigr- aði MS í Morfís eftir frækilega keppni. Nóvember var nær allur helgaður Árshátíð. í þessum stutta annál var aðeins stiklað á stóm í félagslífi skólans það sem af er vetri. Alltof langt mál hefði verið að rekja hvem einasta atburð sem litið hefur dagsins ljós síðustu mánuði. Það er því ekki að ósekju að marg- ur menntskælingurinn hefur gleymt bókum eitt andartak og horfið á vit félagslífsins. Oftast endar þetta þó vel og menn minnast Menntaskóla- áranna með söknuðu í brjósi því eins og skáldið kvað: Og sumir sóuðu æsku sinni í nám á meðan aðrir vörðu henni í vin. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1992 __—,;. ..... . | i.—,—j Árshátíð Djúptí hugarneimi Hápunktur fyrra misseris í Menntaskólanum hlýtur, í flestra augum að vera árshátíð skólafélagsins. „Akkúrat" þegar skammdegið er að hellast yfir og grámygla hversdagsins að gera útaf við mann, þá kem- ur árshátið og hressir nemendur við, allavega um stund. atriða á árshátið. Afar mikill undirbúningur ligg- ur að baki góðrar árshátíðar. Æfíngar á skemmtiatriðunum hófust tæpum mánuði fyrir árshátíðardag- inn sjálfan og hópur stúlkna unnu að því hörðum höndum að gera aug- lýsingamar (fyrir árshátíðina) sem bestar. Og þeim brást svo sannarlega ekki bogalistin. Ég minnist þess varla að hafa séð jafn glæsilegar auglýs- ingar á veggjum Menntaskólans. Hin stórkostlega félagsmiðstöð mennta- skólanema, kjallari Casa Nova, var skreytt í hólf og gólf. Allir veggir kjallarans voru þaktir myndum í fjöl- breytilegum litum. Þema árshátíðar- innar að þessu sinni var „árshátíð, djúpt í hugarheimi“ og báru bæði auglýsingar og fleira í undirbúningn- um þess vitni að beita skyldi hug- myndafluginu. En þess má geta, að gefin var sérstaklega út plata í tengslum við árshátíðina sem hafði að geyma fjögur frumsamin lög eftir nemendur í skólanum. Spenningurinn hafði farið stigvax- andi alla vikuna, og þann 12. nóvem- ber rann hinn langþráði dagur upp. Klukkan 16 hófst tæplega tveggja tíma skemmtidagskrá. Hún var að þessu sinni afar góð, og einstaklega vel æfð og útfærð. Enda engir við- vaningar að verki með Magnús Geir inspector og Gamanleikhúsmann fremstan í flokki dugmikilla nema. Mér virtust allir skemmta sér hið besta. Eftir skemmtiatriðin hélt fólk heim og í sitt fínasta púss, því næst er venjan að bekkimir fara saman út að borða og svo í bekkjarpartý svokölluð. Þetta eru oft hin skemmti- legustu hóf, enda er það einn kostur bekkjarkerfis að þar blandast saman fólk með mismunandi skoðanir og sjónarmið, sem hefði líklega aldrei kynnst nema vera saman í bekk. Einnig er oft ótrúlegt að fylgjast með þeim stakkaskiptum sem verður á fólki utan skólastofunnar. Há- punktur kvöldsins er svo dansleikur- inn sjálfur, sem að þessu sinni var haldinn á Hótel Sögu. Þar eru flestir piltana vel klæddir í kjól og hvítt, eins og lög gera ráð fyrir og stúlkurnar penar í síðum kjólum (og með uppsett hár (þ.e. þær sem það geta)). A árshátíð sést sú sjón sem ekki er algeng á skólaböll- um almennt, þ.e. þama dansa saman kynin tvö og þó oft gangi brösulega rejmir fólk þó að fóta sig í valsi, ræl og tjatjatja. Jafnvel mátti sjá bregða fyrir tangótöktum hjá þeim allra færustu þó gólfplássið væri ekki mikið. Dansað var langt frameftir nóttu við undirleik bæði skólahljómsveitar- innar og Milljónamæringana og var góður rómur gerður að. Ég held að allir hafí farið ánægðir heim og varð- veiti minninguna um skemmtilegan dag og góða árshátíð. S.A. bregða fyrir sig betri fætinum. iiciiiciiuuiu um ci nciiuuui oam- kvæmisdans í síðustu leikfimi- timum fyrir árshátiðina. SJÁ NÆSTU SfÐU MINNINGAR 2 er önnur í röSinni af pessum hugljúfu plötum þar sem margir af okkar bestu söngvurum syngja joekkt lög í rómantíska kanntinum. Tilgangurinn med útgáfu plötunnar er söfnun í hjálparsjóð RauSakross íslands. Söngvarar á pessari hugljúfu plötu eru: Erna Gunnarsdóttir, María Björk Sverrisdóttir, Sigríöur Beinteinsdóttir, Bergþór Pálsson og Eyjólfur Kristjánsson. MINNINGAR 2 er fáanleg á geislaplötu, kassettu og einnig gömlu góöu vínylplötunni. SMIÐJAN KRINGIUNNISIMI: 600930 STÓRVERSLUN LAUGAVEd 26 SÍMI: 600926 1AUGAVEGI96 SÍMI: 600934 EIÐISTORGISÍMI: 612160 PÓSTKRÖFUSÍMI: 680685 (SÍMSVARI)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.