Morgunblaðið - 01.12.1992, Side 2

Morgunblaðið - 01.12.1992, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAÖUR 1. DESEMBÉR I9ð2 Víkingasveitin kölluð út á sunnudagskvöld Tveir menn ógnuðu fólki með haglabyssu VÍKINGASVEIT lögreglunnar í Reylsjavík var kölluð út seint á sunnu- dagskvöld vegna tveggja manna, sem ógnað höfðu fólki með hagla- byssu víða um borgina. Haglabyssan var með afsöguðu hlaupi. Fyrst var tiikynnt um ferðir mannanna í nýbyggingu í Grafarvogi. Annar þeirra taldi sig eiga skuld inni hjá verktaka byggingarinnar og vildi innheimta hana. Þar var haglabyssan hlaðin skotum í augsýn þeirra manna sem voru við vinnu i nýbyggingunni. Mennirnir báru ekki kennsl á verktakann á staðnum og héldu þá á heimili hans, þar sem þeir ógnuðu eiginkonu hans og þremur ungum börnum með byssunni. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar var sérsveit lögreglunnar, vík- ingasveitin, kölluð út um leið og til- kynningar fóru að berast lögreglu um athæfí mannanna upp úr klukk- an níu um kvöldið. Skömmu eftir miðnættið tókst síðan víkingasveit- inni að handtaka mennina á Rauð- arárstíg, þar sem annar þeirra er skráður til heimilis. Víkingasveitar- menn vöktuðu húsið og handtóku annan manninn er hann kom út úr því um klukkan hálf eitt. Síðan var ráðist til inngöngu í húsið og hinn gripinn þar sem hann var að tala í síma. Báðir mennimir eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna þetta kvöld. Mennimir tveir, annar 32 ára og hinn 22 ára, hafa áður komið við sögu lögreglunnar, einkum sá eldri. Er þeir komu í nýbygginguna í Graf- arvogi, þar sem verið er að reisa bamaheimili, var verktakinn á staðnum en þeir munu ekki hafa borið kennsl á hann. Þaðan héldu þeir svo í Seiðakvísl þar sem verk- takinn býr og ógnuðu þar eiginkonu hans og þremur bömum. Lögreglan kom skömmu síðar á staðinn og flutti konuna og bömin á brott meðan verið var að ná mönnunum. Klukkan rúmlega 11 um kvöldið barst lögreglunni svo tilkynning um ferðir mannanna í Fellunum. Lög- reglan hafði þá fengið lýsingu á bfl þeirra og þeim sjálfum og vissi að þeir höfðu farið úr Fellunum að íbúð annars þeirra við Rauðarárstíg. Eft- ir handtöku þeirra var leitað í íbúð- inni og fannst þá haglabyssan ásamt 18 skotum í hana auk þess sem skothylki fundust í bíl mannanna. Sem fyrr segir hafa báðir menn- irnir komið við sögu lögreglu áður og annar þeirra hafði raunar verið handtekinn nóttina áður með hnífa og önnur vopn í fómm sínum og hafði gist fangageymslur þá nótt. Þeim var sleppt úr haldi í gær þar sem málið var fullrannsakað. Víkingasveitin handtekur annan mannanna fyrir utan íbúðina á Rauðarárstíg. Morgunblaðið/Ingvar Sjúkraliðar leggja niður störf á meðan á kj aramálafundi stendur Dregið úr aðgerðum og fólk fært til á Borgarspítala Trúnaðarmannaráð Sjúkraliðafélags íslands hefur boðað til al- menns fundar með starfandi sjúkraliðum í Reykjavík í dag kl. 7.30 árdegis. Rætt verður um stöðu kjaramála á fundinum, sem stendur þar til sameiginleg niðurstaða fæst. Aðgerðir sjúkraliðanna koma í dag og á morgun hvað verst niður á Borgarspítala sem sinnir bráðavakt þessa daga. Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri spítalans, segir að þegar hafí verið gripið til ráðstafana, s.s. að fækka aðgerðum og færa fólk á milli deilda, en farið verði að nýju yfir stöðuna í dag. Trúnaðarráð Sjúkraliðafélags íslands hefur sent forstöðumönn- um og hjúkrunarstjómum ríkis- spítala, Borgarspítala, Landakots- spítala og annarra þjónustudeilda á vegum sömu rekstraraðila, bréf þar sem sagt er frá fundinum og því að á meðan á honum standi Auglýsti eftir smiðum í Morgunblaðinu Þrír sóttu um, þar af einn frá Adelaide HAFSTEINN Filippusson, eigandi húsgagnaverksmiðju í Brisbane í Ástralíu, segir að Ula hafi gengið að fá íslenska húsgagnasmiði til starfa í fyrirtæki sínu. Hann auglýsti eftir smiðum í Morgunblaðinu í byijun nóvember og sagði að hann hefði fengið eitt svar við auglýsingunni frá íslenskum húsgagnasmið búsettum í Adelaide. „Það sóttu um þrír trésmiðir, en málið er ekki komið það Iangt að hægt sé að segja til um hvort þeir komi hingað til starfa. Ég hafði hreinlega ekki hugmynd um hvort ísiendingar hefðu áhuga á því að koma hingað eða ekki,“ sagði Haf- steinn. Hann sagðist hafa séð það í Morgunblaðinu að atvinnuástand meðal smiða væri slæmt á íslandi, en hann fær blaðið sent til Brisbane. „Ég reikna með því að menn setji fyrir sig þessa miklu fjarlægð. Það fer mikið eftir viðbrögðum stjóm- valda héma hve marga ég get ráðið. Innflytjendaskrifstofan setur þau skilyrði fyrir veitingu atvinnuleyfis í landinu að umsækjendur hafí mennt- un á einhveiju sviði sem stjómvöld viðurkenna og séu ekki að komast á eftirlaunaaldur." verði sjúkraliðar fjarri vinnu. „Trúnaðarráð væntir þess að forstöðumenn sjúkrahúsanna taki þessari ákvörðun af skilningi og geri þær ráðstafanir sem þurfa þykir svo að kjaramálafundur sjúkraliða leiði til sem minnstrar röskunar á starfsemi sjúkrahús- anna og forði sjúklingum þess frá óþægindum,“ segir m.a. í bréfínu. Jóhannes Pálmason sagði að auðvelt væri að sjá að vinnustöðv- un 166 sjúkraliða á spítalanum hefði mikil áhrif á reksturinn. „Það þýðir auðvitað að við höfum þegar gripið til þess að reyna að draga úr öllum aðgerðum og lögð verður áhersla á að sinna bráðaþjónustu. Og búast má við að í einhveijum tilfellum geti umönnun dregist eitt- hvað saman en það verður reynt að færa til fólk þannig að engin hætta verði á ferðum og ég tel ekki ástæðu til að svo fari. Ef deilan aftur á móti dregst á lang- inn, hlýtur að koma til ýmissa annarra ráðstafana, s.s. að kanna hvort aðstandendur geti á einhvern hátt veitt hjálp, eða útskrifta og annarra aðgerða sem hægt yrði að grípa til. Um það er ótímabært að tjá sig frekar þar sem við vonum auðvitað að deilan leysist," sagði Jóhannes. Hann sagði að sér fyndist ein- kennilegt að aðgerðum sjúkraliða væri beint að sjúkrahúsunum í Reykjavík að ósekju þar sem hann vissi ekki annað en að 1,7% launa- hækkun hefði alltaf staðið til boða hjá Reykjavíkurborg. „Og þó að samningur sé ekki gerður er ljóst að fyrri samningur er í gildi þar til nýr samningur tekur gildi. Þannig að það er ekki aðeins við samningsaðila að sakast, líka við félagið. Það þarf alltaf tvo til að semja,“ sagði hann. Heilsugæslan í Reykjavík hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að vegna aðgerða Sjúkraliða- félags Islands, sem hefjist l.des- ember, sé viðbúið að þjónusta heimahjúkrunar heilsugæslunnar (Heilsuvemdarstöðvar Reykjavík- ur og heilsugæslustöðvanna í Reykjavík) raskist verulega meðan á aðgerðunum standi. Þannig sé viðbúið að víða verði aðeins hægt að veita bráðnauðsynlegustu þjón- ustu. Meirihluti utanríkismálanefndar um EES Samþykki Alþingis brýtur ekki í bága við slj órnar skrána MEIRIHLUTI utanríkismálanefndar Alþingis kemst að þeirri niður- stöðu, að það sé íslenskum hagsmunum ótvírætt til framdráttar að ísland gerist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta kemur fram í áliti meiríhluta nefndarinnar sem lagt var fram á Alþingi í gær. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu, að samþykki Alþingis á EES-samningnum brjóti ekki í bága við stjórnarskrá íslands. „Posarnir“ nýtast handhöfum debetkorta_______________________ Beinlínutengingin okkuríhag, því að á síðasta ári fyrirfórust a.m.k. 100 milljónir í fölsuðum og inni- stæðulausum ávísunum — segir framvæmdastjóri kaupmannasam- takanna. 26 Bretland Háværar kröfur um að fjármála- ráðherrann segi afsér. 28 Fjármál__________________________ Lánsfé eródýrast íBretlandi. 35 Leiðari Endi bundinn á fískveiðideilur. 30 Blr íslandi 1094 BggjgS gps §§§§ HpSKS Hi/Æ wÆSA UndOftíötfl 1 r H*wd»*tinM7 Wm Birgir líklega ekki USil'M' SSsfse wm íþróttir ► Keflvíkingar enn á sigur- braut í körfuknattleiknum. Norðurlandamótið í keilu á ís- landi 1994. Stefnumótun á árs- þingi KSÍ. Jólamatur ► Hátíðamatseðill. Kalkún í jólamatinn. Púðar í krakka- pakka. Smákökur. Hlaðborð. Hangikjöt. Leirskraut. Laufa- brauð. Villibráð í áliti meirihlutans kemur meðal annars fram, að vald íslenskra stjórnvalda í utanríkismálum og Hæstaréttar sé í engu skert með aðild að EES. Með vísan til ýmissa lögfræðilegra sjónarmiða kemst meirihlutinn að þeirri niðurstöðu, að EES-samningurinn bijóti ekki í bága við stjórnarskrána. Að auki hafí aðild íslands að EES almennt gildi fyrir þróun íslensks þjóðfélags og stöðu ísiands á alþjóðavett- vangi. í álitinu kemur fram, að sam- kvæmt upplýsingum frá Þjóðhags- stofnun aukist landsframleiðsla Islendinga um 1,6%, eða alit að sex milljarða króna árlega, fyrir bein áhrif af EES-samningnum. Fram kemur, að utanríkismála- nefnd hafí sent samninginn um Evrópska efnahagssvæðið til um- sagnar 66 aðila. Nefndinni bárust 35 umsagnir og aðeins einn um- sagnaraðili, BHMR, treysti sér ekki til að mæla með aðild íslands að EES. Greinilegur stuðningur hafi komið fram við samninginn frá mörgum aðilum, svo sem Fé- lagi íslenskra iðnrekenda, Sam- bandi íslenskra kaupskipaútgerða, Verslunarráði og Vinnuveitenda- sambandi íslands. Þá iýsi aðilar eins og Félag rækju- og hörpudisk- framleiðenda, Rannsóknaráð ríkis- ins og Flugráð yfír stuðningi við þá þætti samningsins sem þá varða. Nokkrir aðilar, eins og Al- þýðusamband íslands, Farmanna- og fískimannásambandið og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja vísa til þess að samtök þeirra hafi enn ekki tekið afstöðu til samningsins. i álitinu er það sérstaklega tek- ið fram, að Neytendasamtökin telji, að, „hvað varðar íslenska neytend- ur og þá sérstaklega neytenda- löggjöf er samningurinn í öllum meginatriðum til bóta.“ Samtökin ísiensk verslun tóku í sama streng. Meirihluta utanríkismálanefnd- ar í þessu máli skipa Björn Bjama- son, Ami R. Ámason, Geir H. Haarde og Tómas Ingi Olrich, allir frá Sjálfstæðisflokki, og Rannveig Guðmundsdóttir Alþýðuflokki. 1 áliti meirihlutans kemur fram að Evrópska efnahagssvæðið hefur verið til umfjöllunar á 83 fundum nefndarinnar frá apríl 1989, þegar könnunarviðræður hófust. Er þess getið til samanburðar, að aðild ís- lands að Fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTA, árið 1970, hafi aðeins verið rædd á tveimur fund- um nefndarinnar. Sjá einnig á þingsiðu bls. 36.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.