Morgunblaðið - 01.12.1992, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.12.1992, Qupperneq 10
10 MÖRGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1992 Heiður Baldursdóttir Nyjar bækur ■ Háskaleikur er ný saga eftir Heiði Baldursdóttur. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Sagan segir frá fjórum krökkum úr Reykjavík sem fara í sumarbústað um páska. í fyrstu er allt með felldu, ekkert bendir til þess að ævintýri sé í vændum en þá fara hlut- irnir að ger- ast. Þau lenda í æsispennandi atburðarás þar sem ekki er allt sem sýnist. Þau rekast á kynlega náunga sem er æði grunsamlegir. En það eru fleiri á ferli. Hver var konan í svarta kjólnum? Hvað var á seyði á eyðibýlinu? Forvitnin rekur þau áfram þar til ekki verður aftur snúið. Og þá ríð- ur á að fara ekki á taugum!“ Og á bókarkápu segir m.a.: „Háskaleikur er mögnuð ís- lensk spennusaga úr samtím- anum fyrir böm og unglinga þar sem fjórir krakkar takast á við dularfullt mál.“ Útgefandi er Vaka-Helga- fell. Halldór Baldursson gerði kápuna en Prentstofa G. Ben. annaðist prent- vinnslu. Bókin er 149 blað- síður. Verð: 1490 krónur. Myndasagan Myndlist fBar&miMitftift Melsölublaó ú hwrjum degi! Eiríkur Þorláksson Myndlistin spannar vítt svið, sem sífellt hefur verið að stækka á tuttugustu öld. Ný tækni, ný viðhorf til hlutverks myndlistar, nýir túlkunarmöguleikar og fleiri breytingar hafa orðið til þess að langt er frá því að allir séu sam- mála um hvar mörkin liggi milli myndlistar og annarrar myndgerð- ar. Deilur um þau eru oft helsta merkið um það líf sem býr með myndlistinni, þrátt fyrir allt, og eru því af hinu góða; þá fyrst er myndlistin í hættu þegar deilumar hljóðna. Myndasagan er ein þeirra túlk- unarleiða, sem hefur orðið að deiluefni í þessu sambandi; er hún ein grein myndlistar, eða ber að skilgreina hana utan þess sviðs, þar sem hún verður til á mörkum (afþreyingar-)bókmennta, kvik- mynda og grafíklistar? Nú stendur yfir í vestursal Kjarvalsstaða sýning, þar sem þessari spurningu er svarað ákveð- ið: myndasagan er grein af sama meiði og önnur myndlist. Sýningin er haldin í samvinnu Kjarvals- staða, myndasögutímaritsins (GISP!) og franska utanríkisráðu- neytisins, og hefur hlotið yfir- skriftina „Guðdómleg innri spenna og pína“, og þar getur að líta franskar og íslenskar myndasögur síðustu ára. í sambandi við sýninguna hefur verið gefið út fímmta tölublað af (GISP!), sem um leið er sýningar- skrá, og hefur að geyma greinar um myndasöguna sem listgrein, og upplýsingar um þá listamenn sem eiga verk á sýningunni. í grein Þorra Hringssonar, Mynda- söguheimurinn, er fjallað um eðli og uppbyggingu myndasögunnar, tengsl hennar við aðrar listgreinar og þá fordóma sem hún hefur Vantar þig atvinnu? Til sölu er sælgætisverslun með yfir 2,0 millj. kr. mánaðarveltu. Mikil eigin framleiðsla á brauði og samlokum. Vel staðsett á fjölmennum stað í sérhúsi. Einstök greiðslukjör. Allt kaupverð má greiða með 10 ára skuldabréfi. Fyrsta greiðsla eftir 1 ár. ra7TTTTT77?T?7imviT71 SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. fasteignasaia Suðurlandsbraut 14 "*= s 678221 fax: 678289 Einbýlis- og raðhús Þingasel - einbhús Stórglæsil. ca 350 fm á tveimur hæð- um. 5-6 svefnherb. Ca 70 fm innb. bil- skúr. Afgirt sólverönd m. útisundlaug. Getur hægl. nýst sem 2ja íb. hús innan sömu fjölsk. Verð 23,0 millj. Einkasala. Klapparberg - einb. Gott u.þ.b. 196 fm einb. m. innb. bílsk. Steinflísar og parket á gólfum. Stórar svalir og verönd í suður. Verð 12,8 millj. Fagrihjalli - nýtt parh. Nútimalega hannað á notalegum og skjólsælum stað í Suðurhlíöum Kóp. 181 fm ásamt 27 fm bilskúr. Að fullu frág. á vandaöan hátt. 3-4 svefnherb. Verð 14,5 millj. Einkasala. Reykás - raðh. U.þ.b. 198 fm m. innb. bílsk. 4 svefn- herb. Húsiö svo til fullb. Fallegur garöur m. sólverönd. Áhv. 8 millj. Ath. skipti á minni eign. Verö 12,8 millj. Drafnarfell. Atvhúsn. V. 12,5 m. Haukshólar. Einbýli.V.18,3m. Urðarbakki. Raðhús.v. 13,7 m. 2ja-6 herb. Eskihlíð - 4ra Góð endaíbúö á 3. hæö í fjölb. Góöar skiptanlegar stofur, 2 svefnherb., rúm- gott eldhús. Fráb. staöur. V. 7,2 millj. í nágr. Kjarvalsstaða Glæsil. 106 fm jarðhæö m. sérinng. Fallegar innr. Parket. Nýl. hús. Fallegur garöur og verönd. Áhv. 3,0 millj. veö- deild. Verð 11,1 millj. Selvogsgrunn - 3ja Góö 80,5 fm íb. á 3. hæö (efstu) í 5 íb. húsi. Suöursv. Verö 6,9 m. Einkasala. Grandavegur - 2ja Góð ný 53 fm kjíb. ósamþ. Ákv. sala. Verð 3,9 miilj. Bogahlíð. 4ra herb. Verð 8,1 m. Kjarrhólmi. 3ja herb. V. 6,5 m. Ugluhólar. 4ra-bílsk.v.8,6m. mátt beijast við (og berst enn við) til að öðlast viðurkenningu; en við- urkenningu fylgir einnig ábyrgð, og því má nú gera meiri kröfur til rnyndasagna heldur en áður. í öðrum hluta sýningarinnar getur að líta verk ýmissa þeirra íslensku myndlistarmanna sem standa að tímaritinu (GISP!). Flest er þetta ungt fólk, og er árgangur- inn sem útskrifaðist úr Myndlista- og hanðíðaskólanum 1989 áber- andi. Þau hafa mörg hver náð góðu valdi á þessum miðli, þannig að heildarsvipur myndasögunnar er sterkur. Sum leita fanga í lista- sögunni í verkum sínum, eins og Freydís Kristjánsdóttir í „Gangur- inn“ (1992) og Jóhann L. Torfason í verkinu „í raun og kvöl“ (1990), og tekst það ágætlega; einkum eru verk Freydísar athyglisverð. „Ör- lagasögur“ (1991) eftir Þorra Hringsson er góð athugasemd við íslenska kvikmyndagerð, og Þórarinn B. Leifsson hefur farið svo langt yfir strikið í myndasög- unum „Ruglmálaráðuneytið“ (1991) og „Surtur" (1992) að það verður erfitt að gera hneykslanleg- ar myndir af íslenskum ráðamönn- um í framtíðinni. Þrátt fyrir góð tilþrif verður ljóst við skoðun frönsku myndanna að íslendingarnir eiga margt ólært, einkum hvaða varðar sögu- sköpun og sjónarhorn. Hér getur að líta sýnishorn verka ýmissa þekktra listamanna á þessu sviði Jean Giraud/Moebius: Rifan. 1992. (bækur með heilum myndasögum eru til skoðunar utan sýningarsal- arins), og má einkum nefna til þá Jacques de Loustal, Enki Bilal, sem hefur getið sér gott orð fyrir framtíðarsögur sínar, og Jean Gi- raud, sem einnig hefur starfað undir dulnefninu Moebius, og þá unnið í allt öðrum stíl en venju- lega; þekktasta sköpun hans er án efa Blástakkur liðþjálfi, hetjan úr Villta vestrinu, en vísindaskáld- sögur hans eru ekki síðri. Myndasagan hefur um langt árabil verið viðurkenndur hluti myndlistarlífs í Belgíu, Frakklandi og jafnvel Bandaríkjunum, þó hún sé aðeins að stíga fyrstu skrefin hér á landi. Myndasagan er einnig eitt vinsælasta frásöguformið í Japan, og hefur líklega hvergi meiri útbreiðslu, þó viðfangsefni þeirra bóka séu ekki endilega I háum gæðaflokki. Líkt og í öllum öðrum listgreinum er meira fram- boð af lélegu efni en góðu, en sú staðreynd getur ekki dregið úr því að myndasaga, þar sem fara sam- an góð teikning, myndskipun, frá- sögn, framvinda og stíll, getur jafnast á við myndlist af öllum öðrum sviðum. Sýningin í vestursal Kjarvals- staða á frönskum og íslenskum myndasögum stendur til sunnu- dagsins 13. desember, og ætti áhugafólk um þessa grein mynd- listar að notfæra sér þetta tæki- færi til að sjá það besta sem er gert . Kristniboð í Kenýa Bækur Pétur Pétursson Skúli Svavarsson: Predikað í Pókot. Kenýa, sagan, þjóðin og kristniboðið. 103 bls. Samband ís- lenskra kristniboðsfélaga. Reykja- vík 1992. íslendingar geta státað af mörgu öðru en kristniboði meðal annarra þjóða, enda má til sanns vegar færa að næg séu verkefnin á því sviði inn- an Iands. Mikil uppsveifla var í kristniboði mótmælendakirkjudeilda á öldinni sem ieið og voru íslending- ar þar áhorfendur og sinntu því lítið sem ekkert. Áhugafólk um kristniboð stofnaði þó félög í upphafi þessarar Alhliða ráðgjöf - ábyrg þjónusta Kjurtun Rugnurs hrl. réyftýOcé FASTEIGNAMIÐLUN. Síðumúla 33 S:679490 og 679499 Kambasel — raöh. Vorum að fá i einkasölu mjög vandað ca 260 fm raðhús á Iveimur hæðum ésamt ínnr. risi. lnnbyggður bilak. Áhv. ca 6,0 millj. langtímalán. Verð 15,0 millj. Tómasarhagi — hœð Nýkomin i einkasölu mjög góð ca 120 fm efri hæð. Eign f mjög góðu ástandi. Verð 11,3 millj. Gnoðarvogur — sérh. - í sölu glæsil. ca 160 fm neðri sérh. ásamt góðum bflsk. Nýieg eldhúsínnr. Parket. Tvennar sval- Ir. Miklð útsýni. Áhv. ca 4,1 mlllj. langtímalán. Veghús - lúxusfbúð Nýkomin I einkasölu ca 185 fm sérlega vönduð Ib. á tveimur hæðum, m.a. 2 baðherb., 2 inng. Parket. Bílskúr. Verð 12,8 millj. Álftamýri — 2ja Falleg íb. á 1. hæð á þessum vínsæla stað. Útsýni. Verö 5,3 millj. Ármann H. Benediktss., sölustj., Geir Sigurðsson, lögg. fasteigna- og skipasaii. aldar og 1929 var Samband ís- lenskra kristniboðsfélaga stofnað. Studdu þessi félög af veikum mætti við kristniboð gegnum erlend samtök en þegar Ólafur Ólafsson var gerður út af örkinni í samstarfí við norsk kristniboðssamtök má segja að Is- land hafí eignast sinn fulltrúa á þessu sviði. Einn af reyndustu núlifandi íslensku kristniboðunum er Skúli Svavarsson sem sent hefur frá sér bók um starf sitt í Kenýa. Skúli hafði áður starfað í Eþíópíu en þar hefur aðalvettvangur ís- lenskra kristniboða verið eftir að landamærum Kína var lokað á þá. I Eþíópíu er hins vegar fyrir hendi afar merkileg kristnisaga koptísku kirkjunnar sem er mörgum öldum eldri en kristni á íslandi. Ekki hefur sú kirkja þó gömul sé náð til allra íbúanna. Vestrænir kristniboðar hafa lagt mikið af mörkum í félagslegu og efnahagslegu uppbyggingarstarfí þar eins og reyndar í Kenýa þar sem kristniboðar eru vel séðir vegna framlags síns til margháttaðs upp- byggingarstarfs, sérstaklega á sviði heilsugæslu og menntunar. Hins vegar varð mikii breyting á í Eþíópíu þegar byltingarstjómin tók þar völdin 1974. Islensku kristniboð- unum var ókleift að vinna áfram á stöðvum sínum og ákveðið var 1978 að þeir flyttu sig suður á bóginn til Kenýa. Bók Skúla greinir frá þessum umskiptum en í henni er einnig að fínna stutt og greinargott yfírlit yfír sögu kristniboðs í Austur-Afríku. Með fylgja glefsur úr menningarsögu svæðisins. Höfundur fegrar ekki frammistöðu kristniboðanna og er harðorður í garð fyrstu boðenda fagnaðarerindisins á þessum slóðum. Skúli gefur lesanda einkar góða innsýn í blómlega verslun og fjöl- FLISAR JB- !»! iSp! liL * ** Stórhöfða 17, við GulUnbní, sími 67 48 44 Skúli Svavarsson skrúðuga menningu á svæðinu áður en Portúgalir lögðu landið undir sig í kjölfar þess að þeim tókst að sigla fyrir suðurodda Afríku. Þessi menn- ing hafði að mestu farið fram hjá sagnariturum Evrópu. Grimmd og ágimd Portúgala kom þessu fólki í opna skjöldu og menning þess hrundi. Sorgarsaga þrælasölu tók við þar sem arabar og innlendir höfðingj- ar komu við sögu, en Englendingar reyndu að lokum að banna og kristni- boðar unnu markvisst gegn henni. Trúboð mótmælenda fór fyrst að bera verulegan árangur meðal fyrr- verandi þræla en suma þeirra höfðu trúboðarnir keypt og gefíð frelsi. Skúli lýsir menningu og trúar- brögðum innfæddra af þekkingu og innsæi en skoðar þau að sjálfsögðu út frá sjónarhomi kristniboðans. Frumstæð andatrú heldur enn liluta íbúanna í greipum sér og hindrar þá í því að efla hagsæld og mannúð. Höfundur kann meira að segja að greina frá því að andamir kröfðust mannfórnar, en fórnarlambið flúði á náðir trúboðanna og allt fór vel að lokum. Óhætt er að mæla með þessari bók. Höfundurinn er traustur og glöggur leiðsögumaður um undra- veröld Austur-Afríku í sögu og samt- íð og þangað er gott að hverfa eina kvöldstund í íslensku skammdegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.