Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 14

Morgunblaðið - 01.12.1992, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUK 11 DESEMBER 1992 Í4 Eyjólfur Einarsson Vatnslitamy ndir Myndlist Bragi Ásgeirsson í FÍM-salnum í Garðastræti 6 sýnir Eyjólfur Einarsson 25 vatnslitamyndir og stendur sýn- ingin til 13. desember. Eyjólfur er vel kunnur mynd- listarmaður, sem haldið hefur þó nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis. Vatnslitir eru erfíðir viðfangs, eins og allir vita, sem hafa komist í kast við þá, og því er ekki að undra þótt heilu sýn- ingarnar á þeim eingöngu séu frekar fágætar. Það þarf meira að segja nokkurt hugrekki til að koma fram með slíkar sýningar. Því á þessu sviði eru menn mjög gagnrýnir og einkum ef að um hreina vatnslitatækni er að ræða. Það er trúlega vegna þess, að þeir, sem hafa lagt fyrir sig tæknina og náð hafa umtalsverð- um árnagri, hafa að baki áralaga þjálfun áður en þeir áræða að sýna árangurinn á opinberum vettvangi og segir það nokkra sögu. Vatnslitir eru líkt og austurlenzka skriftin, kalligraf- ían, meðal þeirra tæknibragða, sem krefjast hvað mestrar skyn- rænnar þjálfunar, en svo þegar framúrskarandi árangri er náð eru myndimar í tærleika sínum hreint augnayndi. Og þeir eru mjög fáir vatnslita- málaramir, sem náð hafa úrsker- andi árangri, en hins vegar mun fleiri sem nota litina til gmnn- ristra tæknibragða og spara þá ekki áhrifabrögðin eða „effekt- ana“ eins og það heitir á fagmáli. Eyjólfur Einarsson hefur kosið að ganga hreint til verks, sem er mjög virðingarvert, en það gerir hlutverk hans mun erfíðara. Hann leitar þannig ekki að fögr- um litasamböndum, heldur liggur honum eitthvað alveg sérstakt á hjarta, sem hann vill miðla til skoðandans. Þá virðist hann ei heldur vera að glíma við tærleika litarins, þvert á móti virka þeir iðulega nokkuð hráir og þoku- kenndir. Ekki er manni þó ljóst hvort hann stefni beinlínis að þessari útkomu eða hvort hún sé ósjálfráð, en maður kennir þó vissa hugmyndafræði að baki myndanna, en hún virðist ein- faldlega ekki nógu skýrt fram borin. Röð þriggja mynda á enda- vegg nr. 9-11 er í sérflokki um skýra framsetningu myndefnis og blæbrigðaríktjitaspil og nefn- ast „Minning", „Tvö norðurljós" og „Út í bláinn“. Auk þess er hugmyndafræðin að baki mun aðgengilegri. Það er meira en líklegt að hin hráu salarkynni dragi myndirnar niður, því að vatnslitamyndir þurfa vissan innileika í umhverf- inu til að taka við sér og hann er víðs fjarri á þessum stað í nóvemberhretinu. Tvö niðjatöl að norðan Bókmenntir Sigurjón Björnsson Niðjatal Björns Eysteinssonar og Guðbjargar Jónasdóttur, Helgu Sigurgeirsdóttur og Kristbjargar Pétursdóttur. Bókaútg. Dyngja, Hofi, Vatnsdal, 1991, 285 bls. Niðjatal Jóhannesar Guðmunds- sonar og Ingibjargar Eysteins- dóttur. Bókaútg. Dyngja, Hofi, Vatnsdal, 1992, 248 bls. Réttlætanlegt er að fjalla um bæði þessi niðjatöl í einni grein. Ættforeldrarnir eru tvö systkini, Björn Eysteinsson og Ingibjörg Ey- steinsdóttir. Bæði eru niðjatölin gerð með mjög svipuðum hætti og gefín út á sama hátt, enda er út- gáfufýrirtækið hið sama. Þær ættir sem hér um ræðir munu teljast húnvetnskar, enda þótt föðurætt systkinanna sé það ekki og makar ekki nema í litlu. En ald- ur sinn ólu þessar fjölskyldur í Húnaþingi og niðjar þeirra munu fremur öðru telja sig til þeirrar sýslu. Sum héruð hafa verið býsna dug- leg við að gefa út ættfræðibækur, þar á meðal niðjatöl. En af einhverj- um ástæðum virðast Húnvetningar hafa orðið nokkuð útundan og hefur þó svo sannarlega ekki skort fræði- menn þar í sýslu. Nægir að nefna Magnús á Syðra-Hóli, Bjarna í Blöndudalshólum, Pál Kolka og sagnfræðingana Jón Jóhannesson og Bjöm Þorsteinsson. Mörg fleiri nöfn koma í hugann, þó að ekki verði nefnd. En vegna þessa skorts á ættfræðiritum húnvetnskum er nokkur fengur að þessum tveimur niðjatölum. Sigurður H. Þorsteinsson, sonar- sonur Bjöms Eysteinssonar, ritar formála að niðjatali hans og er að sjá að Sigurður hafí séð um frágang bókarinnar, en margir aðrir ættingj- ar hafa ritað um einstaka menn. Á eftir niðjatali er ræða sem Bjöm Þorsteinsson sagnfræðingur flutti á niðjamóti 1979. Þar minnist hans afa síns og kvenna hans. Að öðm leyti er vísað til hinnar kunnu og merku sjálfsævisögu Björns Ey- steinssonar (1957). Bjöm Eysteinsson (f. 1849, d. 1939) eignaðist ellefu börn með þremur konum. Frá níu þeirra em komnir afkomendur og er það mik- ill ættbogi. Víða em fimm ættliðir framgengnir. Niðjatal Ingibjargar Eysteins- dóttur og manns hennar Jóhannesar Guðmundssonar ritar Jónas Ey- steinsson sonarsonur þeirra formála að. Hann greinir þar frá því að hann og Sophus Guðmundsson hafí tekið við efni frá ættmennum, raðað því og fýlgst með tilurð bókarinnar. Ingibjörg (f. 1856, d. 1923) og Jóhannes (f. 1850, d. 1906) bjuggu mestallan sinn búskap á Áuðunar- stöðum í Víðidai. Böm þeirra vom sjö og era niðjar frá sex þeirra. Er fímmti ættliðurinn nú að byija að ganga fram. í niðjatali Bjöms Eysteinssonar er einungis auk niðjatalsins áður- greind ræða Björns Þorsteinssonar ágrip af framætt Björns og síðustu konu hans, Kristbjargar Pétursdótt- ur (en ekki hinna tveggja, hvað sem veldur) og nafnaskrá. í niðjatali Ingibjargar og Jóhannesar er nokk- uð rakin framætt þeirra beggja. Þá er æviminning þeirra og að loknu niðjatali er nafnaskrá. Við lestur þessara tveggja niðja- tala dylst ekki hversu margt menni- legt fólk er innan þessara ætta. Margir em þeir sem sett hafa svip á samtíð sína og em áberandi í þjóð- lífínu nú á dögum. Enginn vafi leik- ur á að kynfylgjan er góð. Þá dylst heldur ekki við skoðun mynda að sterkur ættarsvipur er hjá mörgum niðjanna. Niðjatöl þessi em gerð með tals- vert öðram hætti en tíðkast í flestum niðjatölum sem ég hef séð. Venjan er að einstaklingar fái sérstaka tölu ali Miró Picasso fyrir ættlið sinn og bókstaf fyrir röð í systkinahópi. Þá eru upplýsingar um hvern einstakling venjulega staðlaðar og svo til hliðstæðar fyrir alla og haldið í lágmarki. Hér er öllum merkingum sleppt. Þetta ger- ir lesendum sem vanir em hefð- bundnum niðjatölum erfíðara fyrir að átta sig á skyldleikatengslum. Ekki kemur þetta þó vemlega að sök, þar sem niðjatölin eru stutt og auk þess geta þeir sem vilja sett merkingar í eintak sitt ef þeim sýn- ist svo, þó að enginn sé það fegurð- arauki. Þá er miklu meira sagt frá hverjum einstaklingi en venjulegt er. Flestir fá allrækilega æviferil- skýrslu, stundum allt að heilli blaðs- íðu. Nokkuð er þetta þó misjafnt og hefur bersýnilega ráðist af því hver skrifaði. Þetta einkenni gerir niðjatölin mun fróðlegri og læsilegri en mörg önnur. Samt hefði ég talið til bóta ef ritstjómin hefði samræmt upplýsingarnar bæði hvað varðar magn og frásagnarmáta. En hvað sem því líður er því ekki að neita að með þessum hætti verða frásagn- irnar einhvern veginn „heimilis- legri“ ef svo má segja. Manni getur fundist að bækurnar séu einkum ætlaðar ættmönnunum, sem eins konar sendibréf til þeirra og eigin- lega eigum við hin ekkert með að vera að hnýsast alltof mikið í þessi skilaboð á milli frænda. Myndir em af nokkrum dvalar- stöðum eldri kynslóðanna og aug- ljóslega hefur verið lagt kapp á að safna eins miklu af mannamyndum og unnt var. Mikill fjöldi þeirra er í bókinni. Gæði mannamynda eru nokkuð misjöfn. Sumar eru ágætar, en aðrar hafa prentast afar illa. Slæmt er þegar þannig tekst til, einkum fyrir þá sem myndirnar eru af eða náin skyldmenni þeirra. Þessi tvö bindi em hinar snyrti- legustu bækur og eigulegar og hef- ur augljóslega verið lagt kapp á að vanda frágang þeirra sem best. Ekki var mér kunnugt um áður að bókaútgáfa væri hafin á Hofi i Vatnsdal. Bækur þessar hef ég ekki séð í bókabúðum á höfuðborg- arsvæðinu og kann því að vera að þeir sem vilja eignast bækurnar þurfí að snúa sér beint til útgáf- unnar. Þrjár listaverkabækur ÚT ERU komnar þrjár lista- verkabækur, Dali, Miró og Pic- asso. í kynningu útgefanda segir: „Salvador Dali á að baki einn lit- ríkasta listferil aldarinnar. Verk hans em bæði mikil að vöxtum og afar fjölbreytt. Á blómaskeiði sínu var hann hugrakkur, djarfur og hugkvæmur nýjungasmiður sem hleypti nýju blóði í súrrealis- mann, bæði með hugmyndum sín- um og hegðun og myndverkum þar sem hann beitti tæknisnilli sinni til hins ýtrasta. Kynferðisleg- ur áhugi leiddi hann stundum inn fyrir landamæri þeirra miklu laun- helga mannlegrar reynslu sem lýst er á opinn og hispurslausan hátt í verkum hans sem aldrei fyrr.“ Höfundur er Eric Shanes. Ólöf Kr. Pétursdóttir þýddi bókina sem er 141 blaðsíða, prentuð í Hong Kong og kostar 2.980 krónur. í kynningu útgefanda segir: „Joan Miró (1893-1983) var Katalóníumaður en deildi lengst af tíma sínum milli Spánar og Parísar. Hann varð snemma einn af fmmkvöðlum þeirra listhreyf- inga sem um hans daga vom kenndar við framúrstefnu. Hann varð ofsafenginn málari, „villi- rnaður" myndlistarinnar rétt eins og Rimbaud í ljóðlistinni. Þessu til vitnis em æpandi hreinlitimir á málverkum Mirós og furðuver- öldin sem hann skapar í kringum fígúrur sínar.“ Höfundurinn heitir Georges Raillard. Þorbjörn Magnússon þýddi bókina sem er 141 blaðsíða, prentuð í Hong Kong og kostar 2.980 krónur. í kynningu útgefanda segir: „Pablo Picasso er af mörgum tal- inn helsti málari 20. aldar. Hann vakti ungur athygli fyrir einstæða hæfileika sem birtast m.a. í áhrifa- miklum mannlífsmyndum hans frá „bláa“ tímabilinu svokallaða. Hann lagði gmndvöll að kúbism- anum á fyrsta áratug aldarinnar, mestu umbyltingu í vestrænni málaralist síðan endurreisnar- mennirnir vom og hétu. Hann tók þátt í hreyfingu súrrealista og hefur einnig verið kenndur við expressjónisma og var óhræddur að taka með list sinni þátt í átök- um samtímans, eins og frægasta meistaraverk hans, Guemica, sýn- ir best.“ Höfundur bókarinnar er Daniéle Boone, Mörður Árnason og Ámi Óskarsson þýddu bókina, 143 blaðsíður, prentuð í Hong Kong og kostar 2.980 krónur. í hverri bók eru 48 litmyndir af málverkum. Inngangur um ævi listamannanna, listræna þróun og félagslegan bakgmnn með svart- hvítum myndum af verkum og fólki. Aftast í bókunum eru helstu æviatriði listamannanna rakin í tímaröð. Útgefandi bókanna er Mál og menning og þær eru í ritröðinni Meistaraverkin. Nýjar bækur ■ Puntrófur og pottormar nefnist barnabók eftir Helgu Möll- er og er þetta hennar fyrsta bók. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Puntrófur og pottormar fjallar um ósköp venjulega krakka og ævin- týri þeirra; stelpur sem finnst gam- an að leika sér í mömmuleik, drullu- malla og hengja á sig perlufestar þegar þær fara í afmæli og stráka sem fara í indíánaleik og fótbolta/' Útgefandi er Fróði. Búi Kristj- ánsson teiknaði kápu bókarinnar og myndskreytti hana. Bókin. sem er 108 bls. er prentunnin hjá G. Ben. Prentstofu hf. Verð 1.190 krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.